Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 44
Hún langamma er farin
til Guðs og á ég eftir að
sakna hennar. Alltaf var
kexið og dótakassinn til
þegar ég og mamma kom-
um í heimsókn. Hún gaf
mér Barbie og eyrnalokk-
ana í jólagjöf og ætla ég að
passa það vel.
Við mamma sendum sam-
úðarkveðjur til ömmu Rut-
ar, Siggu frænku og elsku
pabba.
Rut Sumarrós.
Elsku langamma, þú
varst alltaf svo góð við mig
þegar ég kom í heimsókn til
þín. Ég man alltaf eftir
dótakassanum sem þú hafð-
ir þar sem ég gat fundið
hann til að leika mér.
Mér finnst svo skrítið að
þú sért farin frá okkur og
að ég geti ekki heimsótt þig
aftur. Þú ert búin að vera
mikið veik, en ég veit að
núna líður þér vel. Ég
sakna þín mikið en ég veit
að við eigum eftir að hittast
aftur.
Þinn langömmudrengur
Daníel Ingi.
HINSTA KVEÐJA
44 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Una Magnús-dóttir fæddist í
Stóra Rimakoti í
Djúpárhreppi í
Rangárvallasýslu
23. okt 1917. Hún
lést á Hjúkrunar-
heimilinu Eir
fimmtudaginn 3.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Anna Péturs-
dóttir húsfreyja, f.
27.7. 1892, d. 25.9.
1975, frá Stóra
Rimakoti, og Magn-
ús Stefánsson bóndi,
f. 15.5. 1892, d. 18.5. 1974, frá
Borg í Djúpárhreppi. Anna og
Magnús bjuggu fyrst í Húnakoti í
Þykkvabæ, en fluttu síðar að
Ráðagerði í Vetleifsholtshverfi og
síðar að Vetleifsholti í Ásahreppi í
Rangárvallasýslu. Árið 1946
fluttu þau að Sólvöllum á Seltjarn-
arnesi. Systkini Unu eru: Þor-
björg, f. 27.11. 1914, d. 24.7. 1984;
Sigríður Anna, f. 30.9. 1919; Krist-
1972, sambýlismaður Tómas, f.
1970. Hennar börn Glódís Brá, f.
1996 og Unnur Ösp, f. 1999. 2)
Þórdís, f. 19.11. 1956, maki Björn
Björnsson, f. 8.1. 1957. Þeirra
börn eru: a) Kristín Elfa, f. 1975,
sambýlismaður Oddur, f. 1975,
hennar dóttir er Una Dís, f. 2000.
b) Björn, f. 1980, sambýliskona
Edda, f. 1978. 3) Magnús Smári, f.
24.6. 1959, maki Ósk Jónsdóttir, f.
1959, þeirra börn eru: a) Elmar, f.
1984, unnusta Linda, f. 1986. b)
Ernir, f. 1993. c) Salka Arney, f.
1997. d) Kolka Máney, f. 1997.
Fyrir átti Magnús Hinrik Inga, f.
1979.
Una og Ninni hófu búskap í
Mjóuhlíð 12 í Reykjavík. Árið
1958 eignuðust þau íbúð á Hlíð-
arvegi 52 í Kópavogi og bjuggu
þar í níu ár uns þau reistu sér ein-
býlishús í Heiðarbæ 7 í Árbæjar-
hverfi. Una vann ýmis störf á
unga aldri, þó aðallega við fata-
saum. Eftir að hún giftist helgaði
hún sig heimilisstörfum og upp-
eldi barna sinna. Fyrir fjórum ár-
um veiktist Una og fljótlega eftir
það fluttist hún á Hjúkrunarheim-
ilið Eir.
Útför Unu verður gerð frá Ár-
bæjarkirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 15.
ín María, f. 17.6. 1921,
d. 14.1. 2005; Þóra, f.
19.3. 1923; Pálína Sig-
urbjört, f. 3.11. 1926,
d. 21.10. 2000; Jóhann
Kristinn, f. 18.12.
1933; og Helga Karol-
ína, f. 24.11. 1936.
Hinn 21. maí 1956
giftist Una Kristni
Ingvari Ásmundssyni
pípulagningarmanni
frá Akranesi, f. 5.4.
1929. Foreldrar hans
voru Halldóra Gunn-
arsdóttir húsfreyja, f.
29.9. 1907, d. 1.9.
1977, og Ásmundur Ingimar
Bjarnason fiskmatsmaður, f. 11.7.
1903, d. 1.1. 2000. Una eignaðist
þrjú börn, þau eru: 1) Jack Unnar,
f. 3.8. 1943, maki Þórdís Þor-
bergsdóttir, f. 18.4. 1945. Þeirra
börn eru a) Helena, f. 1962, maki
Lárus Karl, f. 1959. Þeirra börn
eru Ellen, f. 1984, Ingi, f. 1986,
Dagur, f. 1995 og Bjarki, f. 1995.
b) Eyþór, f. 1964. c) Una Björk, f.
Með hlýhug og þakklæti í hjarta
kveð ég þig, elsku mamma.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Guð geymi þig.
Þinn sonur
Magnús.
Fallin er frá tengdamóðir mín
Una Magnúsdóttir södd lífdaga og
er stutt stórra högga á milli því að-
eins eru 20 dagar milli þín og Mar-
íu systur þinnar og held ég að þú
hafir sjálf valið að þinn tími væri
kominn. Þá gætuð þið systurnar
sem farnar eruð eins og vinkonur
þínar hist á ný og átt yndislegar
stundir, sem voru ekki orðnar
margar eftir hérna í jarðnesku lífi.
Þú naust forréttinda í lífinu, heilsu-
hraust, falleg, vinsæl og glaðvær,
þó svo að erfiðleikar hafi auðvitað
líka bankað upp á hjá þér eins og
flest öllum sem fæddir eru á fyrri
hluta síðustu aldar. Þú eignaðist
son þinn Jack Unnar þegar þú
varst ung og voruð þið lengi vel ein
og mynduðust þá mjög sterk bönd
milli ykkar og átti hann alla tíð
mjög stóran sess í hjarta þínu.
Seinna kynntist þú svo Kristni
Ingvari eiginmanni þínum og sam-
an eignuðust þið Þórdísi og Magn-
ús Smára. Þið Ninni eins og hann
var alltaf kallaður komuð ykkur
upp fallegu heimili í Heiðarbæ 7
þar sem þér leið vel og þú naust
þess að vinna í garðinum og allt
blómstraði í höndunum á þér. Eins
varst þú höfðingi heim að sækja.
Þú naust þess að ferðast og
renna fyrir fisk. Fyrst var farið í
tjaldútilegur en þegar börnin voru
farin að heiman fóruð þið Ninni á
ferðabílnum um landið þvert og
endilangt og var næstum hver
helgi notuð allt sumarið til útivist-
ar á ferðabílnum, við veiðar og er
með ólíkindum hve veiðigyðjan var
ykkur hliðholl.
Þegar Magnús sonur þinn kynnti
okkur tókstu mér opnum örmum
og fann ég að alltaf var ég velkom-
inn til þín.
Fyrir nokkrum árum veiktist þú
svo alvarlega og eins og þú sjálf
sagðir frá sástu ljósið og hittir vin-
konu þína sem farin er yfir, en þú
varst send til baka þá. En eftir
þetta var heilsan aldrei söm. Nú
veit ég að þér líður vel. Megi guð
geyma þig. Um leið og ég þakka
liðnar stundir votta ég eiginmanni
og öðrum ástvinum Unu Magnús-
dóttur innilega samúð.
Ósk Jónsdóttir.
Í dag þegar við kveðjum ömmu
Unu vakna minningar frá liðinni
tíð. Við systkinin nutum þess hve
lagin amma var í höndunum enda
báru flestar jóla- og afmælisgjafir
þess merki, þar sem í pökkunum
leyndust heimasaumuð föt ásamt
einhverjum skemmtilegum leik-
föngum sem glöddu lítil hjörtu.
Amma var einstaklega gestrisin
kona og svignuðu borðin ávallt
undan alls kyns kræsingum þegar
hún og Ninni voru heimsótt og átti
hún það til að grínast með það ef
einhver fékk sér ekki þrisvar á
diskinn: ,,Hvað, er þetta vont hjá
mér?“ en því var öðru nær enda
var hún listakokkur. Það var alltaf
gaman að heimsækja ömmu og
kvaddi maður hana yfirleitt létt-
stígur og fullur sjálfstrausts því
hún átti einstaklega auðvelt með að
hrósa fólki og láta því líða vel.
Amma var mikill náttúruunnandi
og voru þær ófáar ferðirnar sem
hún og Ninni fóru í um landið og
var veiðistöngin ávallt með í för
enda var veiði sameiginlegt áhuga-
mál þeirra beggja.
Síðustu árin fór heilsu ömmu
mjög hrakandi og var hún búsett á
hjúkrunarheimilinu Eir undir það
síðasta.
Þó hvíldin væri kærkomin er þó
ætíð erfitt að sjá á bak ástvini en
við huggum okkur við minningarn-
ar frá liðinni tíð.
Að lokum viljum við senda
Ninna, eftirlifandi eiginmanni
hennar og ástvinum innilegustu
samúðarkveðjur okkar.
Hvíl í friði, elsku amma.
Helena, Eyþór og Una Björk.
Elsku amma Una. Það er erfitt
að þurfa að kveðja en það hjálpar
þó að eiga eins margar og góðar
minningar og ég á um þig.
Ég byrjaði nú ævi mína á að búa
með mömmu og pabba heima hjá
þér og afa Ninna, en eftir að við
fluttum var alltaf svo notalegt að
koma til ykkar og ófáar ánægju-
stundirnar sem ég átti með ykkur í
Heiðarbænum.
Það var alltaf svo gott að koma í
kleinur, pönnsur eða jólaköku hjá
þér og afa og á sumrin var svo
gaman að leika sér í fallega garð-
inum ykkar og ekki skemmdi það
fyrir að fá að busla í baðinu úti á
góðum degi. Þú og afi voruð dugleg
að ferðast og það var yndislegt að
fá að fara með ykkur í ferðalög á
gula rúgbrauðinu og aldrei var lagt
upp í ferð öðruvísi en að þú lumaðir
á smá brenni til að sjúga á leiðinni.
Elsku amma mín, þú varst alltaf
svo fín og sæt og varst ávallt að
söngla hin ýmsu lög við verkin þín.
Þín verður sárt saknað um alla
tíð og tíma og Una Dís dóttir mín
mun ávallt minna mig á þig.
Það eru ekki nema tæpar þrjár
vikur síðan ég sat í kirkjunni við
jarðarför Maju systur þinnar og ég
veit að nú ert þú komin á góðan
stað við hennar hlið.
Elsku amma mín, ég vil þakka
þér fyrir allar góðu stundirnar,
minningarnar og allt sem þú
kenndir mér.
Víða til þess vott eg fann,
þó venjist oftar hinu,
að guð á margan gimstein þann
sem glóir í mannsorpinu.
Einn, þó nafn sitt feli fjær,
fagrir geislar prýða.
Dyggðin aldrei dulist fær,
UNA
MAGNÚSDÓTTIR
✝ Svanborg Sum-arrós Tryggva-
dóttir fæddist í
Reykjavík 14. júlí
1938. Hún varð
bráðkvödd á heimili
sínu, Aðalstræti 8,
mánudaginn 31. jan-
úar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Sigríður Sal-
björg Guðmunds-
dóttir frá Litla
Kambi, f. 13 3. 1916,
d. 25.12. 1982 og
Tryggvi Jónsson frá
Arnarstapa, f. 20.
ágúst 1911, d. 13. 4. 1994. Systk-
ini Svanborgar eru Guðrún, f. 4.1.
Daníel Ingi, f. 21.12. 1996, Rut
Sumarrós, f. 15. 3. 2001. Kristján
Fannar Markússon, f. 11. 12. 1980
og Svanur Bergsteinn Markús-
son, f. 19.09. 1984.
Hinn 14. júlí 1968 giftist Svan-
borg Eyjólfi Þórðarsyni frá
Goddastöðum í Dalasýslu en þau
skildu.
Sambýlismaður Svanborgar
undanfarin ár var Hreinn Steins-
son, f. 2.9. 1934. Hreinn á þrjú
börn af fyrra hjónabandi en þau
eru: Steinunn, Anna Sigrún og
Vilhjálmur.
Svanborg átti heima í Ólafsvík
þar til 1967 en þá flutti hún í
Dalasýslu. Þar bjó hún í nokkur
ár ásamt manni sínum og dætr-
um. Bjó síðan alla tíð í Reykjavík
fyrir utan nokkur ár á Akranesi.
Svanborg var lærður sjókokkur
og vann við margvísleg störf sem
tengdust sjó og matargerð.
Útför Svanborgar verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 11. Jarðsett
verður á Hellnum.
1940, Ólafur, f. 26. 4.
1941, d. 30. 1. 1990,
Lárus, f. 26. 3. 1946
og Jón, f. 6. 3. 1959.
Svanborg átti tvær
dætur með Braga
Eyjólfssyni en þær
eru: Sigríður Heiða, f.
21.8. 1958, gift Ágústi
Jörgenssyni, f. 13.11.
1958. Börn þeirra
eru; Jörgen Már, f. 9.
10. 1990 og Júlía Rut,
f. 10. 11. 1995. Rut, f.
30.9. 1959, gift Mark-
úsi Kristjánssyni, f.
13. 7. 1961. Synir
þeirra eru: Eyjólfur Bragi Lárus-
son, f. 5. 10. 1977; börn hans eru
Elsku tengdamamma.
Þá er komið að því að kveðjast,
miklu fyrr en ætlað var þó að
Bogga væri búin að vera lasin und-
anfarin ár. Slæm lungnaþemba var
verst en það var hjartað sem gafst
snögglega upp þann 31. janúar síð-
astliðinn. Hún hafði verið í mat hjá
okkur kvöldið áður og verið hress-
ari en um langt skeið. Júlíu Rut
spilaði á þverflautuna sína fyrir
ömmu og höfðu báðar jafn gaman
af. Liðin eru um þrjátíu ár frá því
að ég hitti Boggu fyrst. Þá 17 ára
gæi með grasið í skónum á eftir
eldri dótturinni og það vantaði
ekkert upp á móttökurnar. Frá
fyrstu stundu var eins og ég hefði
eignast annað heimili. Stjanað var
í kringum mig á alla vegu og mat-
urinn ekki af lakari endanum,
veisluborð í hvert mál enda konan
kokkur hinn besti.
Svo kom Markús tengdasonur
númer tvö til sögunnar þegar
yngri dóttirin hún Rut smaug í
hnapphelduna. Bogga átti ekki til
nógu mörg og góð orð til að lýsa
því hversu heppin hún hefði verið
með tengdasyni. Hún þreyttist
ekki á að segja að við værum syn-
irnir sem hún ekki fékk og að það
væri bannað að skila dætrunum.
Bogga var félagslynd og hlát-
urmild kona. Hún fylgdist vel með
öllum í ættinni, þekkti afmælis-
daga allra og vissi hver var stadd-
ur hvar og giftur hverjum. Þessari
yfirsýn glataði Bogga aldrei þótt
heilsan sviki hana og hún væri
bundin við súrefniskút síðasta ár-
ið. Þá notaði hún símann til að
halda utan um alla þræðina. Þann-
ig fann maður ávallt fyrir vænt-
umþykjunni sem einkenndi Boggu.
Fjölskyldunni á Otrateignum á
eftir að bregða við næstu daga og
vikur þegar númerið hennar hætt-
ir að birtast á númerabirtinum.
Sérlega eiga þær mæðgur Sigga
og Júlía Rut eftir að finna fyrir
þessu því þær voru duglegri í
spjallinu en við feðgarnir. Ég óska
þess í dag að ég hefði verið dug-
legri í símanum en svona er lífið,
manni dettur aldrei í hug að stutt-
ur tími geti verið eftir til sam-
skipta.
Mig langar að lokum að þakka
Boggu fyrir samfylgdina og hrósa
henni fyrir hversu góð tengda-
mamma hún var. Hvíl í friði elsku
Bogga.
Ágúst Jörgensson.
Elsku amma.
Mér þykir leiðinlegt að þú ert
dáin. Alltaf þegar síminn hringir
heima hjá mér þá hleyp ég í sím-
ann og vona að það sért þú en þá
man ég að þú ert farin til Guðs.
Mér fannst gott að geta spilað fyr-
ir þig á þverflautuna mína kvöldið
áður en þú dóst. Ég vona að engl-
arnir spili fallega fyrir þig á hörp-
urnar sínar í himnaríki.
Mér fannst gaman að koma í
matarboðin til þín og þegar skatan
var þá fékk ég alltaf eitthvað ann-
að sem mér fannst gott. Amma
mín, ef það eru símar í himnaríki
þá vona ég að þú reynir að hringja
í mig.
Ég mun alltaf sakna þín og
elska þig. Hafðu það gott í himna-
ríki.
Þín
Júlía Rut.
Alltaf er jafn sárt að fá tilkynn-
ingu um að einhver nákominn sé
farinn jafnvel þó heilsan hafi ekki
verið upp á marga fiska. Elsku
systir, núna ert það þú sem færð
að leggja í langferðina. Það var
ekki vafi í þínum huga að það væri
líf að loknu þessu, það höfum við
oft rætt. Dulræn mál, sem við köll-
uðum alltaf handleiðslu, þau voru
alveg á hreinu.
Þegar litið er yfir æviskeiðið þá
SVANBORG
SUMARRÓS
TRYGGVADÓTTIR
Eiginmaður minn og stjúpfaðir,
PÁLL PÁLSSON
frá Smiðsgerði,
Gilstúni 16,
Sauðárkróki,
verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju
laugardaginn 12. febrúar kl. 14.00.
Ástdís Stefánsdóttir,
Örn Jónsson.