Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2005 61
Flugvirkinn (Giovanni Ribisi) fær
það verkefni að smíða nýja flugvél
úr brakinu.
ERLENDIR DÓMAR
Metacritic.com 47/100
Roger Ebert Hollywood Reporter 50/100
New York Times 20/100
Variety 50/100 (metacritic)
Annette Bening leikur leikkonuna
Juliu en sögusviðið er London árið
1938 og eru búningarnir glæsilegir
eftir því.
Kvikmyndir.is
Ian Nathan/EMPIRE
V.G. DV.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 8.15. B.i. 14 ára.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10.
Nýjasta snilldarverkið frá
Óskarverðlaunahafanum Clint Eastwood.
Eftirminnilegt og ógleymanlegt meistaraverk.
Besta mynd hans til þessa.
Hlaut tvenn Golden Globe verðlaun
KRINGLAN
Sýnd kl. 8.30 og 10. B.i. 14 ára.
Ein vinsælasta grínmynd allra tíma
Þrjár vikur á toppnum í USA
J.H.H. Kvikmyndir.com
H.J. Mbl.
YFIR 36.000 ÁHORFENDURI .
H.L. Mbl.
DV
Rás 2
Kvikmyndir.com
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 3.45 og 6. Ísl.tal. / kl. 3.45. Enskt tal.
Kvikmyndir.is
Tilnefningar til
óskarsverðlauna4
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 3.45, 6, 8.15 og 10.30.
Tilnefningar til
óskarsverðlauna4
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 6, 8.15 og 10.30.
AKUREYRI
Sýnd kl. 8 og 10.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 6.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 3.45 og 6.20.
KRINGLAN
Sýnd kl. 4, 5 og 6.30. Ísl.tal. /
Sýnd kl. 4, 6 og 8. Enskt tal.
AKUREYRI
Sýnd kl. 6.
Ísl.tal.
Yfirnáttúrulegur spennutryllir af bestu gerð.
Hefur vakið gríðarleg viðbrögð og sló í gegn í
USA og víðar.
Varúð: Ykkur á eftir að bregða.
B.i 16 ára
Ó.S.V. Mbl.
FRUMSÝND Í DAG
FRUMSÝND Í DAG FRUMSÝND Í DAG
Disneyhetjurnar Bangsímon, Grísli, Tígri og
félagar lenda í stórkostlegu nýju ævintýri!
Disneyhetjurnar Bangsímon, Grísli, Tígri og
félagar lenda í stórkostlegu nýju ævintýri!
ALEJANDRO Amenábar sýndi
strax með sinni fyrstu kvikmynd
Tesis (1996) að hann er mikill hæfi-
leikamaður á sviði kvikmyndagerðar.
Næsta mynd hans var Abre los ojos
(1997) sem Cameron Crowe gerði
bandaríska útgáfu af sem hét Vanilla
Sky og var með Tom Cruise í aðal-
hlutverkinu. Amenábar færði sig þá
til Bandaríkjanna og gerði The Oth-
ers (2001) með Nicole Kidman. Allar
eru þessar myndir snilldarlega vel
skifaðar og hvert minnsta smáatriði
úthugsað. Þær eru fullar af dul-
arfullu andrúmslofti, frumlegum
krafti og óvæntum endalokum. Þær
báru þess sterkt vitni að hér var ein-
stakur listamaður á ferð.
Í myndinni Innri ólgusjó fer
Amenábar frá því magnaða spennu-
formi sem hann sannaði sig með og
tekst á við sannsögulegt lífsdrama.
Myndin segir frá Spánverjanum
Ramón Sampedro, sem 28 ára stakk
sér til sunds á grynningum og háls-
braut sig. Í 27 ár lán hann lamaður á
heimili bróður síns og barðist fyrir
rétti sínum fyrir að mega deyja. Sag-
an er ekki beint mjög myndræn eða
kvikmyndavæn en Amenábar er svo
klár að ég var viss um að hann myndi
gera efninu skemmtileg, frumleg,
áhrifarík og falleg skil og ég virkilega
hlakkaði til sýningarinnar.
En ég varð fyrir vonbrigðum með
myndina. Það verður þó að segjast að
Javier Bardem sem leikur hinn lam-
aða Ramon Sampedro stendur sig
stórkostlega. Það er sérstakt val að
velja 35 ára leikara til að leika 55 ára
mann, þegar mjög lítill hluti mynd-
arinnar sýnir hann ungan. En förð-
unin er algerlega frábær og hinn fjöl-
hæfi Bardem er fullkomlega
sannfærandi. Það er ekki að því
hlaupið að leika sér 20 árum eldri
mann sem getur ekki hreyft sig og
geisla samt af persónutöfrum og það
gerir hann. Reyndar finnst mér leik-
ararnir allir standa sig mjög vel.
Leikurinn er hógvær og smekkvís og
leikararnir ná að koma mjög trúverð-
ugum karakterum til skila. Þannig
verður að gefa Amenábar sérstakt
prik fyrir góða persónusköpun og
leikarastjórn. En fyrir mína parta
eru kostir myndarinnar þar með upp
taldir.
Sumir segja þessi mynd mikið
drama og þar er ég ósammála. Einn-
ig fyndin inn á milli. Þar er ég líka
ósammála. Þessi mynd er flöt, bein
og ófrumleg. Þetta er melódrama í
anda sápuópera með lélegum brönd-
urum. Ég hvorki grét né hló yfir
þessari mynd, hún vart snerti mig og
þarf nú yfirleitt ekki mikið til.
Saga og ævi Ramon Sampedros er
svo sannarlega merkileg og þess
virði að gera um hana mynd. Amen-
ábar og samhandritshöfundi til
margra ára Gil Mateo, tekst ein-
hvern veginn ekki að taka neinn pól í
hæðina né koma neinu á framfæri
um líknardráp. Fyrir Amenábar er
afstaðan með Ramon sjálfsögð og í
raun gefur sér – eiginlega á hroka-
fullan hátt – að áhorfendum finnst
það sama, og hefur því ekki fyrir því
að koma neinu á framfæri.
Í svona mynd ætti að vera und-
irstöðuatriði að áhorfandinn finni
fyrir því hvernig Ramon líði. Mér
finnst ekki takast að sýna það hér.
Ramon sjálfur var víst einstakur
persónuleiki, skáldrænn með ein-
dæmum og heillandi. Sagt er frá því
sem hann skrifaði en það er aldrei
lesið upp, og ekki er gerð nein tilraun
til að sýna okkur manninn sem hann
var fyrir slys. Finna fyrir ást hans á
lífinu og t.d sjónum sem titill mynd-
arinnar vísar til, í stað þess að tala
um það.
Ramon talar um að fá að deyja
með reisn en þrátt fyrir það eru eng-
in atriði sem leyfa manni að finna
fyrir þeirri niðurlægingu sem hann
virðist upplifa. Maður getur auðvitað
ímyndað sér hana, en hann er bara
svo sterkur persónuleiki, að manni
finnst honum einskis vant. Þess
vegna þurfum við að fá að sjá og
finna til með honum.
Myndavélin er mjög föst fyrir í
myndinni, og kannski er það tilraun
leikstjórans til að túlka óhreyf-
anleika söguhetjunnar, en mér finnst
það óspennandi lausn. Stundum
ímyndar Ramon sér reyndar að hann
fljúgi, og það er hin fáu „kvikmynda-
legu“ augnablik myndarinnar, og
þau fannst mér ekki einu sinni virka.
Þau eru ófrumleg og væmin, auk
þess sem myndavélin fer of hratt yfir
og maður fær alls ekki tilfinninguna
fyrir því að hann sé að fljúga. Sú
veika tilraun hafði því ekki tilætluð
áhirf.
Þegar við komum inn í líf Ramons
eru í því þrjár konur. Hann á í mjög
sérstöku og fallegu sambandi við
mágkonu sína Manuelu sem hugsar
um hann daglega og elskar hann skil-
yrðislaust. Rosa er einstæð móðir,
verksmiðjuverkakona og útvarps-
kona í hjáverkum. Hún kemur inn í
líf hans, vill hugsa um hann og fá
hann ofan af því að vilja deyja. Síðan
er það löfræðingurinn Júlía, sem á
við hrörnunarsjúkdóm að stríða og
styður hann í baráttunni. Samspil
þessara þriggja elskandi kvenna er
mjög áhugaverður þáttur í mann-
legri dýpt myndarinnar. Það segir
ýmislegt um hversu sterkur karakt-
er Ramon var og hversu auðveldlega
hann snerti við umhverfi sínu og fólki
á sinn eigin magnaða og hógværa
hátt. Þetta samspil er lítið þróað eða
unnið af hálfu höfunda sem er mjög
svekkjandi. Ég veit ekki alveg hvaða
tilgangi persóna Rosu þjónaði í sög-
unni. Hún er þarna bara til að gera
einn hlut, og auk þess var persóna
hennar ekki tekin jafn alvarlega og
þörf er fyrir og því niðurlægð.
Sagan er einfaldlega sögð á mjög
hlutlausan og flatan hátt, sem er mið-
ur. Hún nær engu fram, heldur engu
fram, einfaldlega lullar á áhrifa-
lausan máta í gegnum seinustu daga
merkilegs manns. Mér finnst Innri
ólgusjór leiðinleg mynd sem vantar
brodd og kraft, væmið melódrama
sem alls ekki þyrfti að vera það.
Hvar er krafturinn?
KVIKMYNDIR
Regnboginn
Leikstjórn: Alejandro Amenábar. Handrit:
Alejandro Amenábar og Mateo Gil. Aðal-
hlutverk: Javier Bardem, Belén Rueda,
Lola Dueñas, Mabel Rivera, Celso
Bugallo, Clara Segura, Joan Dalmau,
Alberto Jiménez og Tamar Novas. Kvik-
myndataka: Javier Aguirresarobe.
125 mín. Spánn. Soguepaq 2004.
Innri ólgusjór (Mar Adento)
Javier Bardem fer á kostum í erfiðu hlutverki í annars gallaðri mynd, að
mati gagnrýnanda.
Hildur Loftsdóttir