Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2005 37 MINNINGAR Alltaf var ég velkomin inn á heimili Dóra og Eyglóar á Brekkugötunni, í húsi sem þau köfðu endurnýjað og gert að fallegu heimili. Þau voru mik- ið útivistarfólk og við fórum stundum saman í gönguferðir. Þá var glatt á hjalla og mikið hlegið en um leið tek- ist á um alvöru lífsins. Dóri hafði sér- stakt lag á að leysa vandamálin með sjálfsskoðun og sjálfsuppbyggingu, en samt alltaf á léttu nótunum. Nú heyri ég ekki lengur smitandi hlátur hans eða finn fyrir stríðni hans, en það er eitthvað sem aldrei hverfur úr minningunni. Ef eitthvað bjátar á, á ég örugglega eftir að spyrja sjálfa mig: „Hvernig hefði Dóri leyst þetta?“ Elsku Eygló mín, þú sýndir styrk þinn og æðruleysi í veikindum Dóra. Ég bið góðan Guð að líta eftir þér, börnunum, systkinum og fjölskyld- unni allri og blessa minninguna um góðan mann. Dóri minn, takk fyrir allt. Fjóla frænka. Í dag kveðjum við kæran vinnu- félaga okkar og vin. Okkur langar að minnast hans með nokkrum orðum. Dóri var góður drengur sem ávallt var gaman og gott að spjalla við. Hann var ákveðinn, staðfastur og lá sjaldan á skoðunum sínum. Þetta og margt fleira gerði það að verkum að gaman var að eiga samleið með Dóra. Léttleiki og gamansemi voru kostir sem prýddu drenginn og oft var hlegið dátt þar sem Dóri var með í hóp. Við samstarfsmenn þökkum samfylgd- ina, það var gott að þekkja þig. Eiginkonu, börnum og ættingjum sendum við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Vinnufélagar í Kerfóðrun. Góður vinur og félagi er horfinn svo snöggt frá okkur. Stundum skilj- um við ekki þann sem öllu ræður. Halldór Marías Ólafsson var glað- legur drengur, skemmtilegur og úr- ræðagóður, finnst okkur sem þekkt- um hann. Ferðalög, útilegur og gönguferðir voru Halldóri og Eygló mikils virði. Urðum við hjónin þeirr- ar gleði aðnjótandi að ferðast með þeim innalands sem utan. Var oft mikið hlegið og gert að gamni sínu. Elsku Halldór okkar, við munum varðveita miningarnar frá þessum ferðum og öðrum samverustundum okkar saman. Elsku ljúfurinn, von- andi hefur verið tekið vel á móti þér á nýjum stað. Sennilega hafa verið endurfundir þar og því viljum við trúa. Við sendum Eygló, börnum og öðr- um aðstandendum Halldórs samúð- arkveðju okkar. Dag í senn, eitt andartak í einu, eilíf náð þín, faðir, gefur mér. Mun ég þurfa þá að kvíða neinu, þegar Guð minn fyrir öllu sér? Hann sem miðlar mér af gæsku sinni minna daga skammt af sæld og þraut, sér til þess, að færa leið ég finni fyrir skrefið hvert á lífs míns braut. Hann, sem er mér allar stundir nærri, á við hverjum vanda svar og ráð, máttur hans er allri hugsun hærri, heilög elska, viska föðurnáð. Morgun dagsins þörf þekki ég eigi, það er nóg að Drottinn segir mér: Náðin mín skal nægja hverjum degi, nú í dag ég styð og hjálpa þér. Guð, ég fæ af fyrirheitum þinum frið og styrk sem ekkert buga má. Auk mér trú og halt mér huga mínum helgum lífsins vegi þínum á, svo að ég af hjartans þeli hreinu, hvað sem mætir, geti átt með þér daginn hvern, eitt andatak í einu, uns til þín í ljósins veg ég fer. (Sigurbjörn Einarss.) Takk fyrir allt og allt. Þínir vinir Jóhannes og Linda. Leiðir okkar Halldórs lágu saman snemma árs 1998 í AA samtökunum, ég að hefja mína göngu en Dóri eins og við kölluðum hann búinn að vera mjög virkur innan samtakanna árum saman. Eftir nokkurra mánaða veru mína í deildinni sem Dóri stofnaði ásamt fleirum gerðist hann trúnaðar- maður minn og upp frá því þróaðist okkar nána samband sem varð að mikilli vináttu. Dóri hafði gífurleg áhrif á mitt líf, hann hafði eiginleika til að draga það besta fram í fólki, var alltaf hreinn og beinn og óþreytandi að leita lausna á mínum vandamálum eins og svo margra annarra sem til hans leituðu. Dóri minn, það eru einstök forrétt- indi að hafa fengið að kynnast þér, átt þig að sem vin og félaga og minn- ingarnar margar á þessum alltof stutta tíma sem við áttum saman. Ég er þér þakklátur fyrir að hafa vakið áhuga minn á gönguferðum og fjöl- margar gönguferðir höfum við farið saman og gott að geta yljað sér á minningunum um þær þar sem við áttum margar góðar stundir í ein- staklega góðum vinahópi sem við sóttum báðir mikið í. Maður verður að hafa gaman af því sem maður er að gera sagðir þú svo oft og fram að síðustu stundu var góðlátleg stríðnin, grínið og gleðin til staðar þó að þú værir að glíma við grafalvarleg veik- indi og var æðruleysi þitt með ólík- indum þar til yfir lauk. Það var ein- staklega gefandi að fá að starfa með þér innan AA samtakanna og margar bestu stundirnar okkar áttum við saman þegar við vorum að ferðast saman með fundi á Suðvesturlandi og ræddum af einlægni og gagnkvæmri virðingu um lífið, tilveruna og okkar innstu einkamál. Virðing þín fyrir okkar „minnstu“ meðbræðrum og systrum var takmarkalaus og þú mér mikil fyrirmynd í flestu sem þú varst að fást við. Áhugi þinn fyrir fólki var afskaplega skemmtilegur og spurn- ingar eins og: „Ert þú úr Hafnar- firði?“ var eitthvað sem ég heyrði svo oft þegar þú varst að glöggva þig á samferðafólki þínu og oft bráð- skemmtileg tengsl sem komu þá í ljós. Margar notalegar stundir erum við Kolla búin að eiga á heimili ykkar Eyglóar, margt spjallað löngum stundum og umræðuefnin endalaus. Dóri minn, ég trúi því að algóður Guð ætli þér hlutverk annars staðar og bið hann um að hugga og styrkja fjölskyldu þína í hennar miklu sorg. Sigurjón. Góður vinur okkar er látinn, langt fyrir aldur fram. Úrræðagóður vinur sem gott var að leita til, ef vantaði góð ráð eða aðstoð, alltaf boðinn og tilbúinn að rétta hjálparhönd. Dóri var gönguhrólfur mikill og hafði gaman af að ferðast, og áttum við góðar stundir saman á ferðalög- um, þó ekki yrðu þær margar. Dóri lét verkin tala og var alltaf að, og var af miklum dugnaði búinn að gera upp húsið þeirra hjóna á Brekkugötunni. Dóri vinur, þín verður sárt saknað og leitt að þú gast ekki notið verka þinna og ástvina lengur. Elsku Eygló, Rebekka, Lilja Ýr, Óli Garðar, Sturla, Magnús, Emma, afastrákarnir Alexander, Erlingur og Arnar Ingi, systurnar Björg og Guðbjörg, aðrir aðstandendur og vin- ir, góður Guð verndi og styrki ykkur á erfiðri stund. Þínir vinir Guðmundur og Lilja. Í grenndinni veit ég um vin sem ég á í víðáttu stórborgarinnar. En dagarnir æða mér óðfluga frá og árin án vitundar minnar. Og yfir til vinarins aldrei ég fer enda í kappi við tímann. Sjálfsagt þó veit hann ég vinur hans er því viðtöl við áttum í símann. Ég hringi á morgun ég hugsaði þá svo hug minn fái hann skilið en morgundagurinn endaði á að ennþá jókst á mill’ okkar bilið. Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk að dáinn sé vinurinn kæri ég óskaði þess er að gröf hans ég gekk að í grenndinni ennþá hann væri. (Höf. ókunnur.) Ég votta systrum og fjölskyldum, eiginkonu og afkomendum þeirra hjóna mína dýpstu samúð. Jóhanna Gunnarsdóttir. ✝ Ólafur J. Ólafs-son fæddist á Geirseyri við Pat- reksfjörð 9. nóvem- ber 1913. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ 3. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Anna Erlendsdóttir húsfreyja, f. 1886, d. 1947, og Jón Ágúst Ólafsson verslunar- stjóri og konsúll á Patreksfirði, f. 1877, d. 1962. Systk- ini Ólafs voru: Hösk- uldur skrifstofustjóri Lands- banka Íslands, f. 1908, d. 1971; Valgarð framkvæmdastjóri SÍF, f. 1919, d. 2004; og Lára Kristín húsfreyja í Hafnarfirði, f. 1921, d. 1995. hönnuður, f. 19. október 1961. Hún á tvö börn. Sonur Jóns er Jón Ágúst, f. 31. janúar 1968. Hann á tvö börn. Ólafur brautskráðist frá Versl- unarskóla Íslands 1934 og lauk prófi í endurskoðun 1956. Hann stundaði verslunar- og skrifstofu- störf á Siglufirði 1934–1941, rak þar umboðs- og heildverslun 1941–1942, var aðalbókari við heildverslun í Reykjavík 1942– 1947, starfaði á endurskoðunar- skrifstofu N. Manscher & Co. 1947–1955 en starfrækti síðan eigin endurskoðunarskrifstofu í Reykjavík í áratugi. Ólafur var einn stofnenda og í fyrstu stjórn Leikfélags Siglufjarðar 1936 og lék nokkur hlutverk með félag- inu. Hann söng í Karlakórnum Vísi og var í stjórn hans um skeið og einnig í fyrstu stjórn Félags verslunar- og skrifstofufólks á Siglufirði. Bókfærslu kenndi hann í gagnfræðaskólanum þar. Útför Ólafs fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13. Ólafur kvæntist 16. júlí 1938 Stefaníu Pálsdóttur hár- greiðslumeistara og kennara, f. 22. des- ember 1912, d. 24. apríl 2002, Foreldrar hennar voru Páll Hjartarson bóndi á Ölduhrygg í Svarfað- ardal, f. 1877, d. 1952, og Filippía Margrét Þorsteins- dóttir húsfreyja, f. 1880, d. 1968. Börn Ólafs og Stefaníu eru: Anna Margrét hjúkr- unarfræðingur, f. 7. nóvember 1941, gift Rune Nordh tækni- fræðingi í Svíþjóð, og Jón Ágúst, f. 11. febrúar 1946, d. 7. janúar 1968. Dóttir Önnu Margrétar er Ása Jóhannsdóttir grafískur Hann var aldrei kallaður annað en Óli frændi á bernskuheimili mínu. Ég hef þekkt hann frá því ég man fyrst eftir mér. Hann var frændinn góði sem mér þótti vænna um en orð fá lýst. Foreldrum mín- um þótti líka vænt um hann. Senni- lega hefur hann orðið kær öllum sem kynntust honum náið. Ljúf- lyndur var hann og glaðlyndur, við- mótið svo hlýtt og elskulegt að börn drógust að honum. Móðir mín hafði gætt þessa systursonar síns þegar hann var á barnsaldri og mér skild- ist jafnan á henni að þægara og betra barni hefði hún ekki kynnst, vel væri ef ég líktist þessum frænda mínum. Sjálfsagt hefur hún orðið fyrir vonbrigðum með það, blessuð, því að mér skilst að ég hafi verið þekktur að öðru en þægð í bernsku. Ólafur J. Ólafsson fluttist til Siglufjarðar á heimili foreldra minna eftir að hann hafði lokið verslunarskólaprófi með láði vorið 1934. Hann varðveitti meira að segja glæsilegan silfurbikar í her- berginu sínu og hafði fengið hann í verðlaun fyrir sunnan. Á Siglufirði var maður vanastur því að bikarar væru gefnir fyrir afrek í skíða- íþróttum en frændi minn hafði feng- ið sinn bikar fyrir ágæti í bók- færslu. Það þótti mér mikil undur. Ég hafði að vísu kynnst frænda fyrr. Hann hafði dvalist hjá okkur einhverja sumartíma til að vinna sér fyrir skólavist í síldinni og var ekki einn námsmanna um það. Rann- sóknarefni væri, og ekki ómerki- legra en margt annað, að athuga hve mörgu ungu fólki atvinnulífið á Siglufirði gerði kleift að stunda langskólanám á tímum kreppu og kotungsháttar, löngu fyrir daga lánasjóða og ýmiss konar styrkja. En þarna var hann kominn, hann frændi minn, og nú til langdvalar. Hann stundaði margvísleg verslun- ar- og skrifstofustörf. Síðasta árið á Siglufirði, áður en hann flutti til Reykjavíkur 1942, rak hann eigin heildverslun. Auk þessa kenndi hann bókfærslu í Gagnfræðaskólan- um. Hann kom og allvíða við í fé- lagsmálum. Mér er í barnsminni að hann lék Jeppa á Fjalli í leikriti Holbergs og man raunar eftir hon- um í fleiri hlutverkum á leiksviði á þessum árum. Hann var félagi í karlakórnum Vísi sem um þessar mundir átti sér blómaskeið undir stjórn Þormóðs Eyjólfssonar. Þá var hann í fyrstu stjórn Félags verslunar- og skrifstofufólks. Ég hygg að frænda mínum hafi liðið vel á Siglufirði. Hann átti þar nána ættingja og kynntist þar fjöl- mörgu ágætisfólki sem hann rækti vináttu við til æviloka. Og það var einmitt á Siglufirði að hann kynntist konu þeirri sem varð lífsförunautur hans í meira en hálfa öld. Stefanía hét hún Pálsdóttir frá Ölduhrygg í Svarfaðardal, einstök öndvegiskona, dugleg og greind eins og hún átti kyn til. Stefanía var hárgreiðslukona, eða svo hét starfið þá, og ég hef gælt við þá hugmynd að hún hafi verið feng- in til að farða og greiða Jeppa á Fjalli og þar hafi kviknað blossinn sem logaði svo lengi ófölskvaður. Síðar varð Stefanía í tvo áratugi kennari við Iðnskólann í Reykjavík. Stefanía og Ólafur eignuðust tvö börn sem tóku mannkosti foreldr- anna í arf. Þegar til Reykjavíkur kom stund- aði Ólafur ýmis skrifstofustörf en lauk síðan prófi sem löggiltur end- urskoðandi. Hann stofnaði sína eig- in skrifstofu og hafði allmikið um- leikis allt fram á áttræðisaldur. Mér þykir líklegt að endurskoðun hafi átt vel við hann því að hann var skarpskyggn og rökvís og ná- kvæmni og heiðarleiki voru runnin honum í merg og bein. Starfsfús og verkglaður var hann alla tíð enda vinsæll meðal samstarfsmanna og viðskiptavina. Okkur hjónum voru þau Stefanía traustir vinir. Ólafur J. Ólafsson var myndar- legur maður og höfðinglegur. Hann var einstakt snyrtimenni og prýði hvers samkvæmis. Hann var glað- lyndur, ræðinn og skemmtilegur. Hann var prúður maður, tranaði sér hvergi fram, vildi fremur vera en sýnast. Hvar sem hann fór bar hann með sér andblæ sannrar menningar. Hann var hógvær og lítillátur enda þurfa menn af hans gerð ekki að berast á eða fara með hávaða og lát- um. En umfram allt var hann góður maður; ég hef ekki kynnst betri manni á langri ævi. Hann var Óli frændi á bernsku- heimili mínu. Hann var Óli frændi alla tíð, meira að segja eftir að hann var orðinn efnaður góðborgari í höf- uðstaðnum. Hann var alltaf sami góði drengurinn og sá ungi maður sem kom á heimili móðursystur sinnar norður á Siglufirði fyrir rúm- um sjötíu árum. Honum fylgja þakkir okkar Bjargar er hann held- ur til fundar við konu sína, sem hann harmaði mjög, og horfna ætt- ingja og vini. Blessun Guðs fylgi honum og ástvinum hans. Ólafur Haukur Árnason. Lærifaðir minn og starfsfélagi til margra ára, Ólafur J. Ólafsson, end- urskoðandi, er látinn. Við kynnt- umst fyrst þegar ég í október 1969, leitaði til hans um vinnu. Ég hafði lengi haft áhuga fyrir að læra end- urskoðun, en á þeim árum var ekki auðvelt að komast að á stofu. Ég mætti til fundar við Ólaf vegna auglýsingar, þar sem hann auglýsti eftir nema á stofuna. Með því að hann réð mig hófust okkar kynni. Við vorum í 21 ár að Tjarn- argötu 4, en á árinu 1990 fluttum við að Ármúla 10, ásamt með þremur öðrum stofum. Þau 23 ár sem við störfuðum saman minnist ég þess ekki að nokkurn tíma hafi skuggi fallið á það samstarf. Ólafur hætti störfum seinni hluta árs 1992, að eigin ósk, 79 ára að aldri. Ólafur var grandvar, orðheldinn og nákvæmur maður í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var hreinn og beinn og lá ekki á skoð- unum sínum ef svo bar undir en ekki mjög opinn um eigin hagi. Ólaf- ur var mjög fastmótaður í sínum venjum og ekki mikið fyrir að breyta því sem hann hafði tileinkað sér. Hann sótti sem dæmi sundlaug- arnar í Laugardal annan hvern dag á meðan heilsan leyfði, vildi hafa sama skápinn og sömu sturtuna, annað kom ekki til greina því þann- ig átti það að vera. Það sem einnig var áberandi í fari Ólafs var hversu vel hann var klæddur en þar brást heldur ekki vanafestan, ávallt sami stíllinn og þá ávallt nátengdur verð- urfari eða tilefni. Ólafur kvæntist Stefaníu Páls- dóttur, ættaðri frá Svarfaðardal, ár- ið 1938. Stefanía var hárgreiðslu- meistari og starfaði sem kennari við Iðnskólann í Reykjavík í sinni grein síðustu starfsárin. Hjónaband þeirra Ólafs og Sef- aníu stóð í hartnær 64 ár, en hún lést í apríl 2002. Stefanía var mjög stefnuföst kona og áveðin og kvartaði aldrei þó hall- aði undan fæti heilsufarslega síð- ustu árin. Síðustu tvö árin bjó Ólafur í Skógarbæ og virtist una hag sínum þar vel. Ég þakka Ólafi fyrir ánægjulegt samstarf öll þau ár sem við unnum saman og ljúfar endurminningar af ánægjulegum samverustundum í gegnum árin. Ég votta aðstandend- um Ólafs innilega samúð á þessum tímamótum og bið þeim blessunar guðs. Blessuð sé minning Ólafs J. Ólafssonar. Ólafur Viggó. ÓLAFUR J. ÓLAFSSON Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, ÓLI B. JÓNSSON íþróttakennari, lést á Hrafnistu Hafnarfirði þriðjudaginn 8. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Hólmfríður María Óladóttir, Guðmundur Hallvarðsson, Jón Már Ólason, Jens Valur Ólason, Ólöf Hjartardóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.