Morgunblaðið - 11.02.2005, Síða 41

Morgunblaðið - 11.02.2005, Síða 41
nýjum slóðum. Þannig maður var hann afi. Afi ólst upp á Stokkseyri þar sem langafi var forstöðumaður vinnu- hælisins að Litla-Hrauni. Sögur hans af uppvaxtarárunum þar og því sem þá var brallað eru okkur eft- irminnilegar. Þegar þeir strákarnir sættu lagi og hentu þorskhausum niður um strompana í kotunum í þorpinu, ofan í pottana þar sem kvöldmaturinn sauð, eða þegar þeir hrekktu þorpsbúa með draugagangi og öðrum uppátækjum. Mestan hluta starfsævinnar starf- aði afi hjá Pósti og síma og sá þar um skipulag fólksflutninga og póst- dreifingu um landið. Það útheimti ferðalög og þar naut afi sín. Hann kunni sögur af fólki, um atburði og staði sem heilluðu barnabörnin. Það var litlu fólki líka eftirminnilegt að ferðast með afa um landið og sjá hversu mikill aufúsugestur hann var hjá vinum sínum og kunningjum. Oft voru þessar ferðir farnar á „nýja bílnum“ því afi var mikill bíladellu- karl. Hann gantaðist oft með það að hann hefði enga tölu á því hversu marga bíla hann hefði átt og það var örugglega ekki ofsagt. Afi var nýj- ungagjarn, átti ýmsar græjur og tók meðal annars kvikmyndir af fjöl- skyldunni við ýmis tækifæri. Þessar myndir eiga eftir að skemmta okkur um ókomna tíð. Eftir að amma dó flutti afi til for- eldra okkar og bjó þar um árabil uns hann flutti á Droplaugarstaði þar sem hann lést. Við minnumst þessa hávaxna og fríða manns með mikilli gleði í hjarta, minnumst gamanmála hans og þeirra mörgu góðu stunda sem við höfum átt með honum afa Villa. Blessuð sé minning hans. Jóhann, Þórður og Harpa. Það er 3. febrúar 2005, Vopna- fjörður skartar sínu fegursta – veð- urblíða eins og hún gerist yndisleg- ust að vetri. Símhringing. Kunnugleg rödd hljómar á hinum enda línunnar: „Sæll, þetta er Hjálmtýr. Ég vildi láta þig vita að hann pabbi dó um hádegið í dag.“ Það læddust fram tár í augnhvarm- ana og ég náði að stama upp sam- úðarkveðjum, símtali lokið. Þessi skilaboð Hjálmtýs frænda míns voru tilefni langra gönguferða um Krossvíkurland þar sem bernskuminningarnar hrönnuðust upp. Minningarnar um frændann góða og gjafmilda, glæsimennið sem kom eins og sólargeisli inn í fábreytt annríki sumardagsins og var horfinn að morgni næsta dags. Sjaldan sá ég föður minn glaðari í bragði en þegar hann kom inn með bréfmiða í hendi sinni og sagði: „Ég var að fá þetta frá símstöðvarstjór- anum, Villi er að koma á morgun.“ Já, uppáhaldsfrændi minn var að koma og þá var hátíð í bæ. Og hann kom á sallafínni drossíunni. Þvílíkt og annað eins að fá að sitja í fanginu á frænda og stýra þessu undratæki, það var engu líkt. Þegar náttaði sátu þeir tveir að tali, faðir minn, móð- urbróðirinn og uppáhaldsfrændinn, systursonurinn. Hvað þeim fór á milli var þeirra mál sem ekki kom öðrum við en víst var að mikið var skrafað. Vilhjálmur Heiðdal var frænd- rækinn með afbrigðum. Í þrjátíu og fimm ár kom hann á hverju sumri að vitja vopnfirskra frændsystkina sinna og æskustöðva móður sinnar í Krossavík. Og aldrei lét hann hjá líða að heimsækja okkur sem búsett voru í kauptúninu. Krakkarnir köll- uðu hann „Tryggðatröllið“. Það var heiðursnafnbót. María kona Vilhjálms kom stöku sinnum með manni sínum fyrr á ár- um. María var forkunnar fríð og skemmtileg kona sem allir tóku eft- ir. Seinni árin komu þau Margrét systir hans og Hjálmtýr með gamla manninum, honum til halds og trausts. Milli okkar var einlæg vinátta sem engan skugga bar á. Að lokinni heimsókn voru kveðjuorð hans þessi: „Vertu sæll frændi, við sjáumst að sumri.“ Mín kveðja var alltaf eins og verður hin sama nú: „Vertu blessaður og sæll kæri frændi, þakka þér fyrir komuna.“ Gunnar Sigmarsson. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2005 41 MINNINGAR ✝ Júlíana Jóns-dóttir fæddist í Keflavík 19. nóvem- ber 1918. Foreldrar hennar voru Jóna Lilja Samúelsdóttir, f. í Vífilsdal í Hörðu- dal 27. apríl 1889, d. 27. júlí 1973, og Jón Valdimarsson, f. í Keflavík 3. júní 1894, drukknaði í Reykjavíkurhöfn 14. janúar 1923. Bræð- ur Júlíönu eru: Valdimar, f. 11. jan- úar 1921, Jón Valdi- mars, f. 10. ágúst 1923, og Hörður Reynir, f. 8. október 1930. Júlíana giftist 24. febrúar 1949 Rögnvaldi Sigurjónssyni, f. á Seyðisfirði 10. desember 1913, d. í Reykjavík 30. júlí 1979. Þau eign- uðust eina dóttur, Sigurfríð, f. 10. barn. Júlíana Ragna, f. 23. febr- úar 1960, maki Frank Cotto, f. 5. júlí 1961, búsett í Nebraska í Bandaríkjunum, þau eiga tvö börn. Guðbjörn, f. 16. apríl 1962, maki Kristín S. Jónsdóttir, f. 16. ágúst 1959, þau eiga tvo syni. Sævar Már, f. 28. mars 1964, maki Guðríður Walderhaug, f. 8. mars 1964, þau eiga tvö börn. Sambýlismaður frá 1983 Birgir Axelsson, f. 21. ágúst 1932, d. 14. des. 2001. Júlíana vann í Bókabúð Kefla- víkur frá 1943 til ársins 1957 og eftir það á álagstímum þar til Kristinn Reyr seldi Bókabúðina eða í 25 ár. 1978 hóf hún störf hjá Miðnesi h.f. og starfaði hjá þeim bæði í Keflavík og Sandgerði þar til hún hætti störfum 72 ára göm- ul. Eftir að Júlíana hætti störfum varð hún félagi í Púttklúbbi Suð- urnesja og stundaði púttið þar til hún fluttist á Dvalarheimilið Garðvang í Garði 28. júlí 2003. Útför Júlíönu verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. febrúar 1951 í Kefla- vík, maki Axel Birg- isson, f. í Sandgerði 4. janúar 1952. Axel á einn son frá fyrra hjónabandi, Birgi, f. 17. maí 1978. Júlíana átti eina dóttur frá fyrra sambandi, Elsu Lilju Eyjólfsdóttur, f. 7. september 1939. Faðir hennar Eyjólf- ur Helgi Þórarinsson, rafvirkjameistari, f. í Keflavík 26. nóvem- ber 1918, d. í Keflavík 30. maí 1987, maki I 27. apríl 1958 Garðar Már Vil- hjálmsson, f. 26. ágúst 1935 í Höfnum, d. 15. ágúst 1976 í Kefla- vík. Börn þeirra: Magnús Marel, f. 18. janúar 1958, maki Guðmunda Helgadóttir, f. 11. október 1959, þau eiga þrjú börn og eitt barna- Það er óhætt að segja að það eina í lífinu sem er öruggt og gengur yfir alla er að þegar við höfum fæðst munum við deyja. Hún mamma mín fæddist árið sem kennt er við frosta- veturinn mikla og spönsku veikina 1918. Þá voru erfiðir tímar hjá lands- mönnum. Hún missti föður sinn fimm ára gömul, er honum ásamt þremur öðrum skipsverjum á bát sem lá í höfninni í Reykjavík skolaði út í ofsaveðri. Tveir voru ósyndir og fórust, en tveir gátu bjargað sér á sundi. Móðir hennar stóð þá ein uppi með tvö börn og ófrísk að því þriðja. Seinna bættist það fjórða í hópinn. Þær mæðgur bjuggu saman alla tíð og bræður hennar með þeim þar til þeir stofnuðu eigin heimili. Mjög snemma þurfti hún því að taka á sig ábyrgð, því hún sá um bræður sína á meðan móðir hennar vann fyrir þeim. Þá voru ekki tryggingar til að létta undir með þeim sem misstu fyr- irvinnuna. Hún fór ung að vinna sem vinnukona á heimilum í þorpinu og bar alla tíð mikla virðingu fyrir þeim konum, sem hún hafði unnið hjá. Hún byrjaði að vinna i Bókabúð Keflavíkur þegar hún var opnuð á 1942 og vann þar til ársins 1957. Þá hætti hún sem fastráðin, en vann á álagstímum, svo sem í sumarleyfum, skólabyrjun og í jólaösinni. Samtals vann hún í bókabúðinni hjá Kristni Reyr í 25 ár eða þar til hann hætti sem bóksali. Meðan hún vann þar og reyndar alla tíð síðan var hún þekkt sem Lúlla í bókabúðinni. Margir bæjarbúar þekktu hana ekki undir öðru nafni. Eftir að hún varð ekkja vann hún hjá Miðnesi hf. bæði í Keflavík og Sandgerði, þar til hún hætti störfum í desember 1990. Hún eignaðist dóttur – undirritaða – þegar hún var að verða 21 árs og varð fljótlega það sem kallað er í dag einstæð móðir. En hún var aldrei einstæð, á sama hátt og stúlkur eru í dag, því fjölskyldan var samstillt og tóku bræður hennar og móðir þátt í uppeldi dótturinnar. Eftir að hún giftist Rögnvaldi Sigurjónssyni, vél- stjóra frá Seyðisfirði, festu þau kaup á húsinu á Garðavegi 11, sem þau bjuggu í meðan bæði lifðu og hún í 40 ár. Með eiginmanni sínum eignaðist hún dótturina Sigurfríð. Þar sem eiginmaðurinn var alla tíð sjómaður hvíldi rekstur heimilisins og það sem því fylgdi á henni eins og gerist með sjómannskonur. Henni fórst það vel úr hendi, eins og allt sem hún gerði. Hún var mjög skipulögð kona, sam- viskusöm og passasöm. Fór vel með allt sem henni var trúað fyrir. Hún hugsaði vel um móður sína, sem bjó hjá þeim alla tíð og það var það erf- iðasta sem hún hafði upplifað, að þurfa að setja hana á sjúkrahús, eftir að gamla konan hafði fengið heila- blóðfall 84 ára gömul. Hún hafði ver- ið ákveðin í að gamla konan fengi að deyja heima í hennar umsjá. En það var ekki hægt. Rögnvaldur hætti á sjónum 1978 og ætluðu þau hjónin að njóta elliáranna saman og byrjuðu á því að fara í sumarleyfi til Spánar. En sú ferð varð ekki eins og til var ætlast, því hann veiktist mjög hast- arlega eftir viku dvöl og var á sjúkra- húsi þar í fimm vikur. Hann var ákveðinn í að komast heim til að deyja og það tókst honum. Þetta var henni mikið áfall og var hún lengi að ná sér eftir það. Árið 1991 seldi hún Garðaveg 11 og fluttist á Aðalgötu 5 þar sem hún bjó í 11 ár. Henni leið vel á Aðalgöt- unni með góðu sambýlisfólki. Eftir að hún kom þangað gerðist hún fé- lagi í Púttklúbbi Suðurnesja og pútt- aði að jafnaði þrjá daga í viku. Það er ég sannfærð um, að aðstaðan sem sá félagsskapur hefur haft frá stofnun, var heilsulind fyrir hana og alla þá sem þangað komu reglulega. Hún fluttist á Dvalarheimilið Garðvang í júlílok 2003 og dvaldi þar til dauða- dags. Við systurnar þökkum starfs- fólkinu þar innilega fyrir elskuleg- heitin og natnina við hana. Það var okkur mikils virði hversu vel var hugsað um hana. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð. Lifðu sæl á ljóssins friðarströnd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Elsku mamma mín, þakka þér fyr- ir allt sem þú varst mér og fjölskyldu minni. Þú varst alltaf til staðar þegar við þurftum á því að halda og varst alltaf með þegar eitthvað var um að vera í fjölskyldunni. Guð blessi þig, elsku mamma. Þín dóttir Elsa Lilja. Elsku hjartans mamma mín. Ég vil þakka þér öll yndislegu árin sem þú gafst mér. Ég var blessuð daginn sem ég fæddist, að fá að eiga þig sem móður, sem leiddir mig, og vaktir yf- ir mér. Eiga föður sem sá ekki sólina fyrir mér, og eiga ömmu Lilju, mömmu þína, sem bjó hjá okkur, og var alltaf heima þegar lítil stelpa kom heim úr skólanum, og þú varst að vinna í bókabúðinni og pabbi á sjónum. Þakka þér fyrir allar ynd- islegu stundirnar í eldhúsinu þínu (á Garðavegi 11) með vinkonum mín- um, og Möggu Lilju frænku, þar sem við gátum sagt þér allt sem okkur lá á hjarta og þú hlustaðir svo vel, huggaðir og gladdist með okkur, þú varst alltaf svo góð og skilningsrík. Ég vil líka þakka þér þá ást og vin- áttu sem þú sýndir honum Axel mín- um, manninum mínum, sem komst næst því að vera fullkominn eins og hann pabbi minn. Það var yndislegt að sjá hvað þú ljómaðir þegar hann kom í heimsókn til þín á Garðvang og hve innilega þú hlóst þegar hann sagðir þér skemmtilega sögu. Ég þakka Guði fyrir þær stundir sem við áttum saman á Garðvangi, þegar þú varst orðin lasburða og þreytt, en áttir alltaf eftir smá orku til að fara í smá göngutúra um gangana þar, taka utan um mig og Elsu systur, knúsa okkur og kyssa, og fallega brosið þitt þegar við kvöddum þig og þú þakkaðir okkur fyrir komuna. Ég þakka þér líka fyrir fingurkossinn þinn og brosið sem þú sendir mér 1. febrúar þegar ég stóð í dyragættinni þinni og vonaðist eftir að fá að sjá þig hressari daginn eftir. En þú fékkst þér kvöldmatinn þinn, háttaðir með hjálp englanna sem vinna á Garð- vangi og varst sofnuð svefninum langa rúmum klukkutíma eftir kveðjustundina okkar. Ég sakna þín sárt, en er þakklát fyrir að þú þurftir ekki að þjást. Þú kvaddir eins og þú lifðir, með reisn. Ég vil kveðja þig, elsku mamma mín, með ljóði sem vinur okkar bók- salinn Kristinn Reyr, orti: Öllu lokið, mamma. Slokknað ævi þinnar ljós. Hjúfrar sig að barmi þínum hvít og friðsæl rós. Lémagna sú hönd, er þerrði ljúfast vota kinn. – Drjúpi hljótt og rótt mín tár við dánarbeðinn þinn. Blessuð sé hver tíð, er leið á braut í fylgd með þér, vongleðin og ástúð þín, sem vakti yfir mér. – Bið eg þess af hjarta nú á bljúgri kveðjustund, að bænir þínar leiði þig sem barn á guðs þíns fund. Hvíldu í friði, elsku mamma mín, og hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín Sigurfríð. Við þökkum fyrir að hafa átt ömmu Lúllu og kveðjum hana með þessum sálmi: Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Kveðja. Jóhann og Helena Sævarsbörn. Elsku Lúlla mín. Komið er að kveðjustund að sinni. Lokið er yfir 20 ára ánægjulegum samverustund- um. Stundum sem glatt hafa mig og dætur mínar og skilja eftir ljúfar minningar. Ég kynntist þér fyrst sem tengdamóður Axels bróður. Ekki leið á löngu þar til þitt hlutverk var orðið miklu stærra í minni fjöl- skyldu, orðin tengdamóðir föður míns líka og amma okkar systkin- anna og langamma barnanna okkar. Ekki var á þér að finna annað en að þér líkaði hlutverkið mjög vel, enda leystir þú það með miklum sóma. Alltaf varst þú amma Lúlla hjá dætrum mínum og vildir helst ekki vera kölluð langamma. Þær minnast heimsóknanna til þín á Aðalgötuna. Þangað var gott að koma í kaffi og meðlæti. Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd okkar Birgisbarna, tengdabarna og barnabarna þakka samfylgdina. Guð leiði þig á nýjum slóðum, elsku amma Lúlla. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þín Sesselja. Í dag kveð ég elsku ömmu mína hinsta sinni. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt ömmu Lúllu. Hún var alltaf svo góð við mig og mér leið svo óskaplega vel hjá henni. Það var al- veg sama hvað ég gerði, amma var alltaf til staðar en dæmdi mig aldrei. Hún lét mig finna það svo vel hversu vænt henni þótti um mig, sú vænt- umþykja var skilyrðislaus. Þar sem ég hef búið í útlöndum síðastliðin tíu ár sá ég ömmu miklu sjaldnar en ég hefði viljað. Fátt var erfiðara en að kveðja hana þegar heimsóknirnar til Ís- lands voru á enda og ekki grunaði mig síðast þegar ég kvaddi hana að það yrði síðasta skiptið sem ég sæi hana á lífi. Ég þakka ömmu fyrir allt sem hún var mér og ég veit að henni líður vel í himnaríki í faðmi frelsarans. Júlíana Ragna. JÚLÍANA JÓNSDÓTTIR Útför föður okkar, tengdaföðir og afa, LOFTS EIRÍKSSONAR bónda, Steinholti, Gnúpverjahreppi, verður gerð frá Skálholtskirkju laugardaginn 12. febrúar kl. 13.00. Jarðsett verður að Stóra-Núpi. Börn hins látna. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, AÐALHEIÐUR KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, Háeyrarvöllum 40, Eyrarbakka, verður jarðsungin frá Eyrarbakkakirkju laugar- daginn 12. febrúar kl. 14:00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Vinafélag Ljósheima. Minningarkort eru til sölu á Ljósheimum og í síma 695 9248. Elín Sigurðardóttir, Jón Sigurðsson, Sigríður Magnúsdóttir, Kristján S. Sigurðsson, Aðalheiður Kristín Jónsdóttir, Magnús Jóel Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.