Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2005 31
UMRÆÐAN
UM þessar mundir
eru landsmenn að fá
álagningaseðla fast-
eignagjalda í hendur.
Í Garðabæ er algengt
að álögð fast-
eignagjöld á hvern
eiganda íbúðarhúss
hækki um 24–28% frá
fyrra ári. Munar þar
mjög um hækkun hol-
ræsaskattsins úr
0,07% af fast-
eignamati í 0,13%, en
ekki verður litið fram
hjá því að mikil
hækkun fast-
eignamatsins skilar
markvert auknum
tekjum til bæjarins.
Sú leið sem mörg
sveitarfélög gripu til
eftir að hækkun fast-
eignamatsins var ljós
var að koma til móts
við þessa út-
gjaldaaukningu íbúa
með lækkun álagning-
arprósentunnar. Slík
ráðstöfun var ekki
rædd í Garðabæ.
Enn verra er þó
látið með atvinnu-
rekstur í bænum því fyrir
skemmstu samþykkti Sjálfstæð-
isflokkurinn hækkun fast-
eignaskatta fyrirtækja um 47%. Nú
er svo komið að fasteignaskattur
atvinnuhúsnæðis er hærri í Garða-
bæ en t.a.m. í Hafnarfirði, en um
árabil var það yfirlýst stefna að
búa fyrirtækjum betri starfs-
grundvöll með umtalsvert lægri
fasteignasköttum en nágrannasveit-
arfélögin. Sá tími er liðinn. Þessar
hækkanir eru meiri en dæmi eru
um í seinni tíð í Garðabæ.
Það er athyglisvert að á sama
tíma og álagningarprósenta út-
svarsins er látin halda sér hækka
fasteignagjöldin og
gefa af sér mynd-
arlegan tekjuauka.
Þeim tekjuauka er ætl-
að að mestu að fara í
niðurgreiðslu skulda
sem safnast hafa upp
hjá bæjarsjóði, mest
allra síðustu ár.
Í þessu sambandi er
það verulegt umhugs-
unarefni fyrir skatt-
greiðendur, sér-
staklega í Garðabæ
þar sem Sjálfstæð-
isflokkurinn ræður
einn ríkjum, að umtals-
verður hluti tekju-
skattslækkunar rík-
isstjórnarinnar á þessu
ári skuli hjá húseig-
endum með með-
altekjur leita úr vösum
þeirra og inn í sjóði
bæjarfélagsins. Hægri
hönd hins opinbera er
með réttu að flytja
fjármuni yfir í þá
vinstri. Á sama tíma
og ríkisstjórnin er að
afnema eignarskatta
stendur Garðabær í
því að auka tekjur sín-
ar af eignarsköttum sveitarfélaga.
Bleik er vissulega brugðið, Sam-
fylkingunni eða öllu heldur Vinstri
grænum hefði verið trúandi til
skattaleikfimi eins og þessarar.
Sjálfstæðisflokkurinn er mikið ólík-
indatól, hefur á stefnuskrá sinni að
lækka skatta, en hækkar þá í
reynd í einu helsta höfuðvígi sínu,
Garðabæ.
Mikil hækkun
fasteignagjalda
í Garðabæ
Einar Sveinbjörnsson
skrifar um skattamál
Einar Sveinbjörnsson
’Á sama tímaog ríkisstjórnin
er að afnema
eignarskatta
stendur Garða-
bær í því að
auka tekjur sín-
ar af eignar-
sköttum sveitar-
félaga.‘
Höfundur er bæjarfulltrúi B-lista,
óháðra og Framsóknarflokks
í Garðabæ.
TVEIR ágætir símamenn hafa
kveðið sér hljóðs á síðum Morg-
unblaðsins og fjallað um ágæti
Símans, varað sveitarfélög við að
hætta sér inn fyrir þau vébönd,
skammað Orkuveitu Reykjavíkur
og varað við aðskilnaði grunnets-
ins frá hinu almenna sölukerfi
símans. Nokkrum atriðum varð-
andi þetta vil ég koma í um-
ræðuna í tilefni þessarar umræðu
og í framhaldi af grein minni sem
birtist í blaðinu á fyrstu dögum
ársins.
Umræður um málefni Símans
og skipulag fjarskipta virðist
annars vegar snúast um vörn
Símans um að grunnnetið eigi að
fylgja fyrirtækinu við sölu þess
og hins vegar ósanngjarna sam-
keppni þeirra sem eru að hasla
sér völl á fjarskiptamarkaði.
Andsvör „hinna“ eru að Síminn
beiti sterkri stöðu sinni til að
halda aftur af nýliðum á mark-
aðnum og að þvinga eigi lands-
menn til að greiða niður fjárfest-
ingar Símans á löngum tíma – á
meðan fátt verði gert í hagnýt-
ingu nýrrar og betri tækni. Og
þegar deilt er um markaðs-
hlutdeild og peninga ganga að
sjálfsögðu allir veginn í þágu al-
mennings.
Nú er Orkuveita Reykjavíkur
að hefja lagningu ljósleiðara á
Akranesi og á Seltjarnarnesi og
fleiri sveitarfélög hafa áhuga á að
slást í hópinn, enda verkefnið
spennandi. Ljósleiðari Orkuveitu
Reykjavíkur býður upp á mikla
bandbreidd, sem tryggir öfluga
flutninga, en Síminn
leggur upp með
ISDN kerfi, sem hef-
ur mun minni flutn-
ingsgetu, en getur
eflaust tryggt
ákveðna þjónustu og
á sumum stöðum
kann sú útfærsla að
gagnast prýðilega.
Framsækin sveit-
arfélög hafa hins
vegar áhuga á því að
nýta í almanna þágu
bestu tækni til að
bæta búsetuskilyrði.
Kosturinn við kerfi OR og skil-
yrði sveitarfélaganna er að ljós-
leiðarinn sé opinn öllum, þ.m.t.
Símanum. Í því sambandi vaknar
að sjálfsögðu sú eðlilega hugleið-
ing að best væri að öflugt dreifi-
kerfi væri betur komið í höndum
sérstaks fyrirtækis þannig að
umferðin um það væri óháð deil-
um um hvort einn aðili umfram
annan nýti sér aðstöðumun til að
halda markaðshlutdeild sinni og
markaðsvirði. Þessi umræða er
því ekki óeðlileg. Orri vinur minn
Hauksson, framkvæmdastjóri
þróunarsviðs Símans, telur að
engin skýr aðgreining sé milli
dreifikerfis og annarra rekstr-
arþátta fjarskiptafyrirtækis. Því
er til að svara að með sama hætti
og í rafmagnsflutningum ætti það
ekki að vefjast fyrir mönnum að
búa til þá skilgreiningu – ef vilji
er til slíks á annað borð. Ef
grunnnetið á hins
vegar að fylgja Sím-
anum við sölu fyr-
irtækisins verður hið
góða fyrirtæki, Sím-
inn, að hafa umburð-
arlyndi til að þola
öðrum aðilum að
leggja sínar flutn-
ingslínur án þess að
gera þá aðila tor-
tryggilega með göml-
um lummum, sem
ótæpilega hafa verið
notaðar á báða bóga í
þessu áróðursstríði.
Að mínu viti væri álitlegt að
skoða sameiginlegt dreifingarfyr-
irtæki í fjarskiptum, sem væri
óháð söluaðilum þeirrar þjónustu
sem um kerfið fer. Það kann að
vera vitlaus skoðun – en ég hef
hana samt.
Í tölublaði Newsweek, dags.
24. jan. sl., er prýðileg umfjöllun
um síma framtíðarinnar og spáð í
framtíðarþróun í símamálum,
sjónvarpi og gagnaflutningum. Í
inngangi þeirrar umfjöllunar er
m.a. sagt að símaþjónusta um
internetið, stafrænn sími, gæti
orðið aðalmálið á næstunni. það
sé ódýrara en hefðbundið kerfi.
Er ekki nauðsynlegt að fá betri
umfjöllun um hvaða straumar og
stefnur eru uppi í fjarskiptum í
stað þess að deila um hvort kop-
ar sé betri en ljósleiðari? Und-
irritaður tók enn eitt stökkið í
tæknivæddan nútímann með því
að hlaða á tölvuna sína svonefndu
Skype, sem unglingarnir þekkja
vel, enda eru þeir almennt á und-
an öðrum í að hagnýta sér sjálf-
sagða tækni. Með þessu ágæta
forriti, sem ekkert kostar, get ég
hringt í son minn í Vermont fyrir
mun minna verð en hefðbundin
símaþjónusta býður upp á – og
viti menn – gæðin á símtalinu eru
meiri en þekkist. Þessi þróun er
kannski hluti af því að hið talaða
orð um fjarskiptalínur verður til
framtíðar ekki lengur sú tekju-
lind sem áður var. Því verður það
e.t.v. svo að umfangsmiklir
gagnaflutningar verði grundvöll-
ur fjarskiptafyrirtækja, eins og
Orkuveita Reykjavíkur hefur
komið auga á. Því er alveg ljóst
að Seltjarnarnesbær og
Akraneskaupstaður og fleiri
sveitarfélög, sem munu fylgja í
kjölfarið, eru á réttri leið með að
tryggja íbúum sínum bestu lausn-
ir sem völ er á.
Skipulag fjarskipta – fram-
þróun eða deila um markað
Gísli Gíslason fjallar
um fjarskiptamarkað ’Að mínu viti væri álit-legt að skoða sameig-
inlegt dreifingarfyr-
irtæki í fjarskiptum,
sem væri óháð sölu-
aðilum þeirrar þjónustu
sem um kerfið fer.‘
Gísli Gíslason
Höfundur er bæjarstjóri á Akranesi.
Úrslitin í enska boltanum
beint í símann þinn flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið