Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.02.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2005 27 s eins og t á nafn til . Nýjustu lunum til ð fólk geti um. FIFA ð óprúttn- á Netinu. ða eigi á meistara- m á nýjum udaginn 9. r fram ná- sunnudag- inn 9. júlí á Ólympíuleikvanginum í Berlín. Þess á milli fara fram 62 leik- ir í keppninni. Leikið verður í 10 borgum auk þeirra tveggja áður- nefndu. Það eru Hamborg, Hann- over, Gelsenkirchen, Dortmund, Köln, Leipzig, Frankfurt, Kaisers- lautern, Nurnberg og Stuttgart. Gífurleg vinna liggur að baki skipulagningu stórmóts eins og Heimsmeistarakeppnin er. Og eins og við mátti búast stendur allt eins og stafur á bók þegar Þjóðverjar eru annars vegar. Undirritaður átti þess kost að fara með hópi manna til Þýskalands á síðastliðnu hausti til að fylgjast með undirbúningnum. Við skoðuðum tvo velli, í Frankfurt og Stuttgart. Verið er að endurbyggja og bæta þessa velli og er það verk allt á áætlun. Báðir vellirnir verða glæsileg mannvirki þegar verkinu verður lokið. Það vakti sérstaka at- hygli hvað mikið er lagt upp úr því að áhorfandanum líði vel á leikjunum og veitingaaðstaða er frábær. Nokkrir nýir vellir verða byggðir fyrir keppnina, m.a. nýr leikvangur í Munchen sem rúma mun 66 þúsund áhorfendur. Ólympíuleikvangurinn í Berlín mun rúma 74.500 áhorfendur. Eins og nærri má geta búast Þjóð- verjar við miklum straumi ferða- manna til landsins á meðan keppnin stendur yfir. Tugþúsundir hótela í Þýskalandi búa sig undir að taka við milljónum ferðamanna og óteljandi veitingastaðir búa sig undir að sjá þessum fjölda fyrir mat og drykk. Að auki hafa ýmsir viðburðir verið skipulagðir í tengslum við keppnina, bæði skemmtanir og listviðburðir. Þá eru sögufrægir staðir á hverju strái sem gaman er að skoða. Þjóð- verjum er í mun að sýna umheim- inum allt það besta sem þeir geta boðið upp á undir slagorðinu: „Tæki- færi til að eignast vini.“ Upplýsingar um hótel, viðburði og slíkt eru vef- slóðinni www.germany-tourism.de. Ekki eftir neinu að bíða Gera má því skóna að fáir Íslend- ingar séu farnir að skipuleggja sum- arleyfi sín fyrir árið 2006. En knatt- spyrnuáhugamenn ættu ekki að bíða með það hafi þeir áhuga á því að komast á leiki í Heimsmeistara- keppninni. Undirritaður hefur tvisv- ar farið á Heimsmeistarakeppniog það var stórkostleg upplifun. Að vera viðstaddur úrslitaleik á HM er lífsreynsla sem aldrei gleymist. Og nú ber vel í veiði. Heimsmeist- arakeppnin verður í Þýskalandi og þangað er stutt að fara. Þjóðverjar eru einstaklega góðir heim að sækja, þótt margir haldi annað. Þeir eru al- úðlegir og gestrisnir og við Íslend- ingar erum þar í miklum metum. HM í Þýskalandi verður án efa ógleymanlegur viðburður. Sem fyrr segir er miðasalan hafin á Netinu. Þegar fram í sækir munu eflaust fleiri tilboð bjóðast og líklegt er að einhverjar íslenskar ferðaskrif- stofur muni bjóða upp á ferðir á HM. Iclandair flýgur til margra borga í Þýskalandi og hyggst fjölga ferðum þangað verulega. Það verða því margir möguleikar í boði. nattspyrnu 2006 er hafin á Netinu ð Cafu, fyrirliði Brasilíu, sem lyfti bikarnum. óða til veislu TENGLAR ................................................... www.fifaworldcup.com www.germany-tourism.de sisi@mbl.is Reuters HVERS konar samtök vill Al- þýðusamband Íslands (ASÍ) vera? Vill það hætta að skírskota til allra félagsmanna í aðild- arsamböndunum? Leggur sam- bandið þann skilningi í viðfangs- efnið „fagleg-pólitísk samvinna“ að ASÍ eigi að binda trúss sitt við einn stjórn- málaflokk hér á landi og sverjast í fóst- bræðralag við sam- tök sósíaldemókrata annars staðar á Norðurlöndum? – Að þessum og fleiri tengdum spurningum verður vikið í þessari grein. Það þóttu tímamót í sögu íslenskrar verkalýðhreyfingar þegar ASÍ sleit tengslin við Alþýðuflokkinn á þingi sínu 1940 og gerðist sam- band íslenskra stéttarfélaga án skipulagstengsla við stjórn- málaflokka (les: Alþýðuflokkinn). Með lagabreytingunni öðluðust allir félagsmenn í aðildarfélögum sambandsins kosningarétt og kjörgengi til alþýðusambands- þinga án tillits til stjórnmála- skoðana. Endurnýjuð formleg tengsl við sósíaldemókrata Hér á árum áður var ég fé- lagsmaður í Félagi járniðn- aðamanna og starfsmaður ASÍ og minnist þess frá þeim tíma að gamlar kempur úr verkalýðsbar- áttunni töluðu um það sem einn af stóru sigrunum í verkalýðsbar- áttunni þegar menn þurftu ekki lengur að hafa flokksskírteini í Alþýðuflokknum til að vera gjald- gengir á Alþýðusambandsþing. Því er á þetta minnst að ASÍ hefur upp á síðkastið verið að víkja af þeirri braut sem mörkuð var 1940. Frá því fyrir síðustu al- þingiskosningar hafa ýmsir for- ystumenn þess talað eins og Al- þýðusambandið væri deild í Samfylkingunni. Yfirlýsingar og afskipti forystumanna ASÍ upp á síðkastið af formannskjöri hjá Samfylkingunni bjóða áreið- anlega þeirri hugsun heim hjá fjölda fólks að verið sé á ný að binda Alþýðusambandið stjórn- málaflokki eins og gerðist á fyrri hluta síðustu aldar. Og þetta er reyndar ekki út í hött: Á árinu 2000 hóf ASÍ form- legt samstarf við Samfylkinguna og aðra sósíaldemókratíska flokka á Norðurlöndum með því að gerast aðili að SAMAK sem er skammstöfun fyrir „Samstarfs- nefnd Norrænna jafnaðarmanna- flokka og alþýðusambanda“ (á norsku: „Arbeiderbevegelsens nordiske samarbeidskomite“). Í 1. tbl. Vinnunnar árið 2000 sagði: „Vegna þeirrar miklu stefnumót- unarvinnu sem fram fer á vett- vangi SAMAK var það niðurstaða alþjóðanefndar ASÍ að leggja til við miðstjórn að sambandið sækti formlega um endurnýjaða þátt- töku.“ Miðstjórnin samþykkti þetta og aðild ASÍ að norræna kratasamstarfinu varð staðreynd á ársfundi SAMAK í janúar árið 2000. SAMAK – tæki í þágu stjórnmálaflokka Á upplýsingasíðu SAMAK (www.samak.info/) segir að mark- mið þeirra séu m.a.: „að treysta og þróa samstarf norrænnar verkalýðshreyfingar um lands- bundin og alþjóðleg stjórnmál … og hefja til vegs sósíaldemókrat- ísk gildi á Norðurlöndum og í evrópsku og alþjóðlegu tillliti … og móta sameiginlega afstöðu, samningsáherslur og aðgerða- áætlun fyrir norræna verkalýðs- hreyfingu í mikilvægustu málum, bæði í stjórnmálastarfi sósíal- demókrata og í starfi Norð- urlandaráðs og Norrænu ráð- herranefndarinnar.“ (Lausleg þýðing greinarhöfundar). Það verður ekki sagt að ein- hver nafnlaus andlit stýri SAM- AK. Göran Persson, formaður sænskra sósíaldemókrata og nú forsætisráðherra var formaður SAMAK til 19. jan. s.l. en þá tók Jens Stoltenberg, formað- ur norska verka- mannaflokksins við formennskunni. SAMAK hélt svo- nefndan formanna- fund hér á landi í ágúst 2004. Þar voru saman komnir for- menn norrænna sósí- aldemókrataflokka og norrænu alþýðu- sambandanna ásamt nokkrum samstarfs- mönnum og gestum, m. a. frá rússneskum krataflokki. Fundinn sátu líka formaður Samfylking- arinnar og forseti ASÍ sem full- gildur þátttakandi í þessari sam- komu í nafni Alþýðusambandsins. Eins og oft vill verða þótti flestum fjölmiðlum persónurnar á fundinum áhugaverðari en sjálft fundarefnið og umboð þeirra full- trúa sem fundinn sóttu. Morg- unblaðið vakti þó athygli á að hér væru á ferðinni „Pólitísk hags- munasamtök“. (Staksteinar 14. ágúst 2004). Á heimasíðu Fram- sóknarfélags Skagafjarðar virtust menn skynja það fréttnæma við fundinn frá íslenskum sjónarhóli. Þar var (12.8.04) í upphafi frá- sagnar spurt: „Er forysta ASÍ að skilgreina sig með formlegum hætti með Samfylkingunni?“ Og í niðurlagi sagði: „Sé það hins veg- ar með þeim hætti sem virðist vera að Alþýðusambandið sé nú árið 2004 að skilgreina sig með einum flokki umfram aðra, hlýtur það að veikja samtökin og draga úr trúverðugleika þeirra.“ SAMAK og aðild að Evrópusambandinu Í yfirlýsingu formannafund- arins sagði m.a.: „Norræn verka- lýðshreyfing væntir þess að öll norrænu löndin sæti lagi („på et passende tidspunkt“) að verða aðilar að ESB.“ Þetta eru skýr skilaboð til Noregs og Íslands að slást í hópinn í Brüssel. Ekki er ólíklegt að ASÍ og Samfylkingin hafi sótt um aðild að SAMAK m.a. vegna þeirrar miklu áherslu sem þessi klúbbur hefur á síðustu árum lagt á svo- nefnd Evrópumálefni vegna að- ildar Danmerkur, Svíþjóðar og Finnlands að ESB. – ASÍ- forystan hefur ekki farið dult með áhuga sinn á aðild að ESB. Þing sambandsins ályktaði árið 2000 „að taka bæri umræðuna um aðild að Evrópusambandinu á dagskrá.“ Og á ráðstefnunni „Evrópusamvinnan og hagsmunir launafólks“ sem ASÍ stóð fyrir í sept. 2002 sagði forseti þess að ASÍ hafnaði því „að tvíhliða samningur við Evrópusambandið gæti orðið svarið við veikari stöðu EES-samningsins.“ Margt hefur verið að gerast í vinnumarkaðsmálum Evrópusam- bandsins að undanförnu sem ætti að vekja verkalýðsfélög hérlendis til umhugsunar um, hvort ekki sé skynsamlegt að standa utan við valdsvið framkvæmdastjórn- arinnar í Brüssel og Evrópudóm- stólsins. Þar á ég við skýra við- leitni innan ESB að brjóta niður rétt þjóðríkjanna á sviði launa og atvinnu, sbr. starfsmannaleigur. Umdeild tengsl og fjár- styrkir til sósíaldemókrata Ákvörðun miðstjórnar ASÍ að tengja sambandið skipulagslega við eina stjórnmálahreyfingu, þ. e. krataflokkana á Norðurlöndum að Samfylkingunni meðtalinni, er afturhvarf til fortíðar og stangast á við lýðræðislegar hefðir og vinnubrögð í fjöldasamtökum undanfarna marga áratugi. Sam- krull alþýðusambanda annars staðar á Norðurlöndunum við krataflokka hefur verið á und- anhaldi vegna eðlilegrar gagnrýni eins og best sést af því að árið 1995 sleit danska alþýðu- sambandið formlegum tengslum við krataflokkinn þarlendis, og 2003 ákvað sambandið að hætta að greiða árlegan 1 millj. kr. styrk til flokksins. Um svipað leyti og þetta var að gerast í Danmörku ákvað norska alþýðu- sambandið að draga sinn mann út úr framkvæmdanefnd norska verkamannaflokksins. Enn greiða þó samböndin í Noregi og Sví- þjóð háar fjárhæðir til flokkanna úr sjóðum sínum, en einnig sú til- högun sætir vaxandi gagnrýni sem vonlegt er. „Til þess eru vítin …“ Ekki má rugla saman sam- vinnu og þýðingarmiklum sam- skiptum norrænu alþýðu- sambandanna annars vegar og formlegum tengslum þeirra við stjórnmálaflokka hins vegar. Það eru þessi tengsl – bein afskipti flokkanna af stefnumótun og starfi alþýðusambandanna – sem hér er varað við. Hvers eiga að gjalda þeir fjölmörgu í verkalýðs- hreyfingunni sem ekki eru í Sam- fylkingunni heldur utanflokka eða í öðrum stjórnmálaflokkum. Er boðlegt gagnvart þessu fólki að gera ASÍ að einskonar taglhnýt- ingi einnar stjórnmálastefnu? Þessi forneskjulegu tengsl eru arfur liðins tíma og minna á stöðu verkalýðsfélaga í ríkjum Austur-Evrópu fyrr á tíð þar sem verkalýðsfélög voru nafnið tómt og lutu í einu og öllu stjórn kommúnistaflokkanna. Að tala um sjálfstæði verka- lýðsfélaga og heildarsamtaka þeirra gagnvart stjórnmálaflokk- um á ekkert skylt við kröfur um „afpólitíseringu“ sem stundum heyrast: sumsé að verkalýðs- hreyfingin eigi alls ekki að skipta sér af stjórnmálum. Öðru nær. Verkalýðhreyfingin þarf að sjálf- sögðu að halda uppi lifandi um- ræðu um stjórnmál á eigin for- sendum. Hún þarf að móta og bera fram sína eigin pólitísku stefnu í öllum málum sem varða heill og hag verkafólks og alls al- mennings – en umfram allt án þess að gerast handbendi eða málpípa tiltekinna stjórn- málaflokka. Þau dæmi sem hér hafa verið nefnd um samkrull sósíaldemókrataflokka og alþýðu- sambanda í grannlöndum okkar og beinar greiðslur til eins stjórnmálaflokks úr sjóðum laun- þegasamtakanna, eins og tíðkast í Noregi og Svíþjóð, ættu að vera ASÍ og íslenskri verkalýðshreyf- ingu víti til varnaðar. Hvert stefnir Alþýðusambandið? Gunnar Guttormsson fjallar um ASÍ ’Ákvörðun miðstjórnarASÍ að tengja sam- bandið skipulagslega við eina stjórnmála- hreyfingu, þ. e. krata- flokkana á Norður- löndum að Samfylk- ingunni meðtalinni, er afturhvarf til fortíðar og stangast á við lýð- ræðislegar hefðir og vinnubrögð í fjölda- samtökum undanfarna marga áratugi. ‘Gunnar Guttormsson Höfundur er vélfræðingur, fyrrum starfsmaður ASÍ og áður fyrr félagsmaður í Félagi járniðnaðarmanna. VARPSSTÖÐIN sýningarréttinn á m Heimsmeist- ppninnar 2006 hér i. Að sögn Hilmars ssonar sjónvarps- verða allir leik- 4 sýndir í beinni dingu. ar Sýn keypti sýn- réttinn á heims- arakeppninni 2002, ram fór í Japan og Suður- Kóreu, var í gengið að Sýn keypti einnig réttinn sýna frá keppninni í Þýskalandi 2006. sögn Hilmars Björnssonar er und- ngur að útsendingunum þegar haf- jóst er að þetta verður gífurlega um- mikið verkefni og allir starfsmenn munu koma að því með einum eða m hætti. Sumarið 2002 voru leikirnir á Sýn og Stöð 2 en næsta sumar þeir sýndir á Sýn og Sýn 2. Í aðdrag- keppninnar verður sýnt mjög mikið ngt HM í knattspyrnu. Má sem dæmi að sérstakir þættir verða um öll þátt- ðin sem komast í lokakeppnina. Þá r mikið af sögulegu efni frá fyrri um. Álfukeppnin upphitun Í sumar verður Álfukeppni FIFA haldin í Þýskalandi. Verður hún nokkurs konar upphitunarkeppni fyrir HM næsta sumar. Leikið verður á sömu völlum og þá fæst kærkomið tækifæri til að prófa fyr- irkomulag og búnað sem á að nota á HM. Sýn mun sýna beint frá keppninni, sem stendur frá 19.–29. júní. Þjóðirnar sem þátt taka eru Grikkland, Argentína, Brasilía, Japan, Mexíkó, Ástralía, Túnis og gestgjaf- arnir Þýskaland. Gríðarlegur áhugi er um allan heim á heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu. Hilmar nefnir sem dæmi að keppnin 2002 var sýnd í 213 löndum og samanlagður áhorfendafjöldi á öllum leikjunum var um 30 milljarðar. Þar af horfðu 1800 milljónir manna á úrslitaleik Brasilíu og Þýskalands, sem er mesta áhorf á úrslitaleik í sögu HM. Hilmar segir að starfsmenn Sýnar séu staðráðnir í að gera útsendinguna næsta sumar glæsilega úr garði. Hann býst við miklum áhuga á keppninni hér heima enda verða leikirnir á besta tíma fyrir Íslend- inga. „Þetta er heimsviðburður sem allir knattspyrnuáhugamenn hlakka til að fylgj- ast með,“ segir Hilmar. llir leikirnir í beinni á Sýn Hilmar Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.