Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2005 57
ferming 2005
Fermingarblað Morgunblaðsins
kemur út laugardaginn 5. mars.
Fermingarblaðið hefur verið ein af vinsælustu
sérútgáfum Morgunblaðsins í gegnum árin og
verður blaðið í ár sérstaklega glæsilegt.
Fjallað veður um allt sem tengist fermingunni
svo ekki láta þetta blað framhjá þér fara.
Hvað vilja fermingarbörnin?
Maturinn
Tískan
Hárgreiðslan
Skreytingarnar
Myndatakan
Þekktu fermingarbarnið
Myndaleikur með glæsilegum verðlaunum
auglýsingar 569 1111
Umsjón: Hildur Loftsdóttir
Auglýsingar: Katrín Theódórsdóttir sími 568 1139
Panta þarf auglýsingar
fyrir kl. 16 mánudaginn 28. febrúar.
Í DAG hefur Talstöðin útsendingar,
ný talmálsstöð á tíðninni 90,9. Út-
varpsstjóri er Illugi Jökulsson.
„Ég hef nú ekki hugmynd um
hvernig þetta kom til,“ segir Illugi að-
spurður. „Líklega bara áhugi á því að
halda úti skemmtilegri útvarpsstöð.
Heiti stöðvarinnar vísar annars vegar
til þess að áhersla verður lögð á tal-
mál en einnig gefur orðið „talstöð“
það til kynna að talað verði við fólk og
umræðum hverskonar þar með veitt í
gegnum stöðina og út í samfélagið.“
Illugi segir að Talstöðin sé ekki
hugsuð sem mótvægi við eitt eða
neitt, en Útvarp Saga, FM 99,4, er og
talmálsstöð.
„Við höfum ekki leitt hugann sér-
staklega að einhverri samkeppni
heldur viljum við einfaldlega vanda
okkur við að búa til skemmtilega út-
varpsstöð. Ef það kemur niður á ein-
hverjum öðrum þá verður bara að
hafa það. Það er a.m.k. ekki á stefnu-
skránni að varpa sér í beina sam-
keppni.“
Illugi segir að tónlist verði ekki
bönnuð þrátt fyrir eðli stöðvarinnar
en inntakið er fyrst og fremst talað
mál.
„Við munum kappkosta að vera í
góðu sambandi við fólkið í landinu,
segja því stórar og smáar fréttir og
ennfremur viljum við fá að heyra
sjónarmið þess,“ segir hann. Starfs-
fólk Talstöðvarinnar er að sögn Illuga
þrautreyndir útvarpsmenn í bland við
nokkra unga og efnilega nýliða.
„Sigurður G. Tómasson mun þann-
ig stýra morgunþætti frá 7 til 9. Þá
taka þau Ragnheiður Gyða Jóns-
dottir og Oddur Ástráðsson við með
þáttinn Dagmál. Í hádeginu verða svo
fréttir og fréttaskýringaþáttur sem
haukar af Fréttablaðinu sjá um.“
Af því loknum tekur Ingvi Hrafn,
þá ritstjórn tímaritsins Birtu og síðan
á milli 15 og 18 stýra Hallgrímur
Thorsteinsson og Helga Vala Helga-
dóttir þættinum Allt og sumt.
Illugi segir að eftir 18 verði dag-
urinn svo gerður upp og mun hann
sjá um það fyrsta kastið.
„Kvöldin munu til að byrja með
byggjast á endurteknu efni frá við-
komandi degi en eftir því sem okkur
vex fiskur um hrygg verður kvöld-
dagskráin mótuð. Helgarþættirnir
eru sömuleiðis í mótun. Þetta verður
frjálst og opið útvarp, dagskráin
verður ekki niðurnjörvuð í neitt og
við munum breyta því fyrirvaralaust
sem þarf að breyta ef þess þarf.“
Útvarp | Talstöðin FM 90,9 fer í loftið
Inntakið fyrst og
fremst talað mál
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Illugi Jökulsson (lengst til hægri) ásamt samstarfsfólki sínu.
Útsendingar frá Talstöðinni
hefjast í dag kl. 7 árdegis á
tíðninni FM 90,9.
EIN íslensk mynd verður
sýnd í opinberri dagskrá kvik-
myndahátíðarinnar í Berlín,
Berlinale, sem hófst formlega
í gær. Um er að ræða stutt-
myndina Skagafjörður eftir
Bandaríkjamanninn Peter
Hutton, sem sýnd verður í
dagskránni International
Forum of New Cinema.
Skagafjörður er þögul mynd
sem tekin er á 16mm filmu
þar sem fegurð Skagafjarðar
er sýnd á mjög ljóðrænan
hátt, myndin er framleidd af
Árna Páli Jóhannssyni og Jim
Stark.
Samkvæmt upplýsingum
frá Kvikmyndamiðstöð er
þessi Forum-dagskrá mjög
framsækin og athyglisverð. Þar sé gjarnan að finna mynd-
ir þar sem gerðar eru tilraunir með form kvikmyndanna,
eins og Hutton gerir í mynd sinni.
Skagafjörður hefur vakið mikla athygli síðan hún var
frumsýnd á Nordisk Panorama-hátíðinni síðasta haust.
Hún hefur komist í dagskrár hjá nokkrum af helstu kvik-
myndahátíðum í heimi. Má þar nefna Kvikmyndahátíðina
í Toronto, Kvikmyndahátíðina í Lundúnum, Kvik-
myndahátíðina í Rotterdam og nú síðast í dagskrá hér í
Berlín.
Á þriðja tug Íslendinga eru á Berlínarhátíðinni, fulltrú-
ar úr öllum kimum íslenskrar kvikmyndamenningar;
starfsmenn Kvikmyndamiðstöðvar, kvikmyndagerð-
armenn eru í þeim erindagjörðum að kynna og selja ís-
lenska kvikmyndagerð á meðan kvikmyndahúsaeigendur
og aðrir dreifingaraðilar sækja þar markað og ganga frá
kaupum og verða sér út um erlendar myndir til sýninga í
íslenskum kvikmyndahúsum.
Þetta mun vera í fyrsta sinn sem allir íslenskir dreif-
endur sækja markaðinn en mikilvægi hans hefur aukist
eftir að American Film Market sem áður var haldin í mars
hefur verið færð aftur til nóvember.
Heimildarmyndin Gargandi snilld eftir Ara Alexander
Ergis Magnússon verður sýnd á umræddum markaði en
þar verður einnig kynnt vænt-
anleg mynd Baltasars Kor-
máks A Little Trip To
Heaven.
Þá verða tvær stuttmyndir
kynntar á Talent Campus
2005, dagskrá fyrir myndir
ungra og efnilegra kvik-
myndagerðarmanna; Falskar
tennur eftir Bjargeyju Ólafs-
dóttur og Africa United eftir
Ólaf Jóhannesson (Blindsker)
sem hann hefur unnið uppúr
heimildarmynd í fullri lengd
sem er í vinnslu hjá Poppoli
kvikmyndafélaginu.
Álfrún Örnólfsdóttir er
fulltrúi Íslands í Shooting
Star-verkefninu sem miðar að
því að kynna til sögunnar
unga og efnilega evrópska leikara.
Opnunarmynd þessarar 55. Berlinale hátíðar var mynd-
in Man to Man eftir Regis Wargnier, með Bretunum Jos-
eph Fiennes og Kristin Scott Thomas í aðalhlutverkum.
Rík áhersla verður lögð á evrópska kvikmyndagerð að
þessu sinni en af þeirri 21 mynd sem keppir um Gull- og
Silfurbjörninn, er ríflega helmingur þeirra evrópskar,
flestar franskar. Segir hátíðarstjórnandinn Dieter Koss-
lick þetta vera vitnisburð um þá „miklu vitundarvakningu
sem orðið hefur fyrir evrópskri kvikmyndagerð“.
Fullyrðir hann að evrópsk kvikmyndagerð sé á blúss-
andi skriði um þessar mundir. „Ekki er þar með sagt að
engar góðar myndir komi frá Bandaríkjunum,“ sagði
hann. „Málið er bara að þær eru fleiri góðar frá Evrópu.“
Alls verða sýndar vel á sjöunda hundrað myndir, 350 í
opinberri dagskrá og 300 á markaðinum.
Gert er ráð fyrir miklum stjörnufans á Potsdamer Platz
en þar fara helstu viðhafnarsýningar fram. Þeir sem stað-
fest hafa mætingu eru Will Smith (Hitch), Kevin Spacey
(Beyond The Sea), Keanu Reeves (Thumbsucker), Dennis
Quaid (In Good Company), Susan Sarandon og Tim Robb-
ins.
Berlínarhátíðin stendur yfir í 10 daga og mun ljúka 20.
febrúar.
Kvikmyndir | Berlinale-kvikmyndahátíðin hafin
Skagafjörður í Berlín
Reuters
Joseph Fiennes ásamt leikstjóra opnunarmynd-
arinnar Man to Man, Regis Wargnier.
SÖNGVARI rokksveitar-
innar fornfrægu The Who,
Roger Daltrey, var sæmdur
CBE orðu bresku krúnunnar
á miðviku-
dag „fyrir
framlag
hans til tón-
listar,
skemmt-
anaiðnaðar-
ins og
góðgerðar-
mála.“
Elísabet
Englands-
drottning veitti Daltrey, sem
stendur á sextugu, orðuna í
Buckingham-höll.
Að viðhöfn lokinni grín-
aðist Daltrey með orðuveit-
inguna: „Hún sagði að ég
hefði fengið hana fyrir tón-
list mína og góðgerðarstarf
en ég leyfi mér að efast um
að hún sé mikill rokkunn-
andi.“
Á sínum tíma þótti The
Who vera háværust allra
rokksveita og sagði Daltrey
að drottningin myndi enda
örugglega hrasa í ræðustóln-
um ef hún heyrði Who-lögin
leikin. Í eina tíð gat sveitin
sér orð fyrir harðorða ádeilu-
texta í garð kerfisins og yf-
irvalda. „Það er enn ýmislegt
sem ég hef út á yfirvöld að
setja en drottningin er stór-
merkileg kona,“ sagði Daltr-
ey í vikunni. Hann hefur
helgað sig góðgerðarmálum
og er verndari Styrktarsjóðs
fyrir krabbameinsveik börn.
Þeir Pete Townsend, eft-
irlifandi liðsmenn The Who,
eru enn að og undirbúa út-
gáfu nýrrar hljóðversplötu,
þeirra fyrstu í 23 ár.
Tónlist | Daltrey
heiðraður
Efast um
rokkáhuga
drottningar
Roger Daltrey
NÁMSKEIÐ tvö sem til-
kynnt var fyrr í vikunni að
dávaldurinn Sailesh myndi
bjóða upp á 16. apríl, ann-
ars vegar til að hjálpa fólki
að hætta að reykja og hins
vegar til að losna við auka-
kílóin, eru yfirfull. Eft-
irspurnin reyndist svo mik-
il að námskeiðin fylltust á
aðeins fjórum mínútum.
Ekki nóg með það heldur
er einnig orðið fullt á tvö
viðbótarnámskeið sem
ákveðið var að halda 17.
apríl. Skipuleggjendur
taka nú niður nöfn á bið-
lista en að því getur hugsanlega
orðið að Sailesh svari þessari
miklu eftirspurn og bjóði upp á
fleiri námskeið.
Eftirsóttur dávaldur
Sailesh telur sig geta hjálpað fólki við að
losna við ýmsa kvilla og vonda ávana.
www.event.is
Pantanir eru teknar í síma
575 1522.