Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 39
oftar ansi glaðlegur, hafði verið að skemmta sér kvöldið áður, við spurð- um hvort eitthvað sérstakt hefði skeð, hann svaraði: „Sigurður bróð- ir, ég er búinn að finna Drottn- inguna.“ Og það voru orð að sönnu, hann var orðinn alvarlega ástfang- inn af einstakri konu, hún er Laufey Kristjánsdóttir og kom frá Vest- mannaeyjum, hún átti þrjú mann- vænleg börn, þau Margréti, Ellu Kristínu og Jóhann, og fluttu þau til Birgis, sem þá bjó með móður sinni í Norðtungu. Allt gekk vel og tengda- móðir mín var mjög sátt við ráða- haginn. Birgir reyndist börnum Laufeyjar sem besti faðir alla tíð og þótti vænt um þau sem sín eigin. Birgir og Laufey eignuðust saman tvö börn, þau Hannes Viktor og Mörtu Maríu, bæði tvö yndislegar manneskjur. Eftir að Sigurður bróðir hans lést var Birgir fastur punktur í lífi barnanna hans, hann hringdi til þeirra, spurði frétta, hvernig gengi, t.d. hvenær ætti að ferma eða skíra, hvernig gengi í prófum eða yfirleitt í lífinu, fylgdist með. Enda þótti þeim undur vænt um hann frænda sinn. Birgir hefur barist í fleiri ár við mjög erfiðan sjúkdóm, gengist undir margar aðgerðir og oft hefur verið tvísýnt um líf hans, en lífsviljinn var sterkur og hann barðist áfram með ótrúlegu æðruleysi og reyndi alltaf að vera glaður og trúði því að nú færi allt að batna. Og við hlið hans stóð Laufey vakin og sofin að gera honum lífið léttbærara, lagði á sig ómælda vinnu og óeigingjarna sem var sann- arlega ekki heiglum hent eins veikur og hann var oft. En nú varð hann að beygja sig undir þann eina allsherjar dóm sem við þekkjum. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi að morgni föstudagsins 4. febrúar s.l. Ég og börnin mín vottum Lauf- eyju, börnum og fjölskyldum þeirra öllum okkar dýpstu samúð, það er erfitt að takast á við lífið að nýju eft- ir fráfall ástvinar en það tekst með guðs hjálp og með glaðværð Birgis og bjartsýni að leiðarljósi. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjar dóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni og nú ertu genginn á guðanna fund, það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingr.) Við þökkum samfylgdina. Svala Ívarsdóttir og börn. Eftir langa og harða baráttu við óvæginn sjúkdóm hefur hetjan okk- ar, Birgir Hannesson, fallið frá, langt fyrir aldur fram. Mikið höfum við dáðst að þessum manni, dugnaði hans og kjarki. Með bjartsýnina að vopni og jákvæðu hugarfari barðist hann uns yfir lauk, sló jafnan á létta strengi þó sárþjáður væri oft og gerði að gamni sínu. Af Birgi mætti draga mikinn lærdóm, hann tók því sem að höndum bar af miklu æðru- leysi, tókst alltaf að sjá björtu hlið- arnar og gafst aldrei upp. Hindranir voru bara eitthvað sem þurfti að yf- irtíga, svo einfalt var það. Kynni okkar við Birgi og fjöl- skyldu hans hófust fyrir rúmum sex árum síðan þegar afastrákurinn hans kom inn í fjölskyldu okkar. Okkur varð það fljótt ljóst hve nánir þeir nafnar voru og hve sterkur hlekkur Birgir var í lífi fjölskyldu sinnar. Birgir fylgdist náið með nafna sínum í leik og starfi, hvatti hann áfram og stappaði í hann stál- inu. Ef plönin ætluðu ekki að ganga upp hjá þeim yngri, var viðkvæðið gjarnan hjá Birgi eldri: „Það gengur bara betur næst, vinur minn.“ Þann- ig var Birgir, aldrei að æsa sig yfir hlutunum. Birgir hafði einstaka kímnigáfu og skemmtilegan frásagnarhæfileika. Hann átti ekki í vandræðum með að setja sögur í búninginn og glæða þær lífi. Meiri húmoristi var vand- fundinn og jákvæðari manni höfum við ekki kynnst. Birgir og konan hans Laufey voru sannkallaðir höfðingjar heim að sækja, hann var í essinu sínu þegar húsið iðaði af lífi og borðin svignuðu undan kræsingunum. Þarna fann maður sig velkominn og notalegt var að koma til þeirra. Birgir var umvafinn góðri og sam- heldinni fjölskyldu allt til hinsta dags, hann var líka stoltur af þessum stóra hópi. Hans er nú sárt saknað og hefur stórt skarð verið höggið í fjölskylduna. Elsku Laufeyju, sem hefur staðið hefur eins og klettur við hlið hans í löngum veikindum og fjölskyldunni allri, vottum við okkar innilegustu samúð. Minning Birgis mun lifa áfram í afkomendum hans og í hug- um okkar hinna sem vorum svo heppin að fá að kynnast honum. Þorleifur og Ingibjörg. „Frjálsir menn í frjálsu landi“, hljómar ekki lengur. Rödd hans er þögnuð. Langri baráttu er lokið. Birgir, vinur minn, Hannesson er fallinn frá. Akranes hefur misst einn af sínum bestu sonum. Ég kynntist þessum glaðbeitta höfðingja þegar æskuvinkona mín úr Eyjum, Laufey Kristjánsdóttir, giftist honum og hóf með honum búskap. Kynni okkar breyttust fljótlega og urðu að vin- áttu sem entist allt til þess síðasta er hann féll frá, langt fyrir aldur fram á sextugasta og fjórða aldursári. Það má með sanni segja um Birgi að hann var vinur vina sinna, gjafmild- ur, kátur og hlýr. Það var afskaplega gaman að vera nálægt honum, því frá honum geislaði atorka og gam- ansemi og heimspeki hans var heim- speki þess manns sem fylgdist með öllu sem var að gerast í kring um hann, lesandi blöð og hlustandi á fréttir. Hann var margfróður um ís- lenska atvinnuhætti og lagði gjörva hönd á margt um ævina og þar sem annars staðar sýndi hann dugnað og áhuga og hann þótti með afbrigðum úrræðagóður. Enginn gekk bónleið- ur til búðar þar sem Birgi var að mæta og uggir mig um að ekki hafi hann alltaf gengið hart að viðskipta- mönnum sínum þegar kom að gjald- daga fyrir unnin verk. Hann var höfðingi heim að sækja og sá til þess að aldrei skorti birgðir, hvorki í mat né drykk, og ekki var það verra að Laufey, kona hans, var sama sinnis og veislur þeirra og höfðingsskapur eru þeim minnisstæð sem þær sátu og nutu. Minningar um samveru með þeim hjónum í gegn um árin sækja á á stundum sem þessum og það var sko oft glatt á hjalla þegar komið var saman og Eyjalögin kyrjuð og Birgir sat brosandi og hlustaði á og til að halda uppi heiðri Skagans söng hann Kátir voru karlar á móti, þegar „Kirkjubæjarskríllinn“ hafði lokið sér af. Já, þær eru ljúfar minning- arnar um hann Birgi og ég mun svo sannarlega sakna vinar í stað. Með- an enn verður góðs manns getið í landi voru mun ég minnast Birgis Viktors Hannessonar. Hafi hann þökk fyrir samfylgdina. Ég sendi eiginkonu, börnum og ættingjum öllum mínar innilegustu samúðarkveðjur og Magga mín bið- ur að heilsa. Arnar Einarsson, skólastjóri á Þórshöfn. Fallinn er í valinn mikill öðlingur, Birgir Hannesson eða Biggi í Norð- tungu eins og hann var ávallt kall- aður. Hann hafði átt við mikil veik- indi að stríða um margra ára skeið en bjartsýni hans, hetjulund og trú á lífið gerðu honum þrautirnar bæri- legri. Aldrei heyrði ég hann kvarta þótt hann væri sársjúkur og dveldist ýmist heima hjá sér eða á sjúkra- húsum. Við Birgir vorum nágrannar um 35 ára skeið og tókst með fjölskyld- um okkar vinátta sem aldrei hefur fallið skuggi á. Ávallt var mjög gott að koma á heimili hans og ræða um þau mál sem efst voru á baugi hverju sinni. Fórum við alltaf bjartsýnni á lífið og tilveruna eftir þær heimsókn- ir. Við komum þar raunar flesta daga nú í seinni tíð þegar hann var heima. Mér er minnisstæð ferð sem við fórum saman upp í Borgarfjörð í sumar sem leið ásamt vini okkar, Sigvalda Jónssyni, en hann var mjög ötull við að heimsækja Birgi og létta honum stundirnar. Í ferðinni voru rifjaðar upp margar skemmtilegar sögur og oft var farið á flug í þeim frásögnum. Já, margs er að minnast þegar góðs drengs er getið. Elsku Laufey mín. Missir þinn er mikill. Þú hefur staðið traust eins og klettur við hlið Birgis þessi löngu veikindaár. En öll verðum við að lúta í lægra haldi fyrir hinum slynga sláttumanni. Það er hin eina örugga vissa hér á jörð. Þó er huggun harmi gegn að við getum yljað okkur við góðar og hlýjar minningar um mik- inn og ágætan dáðadreng. Við Inga sendum þér, elsku Lauf- ey mín, börnum, barnabörnum, ætt- ingjum og vinum innilegustu sam- úðarkveðjur okkar. Guð geymi ykkur. Hörður. „Nei er Herjólfur mættur?“ Þessa setningu sagði Biggi oft þegar ég kom til Hannesar og svo skellihló hann, eins og hann gerði nú svo oft. Ástæða þess var að ég stóð ekki klár á því hver þessi Herjólfur væri þeg- ar við Hannes vorum að fara á okkar fyrstu þjóðhátíð sjóleiðina. Þetta lýs- ir Bigga mjög vel, alltaf hlæjandi og sá björtu hliðarnar á tilverunni. Ég var mikið inni á heimili þeirra Bigga og Laufeyjar sem unglingur og alltaf var jafn vel tekið á móti mér. Það var aldrei neitt vandamál og við vinirnir komum ósjaldan í pottapartý þar sem Biggi var iðulega virkur þátt- takandi og Laufey ristaði samlokur ofan í liðið. Frægðarsögurnar af sjálfum sér, frá því að hann var ung- ur, sagði hann okkur ósjaldan og fengum við félagarnir að heyra það að við værum óttalegir kjúklingar og síðan hló hann eins og honum einum var lagið. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa kynnst Bigga. Hann kenndi manni að hafa gaman af lífinu og að njóta þess að vera til. Elsku Laufey, Hannes, Marta, Jói, Magga, Ella og fjölskyldur, missir ykkar er mikill en minning um góðan og skemmtilegan mann mun veita ykkur styrk á erfiðum tímum. Sigurður Þór Sigursteinsson. Í vor eru 50 ár liðin frá því að við kynntumst Birgi Hannessyni og strax myndaðist mikill vinskapur með okkur sem hélst alla tíð. Það er mikill fengur að kynnast manni eins og Bigga, jafn miklum öðlingi og vini sem hann var. Það var Bigga mikil gæfa er hann kynntist konu sinni Laufeyju Kristjánsdóttur frá Vestmannaeyjum, en Laufey er ein af þessum frábæru einstakling- um sem við megum vera stolt af að þekkja. Biggi var harðduglegur og ósér- hlífinn, léttur í lund en gat látið heyra í sér ef þess þurfti með. Að jafnaði var verið í sambandi símleið- is einu sinni til tvisvar í viku og ann- að hvert kvöld eftir að hann lagðist á spítalann eftir jólin, og oft heyrði maður hvað hann átti erfiðan dag eða nótt. Þó að Biggi ætti erfiðan dag eða nótt var stutt í spaugið hjá honum, þetta er bara svona, lífið gengur í bylgjum bæði hæðir og lægðir, það er bara að taka því eins og það er. Þetta segir manni mikið um persónuna Birgi Hannesson, þó svo að við vitum að hann átti oft mjög erfiða tíma í veikindum sínum, og það var ekki ónýtt að eiga annan eins bakhjarl og Laufeyju. Biggi í Norðtungu var með af- brigðum greiðvikinn maður og hjálp- samur og þá skiptu peningar engu máli og það læðist að okkur sá grun- ur að hann eigi víða inni greiða bæði hjá okkur og mörgum öðrum. Það er mikill sársauki að sjá á eftir slíkum vini, en við trúum því að það hafi ver- ið vel tekið á móti honum við heim- komuna til Guðs. Við munum geyma minningu um góðan mann, Birgi Hannesson. Elsku Laufey og fjölskylda, megi góður Guð blessa ykkur og varðveita í ykkar miklu sorg. Sigurður og Friðrik Ingi Óskarssynir og fjölskyldur. Nú er Birgir fallinn. Kannski ekki vonum seinna, svo lengi var hann bú- inn að berjast við sjúkleika af ótrú- legum hetjuskap og æðruleysi. Við kynntumst Bigga fyrst, þegar við komum í Reykjaskóla haustið 1956. Þá var skólinn að rísa úr ösku- stó af endurnýjuðum krafti undir stjórn þeirra Ólafs H. Kristjánsson- ar og Sólveigar Ólafsdóttur og þeirra góðu samstarfsmanna. Þar sem við vorum fyrstu bekkirnir sem nutum handleiðslu þeirra litum við stundum á okkur sem einskonar frumherja við það að skapa skólan- um þann góða orðstír sem hann síð- an hafði. Þetta hefur líklega átt sinn þátt í því að við skólafélagar þessa fyrstu vetur höfum haft góð tengsl. Akró eins og hann var oft kall- aður, af því að hann var frá Akranesi og var stoltur af sínum bæ, varð gott til vina. Drengurinn var sérlega ljúf- ur í umgengni og vildi hvers manns vanda leysa. Einu og öðru fundum við upp á okkur til gamans og alltaf var Biggi tilbúinn í græskulaust fjör og skemmtun. Þannig hefur hann alltaf verið í hugum okkar þótt árin hafi liðið. Alltaf jafn viðræðugóður þegar sleg- ið var á þráðinn til hans og úrræða- góður þegar þess þurfti með. Hann tók af miklum áhuga þátt í því að halda Reykjaskólafólki saman og var driffjöður í að stofna til þeirra sam- funda sem við höfum haldið. Eftir mætti reyndum við að fylgj- ast með honum í veikindum hans, en hann gerði alltaf lítið úr þeim og vildi heldur ræða um gamla daga eða eitt- hvað skemmtilegt í daglega lífinu. Hann miðlaði öllum vinum sínum miklu. Það er við hæfi að kveðja þegar sólin er að hækka á lofti, það var allt- af sól og ylur kringum Birgi Hann- esson. Ættingum hans sendum við sam- úðarkveðjur en við getum yljað okk- ur við góðar minningar. Bekkjarfélagar í Reykjaskóla 1956–1958. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2005 39 MINNINGAR Ástkær móðir okkar, HALLDÓRA HELGADÓTTIR, lést á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn 7. febrúar. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju miðviku- dagin 16. febrúar kl. 13.00. Friðrik Friðriksson, Þorvaldur Friðriksson. Ástkær móðir okkar, ALDA KRISTJÁNSDÓTTIR, áður til heimilis á Ægisgötu 4, Akureyri, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hlíð fimmtudaginn 10. febrúar. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtu- daginn 17. febrúar kl. 13.30. Viktor A. Guðlaugsson, Halldór Guðlaugsson, Guðný Guðlaugsdóttir, Magnús Guðlaugsson, Sigrún Guðlaugsdóttir, Björk Guðlaugsdóttir. Sonur minn og bróðir okkar, GUÐMUNDUR EYSTEINN SIGURÐSSON frá Borgarfelli, Norðurgötu 2, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 3. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Helga Sveinbjörnsdóttir, Þórdís Sigurðardóttir, Björk Sigurðardóttir. Ástkær pabbi okkar, sonur og bróðir, AXEL EMIL GUNNLAUGSSON frá Ísafirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 10. febrúar. Hannes, Patrekur Andrés og Jónína Sif Axelsbörn. Jónína Nielsen, Gunnlaugur Ó. Guðmundsson, Theódóra Gunnlaugsdóttir, Tryggvi Ólafsson, Guðmundur Gunnlaugsson, Sigríður Björnsdóttir, Margrét Gunnlaugsdóttir, Sveinbjörn Jóhannsson, Sif Gunnlaugsdóttir og systkinabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.