Morgunblaðið - 11.02.2005, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 11.02.2005, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2005 9 FRÉTTIR 60% afsláttur eða meira Næst síðasti útsöludagur Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 BERGSTAÐASTRÆTI 37 • SÍMI: 552 5700 Þingholt Veislusalur fyrir öll tilefni Spennandi matseðlar og veitingar Skoðið verðið á www.holt.is • • • • • • • • • Eldaskálinn Brautarholti 3 105 Reykjavík Sími: 562 1420 www.invita.com Lagersölu lýkur laugardag 40-70% afsláttur Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862 Nýjar gallabuxur Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 undirfataverslun Síðumúla 3 - Sími 553 7355 Opið virka daga frá kl. 11-18, laugardaga frá kl. 11-15. Útsala Síðustu dagar Enn meiri verðlækkun NÝJAR VÖRUR Laugavegi 25, sími 533 5500. ÚTSÖLUMARKAÐUR Í KJALLARA Mjódd, sími 557 5900 Nýjar vörur frá Soya, Share og Esprit Enn meiri afsláttur af útsöluvörum Verið velkomnar RANNSÓKN á hjólabúnaði Boeing 747-200 þotu Air Atlanta, sem fór út af flugbraut í Sameinuðu arabísku furstadæmunum 7. nóvember sl. er nú á lokastigi. Í flugtakinu sprungu þrír hjólbarðar af fjórum á einni hjólafestingunni og var hætt við flug- tak og vélinni beint út af flugbrautinni þar sem hún nálgaðist enda hennar. Enginn slasaðist í atvikinu en flug- vélin var dæmd ónýt. Hluti af hjólabúnaði vélarinnar var sendur um síðustu áramót til rann- sóknar hjá framleiðandanum, Honey- well í Bandaríkjunum. Þormóður Þormóðsson, rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd flugslysa, var við- staddur rannsóknina þar auk fulltrúa bandarískra flugmálayfirvalda og frá Boeing. Sagði hann niðurstöður væntanlegar innan tíðar. Ljóst væri að skemmdir hefðu orð- ið á felgu og sprungið á þremur hjól- börðum af fjórum á einni hjólafesting- unni en alls eru fjórar slíkar festingar í aðalhjólabúnaði á þotum sem þess- um. Þormóður tjáði Morgunblaðinu að enn væri of snemmt að segja til um hvað væri orsök og hvað afleiðing varðandi skemmdir eða bilun hjóla- búnaðarins. Þá upplýsti Þormóður Morgun- blaðið að til rannsóknar væri hjá RNF annað flugatvik hjá Air Atlanta sem orðið hefði í byrjun desember. Þar átti í hlut þota af sömu tegund, B747-200, sem var í flugtaki í Kóreu. Urðu flugmenn varir við eitthvað óeðlilegt í flugtakinu en fóru samt í loftið og lentu skömmu síðar eftir að eldsneyti hafði verið losað. Í ljós kom bilun í hjólabúnaði og segir Þormóður að við rannsókn á búnaðinum í Bandaríkjunum hafi komið í ljós að þótt atvikin væru um margt hliðstæð væru engin tengsl á milli orsaka þeirra. Hins vegar væri rannsókn seinna atviksins ekki lokið og því ekki unnt að segja til um niðurstöður að svo stöddu. Rannsakendur frá Rannsóknar- nefnd flugslysa fara jafnan á vettvang þegar íslenskar flugvélar lenda í al- varlegum flugatvikum eða flugslysum erlendis og segir Þormóður slík verk- efni hafa aukist hjá nefndinni með aukinni útrás íslensku flugfélaganna á síðustu árum. Segir hann kostnað vegna þessa hafa aukist umtalsvert síðastliðin þrjú til fjögur ár og á fjár- hagsáætlun RNF í ár sé beinlínis gert ráð fyrir slíkri kostnaðaraukningu. Hann segir að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og samstarfs- menn hans í samgönguráðuneytinu hafi haft skilning á því að auka fjár- framlög til RNF enda sé það grund- vallaratriði að geta sinnt rannsókn- arverkefnum sem upp koma hvort sem þau eru innanlands eða utan. „Flugslysarannsóknir eru unnar eftir alþjóðlegum stöðlum og það er beinlínis gert ráð fyrir því að við leggjum okkar að mörkum við rann- sókn á atvikum vegna íslenskra flug- véla erlendis. Á sama hátt getum við treyst á liðveislu erlendra starfs- bræðra þegar við rannsökum atvik erlendra flugvéla á Íslandi,“ segir Þormóður og segir því um gagn- kvæman hag að ræða. Einar Óskarsson, flugöryggis- fulltrúi Air Atlanta, kvaðst ekki geta upplýst nánar um atvikið í Kóreu enda væri það ennþá til rannsóknar hjá RNF. Bjóst hann við að nokkrar vikur væru enn í niðurstöður. Einar sagði að samstarf RNF og Air Atl- anta hefði verið náið í þessum málum báðum og kvaðst hann mjög ánægður með hversu fljótt fulltrúi RNF kom á vettvang eftir atvikið í Sameinuðu ar- abísku furstadæmunum í byrjun nóv- ember. „Það var mjög mikilvægt fyrir okk- ur að fulltrúi íslensku rannsóknar- nefndarinnar gat verið með í vett- vangsrannsókninni frá upphafi og öllum fundum sem fylgdu í kjölfarið ásamt fulltrúa Flugmálastjórnar,“ sagði Einar sem sjálfur var á staðn- um þegar atvikið varð og setti af stað þá viðbragðsáætlun sem tilbúin var hjá Air Atlanta og ætlað er að nota við slíkar aðstæður. Þá tók Einar undir þau orð Þor- móðs Þormóðssonar um mikilvægi stuðnings samgönguráðherra við starf RNF á tímum aukins umfangs flugvéla skráðra á Íslandi í rekstri um allan heim. Rannsókn í Bandaríkjunum á hjólabúnaði Atlanta-breiðþotu að ljúka Þrír af fjórum hjólbörðum sprungu á einni hjólafestingunni Morgunblaðið/jt Talið er að bilun hafi komið upp í hjólabúnaði þotunnar í flugtakinu. Svipað atvik varð hjá Atlanta-þotu sömu gerðar í Kóreu mánuði síðar Kínversk- ur dreka- dans á Laugavegi KÍNVERSK-íslenska menn- ingarfélagið og Félag Kínverja á Íslandi efna til drekadans nið- ur Laugaveg í Reykjavík á morgun, laugardaginn 12. febr- úar, í tilefni kínverska nýársins en 9. febrúar, sl. hófst nýtt tunglár samkvæmt kínversku tímatali eins og fram hefur komið í fréttum og er nýja árið kennt við hanann. Haldið verður frá Hlemmi kl. 14 og gengið sem leið liggur í miðborgina. Í göngunni verður 15 metra langur, litríkur dreki sem eltir perlu. Þá verða slag- verksleikarar með í för. Dreka- dansinum stjórnar Unnur Guð- jónsdóttir ballettmeistari og Lárus Halldór Grímsson stýrir slagverkinu. Að dansinum loknum verður sýning á Wushu/Kungfu-bar- dagalist í sal Ráðhússins. Þátt- takendur verða frá Heilsudrek- anum. Stjórnandi sýning- arinnar verður Guan Dongqing. Neyðar- þjónustan kynnt í dag SVOKALLAÐUR 112 dagur verður haldinn hátíðlegur í dag en með því er vísað í neyðarnúmerið 112 og verður m.a. dagskrá í Smáralind í Kópvogi og slökkviliðs- og lögreglu- stöðvar víða á landinu verða opnar. Garðar H. Guðjónsson, verkefnis- stjóri 112 dagsins, segir hann nú haldinn í fyrsta sinn. Bent er á í fréttatilkynningu um dagskrána að með einu símtali í 112 sé á auga- bragði unnt að virkja lögreglu, slökkvilið og hvers kyns aðila sem sinna neyðarhjálp. Dagskrá verður í Smáralind kl. 14 til 18 í dag, útnefndur verður skyndi- hjálparmaður Rauða kross Íslands 2004 og verðlaun veitt í eldvarnaget- raun Landssambands slökkviliðs- manna 2004. Þá sýna sjúkraflutn- ingamenn búnað, tækjabíll umferðardeildar lögreglustjóra verður á staðnum og þyrla Land- helgisgæslunnar lendir á bílastæð- inu við Smáralind kl. 15. Opið hús verður í dag hjá Björgunarmiðstöð- inni við Skógarhlíð og hjá lögreglu- og slökkvistöðvum víða eftir hádegi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.