Morgunblaðið - 11.02.2005, Síða 34

Morgunblaðið - 11.02.2005, Síða 34
34 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN E ngi alsett gulum blómum, gamall fiskibátur og lítil sveitakirkja. Fal- legar myndir af landslagi og fyrirbærum sem þeir sem hafa ferðast um Danmörku kannast við, prýða forsíðu á vef- síðu dansks stjórnmálaflokks. Hugurinn kemst á flug og reikar til Kaupmannahafnar, borg- arinnar sem á svo sterk ítök í hugum margra Íslendinga. Eitt augnablik finnst mér ég sitja yfir ölglasi á kaffihúsi á Strikinu í sól og sumri og fylgjast með kaup- glöðum Íslendingum þramma búð úr búð. En ég held áfram að skoða vefsíðu stjórnmálaflokks- ins. Þar blasir líka við mynd af ljóshærðri, fremur smágerðri konu. Hún brosir og það vottar fyrir spékopp- um í kinn- unum. Konan er engin önn- ur en Pia Kjærsgaard, stofnandi Danska þjóðarflokksins, sem á umrædda vefsíðu. Flokkinn stofnaði hún árið 1995 og óhætt er að segja að hann byggi tilveru sína einna helst á svonefndri út- lendingapólitík. Á þriðjudagskvöldið hafði Kjærsgaard ástæðu til þess að gleðjast. Þá fóru fram þingkosn- ingar í Danmörku og í ljós kom að 444.398 kjósendur, eða um 13,2% þeirra sem mættu á kjör- stað, höfðu greitt Piu og félögum hennar atkvæði sitt. Danski þjóð- arflokkurinn verður því tveimur þingmönnum ríkari á komandi kjörtímabili og mun áfram hafa áhrif á stefnu stjórnvalda með því að styðja minnihlutastjórn And- ers Fogh Rasmussen. Í umfjöllun erlendra dagblaða um dönsku kosningarnar var sú skýring víða sett fram að hörð stefna í inn- flytjendamálum hefði átt stóran þátt í að tryggja sigur sitjandi stjórnar. Spurð um það á kosn- ingakvöldinu hvaða fólk hún teldi að hefði kosið flokkinn svaraði Kjærsgaard eitthvað á þá leið að kjósendur hans væru „ósköp venjulegir Danir“. Ekki ætla ég að fjölyrða um þetta efni, en vík aftur að vefsíðu Þjóðarflokksins. Þar smellti ég fyrr í vikunni á hnapp um málefni útlendinga. Þegar ég hafði gert það sá ég eft- irfarandi fyrirsögn: Danmark er ikke et indvandrerland (Danmörk er ekki land innflytjenda). Í fréttatilkynningu sem flokkurinn sendi frá sér í kosningabarátt- unni og birt er á síðunni segir að útlit sé fyrir að glæpastarfsemi meðal ungra innflytjenda muni á næstu árum ná áður óþekktum hæðum. Telja Kjærsgaard og samflokksmenn hennar í mörgum tilfellum rétt að bregðast við þessu með þungum fangels- isdómum og brottvísunum frá Danmörku. Á vefsíðu flokksins segir ennfremur að útlendingar í Danmörku eigi að „fylgja al- mennum venjum og dönskum lögum og reglum. Annars eiga þeir að fara“, stendur þar skrifað og við er bætt að það sé ennþá „allt of auðvelt að verða sér úti um danskan ríkisborgararétt“. Ég viðurkenni að mér leið ekki rétt vel eftir að hafa lesið mér til um skoðanir og stefnu Danska þjóðarflokksins á vefsíðu hans. Mér varð satt að segja ómótt. Ég bar málið upp við vinkonu mína sem svaraði mér um hæl: „Veistu, ég held að þessar skoð- anir séu bara mjög algengar í Evrópu.“ Og það er vissulega rétt að Danski þjóðarflokkurinn á sér hliðstæðu í mörgum Evr- ópuríkjum. Sýn hans er sennilega ágætis dæmi um viðhorf til út- lendinga sem gert hafa vart við sig í vestrænum ríkjum þar sem töluvert er um innflytjendur frá menningarheimum þar sem siðir og venjur eru ólíkir því sem við eigum að venjast. Ástæðan fyrir komu þessa fólks til Vestur- Evrópu eru ýmsar. Meðan sumir flýja fátækt og stríðshrjáð svæði eru aðrir pólitískir flóttamenn. Harkan, vantraustið og mis- kunnarleysið gagnvart útlend- ingum sem lesa má út úr stefnu Danska þjóðarflokksins hugnast mér ekki. Í stað þess að reyna að draga lærdóm af því sem miður kann að hafa farið við móttöku innflytjenda í Danmörku kýs flokkurinn að varpa sök á útlend- ingana sjálfa og vill helst leysa málið með því að vísa „vand- anum“ úr landi. Síðastliðinn laugardag hélt Fjölmiðlamiðstöð Reykjavík- urakademíunnar málfund um um- fjöllun fjölmiðla um innflytj- endur, hælisleitendur og málefni útlendinga á Íslandi almennt. Fram kom í máli Georgs K. Lár- ussonar, fyrrum forstjóra Út- lendingastofnunar, á fundinum, að íslensk stjórnvöld hefðu látið málefni útlendinga reka á reið- anum. Einnig sagðist hann telja að við hefðum „verið heppin“ með þá útlendinga sem hingað hefðu komið og kannski væri það vegna þess að yfirleitt væri um að ræða útlendinga af fyrstu kynslóð inn- flytjenda. Önnur hugsanleg skýr- ing er sú að þeir útlendingar sem hér eru búsettir eru margir hverjir frá menningarheimum sem ekki eru mjög ólíkir okkar og eru hingað fyrst og fremst komnir til þess að vinna í fiski eða stóriðju. Það er mikilvægt að Íslend- ingar læri af þeim mistökum sem Danir (og aðrar Evrópuþjóðir) virðast hafa gert í málefnum út- lendinga í þeirri von að hér verði aldrei til „íslenskur þjóð- arflokkur“. Við eigum að sjálf- sögðu ekki að skjóta okkur undan þeirri ábyrgð sem við berum sem rík, vestræn þjóð og taka á móti fólki hvaðanæva að sem á þarf að halda. Við eigum að sýna þessu fólki gestrisni og hafa í huga að það er ekki kurteisi að neyða það til þess að aðlagast okkar siðum og venjum. Verði útlendingur uppvís að því að brjóta lög þurf- um við að spyrja okkur hvort við viljum fara þá leið sem Kjærs- gaard aðhyllist og reka viðkom- andi strax úr landi, eða hvort við eigum ef til vill að taka á málinu með öðrum hætti. Þetta er ekki bara spurning um hvaða kröfur við getum gert eða hvaða skyld- um við höfum að gegna. Þegar allt kemur til alls er spurningin sem við þurfum að svara þessi: Hvers konar manneskjur viljum við vera? Að taka á móti fólki Ég viðurkenni að mér leið ekki rétt vel eftir að hafa lesið mér til um skoðanir og stefnu Danska þjóðarflokksins á vef- síðu hans. Mér varð satt að segja ómótt. VIÐHORF Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is NÚ HEFUR stórhuga þingmað- ur á Alþingi Íslendinga brugðist skjótt við mikilli neyð sjónvarps- stöðvarinnar Skjás eins og lagt fram frumvarp ásamt fimmtán öðrum fræknum þingmönn- um, frumvarp sem á að bjarga stöðinni fyrrgreindu frá því að borga nokkurra klukkustunda tíma- vinnu við að íslenska sjónvarpsefni sem kostaði tugi milljóna í innkaupum og stöðin hafði sennilega aldrei efni á að kaupa, a.m.k. ekki á þeim forsendum sem íslenskt sjónvarp gerir. Þessi po- púlismi þingmannanna verður enn ömurlegri þegar skoðuð eru rökin með þessari reddingu fyrir aðila sem úrskurðað hefur verið að brýtur lögin. Þar er viðurkennt að lögin og úrskurður útvarpsrétt- arnefndar byggist á þeim göfuga tilgangi að vernda íslenska tungu, en þar sem ákvæði laganna þjóni ekki tilgangi sínum vegna þess að núgildandi lög heimili dreifingu sjónvarpsefnis án þýðingar frá er- lendum sjónvarpsstöðvum leiði þetta fyrirkomulag til mismun- unar. Þetta er rétt athugað, en sú mismunun byggist á þeirri kvöð að íslenskum sjónvarpsstöðvum hefur verið gert að íslenska efni sitt og byggist sú kvöð á ákvæðum í útvarpslögum sem núverandi stjórnarflokkar samþykktu til verndar íslenskri tungu. Það er því meira en lítil kald- hæðni í því fólgin að tala um göfugan til- gang og koma síðan með frumvarp sem gengur í hina áttina, þ.e. að mismuna ís- lenskri tungu og ekki síður íslenskum áhorf- endum. Miklu nær hefði verið að draga úr þessari mismunun sem íslenskar sjón- varpsstöðvar þurfa að þola í samkeppni við erlendar með því að setja kvaðir á þá aðila sem dreifa þessu efni viðstöðulaust án ís- lenskunar af nokkru tagi og grafa þannig undan samkeppnishæfni ís- lenskra sjónvarpsstöðva. Það kann vel að vera að það sé örðugt tæknilega (útilokað er það ekki), en það mætti t.d. skattleggja slíka starfsemi og nota tekjurnar til að greiða niður íslenska dag- skrárgerð. Forsendur mismununar á bol- taútsendingum Skjás eins eru líka hæpnar þegar litið er til sam- keppnisaðstöðu innan lands. Nú munu allar stöðvarnar þrjár hafa íhugað að bjóða í þessar útsend- ingar, en ég þykist nokkuð viss um að Sjónvarpið og Stöð 2 hafi báðar gert ráð fyrir þeim kostnaði sem vissulega felst í lýsingum út- sendinganna. Skjár einn ákvað hins vegar að gera það ekki þrátt fyrir að að það væri lögboðið og hafði því dulið samkeppnisforskot á hinar stöðvarnar. Það telst líka vera mismunun í mínum huga. Það er því hneykslanlegt að um leið og lögboðið stjórnvald hefur úrskurðað í máli, skuli Alþingi vera hreinlega misnotað til þess að redda þeim aðila sem ósáttur er við lögin og úrskurðinn. Það tel ég vera mismunun gagnvart þegn- um þessa lands sem fæstir geta átt von á slíkri þjónustu alþing- ismanna eftir óhagstæðan úr- skurð. Mismunun íslenskrar tungu Gauti Kristmannsson fjallar um þýðingar á erlendu sjónvarpsefni ’Það er því hneyksl-anlegt að um leið og lögboðið stjórnvald hef- ur úrskurðað í máli, skuli Alþingi vera hrein- lega misnotað til þess að redda þeim aðila sem ósáttur er við lögin og úrskurðinn. ‘ Gauti Kristmannsson Höfundur er aðjúnkt og formaður Bandalags þýðenda og túlka. ÖLL STÓR landskerfi þurfa á sterkum innviðum að halda. Bankakerfið gæti varla þrifist ef ekki væri til staðar Reiknistofa bankanna sem er í sameiginlegri eigu þeirra. Fjármagns- markaður ætti erfitt uppdráttar ef Kaup- höll Íslands væri ekki fyrir hendi en hún er í eigu markaðsaðila. Orkuöflunar- og orku- dreifingarfyrirtæki munu samkvæmt nýj- um raforkulögum samnýta landsnet stofnlína fyrir raforku og um það hafa þau stofnað sérstakt fyr- irtæki. Vegirnir eru lífæðar sam- göngukerfisins á landi, öllum opnir og í eigu ríkisins. Það þykir far- sælt, eins og þessi dæmi sýna, að innviðir mikilvægra landskerfa séu í sameiginlegri eigu þeirra sem nýta þá eða í það minnsta að búið sé þannig um hnúta að allir geti haft eða keypt sér aðgang að þeim á raunverulegum jafnrétt- isgrundvelli. Í hverju felst verðmæti Símans? Verðmæti Landssímans liggur fyrst og fremst í því að hver einasti landsmaður er í viðskiptum við hann og þeirri þekkingu og reynslu sem starfsfólk hans býr yfir. Það er því ekki á rökum reist að halda því fram að verðmæti Símans myndi stórkostlega rýrna við það að grunnnetið yrði skilið frá honum áður en ríkið selur hann ekki nema litið sé á grunnnetið sem verðmætt tæki til einokunar á markaðnum. Með grunnneti Landssíma Ís- lands er átt við stofnlínur sem tengja saman mismunandi staði og eru notaðar m.a. til þess að flytja tal, gögn og hljóðvarps- og sjón- varpsmerki. Mikilvægasti þátt- urinn er ljósleiðarahringurinn um landið en einnig eru til staðbundnir ljósleiðarahringir og einstök sam- bönd eru útfærð með ljósleiðurum eða ör- bylgju. Við uppbygg- ingu á ljósleiðarakerf- inu og öðrum kerfum hefur verið lögð áhersla á að þrátt fyr- ir að sambandsrof verði einhvers staðar hafi það sem minnst áhrif í heild. Andi sam- keppnislaga Önnur fjarskipta- fyrirtæki eiga rétt á að leigja línur af grunnneti Lands- símans, á sömu kjörum og þjón- ustueiningar hans njóta, í því skyni að byggja upp eigið fjarskiptanet. Það er hins vegar á móti anda sam- keppnislaga að keppinautar Sím- ans skuli þurfi að sæta þeim kost- um að sækja um þjónustu hjá honum og gefa þannig upp áætl- anir sínar varðandi samkeppn- isáform. Verði grunnnet Símans áfram á hans vegum eftir að hann hefur verið einkavæddur er ennþá meiri ástæða til þess að óttast tæknilegar viðskiptahindranir af hans hálfu í garð samkeppnisaðila en sem ríkishlutafélags. Líkur eru á því að keppinautar Símans muni ekki sætta sig við slíka stöðu og freista þess að byggja sjálfir upp grunnnet til þess að skapa sér sjálfstæða sam- keppnisstöðu. Á það hefur verið bent að slíkt háttalag myndi hafa í för með sér tvíverknað og óþarfa fjárfestingu sem neytendur í land- inu munu borga með einhverjum hætti. Orkuveita Reykjavíkur hef- ur þegar hafið ljósleiðaravæðingu á sínum svæðum og hætt er við að landið allt muni fá að minnsta kosti tvö grunnnet að óþörfu verði Landssíminn seldur í heilu lagi eins og kallað er. Höft eða heilbrigða samkeppni? Þeir stjórnmálamenn sem tala hæst um að tryggja verði öllum landsmönnum hágæða fjar- skiptaþjónustu eru að bregðast kjósendum sínum með því að stuðla ekki að einu grunnneti stofnlína fyrir fjarskiptaþjónustu sem starfi sjálfstætt og óháð þeim sem selja fjarskiptaþjónustu. Eðli- legast væri að fjarskiptafyrirtækin stofnuðu sameiginlegt fyrirtæki sem ræki grunnnetið og símakapla til útlanda og hefðu hag af þeim rekstri í hlutfalli við markaðs- hlutdeild sína. Það er skynsamleg leið til þess að koma í veg fyrir of- fjárfestingu, tvíverknað og tor- tryggni – leið sem gæti lagt grund- völl að heilbrigðri samkeppni í þjónustu á fjarskiptamarkaðnum fyrir landið allt. Sjálfstætt grunnnet fyrir landið allt! Davíð Ingason fjallar um sölu Símans ’ Eðlilegast væri aðfjarskiptafyrirtækin stofnuðu sameig- inlegt fyrirtæki sem ræki grunnnetið og símakapla til útlanda og hefðu hag af þeim rekstri í hlutfalli við markaðshlutdeild sína. ‘ Davíð Ingason Höfundur er markaðsstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.