Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2005 11
FRÉTTIR
Kl. 11.45 MERKT VI‹ SKRÁNINGU
(Skrá flarf fyrirfram)
Kl. 12.00-12.20 REKSTRARÁHÆTTA OG
A‹GER‹IR FJÁRMÁLAFYRIRTÆKJA
Jónas Sturla Sverrisson,
rá›gjafi hjá IMG-rá›gjöf
Kl. 12.20-12.40 BASEL II: TÆKIFÆRI E‹A ÁfiJÁN?
Steingrímur Páll Kárason,
framkvæmdastjóri áhættust‡ringar
KB banka
Kl. 12.40-13.10 BASEL II:
THE NEW FRAMEWORK FOR
BANK AND COMPANY RELATIONS
Ahmad Rahnema,
prófessor IESE og gestafyrirlesari frá HR
Kl. 13.10-13.30 SPURNINGAR OG UMRÆ‹A
FUNDARSTJÓRI: Páll Gunnar Pálsson,
forstjóri Fjármálaeftirlitsins
BASEL II
– bylting e›a a›lögun?
Hádegisver›arfundur FVH ver›ur
haldinn fimmtudaginn 17. febrúar nk.
í sal H-I á Nordica hótel.
SKRÁ‹U fiIG STRAX!
Vinsamlega skrái› flátttöku á vef FVH, www.fvh.is
me› tölvupósti fvh@fvh.is e›a í síma 551 1317.
Ver› me› hádegisver›i er 3.750 kr. fyrir félaga
FVH og 5.550 kr. fyrir a›ra.
St
ei
ng
rí
m
ur
P
ál
l K
ár
as
on
A
hm
ad
R
ah
ne
m
a
Pá
ll
G
un
na
r
Pá
ls
so
n
Jó
na
s
St
ur
la
S
ve
rr
is
so
n
Hádegisver›arfundur FVH gefur 1 einingu hjá
Endurmenntunarnefnd FLE.
MUU er áberandi á nýju mjólk-
urumbúðunum sem byrjað er að
dreifa í verslanir. Þar sem mjólk-
urfernur hafa verið notaðar til að
hvetja fólk til að tala rétta og fallega
íslensku skiptir að sjálfsögðu miklu
máli að rétt sé farið með baulið á
fernunum. En hvort er rétt, mu eða
mö?
Þegar flett er upp í Íslenskri orða-
bók sem kom út árið 2002 kemur í
ljós að muu er rétt íslenska. Í orða-
bókinni segir að mu sé upphrópun,
hljóðgervingur um baul, einkum
kúa. Í bókinni er hvergi að finna mö
en þar má á hinn bóginn lesa um
voff, mjá og me. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Íslenskri málstöð er mu
fyrst getið í umræddri orðabók, þ.e.
útgáfunni frá 2002.
Oftar mu á Netinu
Fleira styður notkun á mu-inu.
Heimasíða Húsdýragarðsins var
t.a.m. lengi vel www.mu.is en það
gæti þó helgast af því að ekki er
hægt að nota ö í lénanöfnum á Net-
inu frekar en á, í, é og svo framvegis.
Við lauslega athugun á Netinu kom
líka í ljós að mu virðist vera mun al-
gengara en mö. Á vefsíðum nokk-
urra leikskóla sem voru með söng-
texta um kýr var t.d. algengara að
sungið væri mu en ekki mö. Það er
þó ekki fyllilega treystandi á söng-
texta sem birtir eru á Netinu þar
sem þeir virðast stundum skrifaðir
upp eftir minni og þá er alltaf hætta
á að viðkomandi hafi misheyrst eða
breytt baulinu eftir sínum eigin
smekk eða því sem hann hefur van-
ist á að nota í sínu uppeldi.
Til að freista þess að fá úr því
skorið hvort væri oftar notað í söng-
textum var leitað til tón- og mynda-
safns Landsbókasafns Íslands. Anna
Jensdóttir, starfsmaður safnsins,
gerði á því lauslega athugun og kom
í ljós að mö er mun algengara. Kýrn-
ar baula mö í „Minknum í hænsna-
kofanum“ eftir Ómar Ragnarsson
(Kýrin baulaði mö, mö, mö), „Vís-
unum um kúna“ eftir Jóhannes úr
Kötlum (Inga Dóra mætti mö, mætti
mö) og loks í „Dýravísum“ Magn-
úsar Péturssonar (Nú skal syngja
um kýrnar ... mjólk, mjólk ... mö, mö,
mö). Í útgáfu Leikskólasöngva
Fálkaborgar er reyndar búið að
skipta mö-inu í Dýravísum út fyrir
bö. Eitt dæmi fannst um baulið „bu-
bubu“ og var það í „Barnagælu frá
Nýja Íslandi“ eftir Halldór Laxness
(Búkolla mín bububu). Rétt er að
ítreka að um mjög lauslega athugun
var að ræða og Anna Jensdóttir lét
það fylgja með að ung samstarfs-
kona hennar sem ólst upp í sveit, og
þá með kúm, fullyrði að kýr bauli
mu.
Lagfæra orðabókina
Af þessari samantekt má sjá að
hvort tveggja er notað um baul, bæði
mu og mö. En eins og fyrr segir er
ekkert að finna um mö í orðabókinni
frá 2002, aðeins mu. Mörður Árna-
son alþingismaður og ritstjóri orða-
bókarinnar var krafinn um skýr-
ingar á þessu.
Mörður sagði að við útgáfu orða-
bókarinnar hefði verið farið yfir all-
ar upphrópanir og þær samræmdar.
Niðurstaðan hefði verið sú að nota
mu sem hljóðgervil fyrir baul. Hann
kvaðst telja að mu væri algengara
og sjálfur kvaðst hann vanur að nota
mu fremur en mö. Mörður féllst þó á
að mö væri einnig talsvert algengt.
„Hvort tvegga er greinilega notað,
það verður að laga þetta í næstu út-
gáfu og setja mö líka,“ sagði Mörð-
ur. Mun hann koma ábendingu um
þetta áleiðis til þeirra sem munu rit-
stýra næstu útgáfu.
Mörður benti einnig á að hljóð
dýra væru skrifuð með afar mismun-
andi hætti á öðrum tungum, t.d.
segðu kindur bah á ensku en ekki
me. Dýrahljóð væru þáttur í tungu-
máli hverrar þjóðar. „Þetta er sér-
stakt fyrir hvert tungumál. Dýrin
tala íslensku og segja mu (eða mö,
innsk. blm), voff og me,“ sagði hann.
Ekki í gömlum heimildum
Mörður sagði að þegar verið væri
að fjalla um íslensk dýrahljóð væri
ekki hægt að styðjast við gamlar
heimildir, þar væri þeirra ekki getið,
a.m.k. vissi hann ekki til þess. „Það
er vegna þess að þetta er fyrst og
fremst talmál og barnamál og festist
ekki í bókum fyrr á öldum. Það væri
þá tilviljun ef svo væri,“ sagði Mörð-
ur. Spurður um áhrif þess að muu er
eða verður á mjólkurfernum sagði
Mörður að þau yrðu væntanlega ein-
hver. Þá væri hugsanlegt að notkun
á mu-i eða mö-i fari að nokkru eftir
kynslóðum og þá geti t.d. sönglag
haft áhrif á notkunina.
Í ljósi þess að mjólkurframleið-
endur hafa auglýst með muu-i er því
ekki ólíklegt að það muni ná yf-
irhöndinni, a.m.k. í bili. Þeir sem
frekar kjósa mö geta þó huggað sig
við að mö er að finna á kili og kápum
allmargra uppflettirita, m.a. á fyrr-
nefndri íslenskri orðabók sem kom
út í tveimur bindum. Á öðru bind-
anna stendur skýrum stöfum: M-Ö.
Hvort baula beljur
mu eða mö?
Muu er hið nýja slag-
orð mjólkurframleið-
enda sem prýðir nýjar
mjólkurumbúðir. En
hvort baula beljur mu
eða mö? Rúnar
Pálmason kannaði
málið.
Morgunblaðið/Jim Smart
Muu, muuuu, muuuuuu. Nei, möö, möööö, möööööö.
Mö fékk heiðursess á kápu Íslensku
orðabókarinnar sem út kom 2002.
runarp@mbl.is
Meira á mbl.is/ítarefni
STEFNT er að því að sérhæfð ör-
yggisdeild, fyrir alvarlega geðsjúka
og sakhæfa einstaklinga, taki til
starfa innan skamms á Kleppsspít-
ala. Kom þetta fram í máli heilbrigð-
isráðherra, Jóns Kristjánssonar, á
Alþingi í gær. Hann sagði að þegar
væri byrjað að ráða starfsfólk og
undirbúa faglegan rekstur og um-
fang starfseminnar.
„Vegna stofnsetningar sérhæfðu
öryggisgeðdeildarinnar er nauðsyn-
legt að endurskoða nýtingu á hús-
næði geðsviðs Landspítala – há-
skólasjúkrahúss og um leið
óhjákvæmilegt að gera ýmsar til-
færslur á starfsemi innan geð-
sviðsins, þ.m.t. flytja starfsemi vímu-
efnadeildar frá Teigi á Hringbraut
og flytja verkefni frá geðsviði Land-
spítala – háskólasjúkrahúss til svæð-
isskrifstofa fatlaðra,“ sagði ráð-
herra. „Einnig er nauðsynlegt að
gera allnokkrar breytingar og end-
urbætur á húsnæði geðsviðsins. Eru
þær framkvæmdir komnar í gang.“
Öryggisdeild taki til
starfa innan skamms
Morgunblaðið/Þorkell
Nýju umbúðirnar eru með muu
en ekki möö. Það er myndrænna.
HVERS vegna nota mjólkur-
framleiðendur muu en ekki
möö í auglýsingum sínum?
Magnús Ólafsson forstjóri Osta-
og smjörsölunnar og formaður
markaðsnefndar mjólkuriðn-
aðarins var spurður að því.
„Þetta þótti einfaldara að
láta hana baula u-inu en ö-inu.
Það þótti líka myndrænna,“
sagði hann. Menn hafi þó velt
ýmsum hlutum fyrir sér, m.a.
að ekki væri hægt að nota ö í
lénanöfnum á Netinu. Þegar
þetta hafi verið rætt hafi þó
sumir haldið því fram að kýrn-
ar bauluðu mö en ekki mu. Að-
spurður sagðist hann ekki hafa
fengið athugasemdir vegna mu-
sins.
Einfaldara að baula mu en mö
MARY Robinson, fyrrverandi forseti Írlands og mann-
réttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, verður annar
tveggja aðalfyrirlesara á alþjóðlegri ráðstefnu sem
stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumál-
um stendur fyrir dagana 13.–15. apríl nk. Er ráðstefnan
haldin í tilefni af 75 ára afmæli Vigdísar hinn 15. apríl.
Yfirskrift ráðstefnunnar er Samræða menningar-
heima, en á ráðstefnunni munu fulltrúar ólíkra menn-
ingar- og málsvæða fjalla um tungumál, menningu,
tækni, viðskipti og þjóðfélagsmál. Að sögn Sigfríðar
Gunnlaugsdóttur, verkefnastjóra hjá Stofnun Vigdísar
Finnbogadóttur, tók valið á aðalfyrirlesurum mið af því
að markmiðið var að hafa umfjöllunina á sem víðustum
grunni. „En einnig þótti okkur eðli-
legt, þar sem ráðstefnan er haldin í
tilefni af 75 ára afmæli Vigdísar, að
fá sem meginfyrirlesara konu sem
verið hefur í forsvari í pólitík.“
Hinn aðalfyrirlesarinn ráðstefn-
unnar er David Crystal prófessor.
Ráðstefnan er haldin í samvinnu við
rektor Háskóla Íslands, utanríkis-
ráðuneytið, menntamálaráðuneytið,
Reykjavíkurborg og Norrænu ráð-
herranefndina. Nánari upplýsingar um má nálgast á
vefslóðinni:www.vigdis.hi.is.
Mary Robinson til Íslands
Mary Robinson
kvæmdastjóri RNS. Rannsóknar-
nefnd sjóslysa hefur boðið fram að-
stoð sína við rannsókn slyssins. „Þeir
vita af okkur og þetta er í góðum
höndum,“ sagði Jón.
Nöfn ekki gefin upp
Að sögn talsmanns Tesma Ship-
managers, hafa aðstandendur áhafn-
ar Jökulfells beðist undan því að
nöfn skipverja verði gefin upp. Út-
gerðin hefur ákveðið að virða þann
vilja aðstandenda.
RANNSÓKNARNEFD sjóslysa
(RNS) mun ekki senda fulltrúa til að
vera við sjópróf vegna sjóslyssins
þegar M/S Jökulfell fórst norðaustur
af Færeyjum á mánudagskvöld. Sjó-
prófin áttu að hefjast í Þórshöfn í
Færeyjum í dag.
„Þetta er í höndum skráningar-
lands skipsins, Isle of Man, og þeir
munu leyfa okkur að fylgjast með,
senda okkur gögn og annað. Við höf-
um áhuga á að vita hvað hefur gerst
þarna,“ sagði Jón Ingólfsson, fram-
Rannsóknarnefnd
sjóslysa ekki við sjó-
próf vegna Jökulfells