Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ALVEG frá því að Slysavarna- félag Íslands hóf afskipti af neyð- arsímsvörun á Íslandi fyrir nokkur svæði úti á landi sem ekki höfðu neina sóla- hringsvakt hafa þessi félagasamtök áttað sig á nauðsyn þess að móttaka neyðarbeiðna sé með sem einföld- ustum hætti fyrir borgarana til þess að tryggja öryggi þeirra og velferð. Þess vegna var því fagnað af okkar hálfu þegar ljóst var að á Íslandi yrði aðeins eitt neyðarnúmer, 112. Fé- lagið lýsti jafnvel vilja til þess að taka verkefnið að sér, en raunin varð sú að setja saman alla þá aðila sem lýstu áhuga á því að koma að málinu. Verðum við að segja að það samstarf hafi ávallt gengið ákaflega vel og það hefur skilað ánægjulegri þróun í björg- unarstarfi á Íslandi. Lög um neyðarsímsvörun eru orðin úrelt. Þau þarf að laga þann- ig að gert verði ráð fyrir að neyð- arlínan 112 geri allt sem hún er að gera í dag af miklum gæðum. Þessi atriði eru meðal annars að boða björgunarsveitir og alla aðra þá að- ila sem vettlingi geta valdið þegar þörf er á. Í þessu eiga hagsmunir borgaranna að vera ráðandi en ekki hagsmunir stofnana, embætta eða fyrirtækja. Í upphafi var þó nokkur mótþrói við innkomu neyðarlínunnar í vinnuferli útkalla og neyðarbeiðna. Hann byggðist að miklu leyti á þeim misskilningi að verið væri að taka af einstaka viðbragðsaðilum völd eða áhrif á sínu svæði. Svo var ekki en hins vegar mynduðust tækifæri til skipulagsbreytinga og til að nýta fjármuni betur hjá þeim embættum og stofnunum sem fóru að þiggja meiri þjónustu af neyð- arlínunni en þurfti samkvæmt lögum. Að frumkvæði neyð- arlínunnar var einnig á sínum tíma ákveðið að fara í að sinna því hlutverki að setja inn í tölvukerfi hennar að boða alla viðbragðs- aðila samkvæmt þeim viðbragðsáætlunum sem í gildi voru hjá Almannavörnum, Flugmálastjórn og fleiri aðilum. Í fram- haldi af því var einnig ákveðið að setja inn nýjar. Þetta er í raun og veru það sem við höfum kallað okkar á milli „samræmdur gagnagrunnur við- bragðsaðila“ og hefur frjó hugsun og vilji til að ná enn betri árangri verið allsráðandi í þessari vinnu. Innlendir aðilar hafa unnið stór- virki í gerð og þróun hugbún- aðarkerfis 112 og hefur það vakið athygli víða um heim. Eitt land – eitt stjórnkerfi Slysavarnafélagið Landsbjörg varð til 1999 við sameiningu Slysa- varnafélags Íslands og Lands- bjargar. Lagði félagið í upphafi áherslu á það við alla aðila að sam- eining stjórnkerfa leitar og björg- unar yrði eitt af aðalverkefnum þessa nýja félags. Slagorð fyrstu ráðstefnu samtakana var „eitt land eitt stjórnkerfi“ og í framhaldi af því ein stjórnstöð til að samræma aðgerðir allra viðbragðsaðila og stofnana sem að þessum málum koma. Þetta hafði mikil áhrif á að björgunarmiðstöðin sem nú er komin í Reykjavík varð til. 112, vaktstöð siglinga og fjarskipta- miðstöð ríkislögreglustjóra standa þar vaktina allan sólarhringinn og geta með örskömmum fyrirvara tekist á við hin margvíslegu verk- efni sem upp kunna að koma og kalla þá til þá aðila sem besta að- stoð geta veitt í hverju tilfelli fyrir sig. Sú grundvallarhugsun sem höfð er að leiðarljósi í allri þessari vinnu er að „þeir sem lenda í vá eiga rétt á því að njóta vafans og allrar þeirra þjónustu sem völ er á sem allra fyrst“. Það hefur bjargað mörgum mannslífum undanfarin ár og mun gera það áfram um ókomin ár þjóðinni til heilla. 112 – allt landið, eitt númer Kristbjörn Óli Guðmundsson fjallar um ávinninginn af því að hafa eitt samræmt neyðar- númer fyrir allt landið ’112, vaktstöð siglingaog fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra standa þar vaktina allan sólarhringinn og geta með örskömmum fyrirvara tekist á við hin margvíslegu verkefni sem upp kunna að koma og kalla þá til þá aðila sem besta aðstoð geta veitt í hverju tilfelli fyrir sig.‘Kristbjörn Óli Guðmundsson Höfundur er framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. BJÖRGVIN Guðmundsson skrif- ar viðhorfsgrein í Morgunblaðið 8. þ.m. undir fyrirsögninni „Kvótar og eignarréttur“ . Viðhorf hans grund- vallast á eftirfarandi fullyrðingu: „Heppilegast er að kvótarnir verði í framtíðinni fullar eignir einstaklinga og fyrirtækja. Aflahlutdeildir verða að hafa alla þá þætti sem aðrar sannar eign- ir hafa.“ Skilgreining eignarréttar Við lestur grein- arinar leitaði ég grannt að rökum fyrir þessum niðurstöðum Björg- vins. Í upphafi grein- arinnar segir að það hafi verið sýnt fram á að velferð þjóða haldist í hendur við vel skil- greindan eignarrétt. Ég deili ekki um það að nauðsynlegt sé að eignarréttur sé vel skil- greindur í markaðssamfélagi en í lögunum um stjórn fiskveiða hafa stjórnvöld brugðist hvað þetta varð- ar. Þar segir í fyrstu grein að nytja- stofnar á Íslandsmiðum séu íslensku þjóðarinnar. Þetta er skír skilgrein- ing á eignarrétti og rökrétt fram- hald af þeirri skilgreiningu er auð- vitað að stjórnvöld fyrir hönd þjóðarinnar gegni eigendahlutverk- inu. Það er í þessu máli einungis ein leið möguleg til þess. Þjóðin sem er eigandi ætlar ekki að gera út sjálf og verður þess vegna að fela það þeim sem vilja stunda útgerð. Þjóðareign er það ekki í alvöru nema að arð- urinn af henni renni til þjóðarinnar og þess vegna verður að leigja út- gerðarmönnum veiðiréttinn. Í mark- aðsþjóðfélagi fæst rétt verð einungis á markaði þar sem einstaklingar og fyrirtæki hafa jafnræði til sam- keppni. Reglur á leigumarkaði með veiðirétt yrðu auðvitað að taka mið af langtímahagsmunum þjóðarinnar hvað nýtingu auðlindarinnar varðar og jafnframt vera hugsaðar sem þjónusta við útgerðina í landinu. Þessa leið völdu stjórnvöld ekki heldur þá að setja aðrar greinar í lögin um stjórn fiskveiða sem leyfa útgerðarmönnum að kaupa og selja þjóðareignina að sinni vild og þar með fauk hin skýra skilgreining á eignarrétti sem er í fyrstu greininni út í veður og vind. Af lestri greinar Björgvins má ráða að honum finnist eign- arrétturinn ekki skýrt skilgreindur nema að hann sé á höndum ein- staklinga eða fyr- irtækja en gríðarleg verðmæti hafa verið og munu verða áfram í op- inberri eigu í þessu landi. Þjóðareignir á auðlindum verða meðal þeirra um ókomna tíð og eignarrétt þjóðarinnar á slíkum auðlindum þarf að skilgreina skýrt. Lögin um stjórn fiskveiða og fram- kvæmd þeirra ættu að vera víti til varnaðar. Ég býst við að Björgvin sé mér sammála um það þótt við séum ósammála um hver eigandinn eigi að vera. Haldlaus rök Á öðrum stað leggur Björgvin áherslu á að fullur eignarréttur verði að myndast á veiðirétti og seg- ir að ástæður þess að eignarréttur í stað afnota- eða leiguréttar verði að myndast sé að finna í hvatninga- og umboðsvandanum. Hætt sé við að skynsamir einstaklingar líti ekki á fiskistofnana og veiðarnar sem framtíðarhagsmuni sína og að þeim hætti þá til að taka ákvarðanir eða haga sér eins og um skamm- tímaávinning væri að ræða. Þessar röksemdir halda ekki af tveim ástæðum. Sú sem fyrst skal talin er að útgerðarmenn geta aldrei átt skilgreinda eign í fiskistofni. Um yrði að ræða sameign útgerða á fiskistofninum og umgengni viðkom- andi og ákvarðanir um nýting- araðferðir gætu því aldrei kallað fram beina hagsmuni hvers útgerð- armanns fyrir sig. Hin er sú að full- um eignarrétti fylgir fullur ráðstöf- unarréttur og þar með yrði opnað fyrir fjárfestingar í veiðirétti án út- gerða sem leiðir til þess að kvótinn safnast á fá stór fyrirtæki sem selja aðgang að auðlindinni. Það yrðu því aðrir í útgerð en eigendur kvóta. Ég er því ekki sammála Björgvini um að einhver hvatningar- og umboðs- vandi leysist við það að gera út- gerðamenn að eigendum fiskistofn- anna. Ég tel að í nefndri grein hafi Björgvin Guðmundsson engin góð rök fært fram fyrir því að þjóðin eigi að afhenda einkaaðilum fiskana á Ís- landsmiðum til eignar. Þvert á móti ættu haldlaus rök sem hann færir fram að sannfæra þá sem bera ábyrgð á stjórn þessara mála um að þeir eigi að fara að sinna því eig- endahlutverki sem þeir bera ábyrgð á fyrir hönd þjóðarinnar. Fiskarnir í sjónum Jóhann Ársælsson gerir at- hugasemdir við viðhorfsgrein ’Ég tel að í nefndrigrein hafi Björgvin Guðmundsson engin góð rök fært fram fyrir því að þjóðin eigi að afhenda einkaaðilum fiskana á Íslandsmiðum til eignar.‘ Jóhann Ársælsson Höfundur er alþingismaður. ÞAÐ var með seinni heimsstyrjöld- inni sem sú þróun hófst í skipulags- málum höfuðborg- arinnar sem við súp- um seyðið af í dag. Samhliða hernámi landsins var Vatns- mýrin og nágrenni hennar tekin með valdi og lögð undir flugvöll gegn mót- mælum borgarstjóra og nokkurra fjöl- skyldna sem voru fluttar nauðugar brott. Um 180 hekt- ara svæði í hjarta borgarlandsins var gert óbyggilegt og girt fyrir þann möguleika að Reykjavík gæti hald- ið áfram að byggjast með náttúrulegum hætti milli stranda. Þetta er 60 ára sorg- arsaga og líklega einn mesti stríðs- skaði sem Ísland varð fyrir. Stríðið stöðvaði þróun Reykjavíkur í átt til evrópskrar borgar með þéttri byggð og götu- lífi sem hafin var á fyrri hluta 20. aldar. Eftir stríð var stefnan sett á bílaborg að bandarískri fyr- irmynd. Þar með var búið í hag- inn fyrir offituna sem við neyð- umst nú til að horfast í augu við sem eitt stærsta heilbrigðisvanda- mál þjóðarinnar á sama hátt og Bandaríkjamenn. Um 60% banda- rísku þjóðarinnar munu þjást vegna offitu og afleiddra sjúk- dóma. Ofát og hreyfingarleysi Það er ljóst að Bandaríkja- mönnum sjálfum er farin að ógna sú framtíðarsýn að þeir muni kafna í eigin spiki. Miklar rann- sóknir hafa verið gerðar á lifn- aðarháttum þjóðarinnar og nið- urstöðurnar eru þær að tvennt valdi offitu, annars vegar ofát og hins vegar hreyfingarleysi. Ábyrgð á ofátinu er m.a talin liggja hjá skyndibitaframleið- endum á borð við McDonalds og Kentucky Fried Chicken. [Í heim- ildamyndinni „Supersize me“ sást hvernig unnið var markvisst að því í félagi við Pepsi og Coke að gera fólk að matarfíklum með of- urgróða og heimsyfirráð á sínu sviði fyrir augum]. Ábyrgð á hreyfingarleysinu bera síðan skipuleggjendur bílaborga í félagi við bílaiðnaðinn. Það eru sem sagt hvorki drepsóttir né styrjaldir sem ógna lífi Bandaríkjamanna heldur þeirra eigin best lukkuðu framleiðsluvörur á frjálsum mark- aði. Fyrir þessum dásemdum liggur mannskepnan kylliflöt. Og þeim fjölgar sem sagt ört sem verða afvelta. Skipulag og offita Sú þekking sem orðin er til á rótum offituvandans leiðir í ljós að fólk sem býr í borgum þar sem það getur komist leiðar sinnar gangandi og með almenningsfar- artækjum er heilsuhraustara en það sem býr í bílaborgum, eða út- hverfum þar sem gangan hefur verið skipulögð burt úr daglegu lífi. Það stuðlar að offitu að skipu- leggja hverfi þannig að börnum þurfi að aka til og frá skóla, að sækja þurfi varning til heimilshaldsins um langan veg sem og flesta þjónustu, fé- lagslíf og skemmtanir. Og í sjálfu uppruna- landi bílsins og bíla- borgarinnar eru hafn- ar tilraunir til þess að hverfa aftur til frum- gerðar borgarsam- félagsins með rót- tækri þéttingu byggðarinnar og sam- tvinnun atvinnu-, verslunar- afþrey- ingar- og heima- umhverfis í stað þeirrar aðgreiningar sem ráðið hefur ríkj- um frá stríðslokum. Þétt byggð – betri lífshættir Þétting byggðar er á stefnuskrá núver- andi borgarstjórnar Reykjavíkur sem hef- ur gert sér grein fyrir þeim ógöngum sem bílaborgin hefur leitt okkur í. Almenningssamgöngur hafa nánast liðið undir lok og of- fituvandinn er ógnvekjandi. Við þessu ætlar borgin að bregðast. En viðsnúningurinn er afar hæg- ur í reynd. Það mun heldur ekki takast að framfylgja þessari stefnu nema unnt verði að end- urheimta þá 180 ha lands sem teknir voru herskildi undir flug- völl í Vatnsmýrinni í stríðinu. Þar eru nokkur ljón á veginum. Þau sem urra hæst eru stórnotendur innanlandsflugsins, fáeinir alþing- ismenn stórra landsbyggð- arkjördæma, sveitarstjórn- armenn, framámenn fyrirtækja og fleiri sem þurfa oft að skjótast á fund og njóta þeirra forréttinda að fá farseðilinn greiddan úr ann- arra vasa. Almenningur sem sjálf- ur greiðir far sitt notar flugið sjaldan. Innanlandsflugið er ekki almenningsflug í þeim skilningi að það sé mikið notað af almenn- ingi eins og lestir í útlöndum. Það er því gróf fölsun að líkja Reykja- víkurflugvelli við aðaljárnbraut- arstöðvar í erlendum stórborgum. Reykjavíkurflugvöllur tekur upp gríðarlegt landflæmi sem klippir sundur austur og vesturborgina, Hovedbanegården í Kaupmanna- höfn rúmast á um einum hektara og hverfur að flestu leyti inn í borgarmyndina. Fyrir fáum árum greiddu Reykvíkingar atkvæði um fram- tíðarnýtingu flugvallarsvæðisins. Meirihluti fékkst fyrir því að þar yrði þróuð miðborgarbyggð. Stjórnmálamönnum ber að virða þá niðurstöðu. Að auki ber þeim skylda til að afla sér þekkingar á samhengi borgarskipulags og heilsufars. Það er sameiginlegt verkefni stjórnmálamanna, heil- brigðisstétta, matvælaframleið- enda og skipuleggjenda bæja og borga að vinna gegn þeirri vá sem offitan er. Reykjavík- urflugvöllur kemur þar mjög við sögu. Aðrir staðir í nágrenni höf- uðborgarinnar geta tekið við því mikilvægasta af hlutverki hans. Reykjavíkur- flugvöllur og rætur offitunnar Steinunn Jóhannesdóttir fjallar um Reykjavíkurflugvöll og áhrif hans Steinunn Jóhannesdóttir ’Það er því gróffölsun að líkja Reykjavík- urflugvelli við aðaljárnbraut- arstöðvar í er- lendum stór- borgum.‘ Höfundur er rithöfundur. smáauglýsingar mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.