Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 52
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes GRETTIR! BORÐAÐIR ÞÚ ALLAR ÞRJÁR KÖKURNAR SEM ÉG BAKAÐI!?! NEI BARA TVÆR OG HÁLFA HENNI Á EFTIR AÐ LÍÐA BETUR NÚNA ÉG ER BÚINN AÐ TÝNA 10 KALLINUM MÍNUM HVAR TÝNDIRÐU HONUM? EINHVERS STAÐAR Í SNJÓNUM VIÐ VERÐUM AÐ BÍÐA ÞANGAÐ TIL SNJÓRINN BRÁÐNAR BÍÐA ÞANGAÐ TIL SNJÓRINN BRÁÐNAR?! ÞETTA ERU 10 KRÓNUR!! Risaeðlugrín © DARGAUD SLÍPAÐIR STEINAR! SLÍPAÐIR STEINAR! ! ! FALLEGIR OG STERKIR STEINAR! ÞETTA ERU FLOTTIR STEINAR ÉG HEF ALDREI SÉÐ SVONA SLÉTTA STEINA HVERNIG GERIRÐU ÞETTA? ÞAÐ ER LEYNDARMÁL ÞETTA VAR AÐ KOMA Í DAG OG ER HANDGERT. EINSTAKT TÆKIFÆRI ÉG TEK 10 STYKKI 20 STYKKI ÉG VIL FÁ 50. ÞETTA VERÐUR BRÚÐARGJÖF HMMM!! SEGÐU OKKUR LEYNDARMÁLIÐ! HVERNIG GERIRÐU ÞESSA FALLEGU STEINA? GERÐU ÞAÐ ÞETTA ER LEYNDARMÁL! FARIÐ BURT!! ÞAÐ ER BANNAÐ AÐ ELTA MIG TIL ÞESS AÐ KOMAST AÐ ÞVÍ HVAÐ ÉG GERI, ÞVÍ ÞETTA LEYNDARMÁL BER MEÐ SÉR HRÆÐILEG ÁLÖG! EF ÞIÐ ÓHLÝÐNIST ÞÁ MUN ELDUR JARÐARINNAR GJÓSA UPP ÚR DJÚPINU OG LANGT UPP Í HIMININN OG BRENNA ALLT Í KRINGUM SIG AÐ YKKUR MEÐTÖLDUM VARIÐ YKKUR! framhald ... Dagbók Í dag er föstudagur 11. febrúar, 42. dagur ársins 2005 Víkverji hafði allt áhornum sér í síðustu viku yfir fyrirtækjum, sem vilja ekki láta beygja nafnið sitt. Nú er hann í vondu skapi yfir fyrirtækjunum, sem vilja ekki láta stafsetja nafnið sitt rétt. Víkverji skilur satt að segja ekki alveg hvert mál- og textavitund markaðs- fólks og ímyndarsmiða íslenzkra fyrirtækja er að fara. Sennilega eitt- hvert þangað, sem þarf öflugan drullusokk til að ná henni upp. x x x Nokkur dæmi: Fyrirtækið Visa Ís-land vill láta kalla sig VISA Ís- land. Tölvumyndir vilja heita Tölvu- Myndir. Og svo er það móðurfyrirtæki Íslenzkrar erfða- greiningar, sem skrifar sig de- CODE, að ógleymdri Reykjavík- urAkademíunni. Það eru sennilega ekki margir íslenzkufræðingar í þeirri akademíu. x x x Hver eru eiginlega rökin fyrir aðnota ekki almennar stafsetning- arreglur um há- og lágstafi? Vík- verja grunar að auglýsingateikn- arar séu sökudólgarnir. Þeir hafa teiknað merki fyrir fyrirtækin, þar sem þeir leika sér með letur og breyta lágstöfum í hástafi eða öfugt, af því að þeim finnst það smart og sniðugt. Sjálfsagt getur það verið það, en það er auðvitað fárán- legt að breyta stafsetn- ingu á fyrirtækjanöfnum í texta þar sem hvorki merkið né letrið í því er notað. x x x Halda fyrirtæki, sem vilja ekkiláta beygja nöfnin sín eða staf- setja þau rétt, að þau hafi engin áhrif á málvitund almennings? Hvað ef allir tækju þetta nú upp eftir þeim? Ætli VÍKVERJI myndi ekki bara segja upp hjá árvakur og hætta að láta ljós sitt skína í Morg- unBlaðið? x x x Að lokum framlag í keppnina „ger-ið sem flestar villur í fáum lín- um“, af heimasíðu Avis-bílaleig- unnar: „Vantar þér bíl í nokkra daga í senn? Ef svo er þá erum við svarið – þú færð bestu verðin hjá okkur.“ Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is     Nóaborg | Þau voru ófá börnin sem horfðu á í forundran þegar tónlistarmað- urinn Guðjón Rúdólf og danskir félagar hans í Víkingahljómsveitinni komu í heimsókn á leikskólann Nóaborg. Þar dvöldu þeir um stund og sungu fyrir börnin, sögðu sögur og dönsuðu með þeim. Í lokin fengu börnin tækifæri til að prófa hljóðfærin og hafa nokkur án efa smitast af tónlistarbakteríunni við þá reynslu. Morgunblaðið/Golli Víkingahljóðfærin gaumgæfð MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Í bili virðist allur agi að vísu ekki vera gleðiefni, heldur hryggðar, en eft- ir á gefur hann þeim, er við hann hafa tamist, ávöxt friðar og rétt- lætis. (Hebr. 12, 11.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.