Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „SAMVINNA og félagsskapur milli landa og svæða í Norðu-Atlantshafi er meginmarkmið þessarar ráð- stefnu. Ég er full- viss um að sú vinna sem mun fara fram á þess- um fundi færi okkur nær hvert öðru, deili reynslu okkar og hjálpi okkur með sam- eiginleg verkefni sem þoka okkur í átt að meiri sam- vinnu og meiri vexti,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, þegar hún setti ráðstefnu Norrænu Atlantshafsnefndarinnar (NORA) í gær, en yfirskrift ráðstefn- unnar var „Áskoranir, tækifæri og samvinna á svæðum Norður-Atlants- hafsins“. Á ráðstefnunni var fjallað um þróunarverkefni sem tengjast at- vinnulífi á Íslandi, Færeyjum, Græn- landi, Noregi, Skotlandi, Hjaltlands- eyjum, Nova Scotia og Nýfundnalandi. Aðspurður segir Baldur Pétursson, deildarstjóri í iðn- aðarráðuneytinu, útvíkkun norræns samstarfs til vesturs vera nýjan flöt í norrænni umræðu. Skotar séu meðal þeirra sem hafa mikinn áhuga á því að auka samstarf við Norðurlöndin. NORA heyrir undir Norrænu ráð- herranefndina og er hluti af norrænu samstarfi á sviði byggðamála og svæðasamvinnu. Markmið NORA er að efla samstarf á starfssvæði nefnd- arinnar með því að styðja við atvinnu- og byggðaþróunarverkefni. NORA hefur á undanförnum árum veitt styrki til margvíslegra samstarfs- verkefna sem tengjast þróun atvinnu- lífs, nýsköpun og rannsóknasam- starfi. Breytingar á samstarfinu með alþjóðavæðingu Á ráðstefnunni var m.a. fjallað um hugmyndir og möguleika á útvíkkun starfssvæðis NORA þannig að verk- efni tengist einnig Skotlandi, Hjalt- landseyjum og austurströnd Kanada, vegna aukins áhuga atvinnulífs o.fl. á slíku samstarfi. Þetta stafi af breytt- um aðstæðum, s.s. alþjóðavæðingu, markaðssetningu og þróun smærri fyrirtækja á þessu svæði. Nú þegar er slíkt samstarf við þessi svæði fyrir hendi á vegum verkefnisins Northern Periphery Programme (NPP) sem Ísland er aðili að og hefur gefist vel að því er fram kemur í tilkynningu frá iðnaðarráðuneytinu. Valgerður sagði í ávarpi sínu að samstarfið milli ríkjanna muni koma til með að styrkja ríkin og búa til sóknarfæri. Ríkin standi nú fyrir ýmsum krefjandi verkefnum og áskorunum í síbreytilegum heimi al- þjóðavæðingar. Nauðsynlegt sé að takast á við þessi verkefni með því að nýta styrkleika sína og með sam- vinnu. Hún benti á að Ísland hafi þeg- ar tekið þátt í þó nokkuð mörgum vel heppnuðum verkefnum sem NORA hafi styrkt. Verkefnin hafi aukið ný- sköpun, verðmæti og vöxt fyrirtækja. Meðal verkefna sem NORA hefur styrkt eru samstarfsverkefni sem tengjast bættri nýtingu sjávarfangs í Norður-Atlantshafi, samstarfsverk- efni á sviði fiskeldis, verkefni sem miða að því að kynna svæðið sem álit- legan ferðakost og styrkir til að nýta upplýsingatækni til að auka tengsl og samstarf á svæðinu. Til að koma til greina við úthlutun styrkja þurfa verkefni að fela í sér samstarf, eða að hafa ótvírætt gildi fyrir a.m.k. tvö lönd á svæðinu, sem og mótframlag viðkomandi aðila. Mikilvægt er að í verkefni felist nýjung er geti haft áhrif á atvinnustarfsemi á svæðinu. Ræddu þróunarmál á norðurslóðum á fundi Norrænu Atlantshafsnefndarinnar Mögulegt að útvíkka nor- ræna samstarfið í vestur Morgunblaðið/Þorkell Fulltrúar nokkurra landa á norðurslóðum sátu fundinn þar sem rætt var um tækifæri til aukinnar samvinnu. Valgerður Sverrisdóttir Á RÁÐSTEFNU NORA í gær voru kynnt verkefni sem hafa fengið úthlutað styrk frá NORA. Rögn- valdur Guðmundsson, ferðamálaráðgjafi hjá Rann- sóknum og ráðgjöf ferðaþjónust- unnar, kynnti ferðaverkefni sem byggist á Íslendingasögunum og arfleifð víkinganna. Hann segir NORA hafa úthlutað verkefninu styrk fyrir tveimur árum, en það sé verkefni upp á eina milljón evra í heildarumfang. Að því koma 18 aðilar og þar af sex á Íslandi. Hann segir markmið verkefnisins vera það að gera Íslendingasögurnar og vík- ingasögur sýnilegri ferðamönn- um. Þetta sé gert með útgáfu handbókar, sögukorta og upp- setningu vefsíðu sem sýni og segi frá fornri tíð. Rögnvaldur segir að unnið sé t.a.m. á Vestfjörðum með verkefni tengt sögu Gísla Súrssonar. Þar sé verið að merkja slóðir Gísla með skiltum og unnið sé að ýms- um öðrum verkefnum af þeim toga víða um land. Hann segir að sömuleiðis sé unnið að svipuðum verkefnum á Grænlandi, Orkn- eyjum, Hjaltlandseyjum, Noregi og Kanada. Síðan komi allir 18 aðilarnir að útgáfu handbókar og sögukorts sem kynni svæðin og staðina. Aðspurður segir Rögnvaldur hugmyndina að halda áfram með verkefnið og búa til vörumerki „Sagalands“ sem yrði nýtt til markaðssetningar á ferðaþjón- ustu í löndunum. „Þetta er sam- eiginlegur menningararfur sem við getum nýtt mikið betur í ferðaþjónustu, og staðið saman í því líka,“ segir Rögnvaldur. Íslendinga- sögurnar gerðar sýnilegri HÓTELKEÐJAN Radisson SAS mun reka Hótel 1919, sem ráðgert er að opnað verði í maí í fyrrverandi að- alstöðvum Eimskipafélagsins við Pósthússtræti í Reykjavík. Andri Már Ingólfsson, forstjóri Heims- ferða, sem á hótelið, segir að fyrir nokkru hafi náðst samningar um að reksturinn verði á ábyrgð keðjunnar en Heimsferðir muni njóta arðs af leigunni. „Þegar við fórum að skoða með hvaða hætti best væri að haga rekstr- inum sáum við fljótlega að staðsetn- ingin og aðbúnaðurinn væru með þeim hætti að það væri að mörgu leyti fýsilegt að fá hótelkeðju til að annast reksturinn,“ segir Andri Már í sam- tali við Morgunblaðið. Hann segir fyrirkomulagið verða með þeim hætti að Heimsferðir eigi reksturinn en leigi hann Radisson SAS keðjunni. „Keðjan hefur síðustu árin opnað ný hótel víða um heim, til dæmis í París, Róm, Berlín og Frankfurt. Eru það svokölluð lífstílshótel, eins konar ný hótellína þar sem mikið er lagt uppúr aðbúnaði og gæðum, umhverfi og ákveðnu andrúmslofti á hótelum. Þar sem við teljum að Hótel 1919 falli mjög vel að þeirri hugmynd sem fjög- urra stjarna hótel og rúmlega það fannst okkur það góður kostur að Radisson SAS myndi að taka að sér reksturinn. Það varð úr að við náðum samningum nokkru fyrir áramót.“ Framundan að ráða lykilstarfsmenn Hótelstjóri verður Nina Thom- asson frá Radisson SAS en hún hefur rekið nokkur Radisson SAS hótel fyr- ir keðjuna. Andri Már segir að fram- undan sé að ráða aðra lykilstarfs- menn og muni hótelstjórinn sjá um það. Heimsferðir fá hótelið afhent eftir breytingar 30. apríl og segir Andri Már að starfsmenn Radisson SAS muni þá ljúka öllum innri undirbún- ingi og „æfa“ reksturinn. Sagði hann það kannski taka viku til 10 daga og því væri stefnt að opnun 10. maí. Hann segir framkvæmdir allar ganga samkvæmt áætlun og hafa gengið af- ar vel og hafi verktakinn leyst verk- efnið mjög vel af hendi. Radisson SAS rekur nýtt hótel Heimsferða Morgunblaðið/Þorkell Andri Már Ingólfsson, forstjóri Heimsferða, Ian Rydin, framkvæmdastjóri nýrra hótela Radisson SAS, og Nina Thomason hótelstjóri. „MÉR líst mjög vel á staðsetninguna, húsið er mjög flott og ég er sann- færð um að hér verður eitt fínasta hótelið í borginni,“ segir Nina Thomasson, sem ráðin hefur verið hótelstjóri. Hún segir að næstu vikur fari í að ráða fólk í lykilstöður og aðra starfsmenn sem verði kringum 40, þjálfa fólkið og undirbúa rekst- urinn. Nina Thomasson hefur unnið um árabil fyrir Radisson SAS-keðjuna og var nú síðast hótelstjóri í Litháen. Auk hótelherbergjanna verður rek- inn veitingastaður sem tekur um 65 manns í sæti og bar með 45 sætum. Nina Thomasson segir að ekki verði um eiginlega samvinnu við Radisson SAS við Hagatorg að ræða. Hótel 1919 heyrir beint undir höfuðstöðv- arnar í Brussel en öll hótel keðj- unnar séu rekin undir sama staðli og fyrir komi að starfsmenn sæki um að flytjast milli hótela. Fínt hótel í flottu húsi VALGERÐUR H. Bjarnadóttir, fyrrverandi framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, hefur höfðað mál á hendur ríkinu og farið fram á greiðslu bóta, samtals að fjárhæð um 13,3 milljónir króna. Fram kemur í stefnunni, sem tekin var fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni, að Árni Magnússon félags- málaráðherra hafi þvingað Val- gerði til afsagnar sem fram- kvæmdastýra Jafnréttisstofu, í kjölfar þess að Leikfélag Akureyr- ar tapaði dómsmáli í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Dómurinn taldi að Valgerður, sem þá var for- maður stjórnar LA, hefði brotið jafnréttislög við ráðningu í starf leikhússtjóra LA. Hæstiréttur snéri dómi héraðsdóms við í janúar í fyrra, LA og Valgerði í vil. „Það kom endanlegt svar frá ráðuneytinu í júní sl. um að menn þar á bæ vildu ekkert við mig tala frekar, en fram að því hafði verið leitað eftir samningaviðræðum við ráðuneytið. Mér var gert að hætta störfum út frá forsendum sem voru brostnar eftir Hæstaréttardóminn, og mér fannst málið vera þess eðlis að það þyrfti að fá úr því skorið, hvort ráðherra var stætt á að fara fram á afsögn mína og ákveða starfslokagreiðslur einhliða. Ég vildi þó gjarna fara samn- ingaleiðina, en þegar ekki reyndist vilji til þess sá ég mér ekki annað fært en að fara með málið fyrir dómstóla,“ sagði Valgerður. Valgerður var skipuð til fimm ára í starf framkvæmdastýru Jafn- réttisstofu og átti eftir tvö ár af ráðningartímanum þegar hún lét af störfum. Hún fékk greidda sex mánuði til viðbótar þegar hún lét af störfum en var ráðin til loka júlí 2005 og taldi að hún ætti rétt á að fá allan samningstímann greiddan. Valgerður telur sig eiga körfu um bætur sem nema launum í 21 mán- uð, þ.e. 18 mánuði og þriggja mán- aða uppsagnarfrest, til viðbótar þeim sex mánaða launum sem hún hefur þegar fengið greidd. Loks fer Valgerður fram á 500 þúsund króna miskabætur vegna þeirra ólögmætu aðdróttana í hennar garð sem í framgöngu ráðherra hafa falist. Í stefnunni er m.a. vitn- að til þess að starfslokasamning- urinn sem Valgerði stóð til boða, upp á sex mánuði, væri óeðlilega skammur tími miðað við aðstæður. Starfslokakjör þau sem henni stóðu til boða voru mun lakari en starfslokasamningar sem ríkið hafði gert síðustu misserin á undan við nokkra forstöðumenn ríkis- stofnana og var sérstaklega bent á starfslokasamninga sem gerðir voru við tvo fyrrverandi forstjóra Byggðastofnunar, sem báðir voru karlmenn og fengu ríflegar greiðslur. Fyrrverandi framkvæmdastýra Jafnréttisstofu stefnir ríkinu Fer fram á rúm- ar 13 milljónir króna í bætur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.