Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hugleitt við Öskju  kunnum við að skynja náttúruna? Páll Skúlason í Lesbók HALLDÓR Ásgrímsson forsætis- ráðherra sagði á Alþingi í gær að engin bein tengsl hefðu verið milli ákvörðunar um stuðning við innrás- ina í Írak og varnarhagsmuna Ís- lendinga. Hann sagði jafnframt að umrædd ákvörðun hefði verið tekin eftir ríkisstjórnarfund 18. mars 2003. Íraksmálið kom aftur til umræðu á Alþingi í gær að ósk Össurar Skarphéðinssonar, formanns Sam- fylkingarinnar. Össur tók málið upp vegna viðtals við forsætisráðherra á Stöð 2 kvöldinu áður. „Stjórnarand- staðan hefur lagt ríka áherslu á að sérstök rannsókn yrði sett í gang til að grafast fyrir um aðdraganda þeirrar ákvörðunar sem leiddi til þess að tveir forustumenn íslenskra stjórnmála lýstu einhliða yfir stuðn- ingi við innrás Breta og Bandaríkja- manna í Írak,“ sagði Össur. „Stjórnarandstaðan hefur haldið því fram að þetta hafi gerst vegna pólitísks þrýstings frá Bandaríkja- mönnum og vegna þess að varnar- hagsmunir hafi blandast inn í þetta. Því hefur aldrei verið játað fyrr en í gær [í fyrrakvöld] að hæstvirtur for- sætisráðherra staðfesti að það hefði verið þrýstingur Bandaríkjamanna sem leiddi til þessarar ákvörðunar. Það kom líka fram að varnarhags- munir blönduðust þarna inn í.“ Fari með rangt mál Halldór Ásgrímsson sagði í and- svari sínu að enn á ný kæmi Össur í pontu til að vekja athygli á sér og þráspyrja um atburði sem urðu fyrir tveimur árum. „Hann sjálfur man svo ekki einu sinni það sem hann hlustaði á í gærkvöldi,“ sagði Hall- dór. „Hann fer hér með rangt mál. Ég sagði í þessu viðtali að það væru engin bein tengsl. Ef það kemur háttvirtum þingmanni á óvart að það sé náið samstarf í varnarmálum milli Bandaríkjanna og Íslands er ég furðu lostinn yfir því.“ Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagði að sér hefði verið ákaflega brugðið þegar hann hefði lesið yfir viðtalið við forsætisráð- herra á Stöð 2 um Íraksmálið. Stein- grímur sagði að ákvörðunin um stuðning í Íraksmálinu hefði verið tekin á hlaupum. Forsætisráðherra hefði staðfest að ekki væri stafkrók- ur bókaður um málið í Stjórnarráði Íslands. „Það var pukrast með málið að ósk bandarísku ríkisstjórnarinn- ar og nafn Íslands birtist svo á þess- um lista þegar Bandaríkjamönnum hentaði. Bandaríkjamönnum voru gefin frjáls afnot af nafni Íslands til að nota þegar þeim sýndist og eins og þeim sýndist, ólögmætum stríðs- aðgerðum sínum til stuðnings og réttlætingar.“ Horfi fram á veginn Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði að árásirnar á forsætisráð- herra út af þessu máli væru með ólíkindum. „Auðvitað liggur fyrir að það var rétt að þessum málum stað- ið. Þeir ráðherrar sem málið heyrði undir tóku ákvörðunina og þeir höfðu auðvitað fullan pólitískan stuðning á bak við sig, bæði í rík- isstjórninni og í þingflokkum sínum. Ella hefði komið til mótmæla og ella hefðu þeir ekki getað framfylgt ákvörðun sinni. Það liggur alveg fyrir að yfirflugsréttindi, lendingar- leyfi og fyrirheit um stuðning við uppbygginguna í Írak eru fullkom- lega í takt við það sem áður hefur tíðkast af Íslands hálfu þegar til at- burða af þessu tagi hefur komið. Þessi pólitíski stuðningur er því ekki nýlunda, þvert á móti er hann í takt við afstöðu Íslands fyrr á tíð.“ Sagði hann mjög athyglisvert að stjórnarandstaðan gæti á engan hátt í þessu máli horft fram á veg- inn. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði að for- sætisráðherra hefði ítrekað orðið uppvís að því að fara með ósannindi í málinu. Meðal annars hefði ráð- herra ítrekað gefið í skyn að ákvörð- unin um stuðning við innrásina í Írak hefði verið rædd í þingflokkn- um, í ríkisstjórn og í utanríkismála- nefnd. Í viðtalinu við Stöð 2 hefði hins vegar komið fram að svo hefði ekki verið. Áfram deilt um stuðning Íslendinga við Íraksstríðið Engin bein tengsl stuðn- ings og varnarhagsmuna Morgunblaðið/Jim Smart „ALHÆFINGAR eiga síst við þegar geðheil- brigðismálin eru annars vegar,“ sagði Jón Krist- jánsson heilbrigðisráðherra er hann flutti skýrslu um geðheilbrigðismál á Alþingi í gær. „Sjúkdóm- arnir eru margir, aðstæður einstaklinganna mis- munandi og mikilvægt að hafa hugfasta nauðsyn fjölbreytilegra úrræða.“ Hann sagði að auk fjöl- breytilegra úrræða væri áhersla lögð á að gera geðsjúkum kleift að búa við eðlilegar aðstæður úti í samfélaginu. „Á þessu tvennu hefur stefnan í geðheilbrigðismálum hvílt,“ sagði hann. „Ríkisstjórnin hefur fyrir sitt leyti sett geðheil- brigðismálin í forgang í þeim skilningi að reynt hefur verið að mæta þörfinni fyrir þjónustu með auknum fjárveitingum og nýjum úrræðum í takt við þær áherslur sem fagfólk hefur talið áhrifarík- astar til að mæta þeim vanda sem virðist fara vax- andi.“ Fór hann síðan í ræðu sinni yfir þær fjár- veitingar sem runnið hefðu til geðheilbrigðismála úr ríkissjóði á síðustu árum. Stefnuna vanti Í kjölfar ræðu ráðherra fóru fram nokkrar um- ræður um geðheilbrigðismál. Ásta R. Jóhannes- dóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði m.a. að ekki væri nóg að veita fjármagni í þennan mála- flokk. Stefnumótunin þyrfti líka að vera til staðar og hana vantaði. Jónína Bjartmarz, þingmaður Framsóknar- flokksins og formaður heilbrigðis- og trygginga- nefndar, sagði m.a. að aukin framlög til geðheil- brigðismála á liðnum árum væru m.a. til vitnis um að geðheilbrigðismálin hefðu verið sett í forgang. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, sagði m.a. að leggja þyrfti meiri áherslu á að bjóða meðferð fyr- ir geðsjúka eftir að þeir hefðu verið inni á stofn- unum og Ögmundur Jónasson, samflokksmaður hennar, sagði m.a að málefni geðsjúkra væru því miður í ólestri þrátt fyrir að ýmislegt hefði verið vel gert. „Það er staðreynd að fólk þarf iðulega að bíða í þrjá til fimm mánuði eftir viðtali við sálfræð- ing eða geðlækni,“ sagði hann. Áætlanir of einhæfar Ásta Möller, varaþingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að tölur um stöðu geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi bentu til að ekki hefði vantað viljann til að gera vel. Áætlanir hefðu þó verið einhæfar. „Við leggjum of mikla áherslu á stofnanaþjónustu við geðsjúka í stað þess að styðja þá til aukinnar sjálfshjálpar með áherslu á þjónustu og stuðning utan stofnana, með búsetu á heimilum, sambýlum og öðrum sérhæfðum meðferðarrúrræðum.“ Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði m.a. að það skapaði ákveðinn vanda að fleiri en eitt ráðuneyti sinnti málefn- efnum geðsjúkra. „Veikindi þeirra falla undir heil- brigðisráðuneytið, atvinnu- og búsetumál undir fé- lagsmálaráðuneytið, og menntamál undir menntamálaráðuneytið. Oft þarf því að leita til tveggja til þriggja ráðuneyta og því er erfiðara að bjóða fólki upp á heildarlausn.“ Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylk- ingarinnar, sagði að nauðsynleg þjónusta við geð- sjúka einstaklinga væri hluti af grunnskyldu rík- isvaldsins og að sú skylda ætti að vera mun ofar í forgangsröðinni heldur en jarðgöng, sendiráð, bú- vörusamningar, eða gæluverkefni ráðherra. „Framlög til Barna- og unglingageðdeildar Land- spítalans eru litlu hærri en það sem sendiherrabú- staðurinn í Berlín kostaði.“ Þá sagði Lára Margrét Ragnarsdóttir, vara- þingmaður Sjálfstæðisflokks, að í raun væri kerfið ekki að hvetja til þess að fólk leitaði sér aðstoðar „fyrr en viðkomandi [væri] orðinn svo mikill sjúk- lingur að hann sakir andlegrar líðunar og atvinnu- leysis [kæmist] á örorkubætur.“ Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra flytur skýrslu um geðheilbrigðismál Mikilvægt að hafa hugfasta nauðsyn fjölbreytilegra úrræða JÓN Kristjánsson heilbrigðisráð- herra vakti athygli á því á Alþingi í gær að níu af hundraði Íslendinga væru á geðdeyfðarlyfjum að stað- aldri. „Þegar rýnt er í tölur um notkun geðdeyfðarlyfja kemur í ljós að níu af hundraði Íslendinga er á þessum lyfjum að staðaldri. Hlutfallið er langtum hærra hér en í viðmiðunarlöndunum,“ sagði hann. „Ég hef velt því fyrir mér hvað valdi því að á sextíu manna vinnu- stað skuli sex manns þurfa að nota geðdeyfðarlyf. Við hljótum öll að velta því fyrir okkur hvort Íslend- ingar séu verr haldnir að þessu leyti en nágrannaþjóðirnar og við hljótum öll að velta því fyrir okkur hvað það er í samfélaginu sem hugsanlega veldur þessari miklu þörf, ef líffræðilegar ástæður liggja hér ekki til grundvallar.“ Í máli ráðherra kom m.a. fram að hið opinbera greiddi niður geð- deyfðarlyf fyrir 700 til 800 milljónir króna á ári. „Hlutur Trygg- ingastofnunar ríkisins í öllum geð- og taugalyfjum er tæplega 1.700 milljónir króna eða tveir þriðju alls þess sem rekstur geðsviðs Land- spítalans kostar.“ Níu af hundr- aði á geðlyfjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.