Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2005 23 MINNSTAÐUR SUÐURNES Keflavík | „Það er góð lífsreynsla að taka þátt í leikstarfi og ég hef lært mikið af þessu. Maður verður opnari og á auðveldara með sam- skipti við annað fólk,“ segir Valur Freyr Eiðsson sem leikur í söng- leiknum Er tilgangur? sem Vox arena, leikfélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja, frumsýnir í 88 húsinu í kvöld. Leikfélagið setti í fyrsta skipti upp söngleik á síðasta ári en það voru Bláu augun þín, eftir sögu Hljóma. Fékk hann góðar und- irtektir og komu um eitt þúsund mann til að sjá og heyra. Að þessu sinni er tekinn til sýningar söngleikurinn Er tilgangur? eftir Júlíus Frey Guðmundsson. Hann var áður sýndur hjá Leikfélagi Keflavíkur fyrir fimmtán árum. Júlíus samdi verkið fyrir leik- félagið og hljómsveitin Pandora sem hann var í gerði tónlistina sem síðan kom út á plötu. Get séð Skúla í vini mínum Um fjörutíu nemendur taka þátt í sýningunni og er Jón Mar- inó Sigurðsson leikstjóri en hann var aðstoðarleikstjóri í Hljóma- sýningunni í fyrra. „Ég væri al- veg til í að vera í fullri vinnu við þetta. Þetta er svo skemmtilegt,“ segir Jón Marinó en viðurkennir um leið að það sé mikið verk að stýra svona stórum hópi. Söngleikurinn fjallar um ungan mann, Skúla, sem ákveður að hætta í skóla og reyna fyrir sér í lífinu en lendir í ógöngum. Jón Marinó segist raunar aðeins nota upphaflega handritið sem grunn og breyta því mikið. Hann segir að þótt undirtónninn sé alvar- legur hafi hann sett sér það markmið að skemmta áhorfendum sem mest og því bætt við öðrum söngvum, dansi, sirkusatriðum og fleiru. Júlíus Freyr „reddaði“ tónlist- inni fyrir sýninguna, eins og Jón Marinó orðaði það. Júlíus segir að það hafi verið aðgengilegt því Pandora gaf tónlistina út á plötu á sínum tíma. Júlíus er ánægður með að verkið skuli vera tekið til sýninga á ný og gerir engar at- hugasemdir við breytingar. „Ég hef tekið þátt í einni uppfærslu og það er nóg. Þessi sýning er þeirra verk og ekki í mínum höndum,“ segir Júlíus. Þeir Jón Marinó eru sammála um að verk- ið eigi alveg eins erindi í dag og fyrir fimmtán árum. „Það eru margir að flosna upp úr námi í framhaldsskóla og vita ekki alveg hvað þeir eiga að gera,“ segir Jón Marinó. Valur Freyr Eiðsson leikur að- alhlutverkið, Skúla. Hann segist ekki vera að leika sjálfan sig en geti alveg séð Skúla í einum vini sínum. Þannig snerti verkið sjálf- sagt marga. Leikhús útbúið í vöruskemmu Verið er æft og sýnt í vöru- skemmu sem er hluti af menning- armiðstöð ungs fólks í Reykja- nesbæ, 88 húsinu. Þar eru nemendur skólans að leggja loka- hönd á heilt leikhús sem verður síðan rifið að sýningum loknum. Jón Marinó segir að ákveðið hafi verið að tengja leikstarfsemina þannig starfseminni í 88 húsinu. Hann segir að aðstaðan sé góð og gaman væri að hafa þar áfram leikhús en húsnæðið væri ætlað til annarrar starfsemi í framtíðinni. Frumsýningin er í kvöld klukk- an 20 og næsta sýning á sunnu- dag, á sama tíma. Skipulagðar hafa verið tíu sýningar. Nemendur Fjölbrautaskóla Suðurnesja frumsýna í kvöld söngleikinn Er tilgangur? í 88 húsinu Ljósmynd/Arnar Fells Skemmtun og alvara Leikhópurinn Vox arena í FSS leggur áherslu á að gestir skemmti sér á sýningunni þótt alvarlegur undirtónn sé í verkinu. Á alveg eins erindi í dag AUSTURLAND Neskaupstaður | Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaupstað (FSN) og Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) voru á dögunum afhentar rausnarlegar gjafir. Stefán Þorleifsson, fyrir hönd Hollvinasamtaka Fjórðungssjúkra- hússins, afhenti Birni Magnússyni yfirlækni FSN gjafabréf fyrir full- komnu sneiðmyndatæki og Tómas Már Sigurðsson forstjóri Fjarðaáls afhenti Einari Rafni Haraldssyni framkvæmdastjóra HSA pen- ingagjöf að upphæð tæplega fimm milljónir króna. Sú fjárhæð mun nýtast við kaup á nýjum stafrænum röntgenbúnaði á sjúkrahúsið. Einar Rafn Haraldsson sagði við þetta tækifæri að með gjöfunum væri Fjórðungssjúkrahúsið snögg- lega fært inn í samtímann og allt í einu væri búið að skapa læknum við- unandi starfsumhverfi. Dánarvottorðið löngu tilbúið Að sögn Björns Magnússonar er röntgenbúnaður FSN afskaplega lé- legur, en hann er verulega kominn til ára sinna og lengi vel hafa vara- hlutir verið ófáanlegir. „Í raun er dánarvottorðið löngu tilbúið en það er óundirritað enn.“ Það er forgangsverkefni heil- brigðisráðuneytisins á þessu ári að endurnýja röntgentæki sjúkrahúsa á landsbyggðinni og með framlagi Stuðningssjóðs Alcoa er HSA gert mögulegt að kaupa stafrænan búnað sem tengdur verður nýju röntgen- tækjunum. Þannig verður mögulegt að senda myndir á hraða internetsins til greininga hvar sem er í heiminum. Gert er ráð fyrir að Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri muni sinna greiningum á myndum fyrir FSN. Tómas Már Sigurðarson sagði það heiður að fá að afhenda í fyrsta sinn á Íslandi styrk úr Stuðningssjóði Al- coa. Sjóðurinn hefur það hlutverk að efla innviði samfélaga þar sem Alcoa er með starfsemi og stuðla að bættu umhverfi. Með tilkomu hins nýja stafræna röntgenbúnaðar verða filmur og framköllunarvökvar óþarf- ir og þar með hverfur efnamengun vegna þessarar starfsemi og fellur það vel að umhverfismarkmiðum Al- coa. Forsenda nútíma lækninga Um skeið hafa læknar á FSN fært rök fyrir mikilvægi þess að fá sneið- myndatæki á Sjúkrahúsið, enda er „… sneiðmyndatæki forsenda nú- tíma lækninga og nauðsynlegt til að sjúkrahúsið geti sinn starfi sínu sem bráðasjúkrahús“ að mati Björns Magnússonar. Þá hefur borið á því að læknar hafa ekki viljað koma til starfa við FSN vegna þess að þar hefur ekki verið sneiðmyndatæki. Þykir ljóst að ekki fæst opinbert fé til kaupa á slíku tæki á næstunni, en fjárframlag Samvinnufélags útgerð- armanna í Neskaupstað og Síld- arvinnslunnar í Neskaupstað gerði kaup á sneiðmyndatæki möguleg. Með þessar staðreyndir í farteskinu ákváðu Hollvinasamtök Fjórðungs- sjúkrahússins að láta til sín taka og á gamlársdag sl. var tekin sú ákvörð- un að festa kaup á fullkomnu sneið- myndatæki. Til þess að geta staðið undir þessari gjöf hafa samtökin tekið lán. Að sögn Stefáns Þorleifs- sonar fyrrverandi forstöðumanns FSN mun söfnunarstjórn Hollvina- samtakanna halda betlistarfi áfram til að fjármagna gjöfina. Með tilkomu fullkomins sneið- myndatækis og röntgenbúnaðar á Austurlandi mun þjónusta við sjúk- linga og öryggi þeirra aukast veru- lega. Þá verður hægt að draga úr tíðum og kostnaðarsömum ferðalög- um austfirskra sjúklinga til lækn- inga og rannsókna í Reykjavík og á Akureyri. Árlega greiðir ríkið um 90 milljónir króna í ferðakostnað vegna þeirra ferðalaga. Endurbygging aftur boðin út Auk verulegra breytinga í starf- semi FSN með tilkomu sneiðmynda- tækis og röntgentækis, mun hús- næði FSN taka miklum breytingum á árinu. Á næstunni verður end- urbygging eldri byggingar FSN boðin út öðru sinni og að þessu sinni verður allt verkið boðið út í einu. Fyrirhugað er að innrétta 12 rúma hjúkrunardeild á 2. hæð gömlu byggingarinnar og á 3. hæðinni verður aðstaða fyrir sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun. Endurbyggt eldhús, matsalur og skrifstofur verða áfram á 1. hæð eldri byggingar. Þá verður byggð ný turnbygging norðan við húsið þar sem m.a. verður nýr inn- gangur, lyfta, setustofur o.fl. Að sögn Valdimars O. Hermannssonar rekstrarstjóra FSN munu þessar framkvæmdir valda mikilli röskun, m.a. verður sett upp bráðabirgðaeld- hús á planið neðan við núverandi ný- byggingu auk þess sem töluverð til- færsla verður á starfseminni innanhúss en „… starfsemin heldur áfram sem aldrei fyrr“ sagði Valdi- mar að lokum. Tækjakostur Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað gjörbreytist til hins betra með góðum gjöfum Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Alcoa styður sjúkrahús Tómas Már Sigurðsson afhenti Einari Rafni Haraldssyni tæplega 5 milljóna króna gjöf frá Alcoa. Sjúkrahúsið fært inn í samtímann Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Breytt starfsumhverfi Læknarnir Björn Magnússon og Kristín Guttorms- son, ásamt Jónu K. Aradóttur, starfsmanni á röntgensviði FSN.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.