Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 1
Ástir utan sviðs og innan Dramatísk spenna hefur fylgt óperunni Toscu | 32 Bílar | Sportlegur Citroën  Risar á brauðfótum?  Leiðsögn í lófatölvu  Octavia upp um flokk Íþróttir | Haukar burstuðu ÍR  Þjálfarinn hótaði markverðinum  Þór vann Val óvænt Bílar og Íþróttir í́ dag KÚABÆNDUR ættu að vita manna best hvað kýr baula. Það var þó ekki einfalt mál fyrir þá sem rætt var við í gær að skera úr um hvort þær bauluðu mu eða mö. Á nýju mjólkurumbúðunum er slagorðið muu mjög áberandi. En hvort baula beljur mu eða mö? Þórólfur Sveinsson á Ferjubakka 2 taldi að kýr bauli hvort tveggja mö og mu. „Ef maður reynir að horfa á þetta faglega þá er ekki allt- af sama hljóðið í kúnum og maður þekkir ein- staka kýr á hljóðinu. Mö, mu. Ég mundi nú samt halda að mu væri algengara.“ Sigurlaug Sigurðardóttir, bóndi á Nesi í Höfðahverfi, sagði að líklega heyrðist hvoru tveggja þó að mu væri líklega algengara. „Ég get ekki greint nákvæmlega þarna á milli. Ég þyrfti að fara út í fjós og hlusta nákvæmlega á þær til að geta greint mun á því,“ sagði hún. Þá taldi hún að ef kýrnar væru reiðar og bölvuðu, eins og kallað er, þá heyrðist ö- hljóðið meira. Mu virðist algengara á Netinu en mö í söngtextum. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Mö heyrist frekar ef kýr eru reiðar  Hvort baula/11 MAHMOUD Abbas, leiðtogi Pal- estínumanna, rak í gær þrjá yfir- menn öryggissveitanna fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir sprengjuárás á gyðingabyggð á Gaza. Varð hún til þess, að Ísraelar frestuðu fundi um framkvæmd samningsins, sem þeir Abbas og Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, gerðu með sér fyrr í vik- unni. Sagt er, að Abbas hafi orðið æfur er liðsmönnum Hamas-hreyfingar- innar tókst að skjóta meira en 30 sprengjum og 26 flugskeytum á gyðingabyggðina en Hamas hefur lýst yfir, að hreyfingin sé óbundin vopnahléinu, sem samið var um á þriðjudag. Brást Abbas við með því að reka úr starfi þá Saeb al-Ajez, yfirmann palestínsku lögreglunn- ar, Abdelrazzak al-Majaida, yfir- mann palestínsku öryggissveit- anna, og Omar Ashur, yfirmann öryggissveitanna á sunnanverðu Gaza-svæðinu. Um 4.000 palest- ínskir öryggissveitamenn eru nú á Gaza og er það meginverkefni þeirra að koma í veg fyrir árásir af þessu tagi. Matan Vilnai, ráðherra í Ísr- aelsstjórn, sagði í gær, að viðbrögð palestínsku heimastjórnarinnar við árásinni myndu sýna hvort hún ætlaði að standa við vopnahlés- samninginn. Talsmaður bandaríska utanrík- isráðuneytisins lofaði í gær Abbas fyrir viðbrögðin og sagði Banda- ríkjastjórn styðja hann heilshugar. „Afar mikilvægt“ Hamas og fleiri herskáar hreyf- ingar krefjast þess, að Ísraelar láti lausa fleiri fanga en þeir hafa nú þegar fallist á að sleppa 900 af um 7.000 alls. Sharon viðurkenndi í gær, að fangamálið væri „afar mik- ilvægt“ fyrir Palestínumenn og Gideon Ezra, innanríkisráðherra Ísraels, sagði að hugsanlega yrði föngum „með blóði drifnar hendur“ sleppt, öfugt við fyrri ákvarðanir. Abbas bregst af hörku við vopnahlésbrotum Reuters Íbúi í gyðingabyggðinni Neve Dekalim á Gaza talar í farsíma en skammt frá er flugskeyti, sem ekki sprakk er það kom niður. Rak úr starfi þrjá af æðstu yfirmönnum öryggismálanna Gazaborg, Jerúsalem. AP, AFP. ÁSTRALSKA lögreglan viðurkenndi í gær, að hún kynni enga skýringu á nokkrum árásum frosinna kjúklinga á hús í bæ fyrir norðan Sydney. Tony Tamplin, talsmaður lögregl- unnar í Newcastle, sagði, að frosnu kjúklingarnir hefðu skemmt nokkur hús í bænum, hreinlega gengið í gegn- um þökin, svo mikill hefði krafturinn verið. „Hefði einhver orðið fyrir þeim, þá hefði illa farið,“ sagði Tamplin. Tamplin sagði, að ýmsar kenningar væru á kreiki og ein sú, að stórir fugl- ar gripu kjúklingana á sorphaugum skammt frá og misstu þá síðan yfir bænum. Önnur er sú, að þarna hafi einhverjir prakkarar verið að verki og þykir hún raunar sennilegust. Þeir hljóta þá að ráða yfir öflugu tæki, til dæmis stórum slöngvivað. Þegar Bob Carr, forsætisráðherra Nýja Suður-Wales, var spurður um þetta dularfulla mál, komst hann strax í heimspekilegar hugleiðingar: „Það er nú hvað skemmtilegast við lífið hér á jörð, að stundum gerist eitt- hvað óvænt. Klakaðir kjúklingar á fleygiferð um háloftin eru eitt af því.“ Klakaðir kjúklingar á fleygiferð Sydney. AFP. Eftir rán í leikfangaversluninni Leikbæ í Mjódd milli klukkan fimm og hálf sex í gærdag skoðaði lögreglan upptöku úr öryggis- myndavél fyrirtækis í nágrenninu. Sást þá maður, sem talinn er vera hinn handtekni, fara inn í far- þegasæti í sams konar bíl og var stöðvaður við Suðurver í gær- kvöldi. Grunar lögregluna að ann- ar maður hafi verið í vitorði með ræningjanum. Sagðist nauðsynlega þurfa á peningum að halda Samkvæmt verslunarstjóra Leikbæ í Mjódd sagðist maðurinn nauðsynlega þurfa á peningunum að halda. Hann hefði hulið andlit sitt með grímu og aðeins sést í augun. Hún hefði sagt engin önn- ur verðmæti í versluninni en væru í kassanum. Hann hljóp þá út og ítrekaði hótanir í hennar garð ef hún myndi elta hann. Hana sakaði ekki en var að vonum brugðið þegar Morgunblaðið ræddi við hana. Tæpum hálftíma áður en þetta gerðist, eða rétt fyrir klukkan fimm, var framið rán í bókaversl- un í verslanamiðstöð við Hvera- fold í Grafarvogi. Var sams konar vopni beitt við það rán samkvæmt upplýsingum lögreglu. Grunaði hana strax að sami maður hefði verið á ferð í báðum ránum. Lögreglan handtók grunaðan búðaræningja við Suðurver í gærkvöldi Riffill lá á gólfi bílsins Morgunblaðið/Júlíus TVÖ RÁN voru framin með tæplega hálftíma millibili í verslunum í Reykjavík síðdegis í gær. Hér má sjá rannsóknarlögreglumenn leggja hald á riffil eftir að grunaður ræningi var handtekinn. Fimm sinnum í vik- unni hafa verslanir í Reykjavík verið rændar. Riffill sást í tveimur þeirra. KARLMAÐUR sem grunaður er um aðild að ránum í verslunum í Reykjavík undanfarna daga var handtekinn í bíl við Suðurver í gærkvöldi. Í bílnum fannst m.a. svört gríma, riffill og hnífur sem talið er að hafi verið notað til að ógna starfsfólki í ránunum. Maðurinn, sem er um þrítugt, var einnig með nokkuð af peningum á sér. „ÞETTA ber allt að með svip- uðum hætti. Viðkomandi kemur inn og barmar sér hvað hann eigi bágt og biður um peninga,“ segir Ómar Smári Ármannsson, yf- irlögregluþjónn í Reykjavík, um ránin. Ekki sé óvenjulegt að mörg rán séu framin með svo stuttu millibili. „Þetta gerist alltaf í svona bylgjum. Það koma hlé og svo koma bylgjur og það er yfirleitt vegna þess að þetta eru sömu að- ilarnir,“ segir Ómar Smári. „Venjulega eru menn að bjarga sér fyrir horn vegna þess að þeir skulda fé.“ Kemur í bylgjum STOFNAÐ 1913 40. TBL. 93. ÁRG. FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Fimm rán á fjórum dögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.