Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK   Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það er ekki laust við að þú sért kraftmikill og tilfinningasamur í dag, hrútur góður. Þú verð skoð- anir þínar grimmt fyrir öðrum. Ekki hlaupa á þig. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú ert á ferð og flugi og vekur mikla eftirtekt. Reyndu að draga þig í hlé og vera í einrúmi. Farðu í bíltúr eða gönguferð ef því verður við komið. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Samræður við vini einkennast hugsanlega af þrætugirni í dag. Ástæðan er sú að allir sitja fast við sinn keip. Hafðu hugfast; stjórnmál eru list hins mögulega. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er líklegra en ekki að þú vekir á þér athygli með einhverjum hætti í dag. Ef þú þarft að beita einhvern hörku væri kannski ráð að gera það í einrúmi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú ert hvatvísin uppmáluð í dag. Þig langar til þess að breyta til og gera allt vitlaust. Hvernig væri að breyta rútínunni eilítið til þess að koma til móts við þetta? Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú finnur fyrir eigingirni í dag og hugsanlegt að þú viljir alls ekki deila einhverju með öðrum. Það er í lagi, en reyndu að komast hjá átök- um. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Tunglið er beint á móti voginni núna. Auk þess er tunglið í merki hins ágenga hrúts. Það þýðir að ágreiningur við aðra gæti auðveld- lega sprottið upp. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Sýndu samstarfsfólki þolinmæði í dag. Önnur merking enska orðsins siðgæðisvitund er hik. Teldu því upp að þremur áður en þú opnar munninn. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú vilt skemmta þér hvað sem taut- ar og raular í dag. Þú vilt líka fara þínu fram. Þú ætlar ekki að hegða þér barnalega, en ræður bara ekki alltaf við þig. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Dagurinn í dag mun að líkindum einkennast af spennu og átökum á heimili. Sjaldan veldur einn þá tveir deila, eins og þú veist. Reyndu að yfirstíga ágreining. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Sýndu systkinum þolinmæði í dag. Eitthvað gæti komið upp sem leiðir til metings eða öfundar. Það gagnast engum og veldur bara leið- indum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Reyndu að halda aftur af eyðslunni ef þú ferð í búðir í dag. Ekki kaupa eitthvað sem þig vantar alls ekki. Hugsaðu þig um áður en þú teygir þig eftir veskinu. Stjörnuspá Frances Drake Vatnsberi Afmælisbarn dagsins: Þú hefur afbragðsgáfur og ert uppfinn- ingasöm manneskja. Þú vilt leggja þitt af mörkum til samfélagsins og hefur áhuga á umbótum. Þig langar til þess að bæta umhverfið og aðstæður annarra. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 drenglunduð, 8 sjái eftir, 9 kind, 10 mis- kunn, 11 blóðhlaupin, 13 mannsnafn, 15 stúlka, 18 fuglinn, 21 stjórna, 22 nauts, 23 eldstó, 24 hag- kvæmt. Lóðrétt | 2 org, 3 eyddur, 4 nam, 5 næstum ný, 6 mynnum, 7 óvild, 12 grein- ir,14 tangi, 15 varmi, 16 furða, 17 toga, 18 stétt, 19 verk, 20 nálægð. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 hefna, 4 gufan, 7 gulls, 8 súrar, 9 alt, 11 autt, 13 kinn, 14 eldur, 15 þjöl, 17 álit, 20 gap, 22 kodda, 23 ómynd, 24 ilmur, 25 ledda. Lórétt | 1 hegna, 2 fullt, 3 ausa, 4 gust, 5 ferli, 6 nýrun, 10 lydda, 12 tel, 13 krá, 15 þokki, 16 öldum, 18 leynd, 19 tudda, 20 gaur, 21 póll. Tónlist Gaukur á Stöng | Breska sveitin Killin Paplo ásamt Hoffman, Solid I.v og The Giant Viking Show kl. 23. 1.000 kr. inn. Grand rokk | Megas, Súkkat og Megasukk kl. 23. Plötubúð Smekkleysu Humar eða frægð! | Reykjavík kl. 17. Sjallinn Ísafirði | Hljómsveitin Hraun! held- ur tónleika kl. 23. Síðan tekur partíbandið Hraun! við og leikur fyrir gleði til kl. 03. Skemmtanir Bar 11 | DJ Haffi leikur í kvöld. Cafe Catalina | Addi M. spilar og syngur á Catalinu í kvöld. Café Victor | Idol-partí á risaskjám. Eftir miðnætti spilar Heisi frændi frá Austri. Celtic Cross | Spilafíklarnir leika í kjall- aranum og á efri hæðinni leikur hljóm- sveitin 2 snaffsar. Frítt inn. Kaffi Sólon | Þröstur 3000 í sveiflu á Kaffi Sóloni í kvöld og fram á morgun. Klúbburinn við Gullinbrú | Dansleikur með Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar. Kringlukráin | Lúdó og Stefán verða á Kringlukránni um helgina. Roadhouse | Dj Maggi verður í búrinu. Vélsmiðjan Akureyri | Hljómsveitin Sér- sveitin spilar um helgina. Húsið opnað kl. 22, frítt inn til miðnættis. Myndlist Árbæjarsafn | Í hlutanna Eðli – Stefnumót lista og minja. Gallerí 101 | Egill Sæbjörnsson – Herra Pí- anó & Frú Haugur. Gallerí Dvergur | Efrat Zehavi – Fireland. Gallerí Humar eða frægð! | Ásdís Sif Gunnarsdóttir sýnir vídeóverk sem hún hefur unnið að síðastliðin ár ásamt nýrri vídeóinnsetningu fyrir sýningarrýmið. Gallerí I8 | Finnur Arnar – myndverk. Gerðuberg | Rosemarie Trockel sýnir ljós- myndir, skúlptúra, teikningar og mynd- bönd. Sigríður Salvarsdóttir í Vigur sýnir listaverk úr mannshári í Boganum. Grafíksafn Íslands | Rut Rebekka sýnir vatnslita- og olíumálverk. Hafnarborg | Helgi Hjaltalín Eyjólfsson er myndhöggvari febrúarmánaðar í Hafn- arborg. Hafnarborg | Bjarni Sigurbjörnsson og Haraldur Karlsson – Skíramyrkur. Hallgrímskirkja | Jón Reykdal – 6 ný olíu- málverk í forkirkju. Hrafnista Hafnarfirði | Tryggvi Ingvars- son, rafvirkjameistari og heimilismaður á Hrafnistu, sýnir útsaum og málaða dúka í Menningarsal, 1. hæð. Kaffi Sólon | Óli G. – Óhlutlæg verk. Kling og Bang gallerí | Magnús Árnason – Sjúkleiki Benedikts. Listaháskóli Íslands | Ásdís Sif Gunn- arsdóttir – „Netscape Oracles“ – Remedy for Starsickness. Pétur Már Gunnarsson – Hvað er í gangi? í Kubbnum, sýningarsal LHÍ. Listasafn Íslands | Íslensk myndlist 1930 1945 og Rúrí – Archive – endangered wa- ters. Listasafn Reykjanesbæjar | Kristín Gunnlaugsdóttir – mátturinn og dýrðin, að eilífu. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið – yfirlitssýning á verk- um Ásmundar Sveinssonar. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Þórð- ur Ben Sveinsson – Borg náttúrunnar. Bjargey Ólafsdóttir – Láttu viðkvæmt útlit mitt ekki blekkja þig. Erró – Víðáttur. Brian Griffin – Áhrifavaldar. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Hörður Ágústsson – Yfirlitssýning í Vest- ursal. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Pétur Örn Friðriksson – Markmið XI Samvinnu- verkefni í miðrými. Yfirlitssýning á verkum Kjarvals í Austursal. Nýlistasafnið | Jean B. Koeman – Socles de Monde. Samsýningin Tvívíddvídd. Grams – Sýning á vídeóverkum úr eigu safnsins. Safn | Stephan Stephensen – AirCondition. Jóhann Jóhannsson – Innsetning tengd tónverkinu Virðulegu forsetar. Á hæðunum þremur eru að auki ýmis verk úr safneign- inni, þ.á m. ný verk eftir Roni Horn, Pipi- lotti Rist og Karin Sander. Thorvaldsen Bar | Kristín Tryggvadóttir sýnir samspil steina, ljóss og skugga. Þjóðmenningarhúsið | Bragi Ásgeirsson er myndlistarmaður mánaðarins í sam- starfi Þjóðmenningarhússins og Skólavefj- arins. Sýning á verkum Braga í veit- ingastofu og í kjallara. Söfn Þjóðmenningarhúsið | Tónlistararfur Ís- lendinga: Kynntar eru nýjar rannsóknir á tónlistararfinum og útgáfa efnis á geisla- diskum. Fyrsta sýningin fjallar um Silf- urplötur Iðunnar sem Kvæðamannafélagið Iðunn og Smekkleysa gaf nýlega út á 4 geisladiskum ásamt veglegu riti. Handritin: Hin fornu handrit geyma ein- stæðar sögur, kvæði og frásagnir sem varpa ljósi á samfélag, trúarbrögð og hug- arheim hinna norrænu þjóða í öndverðu. Á meðal sýningargripa eru Konungsbækur Eddukvæða og Snorra Eddu, Flateyjarbók og handrit lagabóka, kristilegra texta og Íslendingasagna. Þjóðminjasafnið – Svona var það: Leitast er við að skapa það andrúmsloft sem ríkti á sýningu Þjóðminjasafns Íslands í risi Þjóðmenningarhússins þar sem það var til húsa á fyrri hluta 20. aldar. Heimastjórnin: Á sýningunni er dregin upp mynd af þeim framförum, bjartsýni og stórhug sem einkenndi líf þjóðarinnar á tímum heimastjórnar og gerð grein fyrir aðdraganda hennar. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi (1895– 1964) er skáld mánaðarins. Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til – menn- ing og samfélag í 1.200 ár. Ómur – Landið og þjóðin í íslenskri hönnun. Ljós- myndasýningarnar Hér stóð bær og Átján vóru synir mínir í álfheimum … Opið frá kl. 11–17. Dans Borgarleikhúsið | Íslenski dansflokkurinn kynnir verk eftir Ernu Ómarsdóttur og Emil Hrvatin. Þetta er sýning fyrir hermenn í friðargæslu, fyrir þá sem láta sig lífið varða og þá sem stendur á sama. Miða- pantanir í Borgarleikhúsinu í síma 568 8000 eða midasala@borgarleikhus.is www.id.is. Mannfagnaður AGÓGES-SALURINN | Þorrablót Súgfirð- ingafélagsins verður haldið í Akoges- salnum, Sóltúni 3, 12. febrúar. Húsið opnað kl. 19 og borðhald hefst kl. 20. Miðaverð er 3.900 kr. Pantanir hjá stjórnarmönnum og á netfangi: bjorn@fulltingi.is. Súgfirðinga- félagið í Rvk. Háskólabíó | Hin árlega hönnunarkeppni véla- og iðnaðarverkfræðinema verður haldin kl. 13, í sal 1, í Háskólabíói. Að- alstyrktaraðilar keppninnar eru Marel hf. og Opin kerfi hf. Vefsíða keppninnar er vel- nem.hi.is/honnunarkeppni. Smáralind | Idol Extra Live verður í beinni útsendingu á PoppTíví frá Smáralind kl. 22 í kvöld. Þar mun Svavar Örn taka púlsinn á keppendum baksviðs. Fréttir Hrossaræktarbúið Hestheimar | Sölusýn- ing – öllum velkomið að skrá söluhross hjá Gísla, s. 487 6666, hestheimar@heist- heimar.is og Steina s. 893 9966, steinnma@simnet.is. Síðasti skráning- ardagur er föstudagurinn 11. febrúar kl. 17. Skráningargjald 1.500 kr. fyrir fyrsta hross og síðan 1.000 kr. Fundir Umf-húsið Hrafnaklettur | Sjálfstæð- isflokkurinn heldur stjórnmálafund í Umf- húsinu Hrafnakletti laugardaginn 12. febr- úar kl. 11. Yfirskrift fundarins er: Með hækkandi sól – lægri skattar – aukin hag- sæld. Framsögumenn: Geir H. Haarde fjár- málaráðherra og varaformaður og Einar K. Guðfinnsson alþingismaður. Fyrirlestrar Raunvísindadeild Háskóla Íslands | Á mál- stofu efnafræðiskorar Háskóla Íslands kl. 15 í stofu 158 í VR–II, flytur Fannar Jóns- son meistaraprófsfyrirlesturinn: Áhrif kí- tósanfásykra á stöðugleika trypsíns úr nautabrisi. Allir velkomnir. Ketilhús Akureyri | Listasafnið á Akureyri stendur fyrir fyrirlestri um peninga og sið- menningu í samvinnu við Gilfélagið, laug- ardaginn 12. febrúar kl. 15. Jón Proppé gagnrýnandi og heimspekingur, flytur fyr- irlestur um peninga og siðmenningu. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Kynning Maður lifandi | Inga Kristjánsdóttir nemi í næringarþerapíu DET verður með ráðgjöf í vetur kl. 12–14 á föstudögum. Málþing Bifröst | Viðskiptaháskólinn á Bifröst boð- ar til málþings um launajafnrétti kl. 13.30 á Bifröst. Ókeypis aðgangur og skráning í síma 433 3000 eða á netfangið agnes@bi- frost.is. Fjallað verður um nýlegan jafn- launadóm í máli Akureyrarbæjar og hvern- ig sönnunarbyrði er háttað. Námskeið Hrossaræktarbúið Hestheimar | Reið- námskeið dagana 11.–13. feb. Kennarar Hal- grímur Birkisson og Ísleifur Jónasson. Uppl. í s. 864 2118, 487 6666. Staðlaráð Íslands | Námskeið 18. febrúar. Fyrir þá sem vilja læra á ISO 9000 gæða- stjórnunarstaðlana. Markmið er að þátt- takendur geti gert grein fyrir áherslum og uppbyggingu kjarnastaðlanna í ISO 9000 röðinni og þekki hvernig þeim er beitt við að koma á og viðhalda gæðastjórn- unarkerfi. Nánar á www.stadlar.is. www.ljosmyndari.is | Helgarnámskeið á stafrænar myndavélar verður 12.–13. febr- úar. Námskeiðið er haldið í Völuteigi 8, Mosfellsbæ, kl. 13–17 báða dagana og er jafnt fyrir byrjendur sem og lengra komna. Skráning og upplýsingar á www.ljosmynd- ari.is. www.stafganga.is | Nýtt námskeið í staf- göngu hefst þriðjudaginn 15. febrúar kl. 17.30 við Laugardalslauginna. Hópar fyrir byrjendur og framhaldshópar fyrir þá sem hafa verið áður í stafgöngu. Skráning á www.stafganga.is eða GSM: 825 1365/ 694 3571. Guðný Aradóttir & Jóna Hildur Bjarnadóttir stafgönguþjálfarar. Ráðstefnur Norræna húsið | SÍBS stendur fyrir ráð- stefnu í Norræna húsinu þriðjudaginn 15. febrúar sem ber heitið: Líf með lyfjum. Fjallað verður um mikilvægi lyfja fyrir ein- staklinginn og þjóðfélagið í heild. Fulltrúar hagsmunaaðila og stjórnvalda flytja erindi. Ráðstefnan sem hefst kl. 14 er öllum opin og aðgangur ókeypis. Útivist Ferðafélagið Útivist | Þingvallaganga sunnudaginn 13. febrúar, brottför kl. 10.30. Í þessari fyrstu gönguferð af fimm í kring- um Þingvallavatn verður farið yfir stífluna við útfall Sogsins úr Þingvallavatni og gengið upp á Skinnhúfuhöfða. Göngutími 4–5 tímar. Verð 2.100/2.500 kr. Gönguskíðaferð helgina 12.–13. febrúar. Gengið verður af Hellisheiði um Ölkeldu- háls á Nesjavelli. Innifalið í verði eru ferðir, trúss, fararstjórn, gisting í svefnpokaplássi og máltíð á laugardagskvöldinu. Fararstjóri er Jósef Hólmjárn. Brottför er kl. 8. Verð 11.100/13.200 kr. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is ÁHUGAMENN um framúrstefnurokk og -popp gætu gert verri kaup í kvöld en að líta við á Stúdentakjallaranum og hlýða á sveitirnar Reykjavík, Skakkamanage, Dáðadrengi og Gereyðingarvopn á tónleikum. Tvær sveitanna, Reykjavík og Skakkamanage, eru á leið- inni til London þar sem þær munu leika á tónleikum tónlistarvefjarins Drowned in Sound, ásamt sveitunum Skátum og Jan Mayen. Á undan tónleikunum í kvöld, sem bera það áhugaverða nafn „Mölvum feðraveldið,“ munu verða haldnir nokkrir fyrirlestrar. Þar á meðal mun Arnþrúður Ingólfsdóttir fjalla um mismunafeminisma, auk þess sem Björn Þorsteinsson mun ræða um innflytj- endastefnu Derrida, sem snerist um „Algjöra gestrisni“. „Séra“ Haukur Magnússon, einn helsti lagasmiður og gítarleikari Reykjavíkur, segir stefnu sveitarinnar að vera með og hafa gaman af því að gera skemmtilega hluti. „Eitt- hvað annað en að horfa á sjónvarpið,“ segir Haukur. „Við höfum engin áhrif á heims- yfirráðum, enda er hryllilegt að hugsa til þess að ráða yfir öðrum. Það er holdgervingur limhverfunnar sem við erum að reyna að losna við. Með því að losna við hana getum við mölvað feðraveldið. Við viljum bara róa á mið vinsemdar og virðingar og slaka á þessari rökmiðjuhyggju, sem hefur tröllriðið vestrænum heimi síðustu 3.000 árin. Innan þess rúmast sú hugmynd að tónlistarmenn eigi að koma fram sem einhverjir sérfræðingar með öryggisverði og heilagleika þar sem eru skýrt afmarkaðar stjörnur. Maðurinn er bara tilfinninga- og samskiptavera sem vill bara koma sínu lífi á framfæri við aðra í von um samkennd og samstöðu, sem er það sem við viljum gera þegar við spilum.“Áhugasamir geta einnig fengið forskot á sæluna og mætt í Plötubúð Smekkleysu við Laugaveg 59 kl. 17 í dag, en þar munu Reykvíkingar gefa góðan forsmekk að stuði kvöldsins. Feðraveldið mölvað í Stúdentakjallaranum Staðurogstund http://www.mbl.is/sos
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.