Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 59
Nýr og betri www.regnboginn.is Hverfisgötu ☎ 551 9000 kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14. SIDEWAYS  „Fullkomlega ómissandi mynd“ S.V. MBL. Tilnefningar til Óskarsverðlauna þ.á.m. besta mynd, leikstjóri og handrit 5 Sýnd kl. 5.40 og 10.30.  MMJ kvikmyndir.com  Ó.H.T. Rás 2  Ó.Ö.H. DV SV Mbl.  Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. Stórskemmtileg mynd þar sem Annette Bening fer á kostum GOLDEN GLOBE VERÐLAUN - Annette Bening sem besta leikkona 1 TILNEFNING TIL ÓSKARSVERÐLAUNA, Annette Bening sem besta leikkona Stórkostleg sannsöguleg mynd um baráttu upp á líf og dauða.  M.M.J. Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.30 og 8. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. LEONARDO DiCAPRIO Tilnefningar til Óskarsverðlauna þ.á.m. Besta mynd, besti leikstjóri, besti leikari-Leonardo Dicaprio, bestu aukaleikarar-Cate Blanchett og Alan Alda. 11 Sýnd kl. 3.50, 5.55, 8 og 10.15. H.L. Mbl. Ein vinsælasta grínmynd allra tíma þrjár vikur á toppnum í USA! Kvikmyndir.is Ókeypis krakkaklúbbur www.myndform.is, krakkaklubbur@myndform.is Sýnd kl. 4 Ísl tal ATH! VERÐ KR. 500 Sýnd kl. 8 og 10.30. Baldur Popptíví  Ó.H.T Rás 2   Ó.S.V. Mbl. 3000km. að heiman. 10 eftirlifendur. Aðeins eitt tækifæri! Æðisleg ævintýramynd!  Vinsælasta myndin á Íslandi MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2005 59 BJÓLFUR og Grendill birtust nokkrum áhorfendum í tíu mín- útur á laugardag í tengslum við Kvikmyndahátíðina í Gautaborg. Með þessum bút kynntu Sturla Gunnarsson leikstjóri og Anna María Karlsdóttir framleiðandi myndina Bjólfskviðu eða Beowolf and Grendel sem verður tilbúin síðar á þessu ári, fyrir fólki í kvik- myndabransanum á hátíðinni inn- an hátíðarinnar, Nordic Event. Fyrsta Bjólfsmyndin af þremur Sturla fræddi atvinnumennina um bakgrunninn; þúsund ára gamalt kvæði um hetjuna Bjólf sem sigrast á jötninum Grendli sem hrellti Dani á 6. öld. Við- fangsefnið er vinsælt um þessar mundir og Sturla segir það ekk- ert nema jákvætt að Robert Zem- eckis ætli að gera tölvuteikni- mynd um sama efni og að ópera um Grendil sé í smíðum. „Það er fínt fyrir okkur að Bjólfur sé í umræðunni,“ sagði hann brosandi. Reyndar er mynd Sturlu aðeins sú fyrsta af þremur sem hann áformar en verið er að vinna í handriti að annarri og þriðju myndinni um Bjólf. Íslenskt landslag vakti athygli áhorfendanna og veðrið við tökur varð að umtalsefni. Sturla sagði að veðrið hefði dregið fram það besta hjá leikurunum og stormur og slagveður hefði jafnvel gert að verkum að leikurinn varð eðli- legri en ella, en ofsaveður gerði á tökutímanum og þurfti m.a.s. að hætta tökum í nokkra daga. Ekkert stafrænt Bjólfskviða er kanadískt, ís- lenskt og breskt samstarfsverk- efni og hljóðar fjárhagsáætlun upp á um tólf milljónir Banda- ríkjadala. Sturla segir það lítið á bandarískan mælikvarða en vissulega stórt á íslenskan sem og kanadískan. Hann segist lengi hafa langað að gera mynd um hetjuna og leggur áherslu á að í myndinni sé sett spurning- armerki við hetjumyndina. Engum stafrænum brellum er beitt í myndinni, þrátt fyrir skrímslið Grendil, og segir Sturla að metnaður hafi staðið til þess. Hins vegar leggur Nick Dudman til gervi en hann hefur m.a. unnið við Harry Potter-myndirnar, að sögn Sturlu. Hann segir ekki ákveðið hvenær myndin verður frumsýnd en það verði líklega á einhverri kvikmyndahátíð í haust, jafnvel í Toronto. Bjólfur er leikinn af skoska leikaranum Gerard Butler, ófreskjuna Grendil leikur Ingvar E. Sigurðsson og sænski leik- arinn Stellan Skarsgård leikur hinn danska Hróðgeir konung. Ekki varð af því að Skarsgård kæmi til Gautaborgar á kvik- myndahátíðina að þessu sinni eins og jafnvel stóð til, hann þurfti að sögn að máta sjóræn- ingjabúning í Los Angeles þar sem hann fékk hlutverk í fram- haldsmynd um sjóræningjana í Karíbahafi. Bútur úr Bjólfi Morgunblaðið/Steingerður Anna María Karlsdóttir, framleiðandi Bjólfskviðu, Sturla Gunnarsson leikstjóri og Laufey Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Kvikmyndahá- tíðarinnar, voru ánægð með viðtökurnar í Gautaborg. Kvikmyndir | Bjólfskviða Sturlu kynnt í Gautaborg Gautaborg. Morgunblaðið. steingerdur@mbl.is NÆRRI sex ár eru síðan Skítamórall sendi frá sér síðustu hljóðversplötu, samnefnda hljómsveit- inni. Nú snýr hún loksins aftur, tvíefld, en tökur á nýrri plötu standa nú yfir og að auki hyggur sveitin á mikla spilamennsku á næstu vikum og mán- uðum. Meðal annars spila Skítamóralsmenn á heimaslóðum á morgun, í Hvíta húsinu á Selfossi. Arngrímur Fannar Haraldsson, gítarleikari sveitarinnar, betur þekktur sem Addi Fann- ar, segir að mikill hugur sé í mönn- um. Aðspurður hvort tónlistin sé af svipuðu tagi og „í gamla daga“ segir hann að svo sé að mestu leyti, þótt menn hafi kynnt sér ýmsa strauma og stefnur síðustu árin. Íslensk poppplata „Það stendur ekki til að finna upp hjólið. Þetta verður bara íslensk poppplata eins og íslenskar popp- plötur eiga að vera. Reyndar erum við að vinna með nýjum upptöku- manni, Adda 800, sem hefur unnið með mörgum popp- og rokksveitum. Með nýjum upptökumanni kemur auðvitað alltaf nýr blær og hann fer svolítið nýjar leiðir með okkur, án þess að við förum útaf sporinu“ segir hann. Addi Fannar segir að samstarfið gangi mjög vel. „Við erum mjög spenntir fyrir þessu ári. Ætlunin er að spila mikið á næstu dögum, í mars og kringum páskana. Svo ætlum við að leggja lokahönd á plötuna í apríl og útgáfudagur verður líklegast öðru hvorum megin við mánaðamótin maí- júní,“ segir hann. Skítamórall gerir svo víðreist um landið í sumar. „Við spilum meira á landsbyggðinni á sumrin en veturna, af skiljanlegum ástæðum. Vænt- anlega spilum við á þessum helstu stöðum,“ segir hann. „Þessi hefð- bundni sveitaballarúntur heyrir því miður sögunni til, en auðvitað leikum við víðs vegar um landið engu að síð- ur.“ Allt undir einum hatti Væntanleg plata kemur út hjá hljómplötufyrirtæki Einars Bárð- arsonar, Plan B. „Við ákváðum að leyfa honum að halda utan um pakk- ann algjörlega frá a til ö. Það er mjög þægilegt að vinna með Einari og gott að geta haft hvort tveggja undir ein- um hatti, kynningarmál og útgáfu- mál,“ segir hann. Ekki er komið nafn á endurkomuplötuna, en Addi Fann- ar bendir fólki á að heimsækja skita- morall.is og senda tillögur í gegnum tölvupóst. Tónlist | Mikill hugur í mönnum Skítamórall 2005: Addi Fannar gítarleikari og Gunnar Ólason, söngvari og gítarleikari, í for- grunni, Herbert Viðarsson bassaleikari og Jó- hann Bachmann yfirtrommari í bakgrunni. Spilamennska og plata í bígerð Skítamórall spilar á Hvíta húsinu á Selfossi annað kvöld, laugardags- kvöld. ivarpall@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.