Morgunblaðið - 11.02.2005, Side 56

Morgunblaðið - 11.02.2005, Side 56
56 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ NÝR andi svífur yfir vötnum í Versló-stórsýn- ingu vetrarins. Nýr leikstjóri og handritshöfund- ur er kallaður til leiks og tónlist- arþemað sem lagt er til grund- vallar er rokk í þyngri kantin- um. Án þess að hafa gert mikla rannsókn á því hef ég á tilfinning- unni að talsverð endurnýjun sé í hópnum, jafnvel meiri en undan- farin ár. Útkoman er sýning sem skortir talsvert á fágun, aga og fagmennsku undanfarinna ára en kemur í staðinn inn með meiri orku, taumleysi og ögrun en hingað til. Kemur ekki á óvart þegar horft er til efnisins og leik- stjórans. Agnar Jón skrifar handrit sýn- ingarinnar auk þess að leikstýra og dettur niður á bráðsnjalla grunnhugmynd, vandræðagang hljómsveitar sem líkt og hin forn- fræga Kiss felur sig á bak við and- litsfarða. Enginn má komast að því hverjir þeir félagar eru, en svo verður söngvarinn ástfanginn af gengilbeinu að norðan og allt verð- ur vitlaust. Eins og hugmyndin er góður efniviður þykir mér Agnari ekki hafa tekist nógu vel upp í að nýta sér hann. Fléttan er ekki nógu þétt og mörg atriðanna of löng og ómarkviss. Persónurnar eru skýrar og skemmtilega ýktar og samskipti innan hópanna tveggja sem allt hverfist um, hljómsveitarinnar og bargellanna, eru vel útfærð og uppspretta fyndninnar í sýningunni. Losara- bragurinn verður samt til þess að draga úr skemmtigildinu – eigin- lega finnst mér eins og Agnar eigi eftir að skrifa gamanleikinn sem býr í efniviðnum. Tónlistarvalið ber þess nokkur merki að þungarokk er lítt leik- húsvæn tónlist. Þó svo að AC/DC og Kiss séu nefndar í kynningu er megnið af tónlistinni sótt í smiðju mildari manna af „hár-metal“ skól- anum, einkum ballöður þeirra sem í ljós kemur að eru óttalegt söng- leikjafóður. Söngtextar skildust illa eða ekki, en vel var sungið hjá Verslingum eins og venjulega. Einna skemmtilegast var númer hjúkrunarkvennanna, en hræddur er ég um að hinir karlrembulegu Judas Priest væru lítt hrifnir af samhenginu sem Breaking the Law var sett í þar. Gott á þá. Að vanda er mikið lagt í sýn- inguna, mikill fjöldi leikara, söngv- ara og dansara koma við sögu. Sjálfsagt er það tónlistarstefnunni og leikstjóranum að þakka að núna tókst betur en oftast áður að sam- ræma stíl leik- og söngatriða. Það er ekki hægt að vanda sig úr hófi við flutning á t.d. Welcome to the Jungle án þess að það missi allan safa og sá þáttur var með ágætum hér. Og eins og gjarnan einkennir leikstjórnarverkefni Agnars var hér leikið af meira kappi en forsjá, allt á útopnu allan tímann og kaos- ið ekki nema hæfilega skipulagt. Mikið gaman, og gerir öllum kleift að blómstra sem á annað borð hella sér í leikinn. Lana Íris Guðmundsdóttir og Leifur Eiríksson fara með hlut- verk söngvarans og bardömunnar, sem reyndar er rokkari líka. Þau gerðu þetta ágætlega, en í svona sýningu eru það skrítnu hliðarper- sónurnar sem fanga athyglina. Að þessu sinni náðu engir lengra í þeim efnum en Eyjólfur Gíslason sem var dásamlega skrítinn og innlifaður sem rótarinn Ronní og þær Margrét Ýr og Ingunn sem tvær íðilheimskar ljóskur. Leik- skráin gefur ekki upp föðurnöfn þeirra, en það vill loða við að íburðurinn í leikskrám verslinga beri innihaldið ofurliði. Welcome to the jungle er ágæt skemmtun, og bætir upp með krafti og skemmtilegu smekkleysi það sem fórnað er af fágun og fag- mennsku. Sem gömlum rokkhundi þykja mér það ekki slæm býtti. LEIKLIST Nemendamót Verzlunarskóla Íslands Höfundur og leikstjóri: Agnar Jón Eg- ilsson, tónlistarstjórn: Jón Ólafsson, danshöfundar: Katrín Ingvadóttir og Ás- dís Ingvadóttir, lýsing og leikmynd: Sig- urður Kaiser. Loftkastalanum 2. febrúar 2005. Welcome to the Jungle Þorgeir Tryggvason Agnar Jón Egilsson VIÐ sem höf- um það svo fjári gott í velmegun hins vest- ræna heims og finnst kannski að stríð sé eitt- hvað sem aldrei muni snerta okkur persónu- lega, megum aldrei láta okkur á sama standa um hvað náungi okkar hefur þurft að þola í styrjöldum. Við vitum aldrei hver er næstur og okkur ber skylda til að kynna okkur afleiðingar stríðs, því þá er kannski einhver von um að víti verði til varnaðar og að við leggjum okkar af mörkum til að koma í veg fyrir að harmleikur endurtaki sig. Og þegar kemur að forvörnum þá liggur beinast við að byrja á börnun- um. Þessi bók, Ferðataska Hönu, seg- ir ungum lesendum einmitt frá því hvað stríð er skelfilegt. Og það sem gerir bókina enn áhrifameiri er að þetta er sönn saga af stelpu, sem er eins og hver annar krakki, þar til ein- ræðisherrann Adolf Hitler ákveður að hún sé síðri en aðrir og að henni og fjölskyldu hennar sé ofaukið í veröld- inni. Einhverjum kann kannski að finnast óþarfi að upplýsa blessuð börn nútímans um skelfingar þær sem fólk þurfti að ganga í gegnum í síðari heimsstyrjöldinni, en þetta er ein af öflugustu aðferðunum til að byggja upp frið í veröldinni: Að brjóta niður fordóma og vekja samúð okkar með þeim sem verða fyrir ranglæti. Í þess- ari bók er það gert á svo nærfærinn en um leið ágengan hátt, að það lætur engan ósnortinn. Bókin er byggð upp á skemmtileg- an hátt, hún gerist í þremur heims- álfum á sjötíu árum: Lesendur fá að kynnast stúlkunni Hönu og fjölskyldu hennar sem býr í Tékkaslóvakíu 1930–40, einnig ungri konu í Japan árið 2000 og krökkum þar sem eru að grafast fyrir um fortíð Hönu með ekk- ert annað í höndunum en ferðatösku hennar sem merkt er munaðarleys- ingja, og svo líka fullorðnum manni í Kanada á tuttugustu og fyrstu öldinni sem tengist leitinni. Þessar þrjár sögur í einni bók eru fléttaðar saman á snjallan hátt og hún verður meira að segja spennandi. Auk þess er bókin full af myndum, bæði teikningum og ljósmyndum sem færa lesendur enn nær því sem fjallað er um. Hana verður svo raunveruleg þegar við horfum á myndirnar af henni. Hún var til, þessi stelpa, sem ekkert hafði gert til að verðskulda það sem á hana var lagt. Ein lítil saga af einni lítilli stelpu getur orðið ótrú- lega áhrifamikil og hún vekur vissu- lega hugsanir um öll hin börnin fyrr og síðar sem hafa þurft að ganga í gegnum þann mannlega harmleik sem styrjaldir hafa í för með sér. Þetta er saga sem fær lesendur til að hugsa um stríð út frá öllu venjulega fólkinu sem fyrir því verður og þessi saga fær lesendur sannarlega til að hafna stríði í hvaða mynd sem er. Sagan af Hönu kennir okkur allt um það hvað fordómar eru grimmir og fá- ránlegir. Þetta er góð bók í víðustu merk- ingu þess orðs, holl lesning bæði fyrir börn og fullorðna. Þýðing Vilborgar Dagbjartsdóttur er hnökralaus. BÆKUR Barnabók Karen Levine, þýðing Vilborg Dagbjarts- dóttir, 108 bls, SALKA Reykjavík 2004. Ferðataska Hönu – sönn saga Kristín Heiða Kristinsdóttir Úrslitin í spænska boltanum beint í símann þinn Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Stóra svið Nýja svið og Litla svið HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar Í kvöld kl 20 - UPPSELT Lau 12/2 kl 20, Fi 17/2 kl 20 - UPPSELT Fö 18/2 kl 20 - UPPSELT Lau 19/2 kl 20 - UPPSELT Fö 25/2 kl 20, Lau 26/2 kl 20, Fö 4/3 kl 20, Lau 5/3 kl 20 Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 13/2 kl 14 Su 20/2 kl 14 Su 27/2 kl 14 SÍÐUSTU SÝNINGAR HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau SÝNINGAR HALDA ÁFRAM EFTIR PÁSKA AUSA eftir Lee Hall - Í samstarfi við LA Í kvöld kl 20, Lau 19/2 kl 20, Lau 26/2 kl 20 Ath: Miðaverð kr. 1.500 AUSA - Einstök leikhúsperla BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki Lau 12/2 kl 20 - UPPSELT Su 13/2 kl 20 - UPPSELT Fi 17/2 kl 20, Su 20/2 kl 20 - UPPSELT Fi 24/2 kl 20, Fö 25/2 kl 20 - UPPSELT SÝNINGUM LÝKUR Í FEBRÚAR SAUMASTOFAN 30 ÁRUM SÍÐAR eftir Agnar Jón Egilsson, Í samstarfi við TÓBÍAS Lau 12/2 kl 20, Fö 18/2 kl 20 Íslenski dansflokkurinn sýnir: VIÐ ERUM ÖLL MARLENE DIETRICH FOR eftir Ernu Ómarsdóttur og Emil Hrvatin Í kvöld kl 20 - UPPSELT SÍÐASTA SÝNING SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA. Su 13/2 kl 20, Su 20/2 kl 20, Su 27/2 kl 20 HOUDINI SNÝR AFTUR Fjölskyldusýning um páskana Forsala aðgöngumiða hafin 15:15 TÓNLEIKAR - BENDA NÝTT EFNI Lau 12/2 kl 15:15 SEGÐU MÉR ALLT e. Kristínu Ómarsdóttur Aðalæfing mi 16/2 kl 20 - kr. 1.000 Forsýning fi 17/2 kl 13 - kr. 1.000 Frumsýning fö 18/2 kl 20 - UPPSELT Lau 19/2 kl 20, Lau 26/2 kl 20, Su 27/2 kl 20 VESTURFARARNIR - NÁMSKEIÐ Í samstarfi við Mími-símenntun Mi 16/2 - Helga Ögmundardóttir Mi 23/2 - Böðvar Guðmundsson Innifalið: Boð á Híbýli vindanna LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA - UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ Í TÍMA Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitingasalan opin Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið - kynning á verki kvöldsins Kl 19:00 Matseðill kvöldsins Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA - gildir ekki á barnasýningar! Leikhúsgestir munið glæsilegan matseðil S: 568 0878 Lúdó og Stefán í kvöld geggjað grínleikrit eftir DANIEL GUYTON ☎ 552 3000 www.loftkastalinn.is “HREINLEGA BRILLJANT”EB DV • Föstudag 18/2 kl 21 LAUS SÆTI Loftkastalinn ✦ Seljavegi 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 2. sýn. 13. feb. kl. 19 örfá sæti laus - 3. sýn. 18. feb. kl 20 örfá sæti laus 4. sýn. 20. feb. kl. 19 nokkur sæti laus – 5. sýn. 25. feb. kl. 20 nokkur sæti laus 6. sýn 27. feb. kl. 19 – 7. sýn. 4. mars kl. 20 – 8. sýn. 6. mars kl. 19 – 9. sýn. 12. mars kl. 19 Vivaldi - Trúarleg verk og óperur Hádegistónleikar þriðjudaginn 15. feb. kl. 12.15 – Marta Hrafnsdóttir, alt, Sigurðar Halldórsson, selló og Kurt Kopecky, sembal flytja verk eftir Vivaldi. Miðasala á netinu: www. opera.is Frumsýning 11. febrúar kl. 20 – UPPSELT Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala frá kl. 10 virka daga. 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími „Fjarskalega leiftrandi og skemmtileg sýning“ H.Ö.B. RÚV Óliver! Eftir Lionel Bart Fös. 11.2 kl 20 UPPSELT Lau. 12.2 kl 20 UPPSELT Sun. 13.2 kl 14 aukasýn. Örfá sæti Fös. 18.2 kl 20 Örfá sæti Lau. 19.2 kl 20 Örfá sæti Sun. 20.2 kl 14 aukasýn. Örfá sæti Fös. 25.2 kl 20 Nokkur sæti Lau. 26.2 kl 20 Örfá sæti Ath: Ósóttar pantanir seldar daglega! Ath! Sýningum lýkur í febrúar                                                !   "   #     $%  $#   Fös. 11. feb. kl. 20.30 Sun. 13. feb. kl. 20.30 Fös. 18. feb. kl. 20.30 Sun. 20.feb. kl. 20.30

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.