Morgunblaðið - 11.02.2005, Side 26

Morgunblaðið - 11.02.2005, Side 26
26 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Háskólakórinn og Vox Aca-demica halda tvenna tón-leika í Neskirkju á morgun, laugardag, þar sem flutt verður dá- lítið sérstæð lofgjörð. Á tónleik- unum, sem hefjast kl. 15 og 18 verð- ur nefnilega flutt tónverkið African Sanctus eftir enskt tónskáld og þjóðlagasafnara að nafni David Fanshawe. Tónverkið byggir á tón- stefjum ættbálka í Austur-Afríku í bland við hefðbundinn latneskan kórsöng og vestræna nútímatónlist. Afrísku þjóðtónlistinni safnaði Fanshawe í pílagrímsferð sinni um Afr- íku, þar sem hann ferðaðist upp með ánni Níl á árunum 1969 til 1973. Flakk- aði hann þá milli ættflokka og tók upp bænir þeirra og tónlist á seg- ulband og er notast við hluta af þessum upptökum í verkinu sem koma frá Egyptalandi, Súdan, Úg- anda og Kenýa.    Það er Hákon Leifsson semstjórnar kórunum ásamt Sig- rúnu Hjálmtýsdóttur og hljómsveit skipaðri slagverksleikurum, þar á meðal djembeleikara og trommara, píanista og rafmagnsgítar- og bassaleikurum. Hann segir African Sanctus ætlað að vera einskonar hittingur milli menningarheima, þar sem afrísk tónlistarhefð og vestræn mætast. „Hvort heimur um sig fær ákveðið vægi í verkinu, en þeim er líka blandað saman. Það heppnast mjög vel hjá Fanshawe,“ segir hann og bætir við að verkið sé mjög skemmtilegt, rytmískt og óvenjulegt. Einn kafli þess gæti raunar flokkast undir að vera popp í anda áranna kring um 1970, en það er kaflinn þar sem Faðir vor er sungið!    African Sanctus er í þrettán hlut-um og endurspeglar ferðalag Fanshawe frá Miðjarðarhafinu nið- ur að Viktoríuvatni og frá fjöllum vestur-Súdan yfir að Rauða hafinu og mynda þannig á landakorti hinn táknræna kross pílagrímsins. Verk- ið var frumflutt árið 1972 í London og nýtur enn mikilla vinsælda með- al kóra, að sögn Hákons, nálgast það nánast að vera einskonar „költ“. Því til sönnunar er að á tón- leikunum verða seldir minjagripir í tenglsum við verkið, bolir og geisla- diskar, og að gerðar hafa verið tvær heimildarmyndir um tónverkið og þetta ferðalag höfundarins.    Sjálfur kynntist Hákon verkinugegnum einn kórmeðlima í kór- unum hans, sem tók þátt í Ólympíu- leikum kóra síðastliðið sumar. „Ég hlustaði á verkið á geisladiski hjá honum og hreifst af því,“ segir hann en bætir við að í fyrstu hafi verkið komið honum dálítið undarlega fyr- ir eyru. Eftir nokkra hlustun var hann þó ekki í vafa um að taka verkið til flutnings. „Yfirlýst mark- mið þessa verks er að tengja saman ólíka menningarheima og stuðla að friði í heiminum. Á þessum tímum, með Íraksstríðið yfir okkur, finnst mér það verðugt verkefni að takast á við.“    Lofgjörð sett fram með þessumhætti er efalaust sjaldheyrð hér á landi, en African Sanctus hef- ur þó verið flutt á Íslandi áður, fyrst af Passíukórnum á Akureyri fyrir rúmum 20 árum. Miðað við yfirlýst markmið þess virðist það vel til þess fallið að minna okkur á hve stór heimurinn er og hve vel ólíkir menningarheimar geta í raun og veru farið saman. Lofgjörð í Afríku ’African Sanctus erætlað að vera einskonar hittingur milli menning- arheima, þar sem afrísk tónlistarhefð og vestræn mætast. ‘ AF LISTUM Inga María Leifsdóttir ingamaria@mbl.is Ljósmynd/David Fanshawe Tónverkið African Sanctus eftir enska tónskáldið og þjóðlagasafnarann David Fanshawe byggir á tónstefjum ættbálka í Austur-Afríku. OSMO Vänskä, hljómsveitarstjór- inn kunni, er nýjasta undrið frá Finnlandi, að mati blaðamanns tímaritsins New Yorker. Í nýjasta tölublaði tímaritsins, fer blaðamað- urinn Alexis Ross einstaklega fal- legum orðum um hæfileika Osmos, sem var aðalstjórnandi Sinfón- íuhljómsveitar Íslands um tíma, en er nú aðalstjórnandi Sinfón- íuhljómsveitarinnar í Minneapolis og Sinfóníuhljómsveitarinnar í Lahti í Finnlandi. Tilefni skrifanna voru tónleikar síðarnefndu hljómsveitarinnar í Avery Fisher Hall í Lincoln Center í New York í janúarlok. Meðal verka á efnisskránni var önnur sin- fónía Sibeliusar og segir Ross að húsið hafi nötrað undir þeim flutn- ingi. Hann hefur eftir Osmo Vänskä að einkunnarorð hans á stjórnandapallinum séu ástríða og nákvæmni, og metur það svo að einstakt sé að hljómsveitarstjóri hafi báða þá þætti á valdi sínu án þess að öðrum sé um leið fórnað. „Osmo Vänskä er smámunaseggur og getur reitt hljóðfæraleikarana til reiði með smámunaseminni, en ná- kvæmnin þjónar áhrifamiklu mark- miði: smæstu blæbrigði í styrk og hraðavali skapa mikilfenglega dýpt í túlkuninni. Ástríðan er alltaf á yf- irborðinu, Osmo Vänskä elskar öfga tilfinninganna eins og heyra má í krampakenndum hviðum sorg- ar og gleði í verki Sibeliusar – og hann dregur hvergi úr.“ Ross segir Osmo Vänskä njóta gríðarlegrar hylli í Minnesota. Hann hafi áður verið búinn að hrista ærlega upp í hljómsveitum víða – og áheyrendum einnig, með óvenjulegu verkefnavali og ein- stakri túlkun. Hann rekur feril hljómsveitarstjórans og minnist tónleika hans með Sinfón- íuhljómsveit Íslands fyrir hálftómu húsi í Carnegie Hall árið 1996. „Þar var önnur sinfónía Sibeliusar einnig aðalverkið á efnisskránni, og við lok annars þáttar var þessi trausti stríðsfákur tónbók- menntanna orðinn að skapmikilli og ógnvekjandi skepnu. Af öllum þeim tónleikum sem ég hef heyrt í Carnegie Hall með utanbæj- arhljómsveitum, voru þessir lang- unaðslegastir.“ Tónlist | Tímaritið New Yorker fjallar um Osmo Vänskä Nýjasta undrið frá Finnlandi Morgunblaðið/Jim Smart „Vänskä elskar öfga tilfinninganna eins og heyra má í krampakenndum hviðum sorgar og gleði í verki Sibeliusar.“ HAFI íslenskir listunnendur hug á að skapa myndlistarverk eftir leiðbeiningum lista- mannsins Yoko Ono, er það hægt um þessar mundir og verður fram í maí – það eina sem þarf til er að hringja í síma 00-47-815-68-688 og fylgja nokkrum einföldum leiðbeiningum. Sé hringt í þetta númer svarar símsvari sem segir að hér sé á ferðinni sýning Yoko Ono, Horizontal Memories, í Astrup Fearnley- safninu í Ósló. Hér sé hægt að hlusta á 25 leiðbeiningar Ono að myndlistarverkum. Fyrsta leiðbeiningin, sem Ono sjálf fer með, hljómar nokkurn veginn svona: Ljósverk: Kveikið á eldspýtu og fylgist með henni brenna upp. Aðsóknarmet slegið Símasýning þessi, ef svo má kalla, er hluti af yfirlitssýningu á verkum Yoko Ono sem nú stendur yfir í Astrup Fearnley-nútíma- listasafninu í Ósló og hefur slegið aðsókn- armet við safnið, en yfir 15.000 gestir hafa heimsótt sýninguna í safninu sjálfu frá því að hún var opnuð fyrir rúmum tveimur vik- um. Ono er sem kunnugt er ekkja Bítilsins Johns Lennon og ber sýningin í Astrup Fearnley sem fyrr segir yfirskriftina Horiz- ontal Memories, en þar gefur að líta verk hennar allt frá 6. áratugnum og til dagsins í dag. Í tilkynningu frá safninu segir að Ono sé listamaður sem hafi alltaf gjarnan viljað brjótast út úr hinum hefðbundna stofn- anaramma. Fyrir henni séu miðlar á borð við Netið og síma spennandi og eðlileg leið til samskipta. Því hafi safnið stofnað til sam- vinnu við norska dagblaðið VG, kvikmynda- safnið þar í borg og fleiri fyrirtæki um að koma list hennar á framfæri. Þannig má, auk fyrrgreindrar „símasýningar“, skoða nokkrar af kvikmyndum Ono á heimasíðu dagblaðsins VG, auk þess sem kvikmyndir hennar eru sýndar í kvikmyndasafninu. Þá er sýning hennar, sem ber yfirskriftina Fly, hýst í listarými neðanjarðarlestastöðv- arinnar við Jernbanetorget. Hægt að hringja í Yoko Ono Frá sýningu Yoko Ono í Astrup Fearnley- safninu í Ósló. Það er hinn íslenski safnstjóri Astrup Fearnley-safnsins, Gunnar B. Kvaran, sem er sýningarstjóri sýningarinnar Horizontal Memories ásamt Grete Årbu og Hanne Beate Ueland. www.afmuseet.no TROÐFULLT var á tónleikum SÁ í Seltjarnarneskirkju sl. sunnudag og töluvert umfram meðalaðsókn sveitarinnar. Hvort ungi sólistinn og vinsældir fiðlukonserts Mend- elssohns hafi þar skipt meginmáli skal ósagt látið, en dagskráin var a.m.k. hin áheyrilegasta. Tilbrigði Árna Björnssonar yfir frumsamið rímnalag Op. 7 frá ár- um seinni heimsstyrjaldar sver sig í ætt allt of fárra nýklassískra ís- lenzkra hljómsveitarverka; fallegt, heilsteypt verk og bráðvel spilað með tignarlegu loka maestoso. Halla fór þó á gæði hljómsveit- arhljómsins í seinni atriðum. Hin kornunga Elfa Rún Krist- insdóttir, með- limur kamm- ersveitarinnar Ísafoldar og lausráðin í SÍ, lék hins vegar einleikshlutverk sitt í Mendels- sohn af feikna öryggi – nánast örðulaust – þó að kraftur og hljóm- fylling fiðlunnar hefðu mátt vera meiri. Með fyrirvara um viðbót- arþætti eins og gæði hljóðfærisins og glymjandi hljómburð staðarins. Lundúnasinfónían, sú 104. og síðasta frá hendi Haydns og svo nefnd vegna aðalstefsins í loka- þætti er fengið var að láni frá kalli götusala í borginni við Tems, var líflega spiluð en furðugroddalega miðað við fyrri dagskráratriði – einkum hvað tónstöðu varðar sem oft hefur verið hreinni. Að vísu virtist óvenjumikið um ný og yngri andlit í sveitinni, svo hugsanlega mátti rekja hluta vandans til mannaskipta. Samleikurinn í hröðu þáttunum hefði einnig getað verið nákvæmari, og pákuslátturinn var að jafnaði of sterkur. Greinilega hið viðkvæmasta mál í þessum húsakynnum, er láku að auki svo miklum hvini inn af hávaðarokinu fyrir utan að truflaði veikustu kafla. Góður vinnuhljómburður er öll- um hljómlistarmönnum mikils virði, sérstaklega áhugamönnum. Gæti verið að Neskirkja, fyrri samastaður SÁ, hentaði hljómsveit- inni betur? Kæmi ekki á óvart ef spilarar heyra þar skýrar í sjálfum sér og öðrum en á núverandi stað. Það væri a.m.k. fróðlegt að fá úr því skorið. Elfa Rún Kristinsdóttir TÓNLIST Seltjarnarneskirkja Verk eftir Árna Björnsson, Mendelssohn og Haydn. Elfa Rún Kristinsdóttir fiðla; Sinfóníuhljómsveit áhugamanna u. stj. Olivers Kentish. Sunnudaginn 6. febrúar kl. 17. Sinfóníutónleikar Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.