Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 53
Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Fréttablaðið og Dagskráin: Ekki í hvert hús Í FRÉTT í Morgunblaðinu í dag, sunnudag, heldur Gunnar Smári Eg- ilsson því fram að Fréttablaðið sé borið út í hvert hús á Akureyri. Það er ekki rétt. Fréttablaðinu er t.d. ekki dreift í hús í hverfinu þar sem ég bý og þegar ég spurðist fyrir um ástæðuna var mér tjáð á skrifstofu blaðsins að hverfið væri of fámennt til að það borgaði sig. Gunnar Smári segir því ekki satt. Þá gildir hið sama um auglýsingablaðið Dag- skrána á Akureyri, sem er heldur ekki borið út í hvert hús í bænum, gagnstætt fullyrðingum aðstand- enda þess, og uppgefnar ástæður þær sömu og Fréttablaðsins. Viku- ritið Extra stendur sig mun betur og rennur inn um lúguna hjá mér á hverjum miðvikudegi. Þar á bæ vilja menn fregna ef blaðið skilar sér ekki inn á hvert heimili í bænum og eiga þeir heiður skilinn fyrir metnaðinn og þjónustuna. Nokkuð virðist skorta á hvort tveggja hjá hinum blöðunum tveimur. Íbúi í Naustahverfi. Þakkir fyrir góða grein ÉG vil þakka Steingrími Þormóðs- syni fyrir afar góða grein um trygg- ingafélög og bætur til þolenda slysa. Atferlið sem Steingrímur lýsir í grein sinni er hárrétt og þetta eru orð í tíma töluð. Aðalheiður Kjartansdóttir. Barnakerra í óskilum BARNAKERRA fannst í Bólstað- arhlíð. Upplýsingar í síma 553 4328. Gsm-sími týndist SONY Ericsson gsm-sími týndist í Smáralindinni, eða í leið 17, milli kl. 18–19 2. febrúar sl. Finnandi vin- samlega hafi samband í síma 659 0601. Morgunblaðið/Sverrir MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2005 53 DAGBÓK Ný Afríka í mótun“ er yfirskrift málþingssem Háskóli Íslands, Þróunarsam-vinnustofnun Íslands og Norræna Afr-íkustofnunin gangast fyrir á morgun milli kl. 14 og 16 í Hátíðasal HÍ. Á þinginu munu nokkrir afrískir sérfræðingar í málefnum álfunnar leitast við að varpa ljósi á þann margþætta vanda sem ríki í Afríku sunnanverðri eiga við að etja. „Stundum þegar maður horfir á fjölmiðla fær maður á tilfinninguna að það séu engir háskólar og eða fræðimenn í álfunni sjálfri,“ segir Kristín Loftsdóttir, sem hefur starfað við undirbúning ráð- stefnunnar ásamt Friðriki Rafnssyni, Magnfríði Júlíusdóttur, Sjöfn Vilhelmsdóttur og Jónínu Ein- arsdóttur. „Við sjáum þannig alltof oft Vest- urlandabúa tala um Afríku eða fyrir fólk í Afríku eins og það geti ekki talað sjálft. Hér er kjörið tæki- færi að hlusta á fólk frá álfunni segja sjálft frá sín- um rannsóknum og niðurstöður þeirra hvað varða hin ýmsu lönd Afríku. Efnið er einnig í sjálfu sér mjög áhugavert og ætti að vekja áhuga þeirra sem vilja vita meira um hnattvæddari heim.“ Hver er staða afrískrar fræðimennsku í dag? „Mikil gróska einkennir afríska fræðimennsku sem endurspeglast meðal annars í því að fjöldi fræðilegra tímarita eru gefin út í álfunni. Viðfangs- efnin eru einnig fjölþætt og ólík. Erfiðar efnahags- aðstæður í mörgum löndum geta þó verið fræði- mönnum erfiðar. Þær fela meðal annars í sér erfiðari vinnuaðstæður, þ.e. minna aðgengi að rannsóknarstyrkjum, lág laun og lítið fjármagn til útgáfu. Það má benda á í því samhengi að Norræna Afríkustofnunin hefur verið virk í útgáfu verka afr- ískra fræðimanna sem hafa tengsl við stofnunina og einnig má á heimasíðu stofnunarinnar (www.nai.uu.se) finna vefsíður margra afrískra tímarita.“ Hvað geta afrísk og íslensk fræðasamfélög fært hvort öðru? „Íslenskt fræðasamfélag hefur farið ört vaxandi á síðustu árum og mörg viðfangsefni skarast aug- ljóslega við það sem afrískir fræðimenn eru að fást við. Við höfum samhliða þeirri þróun séð stækkandi hóp fræðimanna á Íslandi sem hafa stundað rann- sóknir tengdar Afríku og þar má finna mjög spenn- andi og ólík viðfangsefni. Afrískt fræðasamfélag felur samt augljóslega í sér mun meiri fjölda og breiðari hóp fræðimanna heldur en er á Íslandi. Ég tel að afrískt fræða- samfélag feli í sér ferska strauma fyrir fræðimenn hér á landi, þá ekki eingöngu fyrir þá sem vinna að rannsóknum tengdum Afríku. Afrískir fræðimenn hafa bent á þjóðhverfu í nálgun og aðferðum og einnig komið með ný sjónarhorn á hugtök sem fræðimenn í hinum ýmsu greinum hafa verið að glíma við. Afrískir femínistar hafa, til dæmis, komið með mikilvægt framlag til fræðilegrar umfjöllunar um minnihlutahópa.“ Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis. Fræðasamstarf | Málþing um málefni Afríku í Hátíðarsal Háskóla Íslands Mikil gróska í afrískri fræðimennsku  Kristín Loftsdóttir er fædd í Hafnarfirði árið 1968. Hún lauk B.A. gráðu í mannfræði frá Háskóla Íslands 1992 og doktorsprófi frá Arizonaháskóla árið 2000. Kristín er dósent við mannfræði- og þjóð- fræðiskor Háskóla Ís- lands. Hún stundaði m.a. mannfræðirann- sóknir hjá WoDaBe ætt- bálknum í Níger. Kristín er gift Má Wolfgang Mixa, fram- kvæmdastjóra Verðbréfaþjónustu Sparisjóðs- ins og eiga þau einn son. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 85 ÁRA afmæli. 16. febrúar nk. er85 ára Gunnar Már Hjálmtýs- son, fyrrverandi verkamaður Af því tilefni býður hann vinum og vanda- mönnum til kaffisamsætis á morgun, laugardaginn 12. febrúar, kl. 15–18 í Bauganesi 26, Skerjafirði. Brúðkaup | Gefin voru saman 2. júlí sl. í Skólabæ af sr. Braga Skúlasyni þau Guðrún Edda Gunnarsdóttir og Amid Derayat. Skugginn/ Barbara Birgis. 1. d4 f5 2. g3 g6 3. Bg2 Rf6 4. Rf3 Bg7 5. 0-0 0-0 6. c4 d6 7. Rc3 Rc6 8. d5 Ra5 9. Da4 c5 10. dxc6 Rxc6 11. Hd1 Kh8 12. c5 d5 13. Bf4 Be6 14. Re5 Dc8 15. Rxc6 Dxc6 16. Da3 Re4 17. Rxe4 fxe4 18. Hac1 Bg8 19. Hc2 d4 20. Bg5 De6 21. c6 Df5 22. cxb7 Hab8 23. Bxe7 Dxf2+ 24. Kh1 d3 25. Bxf8 Hxf8 26. Hcc1 dxe2 27. He1 e3 28. Dd6 Bxb2. Staðan kom upp í C-flokki Corus- skákhátíðarinnar sem lauk fyrir skömmu í Wijk aan Zee. Natalia Zhu- kova (2.465) hafði hvítt gegn Tea Lanchava-Bosboom (2.366). 29. Hxe2! Dxe2 30. Dxf8 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Blekking í vörn. Norður ♠G5 ♥G96 A/Enginn ♦D96 ♣D9874 Vestur Austur ♠D72 ♠Á93 ♥Á72 ♥KD1085 ♦73 ♦52 ♣Á10632 ♣KG5 Suður ♠K10864 ♥43 ♦ÁKG1084 ♣– Vestur Norður Austur Suður – – 1 hjarta 2 hjörtu * Dobl Pass Pass 3 tíglar 3 hjörtu Pass Pass 4 tíglar Dobl Allir pass Suður á falleg sóknarspil og ákveður að berjast upp á eigin spýtur í fjóra tígla. Til að byrja með sýnir hann minnst 5-5 í spaða og láglit með Mich- aels-innákomunni á tveimur hjörtum, og í framhaldinu teygir hann sig upp í fjóra tígla yfir þremur hjörtum. Sem er nokkuð glannalegt, en virðist vel heppnað, því eins og legan er þarf ekki annað en að hitta í spaðann til að fá tíu slagi. En þá kemur til kasta varnarinnar. Vestur byrjar á hjartaás og spilar hjarta áfram til austurs í öðrum slag. Austur hugsar sig um í nokkra stund, en leggur síðan niður laufkóng! Nú skulum við setjast í suðursætið. Svo virðist sem austur eigi KD í hjarta og ÁK í laufi. Og eitthvað á vestur fyrir doblinu og því er eðlilegt að reikna með spaðaásnum hjá honum. Sem sagt – sagnhafi fer inn í borð á tígulníu, spilar spaðagosa og lætur hann rúlla. Og fer einn niður.Austur er hetja spilsins. Þegar hann fékk síðari hjartaslaginn vissi hann vel að suður átti ekkert lauf, svo það gat ekkert kostað að spila lauf- kóng eins og hann hefði byrjað með ÁK. Slíkar villandi upplýsingar gætu haft áhrif á íferð sagnhafa í spaðanum. Svo sannarlega. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Indversk-breska hljómsveitin DCS Safnanótt í Reykjavik Þjóðahátíð Álfar og huldufólk GrímudansleikurHeimsdagur barnanna Danshátíð Vesturfarasetrið Kvikmyndatónleikar og margt fleiraLjósatónleikar z e t o r Fréttir á SMS BRESKA hljómsveitin Killin Pablo á tónleikum á Gauk á Stöng í kvöld. Ásamt Killin’ Pablo koma einnig fram heimasveitirnar Hoffman og Solid I.v auk The Giant Viking Show, sem er eins manns verkefni Heiðars Arnar Kristjánssonar, söngvara Botnleðju. „Killin Pablo eru að spila alveg dæmigert breskt popp, eins dæmi- gert og það verður,“ segir Matthías Már Magnússon, dagskrárstjóri Xfm, sem býður drengjunum til landsins. Matthías bætir við að útvarpsmenn ytra telji sveitina meðal þeirra sveita sem standa utan plötusamnings sem lík- legastar eru til að gera góða hluti. Gaukurinn opnar klukkan 23 og kostar 1000 kr inn. Á efri hæð Gauksins koma svo fram hið magn- aða plötusnúðapar Pink & Floyd en þeir eru einmitt nýbyrjaðir með út- varpsþátt á Xfm 91.9. Pink & Floyd eru á dagskrá Xfm alla föstudaga og laugardaga milli klukkan 22 og 24. Killin’ Pablo á Gauknum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.