Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Halldór MaríasÓlafsson fæddist í Reykjavík 15. apríl 1955. Hann lést á Líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 4. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Ólafur Hall- dórsson frá Ísafirði, f. í Hnífsdal 19.11. 1927, d. 30.3. 2004, og Margrét Reimars- dóttir frá Fossárdal, f. 19.5. 1934, d. 17.7. 2002. Systur Hall- dórs eru Björg, f. 20.1. 1954, og Guðbjörg, f. 17.12. 1964. Eftirlifandi maki Halldórs er Eygló Hjaltadóttir, fjármálastjóri Flensborgarskólans í Hafnarfirði, f. á Sauðárkróki 30.6. 1954. For- eldrar hennar eru Hjalti Jónsson bóndi, f. 29.7. 1909, d. 6.4. 1984, og Ólína Eiríksdóttir, f. 12.9. 1918. Halldór og Eygló kynntust árið 1971. Þau trúlofuðu sig árið 1974 og hófu þá búskap. Þau giftu sig 23. júní 1994 í Selja- kirkju. Halldór bjó ásamt eigin- konu sinni í Hafnarfirði til hinsta dags, síðustu árin á Brekkugötu 12. Börn Halldórs og Eyglóar eru: 1) Rebekka, f. 15.10. 1974, sambýlismaður hennar er Sturla Þór Björnsson, f. 11.8. 1977. Syn- ir Rebekku og Árna Rúnars Árnasonar eru Alexander, f. 8.8. 1992, Erlingur Örn, f. 30.3. 1995, og Arnar Ingi, f. 11.12. 1996. 2) Lilja Ýr, f. 3.6. 1981, sambýlis- maður hennar er Magnús Stefán Skúlason, f. 28.1. 1975. 3) Ólafur Garðar Halldórsson, f. 24.11. 1984, unn- usta hans er Emma Dröfn Víkingsdóttir, f. 7.3. 1985. Halldór lauk gagnfræðaprófi frá Flensborgarskólanum árið 1972. Hann útskrifaðist sem múr- ari frá Iðnskólanum í Hafnarfirði árið 1978 og lauk þaðan meist- araprófi í múriðn árið 1980. Sam- hliða námi starfaði Halldór við múrverk ásamt því að fara nokkrar vertíðar á sjó. Hann keypti sér trillu ásamt vini sínum, Einari, og voru þeir með hana tvö sumur á Djúpavogi. Halldór var með sjálfstæðan atvinnurekstur fram til ársins 1986 og hóf þá störf hjá Íslenska álfélaginu. Síð- ustu níu árin starfaði Halldór sem múrari hjá Kerfóðrun. Útför Halldórs fer fram frá Seljakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13. Elsku pabbi, ég á eftir að sakna þín svo sárt. Ég veit að heimurinn getur verið svo grimmur og ósanngjarn, en mig óraði ekki fyrir þessu, að þú, elsku pabbi minn, myndir fara frá okkur í blóma lífsins. Það var í lok október síðastliðins að við fengum þær hræðilegu frétt að þú hefðir greinst með þennan hræðilega sjúkdóm, krabbamein. Ég sem hélt að fjölskyldan okkar væri búin að ganga í gegnum nógu mikla erfiðleika síðustu tvö og hálft árið, fyrst fór amma og síðan afi. En mað- ur veit víst aldrei hver er næstur. Góðu stundirnar sem við áttum voru margar og þær lifa áfram með mér, elsku pabbi minn. Ég man nú þau ófáu dansspor sem við höfum tekið saman. Uppáhaldsdansinn okkar var djæf. Sveifla til og frá og náttúrlega ættardillið með, þú skil- ur. Það var nú alltaf mikill púki í þér. Síðasta grallaragrín sem við gerðum saman, manstu, var um daginn þeg- ar Björg systir þín átti afmæli. Þú lést mig hringja í kaupfélagið á Djúpavogi og biðja um að láta senda henni pakka. Það var nú ekki venju- legur pakki, heldur 2 kg af kartöflum og svo átti hún að fá reikninginn sendan daginn eftir. Þetta er lýsandi dæmi um hvernig þú varst og munt alltaf vera. Í lok janúar átti ég tvo heila ómet- anlega daga með þér inni á spítala, bara ég og þú saman. Elsku pabbi, ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur kennt mér og gert fyrir mig í gegn- um líf mitt. Megi Guð geyma þig. Þín Rebekka. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr.) Það er svo erfitt að þurfa að sætta sig við að elsku besti pabbi minn sé látinn. Eftir sitjum við ástvinir hans og félagar, skiljum hvorki upp né niður og spyrjum okkur sjálf af hverju hann fékk ekki að vera lengur hjá okkur. Við fjölskyldan erum enn sár eftir að hafa misst ömmu og afa með stuttu millibili en ég trúi því að þau taki á móti pabba á æðri stað og þeim sé öllum ætlað stórt hlutverk þar, sem þau þurfa að vinna í sam- einingu. Þessi trú styrkir okkur auk þess sem allar góðu minningarnar um pabba hjálpa okkur að milda sorgina. Pabbi var einstakur maður, hljóm- ar kannski klisjukennt en er bara sannleikur. Það var aldrei langt í húmorinn og ,,aulabrandarana“ sem mér líkaði vel enda með sama aula- húmorinn sjálf. Það var gott að vera í kringum pabba sem var ekki bara pabbi minn heldur líka mjög góður vinur. Hann og mamma voru heldur ekki bara samheldin hjón heldur líka traustir vinir. Hjónasvipurinn var mikill og ég hef oft fengið að heyra það að ég sé svo lík bæði pabba og mömmu. Pabbi hafði mikinn áhuga á fólki og í hvert sinn sem maður kynnti hann fyrir einhverjum var spurt, ,,hverra manna ert þú?“ Ef einhver átti tengsl í Hafnarfjörðinn var áhuginn sérstaklega mikill enda var hann stoltur Hafnfirðingur. Pabbi sagði oft við okkur systkinin þegar við vorum yngri að það væri ekkert mál að tala, miklu erfiðara væri að hlusta. Hann var sjálfur góð- ur í báðu, gat talað mikið og reytt af sér brandarana í góðra vina hóp en var líka góður hlustandi þegar þörf var á. Mér finnst mikið til í þessu hjá pabba og þó ég geti talað endalaust reyni ég samt að muna þetta og hlusta á þegar aðrir þurfa að tala. Þrátt fyrir að mér finnist ósann- gjarnt að pabbi skyldi kveðja okkur svona snemma veit ég að ég er hepp- in. Ég á ótal minningar, bæði úr barnæsku og seinna meir, um góðan og skemmtilegan pabba. Fjölskyld- an ferðaðist mikið, innanlands sem utan, þegar við systkinin vorum börn. Árið 2003 fór svo hluti af okkur saman til Danmerkur. Það var æð- isleg ferð og okkur öllum ógleyman- legt þegar pabbi ,,komst í gírinn“ á antikmörkuðunum og prúttaði allar gersemarnar niður úr öllu. Hann varð að kaupa sér gamla hluti í gamla húsið sitt, Brekku, sem hann gerði svo glæsilega upp með aðstoð góðra manna. Þessi orð mín eru nú ósköp fátæk- leg til minningar um elsku besta pabba minn sem átti svo skilið að lifa miklu lengur. Fyrir hönd pabba og fjölskyldunn- ar okkar vil ég þakka öllum þeim, sem önnuðust pabba í veikindum sín- um og studdu okkur fjölskylduna, kærlega fyrir okkur. Elsku besta mamma mín, við verð- um öll með þér og styðjum þig í sorg- inni. Við verðum að muna allar góðu stundirnar með pabba og trúa því að hann sé alltaf með okkur. Blessuð sé minning elsku besta pabba míns og tengdaföður. Lilja Ýr og Magnús. Það var fimmtudagurinn 3. febr- úar, dagurinn byrjaði vel og ég var í ágætu skapi þar sem þetta var árshátíðardagur í skólanum hjá mér. Um kvöldið, áður en ég fór á árshá- tíðarballið, þá ákvað ég að kíkja á pabba og heilsa upp á hann. Þetta var í fyrsta skipti sem ég talaði op- inskátt um dauðann við hann, mér fannst ég bara þurfa að fá nokkra hluti á hreint ef þannig færi að krabbameinið myndi sigra í þessari erfiðu baráttu. Þegar ballinu var lok- ið var hringt í mig og mér sagt frá að aðstæður hefðu skyndilega breyst og pabbi væri líklega í þann mund að deyja. Síðastliðin vika hefur verið sú erf- iðasta í mínu lífi og ég hugsa um hann pabba hverja einustu mínútu. Það sem ég á eftir er minningin um hann og minning hans mun lifa í hjarta mínu að eilífu. Hann pabbi var góður maður sem öllum líkaði vel við. Hann starfaði mikið með AA-samtökunum og eign- aðist þar marga og góða vini. Hann var aldrei eigingjarn og hann hefur alltaf deilt sínum vinum með mér og öðrum í fjölskyldunni. Nú á þessum erfiðu tímum þyrlast margar frá- bærar minningar upp í hugann. Minningar um pabba sem var svo miklu meira en bara pabbi, hann var góður félagi og besti vinur minn sem stóð alltaf við bakið á mér sama hvað gekk á. Ef erfiðleikar steðjuðu að þá var hann alltaf til staðar og ávallt tilbúinn til þess að hjálpa mér eða hugga mig. Nokkrum dögum áður en pabbi féll frá var ég hjá honum á spítalan- um. Ég hélt í höndina á honum og við rifjuðum upp ferðalögin sem við höfðum farið í saman. Það skemmti- legasta sem hann gerði var að ferðast og vera í faðmi fjölskyldunn- ar. Við töluðum um þegar fjölskyld- an ferðaðist saman um hin ýmsu lönd í Evrópu og margt annað sem við vorum báðir sammála um að vert væri að endurtaka þegar hann væri orðinn frískur. Þó svo að sorgin sé erfið og miss- irinn mikill hef ég hugsað mér að halda áfram að lifa lífinu og fara eftir þeim heilræðum sem hann pabbi hef- ur alltaf lagt svo mikla áherslu á. Ég vil þakka öllum sem hafa sýnt mér og fjölskyldu minni stuðning á þessum erfiðu tímum í lífi okkar. Elsku mamma mín, ekki gefast upp, við styðjum öll hvert annað og það er svo mikið af fólki sem þykir vænt um okkur og er tilbúið að hjálpa. Það er gott að eiga minningar. Það er gott að lifa lífinu. Það er gott að eiga fjölskyldu. Það er gott að eiga vini. Það er gott að hugsa til þess að pabba líði vel núna. Það er gott að eiga mömmu sem þykir vænt um mann. Ólafur Garðar og Emma Dröfn. Gott var að vera með afa. Gott var að tína berin með afa. Gott var að knúsa afa. Gott var að kíkja á afa. Gott var að fara með afa út í skóg. Gott var að setjast inn í bílinn með afa. Gott var að sofa hjá afa. Gott er að hafa afa hjá Guði. Þinn Arnar Ingi. Gott var að tína ber með afa. Gott var að fara með afa í göngur. Gott var að horfa á afa gera listaverk. Gott var að hjálpa afa í garðinum. Gott var og gaman að fíflast með afa. Gott var að hjálpa honum að taka til í bíl- skúrnum. Afi, afi mér þykir vænt um þig. Afi, afi ég elska þig. Afi, þú lifir í hjarta mér. Þinn Alexander. Elsku Halldór. Með þessum fáu línum langar mig til að kveðja þig, bróðir minn. Mér finnst Guð hafa tekið þig til sín alltof fljótt. Á alltof stuttum tíma er mamma farin, pabbi farinn og nú þú. Hér sitjum við eftir með tár um hvarma og reynum að skilja tilgang- inn; Guð gefur, Guð tekur. Það er huggun harmi gegn að vita að vel verður tekið á móti þér. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt lit og blöð niður lagði líf mannlegt endar skjótt. (Hallgrímur Pétursson.) Minning þín lifir í hjörtum okkar sem eftir standa. Björg systir. Gott var að vera með þér, afi. Gott var að fara í bíltúr með þér, afi. Gott var að tína ber með þér, afi. Gott var að fara upp í kirkjugarð með þér, afi. Takk fyrir það góða, afi. Ég elska þig afi og þú veist það afi minn. Ég er súr að þú fórst frá okk- ur. En ég er samt glaður að þér líði vel. Þú varst svo góður og þú lifir í hjartanu mínu. Ég vona að við hitt- umst aftur, elsku afi minn. Ég mun sakna þín, afi minn. Þinn Erlingur Örn. Í dag er til moldar borinn mágur og svili okkar Halldór M. Ólafsson, aðeins tæpra 50 ára að aldri. Erfiðri en stutti baráttu við hinn illskeytta sjúkdóm krabbann er lokið. Halldóri kynntumst við þegar hann var 16 ára og kom á heimili okkar með sinni tilvonandi, Eygló, og hafa þau verið lífsförunautar síð- an. Okkur geðjaðist strax mjög vel að þessum glaðlega og dugnaðarlega dreng, sem hafði svo þægilegt við- mót, með fullt af framtíðardraumum og atorku. Halldór fór ungur á sjóinn og von bráðar keyptu þau Eygló gamalt hús á Reykjavíkurvegi 27 í Hafnarfirði og gerðu það upp. Við komum oft til þeirra á Reykjavíkurveginn og strax var Halldór ákveðinn í því hvernig hann ætlaði að hafa húsið. Halldór og Eygló byggðu svo hús við Norðurbraut í Hafnarfirði og nú fyrir nokkrum árum keyptu þau gamalt einbýlishús á Brekkugötu 12 í Hafnarfirði, sem þau eru búin að gera upp og hlutu verðlaun fyrir. Þar hefur Halldór, eins og annars staðar, unnið að mestu sjálfur við breyting- ar og lagfæringar á húsum þeirra með aðstoð eiginkonunnar, enda bera verk þeirra, úti sem inni, vott um góðan smekk og snyrtimennsku. Fljótlega fór Halldór í múraranám og varð síðan múrarameistari og vann við þá iðn í nokkur ár sem að- alstarf. Hann vann síðan í Álverinu í Straumsvík, en hefur gripið í múr- verkið jöfnum höndum. Halldór fór ekki varhluta af freist- ingum lífsins, en vann brátt bug á þeim, enda tókst honum jafnan það sem hann ætlaði sér og hefur orðið öðrum til hjálpar að ná réttum átt- um, með fórnfúsu og óeigingjörnu starfi. Halldór var hrókur alls fagnaðar, hvar sem hann kom, hafði góða kímnigáfu og gerði ekki síst grín að sjálfum sér. Hann var skemmtilegur og ræðinn og hafði ætíð gott til mál- anna að leggja. Halldór var mikill fjölskyldumaður og umhyggjusamur við alla sem hann umgekkst. Aðdáunarvert er hvað Halldór hefur verið góður og fylgst vel með tengdamóður sinni, sérstaklega á síðari árum eftir að hún kom á Hrafnistu og eru ófáar ferðir sem þau Eygló hafa farið til að heim- sækja hana. Að endingu viljum við þakka Hall- dóri fyrir allar samverustundir og okkar góðu kynni. Elsku Eygló, við biðjum guð að styrkja þig, börnin, tengdabörnin og barnabörnin í þeirri miklu sorg sem þið hafið orðið fyrir. Minningin um Halldór Ólafsson mun lifa. Ásmundur og Kristín. Frændi. Það er eiginleiki hjá þér sem snertir hjarta mitt, þessi eiginleiki er svo sérstakur að hann aðskilur þig frá öðrum. Þín sérstaka aðferð við að gera hlutina, í öllu sem þú snertir, hlýjuna sem þú hefur handa öðrum þess vegna þykir mér svo mjög vænt um þig. Mér koma þessi orð í hug þegar ég kveð góðan frænda og vin því mér finnst þetta eiga svo vel við hann. Ég kynntist Dóra þegar við gengum í sama bekk í Lækjarskóla í Hafnar- firði og við fylgdumst að í gegnum alla okkar skólagöngu. Það var Dóri sem uppgötvaði að við værum skyld og urðum við bestu vinir eftir það. Margt var brallað og aldrei nein lognmolla í kringum hann, það var bara skemmtilegt að vera í félagsskap hans. Bæði stofnuðum við fjölskyldur og dálítið minnkaði samgangur okkar í bili, en við vissum alltaf hvort af öðru og bjuggum bæði í Hafnarfirði. Það var svo hin meðfædda hjálpsemi og hlýja hans sem varð til þess að sam- gangurinn varð meiri. HALLDÓR MARÍAS ÓLAFSSON Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BALDUR SIGURÐSSON frá Lundarbrekku, Hrafnagilsstræti 24, Akureyri, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánudaginn 7. febrúar, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 14. febrúar klukkan 13:30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Minningarsjóð til styrktar Lundarbrekkukirkju (1110-26-65, kt. 530990-2149) eða líknarfélög. Amalía Jónsdóttir, Sigurður Baldursson, Jón Stefán Baldursson, Anna Marit Níelsdóttir, Jónas Baldursson, Kristín Aðalsteinsdóttir, Jóhanna Marína Baldursdóttir, Sigurpáll Ingibergsson og barnabörn. Móðir okkar, systir, amma og langamma, ANNA ÁSTVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á dvalarheimilinu Lundi, Hellu, laugar- daginn 29. janúar sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda, Jarþrúður Baldursdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.