Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2005 25 DAGLEGT LÍF Glæsileg húsgögn frá Brasilíu Kirkjulundi 17 (v/Vífilsstaðaveg) Garðabæ Sími: 565 3399 FYRIR HEIMILIÐ OG BÚSTAÐINN Starfsmenn Opinna kerfahafa svo sannarlega veriðá iði undanfarna daga þvíalla síðustu viku stóð yfir heilsuvika í fyrirtækinu með af- bragðsgóðum árangri. Stefnt er að því að gera könnun meðal starfs- manna á næstu dögum til að meta og mæla árangur heilsuvikunnar, ánægju eða óánægju svo að fyr- irtækið geti sem best komið til móts við óskir starfsmanna hvað varðar heilsueflinguna. Í kjölfar heilsuúttektar, sem Saga, Heilsa og Spa gerði á starfsfólki Opinna kerfa, um eitt hundrað manns, var ákveðið að gera tilraun með sérstaka heilsu- viku til að efla vitund starfsmanna um gildi hreyfingar og holls mat- aræðis. Skipuð var formlegur heilsueflingarhópur, sem í áttu sæti Agnar Már Jónsson forstjóri, Halldóra Matthíasdóttir markaðs- stjóri og Jón Óskar Þórhallsson skrifstofustjóri. Auk fróðlegra fyrirlestra og fjölbreyttrar hreyfingar, bæði í hádeginu og eftir vinnu, var ákvörðun tekin um að henda öllu súkkulaði, súkkulaðikexi og gosi úr nammiskáp fyrirtækisins sem starfsmenn hafa getað gengið í að vild fram til þessa. Þess í stað var samið við ávaxtabílinn um að koma á hverjum morgni með ferska ávexti og nýtt grænmeti sem deildir fyrirtækisins skiptust á að skera niður í huggulegar körfur, sem dreift var út um allt hús. Heildsalan reið á vaðið þegar kom að niðurskurði ávaxtanna. Þá tóku stoðdeildirnar við á þriðju- deginum. Þjónustudeildin færði samstarfsfólkinu hollustuna á mið- vikudeginum. Á fimmtudeginum var komið að lagernum og að sölu- sviðinu á föstudeginum. Í mötu- neytinu kappkostuðu matseljurnar þær Þórunn og Elín að bjóða ein- göngu upp á hollustufæði í heilsu- vikunni. Lýsi hf. bauð upp á lýsi og vítamín. Mjólkursamsalan út- vegaði skyr- og mjólkurvörur og frá Sól barst appelsínusafni fullur af vítamínum. Féll í frjóan jarðveg Reynt var að hafa heilsuefl- inguna sem fjölbreyttasta og voru nýjar greinar kynntar á degi hverjum. „Þórhalla Andrésdóttir sjúkraþjálfari fræddi okkur um mikilvægi léttra æfinga í hita og þunga dagsins sem eru sér- staklega mikilvægar fyrir þá sem stunda skjávinnu alla daga. Við hlustuðum líka á fyrirlestur frá nágrönnum okkar í Hreyfigrein- ingu undir yfirskriftinni „Hver ber ábyrgð á eigin heilsu.“ Við fórum í kraftfimi, liðfimi, stöðvapúl, stafa- göngu og síðast en ekki síst í Qi gong, sem er aldagömul kínversk orkuleikfimi fyrir líkamann, hug- ann og andann. Eftir vinnu á fimmtudeginum mættu starfsmenn svo með maka og börn í Egilshöll þar sem skautað var í tvo tíma, sagði Halldóra Matthíasdóttir í samtali við Daglegt líf eftir allt púlið. Að sögn Halldóru reyndust und- irtektir starfsmanna frábærar í einu og öllu og því má segja að uppátækið hafi fallið í afar frjóan jarðveg þó að einstaka starfsmenn hafi kallað á ný eftir súkkulaðinu, en þó meira í gamni en alvöru.  HEILSA | Starfsmenn Opinna kerfa hæstánægðir með heilsuviku Ávaxtakörfur í stað nammi- skápsins Nammiskápum var skipt út fyrir ávaxta- körfur og gosdrykkja- kælar fylltir hollustu. Frítt var í líkamsrækt og heilsutengdir fyr- irlestrar haldnir reglulega. Þetta var meðal þess sem starfsmenn Opinna kerfa ehf. nutu í heilsuvikunni, sem haldin var nýlega með pomp og prakt. join@mbl.is Morgunblaðið/ÞÖK Halldóra Matthíasdóttir, markaðsstjóri Opinna kerfa, með ávaxtakörfuna sem hefur notið mikilla vinsælda í heilsuvikunni. Ekki er lengur hægt að seilast eftir gosi í kæli því þar er bara skyr. Hrökkbrauð kom í stað súkku- laðikexins og sætindanna. ER NEFIÐ STÍFLAÐ? Fæst í apótekum og lyfjaverslunum STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára. Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.