Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT KARL Bretaprins tilkynnti í gær að hann hygðist kvænast ástkonu sinni, Camillu Parker Bowles, eftir 35 ára samband sem Díana prinsessa sagði hafa stuðlað að því að upp úr hjóna- bandi hennar og Karls slitnaði. Prinsinn og Camilla verða gefin saman við borgaralega athöfn föstu- daginn 8. apríl í Windsor-kastala, vestan við London. Að athöfninni lok- inni fer fram bænar- og vígsluathöfn í Kapellu heilags Georgs í kastalanum undir stjórn erkibiskupsins af Kant- araborg, trúarlegs leiðtoga bisk- upakirkjunnar. Talsmenn prinsins sögðu að ætt- ingjar og vinir Karls og Camillu yrðu viðstaddir brúðkaupið sem yrði ekki viðhafnarmikið eins og brúðkaup Karls og Díana í júlí 1981. Elísabet Bretadrottning lagði blessun sína yfir ráðahaginn og í yf- irlýsingu frá henni sagði að hún væri „mjög ánægð“ með hann. Synir Karls og Díönu, sem lést í bílslysi í París 1997, eru einnig mjög ánægðir með ákvörðun föður síns, að sögn embættismanna drottningar. Tony Blair forsætisráðherra lét í ljósi ánægju með tíðindin og sagði að stjórn sín hefði sent prinsinum og heitkonu hans hamingjuóskir. Leið- togar Íhaldsflokksins og Frjáls- lyndra demókrata óskuðu þeim einn- ig til hamingju. Tilkynningin um brúðkaupið batt enda á áralangar vangaveltur um hvort krónprinsinn gæti kvænst Parker Bowles, sem nýtur miklu minni vinsælda en Díana. Í tilkynningunni frá skrifstofu prinsins sagði að Camilla Parker Bowles fengi ekki titilinn drottning þegar Karl yrði konungur en yrði titluð prinsessa og eiginkona kon- ungs. Eftir hjónavígsluna fær hún einnig titilinn hennar konunglega há- tign hertogaynjan af Cornwall. Umdeilt innan kirkjunnar Líklegt þykir að deilt verði um hjónabandið innan ensku bisk- upakirkjunnar vegna þess að Karl og Camilla eru bæði fráskilin og fyrr- verandi eiginmaður hennar er enn á lífi. Sumir biskupar og prestar kirkj- unnar eru enn andvígir því að frá- skilið fólk fái að giftast aftur. Sem konungur yrði Karl yfirmaður kirkj- unnar. Rowan Williams, erkibiskupinn af Kantaraborg, kvaðst styðja ákvörð- unina heilshugar og vera ánægður með að Karl og Camilla skyldu hafa tekið þetta „mikilvæga skref“. Fréttavefur BBC hafði eftir sér- fræðingi sínum í málefnum bresku konungsfjölskyldunnar að hún hefði tekið verulega áhættu með þessari ákvörðun. „Hún mun fylgjast mjög grannt með því hvernig viðbrögð al- mennings verða.“ Í skoðanakönnun, sem gerð var í fyrra, sögðust 32% aðspurðra vera hlynnt því að Karl kvæntist Camillu en 29% voru á móti því. Um 38% var alveg sama og 2% sögðust ekki hafa gert upp hug sinn. Margir Lundúnabúar sögðust í gær vera sáttir við ákvörðun krón- prinsins en ekki er hægt að segja að gleðin hafi verið mikil. „Það er kom- inn tími til að þau gangi í hjónaband þar sem það er augljóst að hann myndi aldrei gefast upp og slíta sam- bandinu við hana,“ sagði 69 ára líf- eyrisþegi í London og kona hans samsinnti þessu. „En Camilla stenst engan samanburð við Díönu.“ Náin í tæp 35 ár Breskir stjórnlagasérfræðingar sögðu að ekkert væri því til fyr- irstöðu að krónprinsinn kvæntist Camillu þar sem drottningin hefði lagt blessun sína yfir ráðahaginn og Camilla væri ekki kaþólsk. Camilla er 57 ára og ári eldri en Karl. Þau hittust fyrst á póló-leik, eða knapaknattleik, árið 1970. Þau urðu mjög náin en eftir að prinsinn ákvað að einbeita sér að störfum sín- um í sjóhernum ákvað Camilla að giftast hermanninum Andrew Parker Bowles árið 1973. Þau skildu árið 1995. Karl hélt þó sambandi við Camillu eftir að hún giftist og þau urðu aftur mjög náin undir lok áttunda áratug- arins. Hún var til að mynda í fylgd- arliði hans þegar hann var viðstaddur hátíðahöld í Zimbabve árið 1980 þeg- ar tíu ár voru liðin frá því að landið fékk sjálfstæði. Karl kvæntist Díönu árið 1981 og sagt er að Camilla hafi hvatt hann til þess. Hann mun hafa beðið Díönu í grænmetisgarði Camillu. Þótt þau væru bæði gift á þessum tíma var samband Karls og Camillu alltaf náið og hermt er að tekist hafi ástir með þeim aftur tveimur árum eftir að Harry prins, yngri sonur Karls og Díönu, fæddist árið 1984. Díana varð afbrýðisöm út í Camillu og er sögð hafa kallaði hana „Rott- weilerinn“. „Við vorum þrjú í þessu hjónabandi,“ sagði Díana síðar og prinsinn viðurkenndi að hann hefði haldið framhjá henni. Karl og Díana skildu að borði og sæng 1992 og fengu lögskilnað fjórum árum síðar. Eftir að Díana lést árið 1997 lét Camilla lítið á sér bera og um tíma var andúð almennings á henni svo mikil að hún varð stundum fyrir að- kasti á götunum. Á síðustu árum hafa Karl og Camilla þó komið fram sam- an opinberlega og þau búa nú saman í Clarence House, heimili krónprins- ins í miðborg Lundúna. Verður ekki drottning þótt hún giftist Karli Camilla Parker Bowles verður titluð prins- essa verði Karl krónprins krýndur konungur eftir að þau ganga í hjónaband í apríl. Reuters Karl ríkisarfi í Bretlandi (t.v.) með heitkonu sinni, Camillu Parker Bowles, á hálandaleikum í Skotlandi. Myndin var tekin í ágúst síðastliðnum. London. AFP, AP. KARLAR í Sádi-Arabíu gengu að kjörborðinu í gær en þá fóru fram fyrstu kosningarnar á landsvísu þar í landi. Stjórnvöld sögðu kosn- ingarnar til marks um þann anda umbóta sem ríkjandi væri en ekki var vísað á neinn veg til þess að konur hefðu ekki atkvæðisrétt. Helmingur fulltrúa í 38 bæjar- stjórnum verður kjörinn að þessu sinni. Ræðir þar um bæjarstjórnir í höfuðborginni, Riyadh, og ná- grenni. Á tveggja mánaða tímabili verða síðan haldnar sams konar kosningar um land allt. Fara þær fram í þremur áföngum og taka til 178 bæjarstjórna. Andrúmsloft þótti afslappað í Riyadh í gær og öryggisgæsla virtist ekki sérlega ströng þrátt fyrir að nokkur hryðjuverk hefðu verið unnin í landinu á undanliðn- um mánuðum. „Við munum leggja til að konur fái að kjósa næst,“ sagði Abdul Aziz bin Ayyaf al-Muqrin, prins og borgarstjóri Riyadh. Um 600.000 karlmenn höfðu at- kvæðisrétt í þessum hluta kosn- inganna. Karlarnir þurftu hins vegar að skrá sig til þátttöku og gerðu það 149.000 þeirra. Sýnt var því að þátttaka yrði ekki mikil. „Sögulegar kosningar“ Kosningar eru Sádi-Aröbum öld- ungis framandi fyrirbrigði. Fram til þessa hafa stjórnvöld einfald- lega skipað alla þá embættismenn sem í landinu starfa. Eftirlit með kosningunum er einkum í höndum heimamanna en þó er nú stödd í Riyadh sjö manna nefnd frá Evrópuþinginu. Í henni eru tvær konur og hafa einhverjir þingmannanna fylgst með gangi mála. „Þetta eru sögulegar kosn- ingar,“ sagði John Purvis, Evr- ópuþingmaður frá Skotlandi. Kvaðst hann líta á þetta sem fyrsta skrefið í lýðræðisþróun í konungdæminu sem þekkt er fyrir erki-íhaldsstefnu og hreintrú. Efnt er til kosninganna viku eft- ir að George W. Bush Bandaríkja- forseti veittist að stjórnvöldum í Sádi-Arabíu og hvatti þau til að auka hlut almennings í ákvarðana- töku er varðaði framtíð þjóðarinn- ar. Vakti þessi gagnrýni athygli þar eð Sádi-Arabar hafa jafnan verið mikilvægir bandamenn stjórnvalda í Washington í þessum heimshluta. Bandaríkjastjórn hefur fagnað kosningunum og lýst þeirri von að konur, sem eru meira en helm- ingur þjóðarinnar, fái að taka þátt í kosningum í Sádi-Arabíu í fram- tíðinni. Karlar ganga að kjör- borðinu í Sádi-Arabíu Riyadh. AFP. Reuters Sádi-Arabarnir Mohamad al-Gharib (til hægri) og Sulaiman al-Enezi brostu sínu breiðasta er þeir gengu á kjör- fund í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu, í gær. Þarlend stjórnvöld segja að kosningarnar séu til marks um umbætur og framfarahug en margir gagnrýna að konum, meira en helmingi íbúanna, sé neitað um atkvæðisrétt. Atlantshafsbandalagið (NATO) hefur ákveðið að auka friðargæslu sína í Afganistan. Greint var frá þessu í gær eftir fund varnarmálaráðherra NATO í Nice í Frakklandi. Lengi hefur þess verið beðið að friðargæslan í Afganistan verði aukin og hafa Bandaríkjamenn þrýst á um það, ekki síst í ljósi þeirrar þarfar sem þeir hafa fyrir herlið sitt í öðrum löndum. Fram til þessa hefur friðargæsl- an verið bundin við höfuðborgina, Kabúl, og svæði í norðurhluta landsins. Nú munu 500 hermenn bætast við liðsaflann í landinu og verður því unnt að hefja gæslu og uppbyggingu í vesturhlutanum. Verða höfuðstöðvar liðsins í borg- inni Herat en hermenn frá Lithá- en, Spáni og Ítalíu munu sinna þessu starfi. Nú eru í landinu 8.300 hermenn frá meira en 30 löndum. NATO eyk- ur friðar- gæslu í Afganistan Nice í Frakklandi. AFP. JÓHANNES Páll II páfi fór af Gem- elli-sjúkrahúsinu í Róm síðdegis í gær eftir að hafa legið þar í níu daga vegna öndunarerfiðleika. Páfi virtist þreytulegur þegar hann rétti upp hægri höndina til að kveðja tugi starfsmanna sjúkrahúss- ins áður en hann fór í páfabílinn í fylgd tveggja pólskra aðstoðar- manna sinna. Bílnum var ekið um Péturstorgið þar sem hópur píla- gríma hafði safnast saman til að fagna heimkomu páfa. Talsmaður Páfagarðs sagði að heilsa páfa hefði batnað og hann væri laus við hálskrampann sem olli öndunarerfiðleikunum. Páfi fer af sjúkrahúsi Róm. AFP. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.