Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2005 43 MINNINGAR REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is ✝ Steinunn Guð-mundsdóttir fæddist á Ísafirði 3. september 1919. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 28. jan- úar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðmundur Magn- ússon útgerðarmað- ur og Guðrún Guð- mundsdóttir húsmóðir. Systkini Steinunnar eru: Guð- mundur (látinn), Magnús (látinn), Árni Bárður, Mar- grét og Ólafur Andrés, sem öll eru búsett í Hafnarfirði. Þegar Stein- unn var níu ára flutti fjölskyldan frá Ísafirði til Reykjavíkur og bjó þar upp frá því. Steinunn lauk hefðbundnu barnaskólanámi og fór síðan í Húsmæðraskólann á Ísafirði. Hún vann við verslunar- störf í verslun Ásgeirs Gunnlaugs- sonar í nokkur ár. hanna Kristín. Börn Guðmundar og Ástu eru Ragnar Steinn, Sveinn Orri og Steinunn. Langömmu- börnin eru 14 talsins. Steinunn og Guðmundur Ragn- ar hófu búskap að Brekkugötu 25 í Hafnarfirði og fluttu árið 1956 að Suðurgötu 18 þar í bæ. Árið 1946 stofnuðu þau, ásamt fleirum Prentsmiðju Hafnarfjarðar hf. og rak Guðmundur Ragnar hana til dauðadags, en þá tók Steinunn við rekstrinum og fékk til liðs við sig bróður sinn, Árna Bárð Guð- mundsson, og ráku þau prent- smiðjuna saman þar til þau létu af störfum fyrir aldurs sakir. Prent- smiðjan er enn í eigu og rekstri fjölskyldunnar. Árið 1974 hófu Steinunn og Baldur Eyþór Eyþórsson prent- smiðjustjóri, f. 2. september 1917, d. 26. ágúst 1982, sambúð í Garða- bæ. Eftir lát Baldurs bjó Steinunn í nokkur ár í Garðabænum en flutti síðan að Sólvangsvegi 2 í Hafnar- firði. Síðustu árin dvaldi Steinunn á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði. Útför Steinunnar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Steinunn giftist 24. júní 1944 Guðmundi Ragnari Jósefssyni prentara, f. í Hafnar- firði 13. október 1921, d. 18. ágúst 1962. For- eldrar hans voru Jenný Guðmundsdótt- ir úr Hafnarfirði og Jósef Eggertsson úr Reykjavík. Systir Guðmundar Ragnars er Sigrún Skúla Skúladóttir, búsett í Hafnarfirði. Börn Steinunnar og Guð- mundar Ragnars eru: 1) Ingibjörg, maki Jón Ólafsson. Börn þeirra eru Ragnar Páll, Sig- urður Örn, Steinunn og Gunnar Rúnar. 2) Guðrún, maki Steingím- ur Árnason (skilin). Börn þeirra eru Guðmundur Ragnar, Elín Helga og Jenný Sif. 3) Guðmundur Magnús, maki Ástríður Jóna Sveinsdóttir. Dóttir Guðmundar og Arndísar Kristinsdóttur er Jó- Við sitjum hér saman barnabörn- in og spjöllum um allar góðu minn- ingarnar sem við eigum um ömmu Steinu. Margt rifjast upp og af mörgu er að taka. Amma er okkur öllum afar hugleikin og eigum við öll okkar sérstöku minningar um hana. Þó virðast orðin ósköp fátækleg. Samverustundir í sumarbústöðun- um í Lundarreykjadal og á Stokks- eyri, vikulegt ömmukaffi í Holtsbúð- inni og seinna á Sólvangsvegi eru okkur ljúfar endurminningar. Þetta hefur án efa gert það að verkum að við frændsystkinin þekkjumst jafn vel og við gerum. Ekki má gleyma öllum boðunum sem amma hélt; jólaboðin, morgunkaffi á páskadag og heitt súkkulaði og flatkökur með hangikjöti á Þorláksmessu. Amma hafði gaman af íþróttum og var handbolti í miklu uppáhaldi hjá henni. Ef FH eða íslenska landsliðið voru að leika var hún oft engu minni þátttakandi í leikjunum en leikmennirnir sjálfir. Alltaf var amma til í að keyra okkur hvert sem við vildum á „bláu eldingunni“, en það gat reynst erfitt sem gangandi vegfarandi að fanga athygli hennar þar sem hún brunaði framhjá manni. Amma hafði einstaklega góða nærveru sem er mjög rík í minn- ingum okkar allra og minnumst við þess ekki að hún hafi nokkurn tím- ann skipt skapi þó hún væri alls ófeimin við að láta skoðanir sínar í ljós. Við leituðum mikið til hennar og vorum alltaf velkomin. Það var margt sem við lærðum af ömmu, sérstaklega hvernig hún kom fram við fólk. Hún var laus við alla fordóma og gaf mikið af sér. Hún hafði ríka kímnigáfu og tók sjálfa sig ekki mjög hátíðlega. Við erum þakklát fyrir að hafa átt þessa einstöku konu sem ömmu og teljum við okkur betri manneskjur fyrir vikið. Síðustu árin glímdi amma við ill- vígan sjúkdóm, Alzheimer. Í rúm fjögur ár bjó hún á Sólvangi í Hafn- arfirði og naut þar frábærrar umönnunar. Fyrir hönd foreldra okkar og fjöl- skyldunnar allrar þökkum við af al- úð öllu starfsfólki annarrar hæðar Sólvangs fyrir einstaka umhyggju, virðingu og vináttu sem þau sýndu henni og okkur öllum. Blessuð sé minning ömmu Steinu. Barnabörnin. Við andlát systur minnar, Stein- unnar Guðmundsdóttur, hrannast upp ótal minningar í hugskotinu og fjöldi atburða frá fyrri tíð vaknar upp á nýjan leik, enda varði samferð okkar systra á lífsins vegi hátt á átt- unda áratug. Söknuður og eftirsjá nístir hjartað, en um leið er gleði með í för vegna þess kærleika sem systir mín góð skilur eftir hjá okkur sem nutum við hana samvista. Hún var á langri ævi gefandinn, ætíð reiðubúin að rétta hjálparhönd, allt- af til staðar. Lífið breytir um svip við fráfall hennar. Steina systir hafði hins vegar verið alvarlega veik síðustu árin og vafalaust hvíldinni fegin þegar kallið kom. Við vorum einkasystur í hópi sex systkina. Þetta var samstæður og góður systkinahópur, en ekki síst náðum við systurnar vel saman þótt hún væri átta árum eldri en ég. Um hjartahlýju hennar og væntum- þykju í minn garð vitnar ekki síst umhyggja hennar þegar við vorum báðar börn að aldri, hún tíu ára og ég aðeins tveggja. Móðir okkar, Guðrún, var þá á sjúkrahúsi um tveggja ára skeið og enda þótt ráðs- konur hafi hjálpað til á heimilinu, þá var mitt athvarf ævinlega í faðmi Steinu systur. Og aldrei þá sleppti hún af mér hendinni og ég var sem sjáaldur augna hennar. Í henni átti ég skjól strax sem barn að aldri. Það skjól var ævinlega til staðar all- ar götur síðan. Það er af svo mörgu að taka í minningunni, en mér er svo minn- isstæður brúðkaupsdagurinn henn- ar og unnusta hennar Guðmundar Ragnars Jósefssonar 24. júní 1944; hann var ættaður frá Hafnarfirði. Þau voru glæsileg hjón. Ragnar reyndist foreldrum okkar og okkur í fjölskyldu Steinu sem besti sonur og bróðir, sem aldrei bar skugga á. Og seinna þegar við stofnuðum okkar eigin fjölskyldur þá breyttist eðlilega form okkar samskipta, eig- inmenn okkar og börn bundust þá einnig tryggðarböndum. En systra- kærleikurinn var eftir sem áður óbreyttur. Við áttum áfram hvor aðra, ræddumst við á degi hverjum og styrktum tryggðar- og trúnaðar- böndin. Ógleymanleg eru einnig ferðalög okkar bæði hér heima og erlendis, þar sem aldrei bar skugga á. Einnig dvöl okkar í sumarbústaðnum í Lundarreykjadalnum, sem þau Steina og Ragnar höfðu komið sér upp. Þar dvöldum við á hverju sumri , fjölskylda mín og fleiri í góðu yfirlæti þeirra hjóna og var þá oft glatt á hjalla hjá okkur. Steina átti góða daga á langri ævi, en oft dró ský fyrir sólu á lífs- ins vegi. Það var henni og börnum hennar og allri stórfjölskyldunni af- ar erfitt þegar traustur og góður eiginmaður hennar, Guðmundur Ragnar Jósefsson, lést skyndilega 1962, aðeins rétt fertugur að aldri. Börn þeirra: Ingibjörg, Guðrún og Guðmundur Magnús voru þá aðeins 16, 14 og 10 ára gömul. Ragnar og Steina voru eigendur að Prent- smiðju Hafnarfjarðar og Ragnar verið allt í öllu í rekstri fyrirtæk- isins. Eftir fráfall hans tók ekkjan unga, Steina systir, við rekstrinum og hélt utan um hann áratugum saman með góðra manna hjálp. Þar á meðal var bróðir okkar, Árni, sem var hennar stoð og stytta í rekstr- inum um langt árabil. Þegar árin fóru að færast yfir systur mína tóku börn hennar við rekstri prentsmiðj- unnar og stunda þann rekstur enn þann dag í dag. Árið 1974 hóf Steina sambúð með Baldri Eyþórssyni, Baldri í Odda, í Holtsbúð í Garðabæ og átti með honum góða daga. Baldur lést árið 1982, eftir erfið veikindi sem reyndu mjög á Steinu. Steina systir var sjálfstæð kona, fór sínar eigin leiðir ef sannfæring hennar kvað svo á. Hún var virk í Guðspekifélaginu, hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og lét til sín taka ef þörf var á. Enda var það ekki algengt á árum áður að kona væri í rekstri prentsmiðju eins og Steina systir gerði áratugum saman. Hún stóð fyrir sínu og vel það, hvar sem hana bar niður. Við leiðarlok þakka ég kærri syst- ur langa og góða samfylgd. Börnum hennar og öðrum afkomendum sendi ég mínar innilegustu samúð- arkveðjur og bið góðan Guð að líta til með þeim nú sem endranær. Margrét. Prentsmiðjan var ævintýraheim- ur út af fyrir sig í augum okkar krakkanna. Það að komast í heim- sókn í Prentsmiðju Hafnarfjarðar var spennandi og skemmtilegt. Pappírinn flóði um allt, prentvél- arnar möluðu taktfast, lyktin af prentsvertunni var seiðandi, fólk á þönum í stórri byggingunni. Og mitt í miðju erilsins stóð hún Steina frænka, systir hennar mömmu, og hafði umsýslu með öllu; stýrði og stjórnaði með festu og röggsemi, en þó með rósemd og yfirvegun. Þarna var hún Steinunn Guðmundsdóttir á heimavelli í prentsmiðjunni sinni, Prentsmiðju Hafnarfjarðar, sem hún stýrði um áratugaskeið með hjálp góðra manna og kvenna. Þessi endurminning vaknar al- sköpuð ásamt fleiri atburðum frá fyrri tíð, þegar ég rita nokkur kveðjuorð vegna fráfalls móðursyst- ur minnar, Steinunnar Guðmunds- dóttur, sem lést á Sólvangi í Hafn- arfirði á dögunum. Þar hafði Steinunn dvalið hin síðustu ár vegna veikinda, sem lítt varð við ráðið. Þar naut hún hlýju og umhyggju hjá ættingjum og vinum og ekki síður góðu starfsfólki Sólvangs. Það var mikill samgangur millum fjölskyldna þeirra systra, móður minnar og móðursystur, enda þær alla tíð nánar. Við systrabörnin náð- um vel saman, enda öll uppalin í hinum hýra Hafnarfirði og búum þar velflest ennþá. Ég á Steinu frænku minni margt að þakka á langri vegferð. Hlýja hennar í garð okkar systkina og margháttaður stuðningur og síðar meir einnig gagnvart mökum okkar og börnum var einstakur. Það mun aldrei gleymast. Á kveðjustundu bið ég góðan Guð að geyma Steinunni Guðmundsdótt- ur og ennfremur milda sára sorg barna hennar, Ingu, Guðrúnar og Guðmundar Magnúsar, maka þeirra, barna og barnabarna og annarra ástvina. Minning um góða konu lifir áfram. Guðmundur Árni. Nú hefur þú fengið hvíldina, nafna mín elskuleg. Þú varst systir hans pabba og léstu mig ávallt finna það að ég væri þér sérstök. Ólst ég upp við mikinn vinskap og hjálpsemi milli fjöl- skyldna. Yndislegar eru bæði frásagnir og minningar um ferðir í Lundar- reykjadalinn, en þar áttir þú og þín fjölskylda sumarbústað. Var farið þangað á hverju sumri alla mína bernsku og á ég frábærar minn- ingar þaðan. Ógleymanleg eru áramótapartíin sem voru hjá þér og öllum var boð- ið, bæði ungum og öldnum, en að- alminningin er hvað þau stóðu lengi fram á morgun. Þegar ég var ca 6 ára þótti þér ég ekki líta frísklega út og lagðir til að ég kæmi daglega til þín og fengi pela af rjóma, sem ég gerði í ca 2 vikur, slík var hugulsemin. Manninum mínum kynntist ég í PH, þér þótti það ekki slæmt. Ekki get ég sleppt því að rifja upp þegar það kom í ljós að dóttir mín væri flogaveik, þá leitaðir þú þér fróðleiks um sjúkdóminn og færðir henni bæði vítamín og hin ýmsu náttúrulyf í mörg ár. Ljúfar eru minningarnar um sumarið 1998 þegar við stórfjöl- skyldan, sem saman stendur af ykk- ur systkinum og fjölskyldum, áttum yndislega helgi saman við söng og leiki á Laugarvatni. Síðan tók degi að halla! Hvíl í friði, elsku nafna mín, og takk fyrir allt sem þú hefur verið mér. Þín Steinunn. Steinunn Guðmundsdóttir prent- smiðjustjóri Prentsmiðju Hafnar- fjarðar er látin. Hún átti langa og farsæla lífsgöngu að baki þótt oft væru miklir erfiðleikar sem takast þurfti á við. Þá naut hún þeirra hæfileika sinna að vera hreinskilin og einlæg og hafa óbilandi trú á að góð lausn mundi finnast. Guðmundur Ragnar Jósefsson eiginmaður Steinunnar var athafna- samur maður. Að loknu prentnámi stofnaði hann Prentsmiðju Hafnar- fjarðar h.f. ásamt nokkrum félögum og má þar fremstan telja móður- bróður hans Sigurð Guðmundsson arkitekt. Prentsmiðjuhús var byggt að Suðurgötu 18, Hafnarfirði og prentsalir búnir vélum og tækjum af bestu gerð og bókbandstofu kom- ið upp. Starfsemin hófst svo á árinu 1946. Guðmundur Ragnar rak fyr- irtækið af miklum dugnaði og aflaði traustra og góðra viðskiptavina. Starfsmenn voru 10 til 15. Guðmundur Ragnar veiktist á árinu 1962 og lést um sumarið. Þá stóð Steinunn uppi með þrjú börn og aleiguna bundna í Prentsmiðj- unni. En við hana var lífsafkoman bundin. Úr vöndu var að ráða. Gat hún rekið fyrirtækið? Það var lítið um það að konur stjórnuðu fyrir- tækjum á þessum vettvangi. En sárt var að láta fyrirtækið frá sér. Vinir Steinunnar hvöttu hana til þess að halda rekstri Prentsmiðj- unnar áfram. Börnin tóku í sama streng. Það varð að ráði. Steinunn fékk Árna Guðmundsson bróður sinn til að annast daglega umsýslu með sér. Hann er traustur og góður maður og vann hjá fyrirtækinu þar til hann hætti störfum vegna aldurs. Steinunn hafði gott starfsfólk sem treysti henni í vandasömu verki. Það traust var gagnkvæmt. Prent- smiðjan var rekin áfram og tekist á við framþróun tækninnar og harðn- andi samkeppni af dug og festu. Steinunn stjórnaði Prentsmiðjunni en þegar aldurinn færðist yfir tóku dæturnar við rekstrinum og er hann þar í góðum höndum. Síðustu árin átti Steinunn við heilsubrest að stríða. Lengi vel fylgdist hún með fyrirtækinu og þótti vænt um að það var rekið áfram innan fjölskyldunnar. Steinunn var traust og heilsteypt. Hún var vinföst og hjálpsöm. Fjöl- skylduböndin voru sterk í lífi henn- ar. Hún var kærleiksrík og lagði sitt af mörkum til að fólki gæti liðið vel. Góður vinur og umburðarlyndur samferðafélagi er kvaddur með söknuði og hlýju af svo mörgum. Við þökkum góða samfylgd og biðj- um Steinunni blessunar á nýjum vegum. Börnum hennar og fjöl- skyldum flytjum við innilegar sam- úðarkveðjur. Páll V. Daníelsson. STEINUNN GUÐMUNDSDÓTTIR Morgunblaðið birtir minningargrein- ar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkostur- inn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli Minningargreinum fylgir for- máli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsing- ar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift Minningargreinahöfund- ar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir Ef mynd hefur birst í tilkynn- ingu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.