Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Fræ í frosti sefur, fönnin ei grandar því. Drottins vald á vori vekur það upp á ný. Elska hans gefur öllu líf og skjól. Guðs míns kærleiks kraftur, kom þú og ver mín sól. (Sigurbjörn Einarsson.) Horfin er á braut tengdamóðir mín Júlía Valsteinsdóttir og komið að hinni erfiðu kveðjustund. Er hún alltaf erfið hvernig sem hana ber að. Ég kynntist Júlíu fyrir rúmum 25 árum er ég og sonur hennar Bjartur rugluðum saman reitum. Ég var ung með tvö börn þriggja og sex ára og gekk sonur hennar þeim í föður stað. Ég fór að vinna á sama vinnustað og hún og man ég sérstaklega að hún var alltaf að vinna hvort sem það var heima eða að heiman, við saumaskap eða að prjóna dúka og fleira. Henni var margt til lista lagt svo sem vöfflu- og formkökubakstur. Fyrir ein jólin fór ég að sauma jólakjóla á Telmu og Júlíu. Réðst ég ekki á garðinn þar sem hann var lægstur. Kjólarnir voru með þremur krögum, rykktu pilsi og pífum. Ég var að falla á tíma, jólin voru að bresta á og kjólarnir ekki tilbúnir. Þá var gott að eiga þig að, þú kláraðir fyrir mig annan kjól- inn sem ég var búin að hálfsauma og jólakjólarnir voru tilbúnir á réttum tíma. Þið Valdi voruð samheldin hjón. Hans var sárt saknað er hann féll frá á besta aldri. Það fór ekki framhjá manni söknuður þinn við fráfall hans. Mér fannst þið innilega samheldin hjón og tókst ykkur vel, að halda ut- anum börn ykkar og fjölskyldur. Einstaka stundir gættuð þið barna okkar og mátt þú eiga þökk fyrir það. Elsku Júlía. Við vorum ekki alltaf sammála en samt held ég að okkur hafi samið ágætlega og fannst mér erfitt að sjá heilsu þinni hraka. En þó þú værir orðin heilsulaus tókst þú vel eftir að ég var veik á tímabili og þú spurðir mig einn daginn, af hverju ég væri alltaf með húfu. Ég sagði þér það og það leyndi sér ekki að þú fylgdist vel með mér. Það leyndi sér ekki hvað þú varst söngelsk. Þegar þú varst komin á Sólvang söngst þú mikið. Gaman var að sjá hvað geisl- aði af þér og starfsfólkið talaði um hvað þú værir geðgóð. Líf þitt var ekki alltaf dans á rósum. Þú varst dugnaðarforkur og þegar heilsan bil- aði hjá Valda vannst þú bara meira. Þar sýndir þú þitt stolt ef eitthvað bjátaði á, var bara bætt við snúning. Þannig varst þú. Þegar við Bjartur áttum fyrsta barnið saman 28. júlí 1981, varst þú snögg að láta okkur vita að við þyrftum ekki að skíra í höfuðið á þér, en okkur fannst ekki annað koma til greina og vorum við ánægð með það. Ýmsar minningar á ég um þig og Valda og þar má telja ferðalag um Vestfirði þegar þið heimsóttuð okkur á Ísafjörð og enn aðra geymi ég í hjarta mér en set ekki á blað. Mér fannst ekki auðvelt að fara með þig á Sólvang, en það tókum við Helga að okkur 31. desember 2000. Ég þakka starfsfólki Sólvangs innilega fyrir góða ummönnun sem þau veittu þér til síðasta dags. Megi þau eiga þökk fyrir allt og allt. Ég votta börnum þínum barna- börnum og barnabarnabörnum, systkinum og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. „Eftir dimma nótt kemur bjartur dagur.“ Sveinsína Björg Jónsdóttir. JÓNA JÚLÍA VALSTEINSDÓTTIR ✝ Jóna Júlía Val-steinsdóttir fæddist á Ytra- Krossanesi í Glæsi- bæjarhreppi við Ak- ureyri 28. júlí 1920. Hún lést á Hjúkrun- arheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði 29. jan- úar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hafnarfjarð- arkirkju 8. febrúar. Elsku amma. Mig langar að þakka þér fyrir allar þær stundir sem ég hef átt með þér og voru þær margar. Þegar ég hugsa aftur til þess þegar ég var krakki þá fannst mér ekkert jafn spennandi og að koma í heimsókn til þín og það gerði ég oft. Ég sat í eldhúsinu og lagði kap- al á spilin þín á meðan þú bakaðir þínar frægu vöfflur. Þú varst alltaf jafn hissa þegar við spurðum hvort við mættum fá ís á vöfflurnar en alltaf fengum við það. Ég mun alltaf hugsa til þín þegar ég fæ mér vöfflur. Það er ótrúlegt hversu mikið maður getur saknað litlu atriðanna í lífi sínu. Einu mun ég aldrei gleyma og það er brosið þitt, elsku amma. Ég man ekki eftir þér án þess að þú værir brosandi og það get ég sagt þér að brosið þitt var mjög smitandi. Þú varst alltaf svo blíð og góð við mig. Það var ekki hægt annað en að elska þig. Ég á eftir að sakna þín svo mikið, elsku amma mín. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fæðst á afmælisdegi þínum og fyrir að foreldrar mínir skuli hafa skírt mig í höfuðið á þér. Ég vonast til að þegar þar að kemur verði ég eins frá- bær amma og þú varst. Þó svo heilsu þinni hafi verið farið að hraka bjóst maður við að hafa þig lengur hjá okk- ur. Það er alltaf jafn erfitt þegar það kemur að þessari stund að kveðja ástvin. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgrímur Pétursson.) Ég votta börnum ömmu, systkin- um hennar og fjölskyldum innilega samúð. Hvíldu í friði elsku amma. Ég mun sakna þín. Jóna Júlía Sigurbjartsdóttir. Elsku Júlla amma. Ég kveð þið með söknuði og þökk í hjarta. Það var alltaf svo gott að koma við hjá þér á Hverfisgötunni, það var yf- irleitt fjölmennt í litla eldhúsinu þínu og ósjaldan bauðstu upp á vöfflur með kaffinu. Svo þegar krakkarnir mínir tóku það upp hjá sér að heim- sækja þig og höfðu vini sína með þá sögðu þau stolt að hér ætti vöfflu- amma heima. Ég man líka þegar ég var lítil og átti margar góðar stundir þar sem þú sast og kenndir mér fullt af spilaköplum. Elsku amma, takk fyrir allt og hvíldu í friði. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Kveðja, Júlía Henningsdóttir. Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð og trúið á mig. Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. (Jóhannes 14:1 og 27.) Elsku amma mín, núna ertu farin á annan stað þar sem þér líður örugg- lega miklu betur. Ég kom oft til þín á Hverfisgötuna þegar ég var lítil þar sem þú bjóst í mörg, mörg ár. Þú bauðst okkur alltaf upp á einhverjar kræsingar, það var oft margt um manninn hjá þér. Á meðan þið full- orðna fólkið sátuð inni að tala saman lékum við krakkarnir okkur oft út í garði. Svo fluttir þú á Álfaskeiðið þegar þú varst eldri og öll börnin flutt út. Ég man vel eftir því þegar ég var lítil að ég kom oft í heimsókn til þín á Álfaskeiðið og Hverfisgötuna og við settumst við eldhúsborðið og byrjuðum að spila, það var oftast ol- sen olsen og veiðimaður. Þú varst mikið fyrir að leggja kapal og spila og gerðir það oft á meðan þú gast. Þegar ég var í Hvaleyrarskóla mætt- um við í íþróttir upp í Kaplakrika. Þegar við þurftum að fara í útihlaup og hlaupa stóran hring um hverfið kom ég oft við hjá þér í leiðinni, þú bauðst okkur stelpunum inn og gafst okkur kók og meðlæti, það var alltaf voða gott. Áður en þú fluttir upp á Sólvang bjóstu hjá okkur fjölskyld- unni á Tjarnarbrautinni í nokkrar vikur, við hugsuðum vel um þig og þér líkaði það bara ágætlega, held ég. Á þessum tíma varstu byrjuð að missa heilsu og sagðir oft eitthvað vitlaust. Þá byrjaðir þú að hlæja og allir með. Á gamlársdag fórst þú til Guðmundar og fjölskyldu í mat áður en þú fluttir á Sólvang, það var erfitt fyrir alla en þar bjóstu síðustu fjögur árin. Starfsfólk á 4. hæð á Sólvangi hugsaði ávallt vel um þig eins og alla þar. Núna um jólin varstu heima hjá okkur fjölskyldunni á aðfangadag, það var frábært og ég er ekkert smá þakklát fyrir það. Ég held að þú hafir notið þess vel. Mér fannst æðislegt þegar þú byrjaðir að syngja með jólalögunum við matarborðið, þú fékkst konfekt og kaffi eftir matinn og borðaðir það með góðri lyst. Seinna um kvöldið kom Guðmundur og fjölskyldan í heimsókn og ég tók myndir af barnabörnunum og þér og svo strákunum þínum og tengda- dætrum. Þegar ég kíkti til þín núna um daginn sagði kona sem vinnur á Sólvangi okkur að Karlakórinn Þrestir hefði komið deginum áður að syngja fyrir ykkur frammi á gangi, hún sagði að þú hefðir reist þig og byrjað að syngja með. Þú gast nán- ast alltaf sungið, sama hvernig ástandi þú varst í. Rúmri viku áður en þú fórst varstu mikið veik, eins og margt af fólkinu á Sólvangi, en eftir erfið veikindi fékkstu að kveðja okk- ur á laugardaginn 29. janúar. Ég ætla að vona að þú, elsku amma mín, hafir það gott hjá afa og þið sitjið núna með kaffibolla að ræða gömlu tímana. Við biðjum þess í dag og á kom- andi dögum að þú megir finna líkn og huggun hjá kærleiksríkum Guði. Ég vil votta Henning, Birnu, Val- dísi, pabba, Guðmundi og fjölskyld- um og öllum vinum og ættingjum mína dýpstu samúð. Ég elska þig, amma mín. Þitt barnabarn Telma Dögg Sigurbjartsdóttir. Elsku amma. Nú er komið að kveðjustund við þig amma mín. Tíminn líður víst frekar hratt, það eru núna liðin 20 ár síðan við kvödd- um afa saman. Hann afi er örugglega búinn að bíða eftir þér og hefur eytt mörgum stundum í nærveru þinni. En nú eruð þið saman á ný. Mér finnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga, því er verr. Ef værir þú hjá mér vildi ég glaður verða betri en ég er. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. (Vilhjálmur Vilhjálmsson.) Ég þakka innilega fyrir þau 30 ár með þér og 10 ár með afa. Ástarkveðja til þín og afa, Þorvaldur. Ástkæra amma. Við viljum tileinka þér þetta ljóð, og vonum að þú hvílir í friði og ró. Þú hafðir fagnað með gróandi grösum og grátið hvert blóm, sem dó. Og þér hafði lærzt að hlusta unz hjarta í hverjum steini sló. Og hvernig sem syrti, í sálu þinni lék sumarið öll sín ljóð, og þér fannst vorið þitt vera svo fagurt og veröldin ljúf og góð. Og dagurinn leið í djúpið vestur, og Dauðinn kom inn til þín. Þú lokaðir augunum – andartak sem ofbirta glepti þér sýn. Og um varir þér brá fyrir brosi þeirra, sem bíða í myrkrinu og þrá daginn, – og sólina allt í einu í austrinu rísa sjá. Hann tók þig í fang sér og himnarnir hófu í hjarta þér fagnandi söng. Og sólkerfi daganna svifu þar um sál þína í tónanna þröng. En þú varst sem barnið, er beygir kné til bænar í fyrsta sinn. Það á engin orð nógu auðmjúkt til, en andvarpar: Faðir minn ! (Tómas Guðmundsson.) Kær kveðja, Þóra Dröfn og Jakob Darri. Elsku amma. Með söknuði og trega í hjarta kveðjum við þig Júlla amma hinsta sinni á þessari lífsleið. Frá barns- aldri voru tengsl okkar bræðranna við ykkur afa mjög sterk og á upp- vaxtarárunum dvöldumst við saman löngum stundum. Umhyggja ykkar, ástúð og atferli var einstakt. Börn ykkar og fjölskyldur þeirra voru ykkar auður og nýir fjölskyldumeð- limir komu sem sólargeislar inn í líf ykkar. Við söknum þín sárt amma en vitum að Þorvaldur afi og aðrir ætt- ingjar taka höfðinglega á móti þér eftir áratuga langan aðskilnað. Margt er það og margt er það sem minningarnar vekur, og þær eru það eina sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stefánsson.) Megi Guð blessa minningu ykkar. Ásmundur Þór og Steinar Valur. Elsku amma Júlla. Nú hefur þú kvatt okkur um sinn. Þú snertir hjörtu margra á lífsleið þinni og minning þín verður ávallt í hugum okkar. Hjá þér leið okkur öll- um vel og viljum við þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem.) Nú ertu loksins komin til afa og það hafa eflaust orðið með ykkur fagnaðarfundir. Með söknuði í hjarta kveð ég þig og bið að heilsa afa. Hörður Páll. Elsku vöffluamma. Það var alltaf svo gaman að fá að heimsækja þig á Hverfisgötuna. Til „ömmáhverfó“. Þar var garðurinn eins og risastórt ævintýraland með verkfæraskúr í einu horninu sem gegndi ávallt hlutverki kastala eða hafnar í ýmsum leikjum. Svo var allt- af kallað á okkur inn í vöfflur. Maður fékk alltaf vöfflur hjá vöffluömmu. Við systkinin héldum nú fyrir okkur þeim kenningum um að þú hlytir að vera göldrótt af því að þú gast bara hent einhverju í skál og út úr því komu heimsins bestu vöfflur. Mig langar svo að tala um allar góðu minningarnar sem ég á af heimsókn- unum á Hverfisgötuna en ég held að þær séu best geymdar hjá mér og þér óhreyfðar. Ég vil, elsku amma, að því vitir hvað mér þótti óendalega vænt um þig og mér þykir mjög leið- inlegt að hafa aldrei sagt það við þig. En vonadi fannst þú það og finnur það þar sem þú ert núna. Faðmaðu Þorvald afa frá mér og skilaðu kærri kveðju. Takk fyrir allt, elsku Júlla amma, og ég vona að nú fáir þú þá hvíld og ró sem þú átt skilið. Kveðja Henný. Nú er komið að leiðarlokum hjá þér, amma mín. Eftir að þú ert farin sitjum við eftir með allar góðu minn- ingarnar. Það var alltaf svo gott að koma til þín á Hverfisgötuna. Þú varst oft nýbúin að baka vöfflur eða formkökur eða þá að við börnin vor- um send í Snorrabakarí að kaupa eitthvað gott brauð með kaffinu. Ég minnist þín þar sem þú sast í eldhús- inu og lagðir kapal. Á aðfangadagskvöld fórum við alltaf til þín um níuleytið í heitt súkkulaði og kökur. Þá söfnuðust all- ir saman heima hjá þér og nutu þess að vera saman. Á 17. júní var alltaf eitthvað gott á boðstólum hjá þér. Við börnin gátum farið á skemmtidagskrána niður í bæ en vissum alltaf af ömmu heima þar sem var alltaf opið hús og við velkom- in. Alltaf varst þú jafn róleg. Aldrei nein læti. Börnin mín minnast þín sem lang- ömmu sem gott var að koma til. Allt- af átti hún gos í ísskápnum og gott kex með því. Eftir að þú fórst á Sólvang var gaman að koma til þín þótt heim- sóknirnar hafi verið alltof fáar. Þú varst alltaf svo glöð þegar við kom- um í heimsókn til þín. Eftir að þú veiktist svona mikið fór ég nokkur skipti til þín og sat smá stund hjá þér. Það var einhver friður og ró yfir þér þó þú værir svona mikið veik. Ég þakka þér fyrir allan kærleika þinn og hlýju og minnist þín sem duglegr- ar og rólegrar konu sem hugsaðir meira um alla aðra en þig sjálfa. Takk fyrir allt og hvíldu í friði. Guð blessi minningu þína. Júlía þú varst alltaf svo hlý og góð kona. Ég kynntist þér fyrst fyrir 17 árum þegar ég og Dísa komum í heimsókn til þín. Þú tókst mér strax vel og við urðum góðir vinir. Það var stutt í brosið. Þegar ég hugsa til þín fyllist ég söknuði en jafnframt þakk- læti fyrir þær stundir sem við áttum saman. Guð blessi þig. Hvíl þú í friði Guðs. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Valdís, Sveinn, Sigurður Jón, Ólöf Birna og Sara Lind. Elsku amma, með þessum fátæk- legu orðum vil ég þakka þér margt, en fyrst og fremst vil ég þakka þér alla ástina og umhyggjuna sem þú alltaf sýndir mér. Í mínum huga átt þú þér tryggan sess, og á þessari stundu er ekki hægt annað en að láta hugann reika til þess tímar er ég, sem unglingur, fékk að búa hjá ykkur afa á Hverf- isgötunni heilan vetur áður en ég flutti til Svíþjóðar með mömmu og pabba. Það var yndislegur tími og eingöngu góðar minningar sem koma upp í hugann þegar ég hugsa til þess tíma. Þegar maður hugsar til þín gerir maður sér grein fyrir því hvað ver- aldleg gæði skipta litlu máli í lífinu, og að hafa átt þig að og fengið að kynnast góðmennsku þinni og um- hyggju er eitthvað sem ég mun búa að alla mína tíð. Elsku amma, þú ert núna komin á góðan og fallegan stað og ég veit það fyrir víst að hann afi fagnar komu þinni til himna. Söknuður er svo sannarlega rétta orðið yfir það hvernig mér líður í dag. Elsku amma, takk fyrir allt. Henning Freyr Henningsson. Sárt verður þín saknað, elsku amma góð, þú á betri stað hefur vaknað sæl glöð og rjóð. Ég hef alltaf góða minningu af þér, þú verður alltaf hjá mér, hvort sem er í anda eða myndaramma, elsku vöffluamma. Kveðja Vigfús. HINSTA KVEÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.