Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Valgerður Þórð-ardóttir fæddist á Efri-Úlfsstaðahjá- leigu (nú Sléttuból) í Austur-Landeyjum 3. mars 1926. Hún lést í hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi miðvikudaginn 2. febrúar síðastliðinn. Valgerður var þriðja í aldursröð fimm systkina, barna hjónanna Þórðar Þorsteinssonar, f. 6. ágúst 1883, d. 26. apríl 1970, og Ólafar Guðmundsdóttur, f. 7. október 1891, d. 17. mars 1976. Þrjú systk- ini Valgerðar eru á lífi en þau eru: Sesselja búsett í Reykjavík, f. 22. desember 1924, Þorsteinn bóndi á Sléttubóli, f. 2. nóvember 1929, Guðlaug búsett í Reykjavík, f. 25. september 1936. Bróðir Valgerð- ar, Guðmundur læknir í Reykja- vík, er látinn, f. 25. október 1923, d. 3. maí 1981. Valgerður giftist 13. maí 1951 í Breiðabólsstaðarkirkju, Guðna B. Guðnasyni fyrrverandi kaup- félagsstjóra frá Brekkum í Hvol- hreppi, f. 1. apríl 1926. Guðni og Valgerður eignuðust þrjá syni en þeir eru: Gunnar arkitekt í Reykjavík, f. 1. jan. 1951, kvæntur Ernu Olsen bókaverði frá Vest- mannaeyjum, Þórólfur barna- læknir í Reykjavík, f. 28. okt. 1953, kvæntur Söru Haf- steinsdóttur sjúkra- þjálfara frá Vest- mannaeyjum og Guðni Björgvin tölv- unarfræðingur og framkvæmdastjóri í Reykjavík, f. 30. september 1961, kvæntur Ástu Björnsdóttur ballett- kennara frá Reykja- vík. Barnabörnin eru sex en þau eru: Valur Gunnarsson flug- maður í Reykjavík, Örn Gunnarsson tölvunarfræðingur í mastersnámi í Englandi, Kristín Gunnarsdóttir nemi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, Guðni Gunnarsson stúd- ent í Reykjavík, Hafsteinn Þórólfs- son söngvari, starfandi í Englandi og Svavar Þórólfsson nemandi í Verslunarskólanum í Reykjavík. Valgerður og Guðni bjuggu fyrst á Hvolsvelli en fluttu á Eski- fjörð í árslok 1955. Þau fluttu til Vestmannaeyja 1962 og á Selfoss 1972. Árið 1999 fluttu Valgerður og Guðni í Kópavog. Valgerður var verslunarmaður á Hellu, í Vestmannaeyjum og á Selfossi. Valgerður stundaði nám í hús- mæðraskólanum á Blönduósi og í Héraðsskólanum á Laugarvatni. Útför Valgerðar verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Í dag kveð ég elskulega tengda- móður Valgerði Þórðardóttur. Langri og strangri sjúkdómslegu er lokið. Hvíldin tekur við og nýir heim- ar bíða. Ég hitti Gerðu tengdó í fyrsta skipti 22. des. 1985. Yngsti sonurinn Guðni var að kynna kærustuna fyrir verðandi tengdaforeldrum. Ég man að á leiðinni yfir Hellisheiðina var ég mjög taugaóstyrk og hugsaði Hvern- ig skyldi þetta fara allt saman? Um leið og ég hitti Gerðu og Guðna leið mér vel. Gerða tók á móti mér af hispursleysi og hlýju. Þannig var hún Gerða, blátt áfram og laus við allt pjátur og prjál. Fyrir hana skipti mestu máli að fjölskyldunni liði vel í leik og starfi. Allt annað var auka- atriði. Hennar viðhorf var að hafa allt í röð og reglu og í góðu jafnvægi, þá ættu hlutirnir að ganga vel. Gerða var hagleikskona og í rauninni þús- und þjala smiður. Hún var með af- brigðum vandvirk og nálgaðist öll verk og alla vinnu af alúð. Margs er að minnast þegar litið er til baka. Ein skemmtilegasta stundin mín með Gerðu var þegar hún var að kenna mér bridge. Gerða var öflugur bridgespilari og keppti í mörg ár við góðan orðstír. Hún tók spilamennsku minni með jafnaðargeði en ekki var laust við að hún brosti út í annað þeg- ar hún sá hverju ég spilaði út. Það er með þakklæti og virðingu sem ég kveð Gerðu tengdamömmu mína. Í hjarta mínu geymi ég góðar minningar og ótal heilræði sem ég fékk hjá Gerðu á þeim 20 árum sem við vorum samferða. Þau nýtast mér hvern dag. Megi elsku Gerða hvíla í friði. Blessuð sé minning hennar. Ásta Björnsdóttir. Nú hefur amma Gerða lokað sínum brúnu augum í hinsta sinn og eftir sitjum við í flóði yndislegra minninga enda hefur amma fylgt okkur og ann- ast frá allra fyrstu tíð. Ófáar voru ferðirnar á Selfoss að heimsækja ömmu og afa. Það var alltaf sérstök upplifun sem hófst með bílferðinni frá Reykjavík sem vakti tilhlökkun og endaði með veglegum móttökum í hlaðinu á Dælengi. Við vorum ekki fyrr komin inn að bornar voru á borð dýrindis kræsingar og bar þar hæst hin ljúffenga hjóna- bandssæla. Það var eitthvað svo und- ursamlegt við kökurnar hennar ömmu sem við renndum ávallt niður með ískaldri Selfoss-mjólk. Fullir dunkar af smákökum allan ársins hring og heimatilbúnar kökur inni í kælibúri. Okkur fannst svo gaman að kíkja inní búrið, þar var sko röð og regla á niðursuðudósunum og svo náttúrlega kakan sem beið þess að borin yrði á borð. Að sjálfsögðu var búrið ekki eini staðurinn þar sem röð og regla ríkti hjá ömmu, fataskáp- arnir voru hreint listaverk og allt það sem hendur ömmu snertu breyttist í list. Hún bjó okkur peysur og fleira sem hún prjónaði, skapaði út frá sín- um eigin hugmyndum og við vorum svo fín. Strákarnir í bláu og stelpan í hvítu. Það var ósjaldan sem kennarar og fleiri spurðu okkur hvar við hefð- um fengið svona ofsalega fallegar peysur og við svöruðum stolt: „Amma mín prjónaði hana.“ En amma fékk ekki að hafa völdin yfir sínum töfrahöndum að eilífu því gigt- in kom og dró úr henni máttinn. Hendurnar þreyttust þegar líða tók á, smátt og smátt var guðsgjöfin tek- in frá henni. En hún lét nú ekki mót- vindinn aftra sér. Rauðu Selfoss- kartöflurnar voru ræktaðar í garð- inum, samyrkjubúskapur ömmu og afa í hinum mesta gæðaflokki. Amma hélt áfram að hlaupa um eldhúsið með gulu svuntuna sína enda þurfti hún að standa vaktina stíft þar, til þess að koma í veg fyrir að afi læddist inn í eldhúsið í hestagallanum og bæri þannig lyktina inn í hús – hann gat náttúrlega ekki beðið eftir að fá knúsað glæsilegu drottninguna sína. Jól og páskar voru okkar stundir. Þá sameinuðumst við öll með ömmu og afa og áttum yndislegan tíma sam- an. Páskunum eyddum við á Selfossi þar sem við sátum í prjónapeysunum og páskaeggin biðu inni í eldhúsi. Á jólunum þeyttist amma um í eldhús- inu við að matreiða jólamatinn þar sem frómasinn hennar var punktur- inn yfir i-ið. Amma var ætíð nægju- söm. Þegar allir sátu spenntir og rifu varfærnislega utan af jólapökkunum hváði amma iðulega að hún þyrfti ekkert að fá neitt og fannst of mikið til haft þegar kom að gjöfum til henn- ar. Á slíkum hátíðisdögum fengum við líka að gista á stóra rauða Selfoss- beddanum (þar til eitt okkar lenti í skarðinu í miðjum beddanum) eða uppi í stóra hjónarúminu á milli ömmu og afa. Það var lúxus. Aldrei skorti Coco-Puffs að morgni eftir friðsæla nótt í herbergjunum sem amma bjó svo vel úr garði. Henni fannst svo gaman að dekra við okkur. Við amma fórum með bænirnar saman og nú biðjum við bænir okkar til ömmu sem situr hjá Guði sem fal- legasti engillinn á himnum og prjón- ar á ný. Við munum sakna hennar óendanlega. En þrátt fyrir að amma sé farin þá hefur hún ekki farið langt. Hún er og verður alltaf hluti af okkur og þeim sem á eftir okkur koma. Með söknuði kveðjum við þig, elsku amma, en í huga okkar og hjarta lifir þú ætíð. Við horfum upp til þín. Kristín, Örn, Guðni, Hafsteinn, Svavar. Fyrstu minningar mínar um ömmu voru þegar amma og afi komu í heimsókn til okkar til Englands þegar ég var 4 ára gamall. Eftir að við fluttum til Íslands voru samveru- stundirnar margar og góðar. Sam- band mitt við ömmu var mikið og ein- staklega gott. Á mínum yngri árum tók ég nær undantekningarlaust rút- una austur á Selfoss í fríum í skól- anum og um helgar. Á sumrin var ég tíður gestur og bjó ég þá hjá afa og ömmu langtímum saman. Amma var sterk og góð kona. Liðagigtin hrjáði hana í fjöldamörg ár en hún kveink- aði sér aldrei, sama hvað á gekk. Hún var með eindæmum vel skipulögð og gat ég gengið að því sem vísu að það sem mér þótti gott að borða var alltaf á boðstólum þegar ég kom í heim- sókn. Hún fylgdist af miklum áhuga með mér í námi og starfi og hvatti mig sífellt til dáða. Húsið hjá henni var alltaf sem nýtt, það sá aldrei á neinu og hún virtist ekki hafa mikið fyrir því, þetta var bara svona. Þessi 34 ár sem ég hef haft ömmu hafa verið mikil forrréttindi því það eru ekki allir sem kynnast ömmu sinni eins vel og ég gerði. Fyrir mér var hún einskonar önnur mamma mín. Amma mín, takk fyrir allt. Minningin um þig mun lifa með mér alla tíð. „Ég lifi og þér munuð lifa.“ Valur Gunnarsson. Gerða fæddist í Landeyjum á ár- unum milli heimstyrjaldanna þegar mjög hart var í ári á Íslandi. Þessi uppvaxtarár settu svip sinn á hennar líf. Hún var holdgervingur hinnar hagsýnu húsmóður. Það finn- ast örugglega fáar núlifandi konur sem skrásetja hver einustu innkaup heimilisins en það gerði hún allt frá árinu 1950. Handunnin listaverk prýða veggi heimilis þeirra Guðna. Hún hannaði uppskriftir að peysum og sendi í samkeppnir og hlaut viðurkenningar fyrir. Gerðu fannst alltaf óþarfi að eyða einhverju á sjálfa sig en gjafmildi og rausnarskapur einkenndi allt sem að ástvinum hennar sneri. Heimili þeirra Guðna stóð öllum opið og höfð- inglega tekið á móti hverjum gesti. Þegar höndin var ekki starfandi var hugurinn að störfum því hvíld hennar fólst í að spila bridge, tefla eða ráða krossgátur. Flest búskaparárin vann Gerða ut- an heimilisins, oftast við verslunar- störf. Hún hafði beinskeytta kímnigáfu og geymum við mörg tilsvör hennar. Þegar við spurðum hana hvers vegna þau systkinin hefðu ekki farið í langskólanám eins og Guðmundur bróðir hennar var svarið: Hann var frekar latur til verka og sílesandi svo það þýddi ekkert annað en að láta hann læra. Þegar þau hjón byggðu sér hús á Selfossi 1976 flísalagði hún baðherbergin í hólf og gólf, dúklagði, málaði og betrekti öll herbergin, þá komin með liðagigt sem átti eftir að eyðileggja á henni hendurnar. Við dáðumst að handverkinu en þegar við spurðum hvers vegna hún léti ekki eiginmanninn um þetta var svarið: Ég myndi nú aldrei treysta honum fyrir hamri, hann skemmir veggina í nýja húsinu með flumbru- gangi. Við gerðum oft grín að því að bíl- arnir hennar væru svo fínir að nýja lyktin færi aldrei úr þeim. Vegna búsetu okkar í Reykjavík var iðulega sameinast hjá Gerðu og Guðna um jól og páska á meðan þau bjuggu á Selfossi og eru þær minn- ingar ógleymanlegar. Frá allra fyrstu kynnum tók hún okkur sem dætrum sínum og eigum við og börnin okkar henni óendan- lega margt að þakka. Blessuð sé minning hennar. Sara og Erna. Í dag er til moldar borin eftir löng veikindi merkiskonan Valgerður Þórðardóttir frá Sléttubóli í A-Land- eyjum, síðast til heimilis með manni sínum Guðna B. Guðnasyni í Funa- lind 13 í Kópavogi. Þar sem þau hjón- in Valgerður og Guðni hafa lengi ver- ið í hópi bestu vina minna og minnar konu, vil ég minnast þess kunnings- skapar með nokkrum orðum. Leiðir lágu saman á Selfossi í árs- byrjun 1983 en Guðni var þá aðst. kaupfélagsstjóri hjá Kaupf. Árnes- inga. Áður höfðum við Guðni átt starfsferil í kaupfélögum sem m.a. kaupfélagsstjórar og í ljós kom að við höfðum mjög líkar skoðanir á sam- vinnustarfi sem lagði grundvöll að sérlega góðu samstarfi okkar hjá Kaupfélagi Árnesinga. Þetta samstarf leiddi strax af sér verulegan samgang milli okkar heim- ila á Selfossi. Var ákaflega notalegt að koma í Dælengi 2 til Guðna og Val- gerðar. Var ljóst hvaða hlut húsfreyj- an átti að því máli með myndarlegum góðgerðum og hlýlegri framkomu þannig að þar leið okkur Kristínu æv- inlega sem við værum heima hjá okk- ur. Það var eftirtektarvert hversu Valgerður hafði næmt auga fyrir hreinlæti og reglusemi og áreiðan- lega vandaverk að finna nokkuð úr lagi gengið á hennar heimili og svo ekki sé minnst á ryk og rusl. Lóðin með grasflöt, trjám og runnum var sameiginlegt stolt þeirra hjóna og umhirðan mjög í stíl við heimilið. Þegar hér var komið höfðu þau Valgerður og Guðni komið upp þrem- ur mannvænlegum sonum og auð- fundið að hugur Valgerðar var mjög með þeim og þeirra fjölskyldum og þau fjölskyldutengsl rækt af mikilli alúð og umhyggju. Gunnari syni þeirra höfðum við Kristín lítillega haft kynni af áður, ég í gegnum ágæt samskipti við Teiknistofu SÍS og síð- ar Nýju teiknistofuna og Kristín reyndist eiga þarna gamlan skóla- bróður frá Vestmannaeyjum. Valgerður var skýr og greind kona og auðvelt að gleyma tímanum á samverustundum með þeim hjónum. Umræðuefni skorti ekki, fjölskyld- urnar, kaupfélagsstarfið, héraðsmál, landsmál. Valgerður var vel heima í öllum málum og áhugasöm, sanngjörn en ákveðin í sínum skoðunum. Eins og Guðni var Valgerður vinnandi hjá Kaupfélagi Árnesinga á fyrri hluta míns starfstíma þar og var hinn ágætasti starfskraftur, bæði dugleg og samviskusöm. Á þeim tíma fór verulega að þjaka hana liðagigt sem fór illa með hendur hennar, dálítill forsmekkur að löngu og ströngu heilsuleysi sem varð óhjákvæmilega átakanlegt böl fyrir Valgerði þrátt fyrir allan þann styrk sem eiginmað- ur og aðrir nánustu sýndu henni í þeim veikindum. Auðvelt er að gleðjast yfir góðum kynnum í minningunni eins og heim- sóknum á gamlárskvöldum á Selfossi þegar gleðin var einráð og fjörlegum bridskvöldum þar sem hæfileikar Valgerðar fengu vel að njóta sín. Þá höfðu Valgerður og Kristín oft og einatt margt um að ræða sín á milli og hvor annarri að sýna úr safni ým- issa hannyrða. Voru þau samskipti Kristínu ákaflega mikils virði. Góðir gripir frá Valgerði og Guðna prýða heimili okkar en vænst þykir okkur um mylluna á lóðinni okkar sem er með myndarlegum vindspaða og sómir sér vel ár eftir ár. Svo sem gerist þegar eiginmenn eru mikið á ferð og flugi í annasöm- um störfum hefur heimilishald og barnauppeldi væntanlega töluvert mikið mætt á Valgerði í hennar bú- skap. Óþarfi er fyrir þá sem kynntust henni að brjóta heilann um það hversu til hafi tekist. Við sáum á Sel- fossi að hún var manni sínum stoð og stytta og hæfilega stjórnsöm svo sem við karlmenn þurfum gjarnan á að halda og metum mikils. Eftir að við Kristín höfðum flutt í Mosfellsbæinn og Guðni og Valgerð- ur í Kópavoginn, sáum við þau sjaldnar. Við höfðum þó tíðar fregnir af versnandi heilsufari Valgerðar og áhyggjum Guðna í því sambandi. Hans aðhlynning og umönnun var aðdáanleg og nánast batt hann við heimilið síðustu árin þar sem ævin- lega hafði forgang að vera hjá Val- gerði eða koma daglega í þær sjúkra- stofnanir þar sem hún dvaldist. Baráttan var raunaleg þegar stað- an var orðin þannig að ekki var von um bata og ekkert sem tapaðist heilsufarslega, kæmi til baka. Slíkt hlaut að reyna mikið á sjúkling og að- standendur og valda sárri sorg milli ástvina. Að leiðarlokum þökkum við Krist- ín fyrir það að hafa þekkt þessa traustu og virðingarverðu konu og biðjum Guð að gefa Guðna og fjöl- skyldunum styrk í þeirra sorg og eft- irsjá. Sigurður Kristjánsson. VALGERÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HALLDÓRS STEINSEN læknis, Tjarnarflöt 11, Garðabæ. Alúðarþakkir til starfsfólks Vífilsstaða fyrir ómetanlegan stuðning síðast- liðið ár. Steinunn Lárusdóttir Steinsen, Kristín Lilja Steinsen, Helmut Schuehlen, Vera Ósk Steinsen, Halldór Steinn Steinsen, Þóra Brynjúlfsdóttir, Rut Steinsen, Ingvar Guðmundsson, og barnabörn. Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐBJÖRG R. BERGSVEINSDÓTTIR, Brautarlandi 19, Reykjavík, sem lést þriðjudaginn 1. febrúar sl., verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 14. febrúar kl. 13.00. Þorbjörg L. Marinósdóttir, Sigfríður L. Marinósdóttir, Grétar L. Marinósson, Karl L. Marinósson, Dóra S. Júlíussen, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.