Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
SÍÐUSTU vikur hefur mikið ver-
ið rætt og ritað í fjölmiðlum um er-
lent vinnuafl á Íslandi og þá oftast
um starfskjör útlendinga sem vinna
við Kárahnjúka og
hugsanleg atvinnu-
leyfi. Fram hafa komið
andstæðar fullyrðingar
um réttmæti þess að
greiða útlendingum,
sem vinna hér á landi,
lægri laun en Íslend-
ingum fyrir sömu
störf. Sérfræðingum
hefur ekki borið saman
um þetta.
Í marga áratugi hef-
ur það viðgengist hér á
landi að á hverju ári
vinni hér tugir útlend-
inga sem „leið-
sögumenn“ ferðafólks og fái greitt
allt niður í 25–30% af þeim launum
sem íslenskir leiðsögumenn hafa
samið um. Fáir ef nokkrir þessara
útlendinga hafa lokið fagmenntun
sem leiðsögumenn um Ísland.
Í flestum tilfellum byrjar ferlið
þannig að til landsins kemur erlend-
ur ferðamannahópur, annaðhvort á
vegum íslenskrar ferðaskrifstofu
eða erlendrar. Með hópnum kemur
erlendur fararstjóri og ætlunin er að
hann komi hingað með fleiri hópa
sama sumarið. Hugtakið fararstjóri
þýðir, samkvæmt alþjóðlegri skil-
greiningu, einstaklingur sem fylgir
sínum farþegum frá einu landi til
annars, aðstoðar þá í ferðinni og
fylgist með að þjónustan sem hóp-
urinn fær sé samkvæmt því sem
auglýst var og greitt fyrir. Er þá t.d.
átt við gæði eftirfarandi þátta: Gist-
ing. Matur. Viðmót starfsfólks.
Hreinlæti. Ferðir sem farnar eru
s.s. hópbíllinn, bílstjórinn, leið-
sögumaðurinn o.m.fl. Hugtakið leið-
sögumaður þýðir hins vegar ein-
staklingur sem segir frá, útskýrir
það sem sést í ferðinni o.s.frv. Hug-
takið „leiðsaga“ þýðir „leiðbeiningar
og fræðsla fyrir ferðamenn um staði
sem þeir fara um“. Sjá Íslenska
orðabók, 2002.
En höldum áfram með dæmið.
Erlendi fararstjórinn fylgir hópnum
sínum til landsins, en í allar ferð-
irnar það sumarið er ráðinn íslensk-
ur leiðsögumaður til að útskýra út-
sýnið og fræða farþegana. Í fyrstu
telur hann sig hólpinn að hafa þarna
fengið nokkuð samfellda vinnu allt
sumarið hjá sama aðila. Það sparar
honum þá fyrirhöfn að
þurfa að ganga á milli
margra ferðaskrifstofa
og leita eftir leiðsögu-
vinnu … eins og stað-
reyndin er oftast.
En bíðum nú við.
Hvað gerist nú? Í
fyrstu ferðinni hljóð-
ritar erlendi fararstjór-
inn allt sem íslenski
leiðsögumaðurinn segir
og meira að segja án
þess að spyrja leyfis.
Rétt áður en næsti
hópur kemur og leið-
sögumaðurinn býr sig
undir að fara í þá ferð koma allt í
einu skilaboð frá ferðaskrifstofunni
þar sem íslenski leiðsögumaðurinn
er afpantaður í allar ferðirnar sem
eftir eru. Erlendi fararstjórinn hef-
ur nefnilega farið vel yfir hljóð-
bandið heima hjá sér og lært utan-
bókar allt sem íslenski
leiðsögumaðurinn sagði í fyrstu
ferðinni. Og nú er erlendi fararstjór-
inn talinn tilbúinn í leiðsögustarfið
og fer því sem slíkur í allar ferðirnar
sem eftir eru. Til aðgreiningar frá
fagmenntuðum leiðsögumanni hafa
slíkir einstaklingar verið kallaðir
„hópstjórar“. Íslenski leiðsögumað-
urinn situr hins vegar eftir með sárt
ennið og hefur hugsanlega misst af
ferðum hjá öðrum ferðaskrifstofum
það sumarið því að sennilega er nú
búið að ráða aðra leiðsögumenn það
sem eftir er sumars.
Þar sem erlendi „hópstjórinn“
fær lægri laun en íslenski leið-
sögumaðurinn er framhaldið aug-
ljóst. Allt eins má búast við að er-
lendi fararstjórinn komi með alla
hópana fyrir þessa ferðaskrifstofu,
ekki bara næsta sumar, heldur
næstu sumur, og gangi í verk ís-
lenskra leiðsögumanna sem hafa
sérmenntað sig til að kynna Ísland
og íslensk málefni fyrir útlendingum
á erlendum tungumálum, bæði sögu,
jarðfræði, bókmenntir, listir, mann-
líf, fuglalíf, plöntulíf, vetni, gervi-
limi, erfðafræði o.m.m.fl. Alla vega
hefur þessi ferðaskrifstofa lært að-
ferðina og ekkert hindrar hana í að
leika sama leik áfram … alltaf fram-
vegis. Þessi aðferð er með öðrum
orðum engin nýlunda hér á landi
þótt fjölmiðlar hafi ekki séð ástæðu
til að taka það til umfjöllunar. Einn-
ig er til í dæminu að erlendu ferða-
skrifstofurnar opni hér útibú eða
umboðsskrifstofu til að annast hér
skipulagningu ferða o.fl. og þurfa
því ekki að kaupa slíka þjónustu af
íslenskum aðilum.
Spáð hefur verið mikilli aukningu
í heimsóknum erlendra ferðamanna
til Íslands næstu árin. Hversu mikil
leiðsöguvinna mun þá falla í hlut ís-
lenskra fagmenntaðra leiðsögu-
manna til að leiðsegja þeim ferða-
mönnum? Og hvaða áhrif gæti þetta
haft á starfsemi íslensku ferðaskrif-
stofanna sem hingað til hafa ráðið
íslenska leiðsögumenn í sínar ferðir
á hærri launum en erlendu „hóp-
stjórarnir“ fá? Og hvert verður þá
hlutverk Leiðsöguskóla Íslands sem
hefur sérmenntað íslenskt leið-
sögufólk í áratugi? Þegar spurt hef-
ur verið hvort erlendu „hópstjór-
arnir“, sem taka þannig störf frá
íslenskum fagmenntuðum leið-
sögumönnum, þurfi ekki atvinnu-
leyfi hér á landi hafa svörin jafnan
verið á þá leið að þar sem erlendir
„leiðsögumenn“ dvelji ekki lengi á
landinu falli þeir í sama flokk og
listamenn. Og listamenn þurfa ekki
atvinnuleyfi. Sem dæmi um slíka
listamenn voru nefndar súlud-
ansmeyjar … og svo leiðsögumenn.
Ódýrt erlent vinnuafl
í ferðaþjónustu
Birna G. Bjarnleifsdóttir fjallar
um undirboð erlendra ferða-
skrifstofa á leiðsögn um Ísland ’Erlendi fararstjórinnhefur nefnilega farið vel
yfir hljóðbandið heima
hjá sér og lært utan-
bókar allt sem íslenski
leiðsögumaðurinn sagði
í fyrstu ferðinni. ‘
Birna G.
Bjarnleifsdóttir
Höfundur er áhugakona um
ferðaþjónustu og gæðaleiðsögu.
UMRÆÐA um framtíðarsýn
lögreglunnar í landinu fékk góðan
efnivið í faglega um-
fjöllun þegar verkefn-
isstjórn dóms- og
kirkjumálaráðherra
skilaði vandaðri
skýrslu sinni nýlega.
Verkefnisstjórnin
sem starfað hefur síð-
an haustið 2003 aflaði
sér gagna bæði inn-
anlands sem utan og
óhætt er að fullyrða
að um tímamótaverk
sé að ræða í þessum
málaflokki. Skýrsluna
má sjá í heild á vef-
síðu dómsmálaráðu-
neytisins, www.doms-
malaraduneyti.is
Á Norðurlöndunum
hefur umræða verið
um nauðsyn á sam-
einingu lögregluliða,
slíkar breytingar
voru nýlega gerðar í
Noregi og umræða er
núna í Danmörku.
Mikilvægt er að það
komi skýrt fram að
sameining lög-
regluliða þýðir ekki
fækkun lögreglu-
manna heldur þvert á
móti skapar mögu-
leika á fjölgun úti-
vinnandi lögreglumanna. Á þessum
tímamótum er eðlilegt að horfa
með gagnrýnum hætti til þess fyr-
irkomulags sem hér ríkir og efn-
istök skýrslunnar gefa tilefni til að
samstaða skapist um næstu skref.
Aukin staðarþekking
með skilvirkari stjórnun
Ein af meginniðurstöðum
skýrslunnar er nauðsyn þess að
sameina lögregluumdæmin,
stækka þau og styrkja. Er þá höfð
í huga sú þróun sem hefur átt sér
stað meðal sveitarfélaga hér á
landi og nærtækt dæmi er einnig
góð reynsla af sameiningu slökkvi-
liða á höfuðborgarsvæðinu. Þær
áhyggjur hafa komið fram að verði
tekin slík ákvörðun kunni að vera
hætta á því að staðarþekking lög-
reglu tapist. Mjög eðlilegt er að
menn velti þessu fyrir sér því
þekking á staðháttum er eitt af
lykilatriðum fyrir lögreglu til að
geta unnið sitt fjölbreytta hlut-
verk. En hvað er staðarþekking?
Flestir lögreglumenn starfa á því
svæði sem þeir búa og hafa því
ákveðna grunnþekkingu á því um-
dæmi. Síðan er krafa við stjórnun
lögregluliða að tryggja lög-
reglumönnum upplýsingar sem
gerir þeim fært að kynna sér stað-
hætti þess umdæmis eða hverfis
sem þeir sinna hverju sinni. Þessi
krafa um staðarþekkingu er meira
áberandi í stjórnun á lög-
regluliðum sem byggjast á nútíma-
stjórnunarháttum eins og mark-
miðasetningum og
árangursstjórnun sem mörg lög-
reglulið eru farin að tileinka sér.
Niðurstaða mín er því sú að það sé
í höndum stjórnenda lögreglulið-
anna sjálfra að tryggja að stað-
arþekkingin tapist ekki og ég verð
að segja að ég óttast það ekki.
Betri þjónusta við íbúa
En hvað myndu sameinuð lög-
reglulið geta fært landsmönnum?
Það er kannski mikilvægasta
spurningin sem þarf að spyrja sig
í þessu efni. Ég tek heilshugar
undir þá skoðun verkefnisstjórnar
að við núverandi skipulag og
vegna smæðar sinnar geti lög-
regluliðin ekki boðið öllum þegn-
um landsins sömu þjónustu og
spyrja má hvort það sé ásætt-
anlegt? Mesta breytingin mun lík-
lega verða fyrir ýmis byggðarlög á
landsbyggðinni. Breytingin myndi
færa þeim öflugra og
stærra lögreglulið sem
mun gefa tækifæri til
að fjölga útivinnandi
lögreglumönnum og
þannig auka öryggi.
Nærtækir eru einnig
möguleikar á samein-
ingu lögregluliðanna á
höfuðborgarsvæðinu
og eru að mínu mati
öll rök sem styðja
slíka ákvörðun. Höf-
uðborgarsvæðið er
sama byggðarsvæðið,
það er sama atvinnu-
svæðið og ekki hvað
síst sama athafna-
svæði brotamanna.
Sameinuð eru þessi
lögreglulið mun lík-
legri til að ná betri ár-
angri við að sporna
gegn brotastarfsemi til
hagsbóta fyrir íbúa og
gesti svæðisins. Að
auki er hægt að sýna
fram á mun skilvirkari
rekstur á sameinuðu
lögregluliði með fækk-
un yfirmanna og sam-
ræmingu á vaktafyr-
irkomulagi og betri
nýtingu á almannafé.
Fjölbreyttara lögreglustarf –
aukin fagmennska
Hvað myndi breytt fyrirkomulag
geta fært lögreglumönnum og
stjórnendum lögreglu? Ef fylgt
verður þessum hugmyndum sem
verkefnisstjórnin varpar fram
munu öll lögreglulið, hversu mörg
sem þau endanlega verða, hafa á
að skipa sérstökum lögreglustjór-
um, þar sem gerð verður krafa um
sérþekkingu þeirra á lögreglu-
málum og stjórnun. Það er eðlilegt
að álykta að slík breyting muni
auka fagmennsku lögreglunnar og
þannig auka gæði þeirra verkefna
sem lögregluliðin sinna. Lög-
reglumenn munu fá í hendur fjöl-
breyttari verkefni sem hægt verð-
ur að sinna og meiri möguleikum á
fjölbreytni í útfærslum á eftirliti,
rannsóknum og öðrum aðgerðum.
Það ætti því að þýða fjölbreyttara
og skemmtilegra starf en jafn-
framt auknar kröfur sem gerðar
verða til vinnubragða lögreglu. Ég
heyri ekki annað en að lög-
reglumenn almennt styðji þessar
hugmyndir því meðal þeirra er
mikill faglegur metnaður. Þegar
umræður um breytingar fara fram
verða alltaf skiptar skoðanir um
uppbyggingu og útfærslur. Miklu
skiptir að horft sé til þekkingar á
breytingastjórnun og leitað sé til
fagfólks á því sviði til að tryggja
vandaða útfærslu og aðlögun fyrir
starfsmenn og þá sem njóta eiga
breytinganna. Einhverjir munu
falla í þá freistni að horfa á eigin
hagsmuni og gleyma því fyrir
hverja við erum ráðin til að starfa
en grundvöllur byggður á fagleg-
um nótum mun takmarka slíka sýn
verulega og einangra.
Mjög mikilvægt er að hinn al-
menni íbúi taki þátt í þessari um-
ræðu því lögreglan starfar í hans
þágu. Ég fagna þeim grundvelli
sem nú hefur skapast til framþró-
unar lögreglu í landinu og hvet
íbúa til að kynna sér hugmyndir
verkefnisstjórnar og láta í sér
heyra um þennan málaflokk sem
skiptir okkur öll miklu máli.
Framtíðarsýn
lögreglunnar
í landinu
Karl Steinar Valsson fjallar um
starfsvettvang lögreglunnar
Karl Steinar Valsson
’Breytinginmyndi færa
þeim öflugra og
stærra lög-
reglulið sem
mun gefa tæki-
færi til að fjölga
útivinnandi lög-
reglumönnum
og þannig auka
öryggi. ‘
Höfundur er aðstoðaryfirlög-
regluþjónn og MBA-nemi í
Háskólanum í Reykjavík.
112 (einn, einn, tveir)-dagurinn
verður haldinn í fyrsta sinn á Ís-
landi í dag, 11.2. Neyð-
arlínan – 112 og fjöldi
viðbragðsaðila um allt
land kynna þá starf-
semi sína og vekja at-
hygli á mikilvægi þess
að fólk hafi aðgang að
skjótri og samhæfðri
aðstoð í gegnum eitt
númer, hvar sem það
er statt á landinu. Gert
er ráð fyrir að 112-
dagurinn verði árviss
viðburður og beri, eðli
málsins samkvæmt,
upp á 11. febrúar ár
hvert. 112 er samræmt evrópskt
neyðarnúmer og í dag er sams kon-
ar dagskrá víða annars staðar í Evr-
ópu. Fjölbreytt dagskrá verður í
Smáralind í tilefni dagsins, opið hús
verður í Björgunarmiðstöðinni
Skógarhlíð og hjá lögreglu og
slökkviliðum víða um land.
Flestir þekkja neyðarnúmerið
112 eða um 98 prósent landsmanna
samkvæmt könnun Gallup. Dóms-
málaráðherra hefur haft forystu um
að þessi dagur sé notaður til að
kynna þá aðila sem tengjast neyð-
arnúmerinu með einum eða öðrum
hætti. Markmiðið er að auka skiln-
ing fólks á mikilvægi 112 og hvernig
á að nota það og þó ekki síður þeirri
gríðarlega öflugu og fjölbreyttu að-
stoð sem almenningur
hefur aðgang að í
gegnum 112.
Þjónustuaðili
við fólk
112 er þjónustuaðili
við almenning og neyð-
ar- og björgunaraðila.
Við önnumst neyð-
arsímsvörun fyrir alla
viðbragðsaðila vegna
slysa, eldsvoða, af-
brota, leitar, björgunar
og náttúruhamfara,
hvort sem er á landi,
sjó eða í lofti. Auk þess er unnt að
ná sambandi við barnavernd-
arnefndir landsins í gegnum 112.
Neyðarverðir eru á vakt allan sólar-
hringinn, árið um kring. Þegar fólk
hringir í neyðarnúmerið svara þeir
á augabragði og senda viðeigandi
aðstoð þegar í stað.Neyðarlínunni
berast um 300 þúsund hringingar á
ári. Fjölbreytt þjónusta er veitt. Við
höfum aðgang að túlkum á 47
tungumál, við höfum aðgang að
bráðalækni til að veita aðstoð á slys-
stað í gegnum síma, við höfum skrá
yfir sumarhús og neyðarnúmer sem
eru tengd þeim. Landspítali – há-
skólasjúkrahús er læknisfræðilegur
bakhjarl okkar og lætur starfs-
mönnum í té verklagsreglur og leið-
beiningar.
Hlutverk 112 er að veita mann-
úðlega, óhlutdræga og áreiðanlega
þjónustu. Unnt er að ná sambandi
hvar sem er á landinu, úr hvaða
síma sem er. Við leggjum mikla
áherslu á að fólk hringi í okkur þótt
vafi leiki á að aðstoðar sé þörf.
Einn, einn, tveir-
dagurinn er í dag
Þórhallur Ólafsson fjallar um
neyðarnúmerið og 112-daginn ’Við önnumst neyðar-símsvörun fyrir alla
viðbragðsaðila vegna
slysa, eldsvoða, afbrota,
leitar, björgunar og
náttúruhamfara, hvort
sem er á landi, sjó eða í
lofti. Auk þess er unnt
að ná sambandi við
barnaverndarnefndir
landsins í gegnum 112.‘
Þórhallur Ólafsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Neyðarlínunnar – 112.