Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Kennsla
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á skrifstofu
embættisins í Hafnarstræti 107, Akureyri, sem hér segir:
Heddi frændi EA-244, skrn. 892, þingl. eig. M200 útgerð ehf., gerðar-
beiðandi Ker hf., miðvikudaginn 16. febrúar 2005 kl. 14:00.
Sýslumaðurinn á Akureyri,
10. febrúar 2005.
Harpa Ævarrsdóttir ftr
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnar-
stræti 1, Ísafirði, þriðjudaginn 15. febrúar 2005 kl. 14:00
á eftirfarandi eignum:
Aðalgata 2a, sumarhús, fnr. 212-7025, Súðavíkurhreppi, þingl. eig.
Gullrún ehf bt/Sigmundar Franz Kristjánssonar, gerðarbeiðendi
Sjóvá-Almennar tryggingar hf.
Nesvegur 9, sumarhús, fnr. 212-7071, Súðavíkurhreppi, þingl. eig.
Lárus Einarsson, v/5402830369, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið.
Smiðjugata 8, fnr. 212-0351, Ísafirði, þingl. eig. Sveinbjörg Sveins-
dóttir, gerðarbeiðandi Leifur Árnason hdl.
Sýslumaðurinn á Ísafirði,
10. febrúar 2005.
Una Þóra Magnúsdóttir, fulltrúi.
Stangaveiðimenn athugið!
Nýtt námskeið í fluguköstum hefst sunnudaginn
13. feb. í TBR-húsinu, Gnoðarvogi 1, kl. 20.
Kennt verður 13., 20., 27., feb., 6. og 13. mars.
Við leggjum til stangir.
Skráning á staðnum gegn greiðslu (ekki kort).
Mætið tímanlega. (Íþróttaskór/inniskór).
KKR, SVFR og SVH.
Félagslíf
Í kvöld kl. 20.30 fjallar Sigur-
jón Björnsson um verk Sig-
munds Freud í húsi félagsins,
Ingólfsstræti 22.
Á laugardag kl. 15-17 er opið
hús með fræðslu og umræðum,
kl. 15.30 í umsjá Arnars Guð-
mundssonar er sýnir myndband
með Joseph Campell.
Hugræktarnámskeið Guðspekifé-
lagsins verður framhaldið fimmtu-
daginn 17. febrúar kl. 20.30 í um-
sjá Sigurðar Boga Stefánssonar:
„Kristin hugleiðing“.
Á fimmtudögum kl. 16.30-
18.30 er bókaþjónustan opin
með miklu úrvali andlegra bók-
mennta.
Starfsemi félagsins er öllum
opin.
www.gudspekifelagid.
I.O.O.F. 1 1852118 Sk.
I.O.O.F. 12 1852118½
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
ATVINNUAUGLÝSINGAR
sendist á augl@mbl.is
Sigurður Baldurs-
son föðurbróðir minn
lést föstudaginn 28.
janúar síðastliðinn þá
nýlega orðinn 82 ára gamall, fædd-
ur fimmtudaginn 4. janúar 1923
annar í röð þriggja systkina sem á
legg komust. Ragnheiður systir
hans er fjórum árum eldri og lifir
bræður sína, en Kristinn Magnús
yngri bróðir þeirra lést 2. júní
2002. Siggi föðurbróðir hefur verið
hluti af lífinu frá því ég man fyrst
eftir mér og reyndar allt frá fæð-
ingu minni, en hann heimsótti mig
og móður mína á fæðingardeildina
SIGURÐUR
BALDURSSON
✝ Sigurður Bald-ursson fæddist í
Reykjavík 4. janúar
1923. Hann lést á
Grund við Hring-
braut í Reykjavík
að morgni föstu-
dagsins 28. janúar
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Dómkirkjunni í
Reykjavík 9. febr-
úar.
daginn eftir að ég
fæddist, þótt ég minn-
ist þess nú ekki. Hann
sagði mér allnokkru
síðar að hann hefði
aldrei séð ljótara
reifabarn.
Hvað um það, minn-
ingin um Sigurð er
björt og ákaflega
skemmtileg og reynd-
ar er sama hvar borið
er niður – hlátur kem-
ur í hugann. Siggi var
um flest einstakur og
eftirminnilegur þeim
er honum kynntust
eða áttu við hann
samskipti þótt í smáu væri. Fyrir
honum var lífið sífelld skemmtun
og amstur dagsins því einungis
nauðsynlegt til að halda mætti
skemmtuninni til haga. Hann var
samt hvorki latur né hyskinn,
heldur í senn vandvirkur og vinnu-
samur um þau verk sem hann tók
að sér – og með afbrigðum ná-
kvæmur. Hann sagði Kristjönu
systur minni einhvern tíma að
hann hefði lært nákvæmnina af
Þórði föðurbróður sínum, sem
þótti svo nákvæmur að jaðraði við
smásmygli. Siggi losnaði ekki við
þá innrætingu, sem var honum
fremur ljúf en sár og líklega einn-
ig í blóð borin. Sigurður kvæntist
árið 1951 Önnu Gísladóttur Ólafs-
sonar bakara, eða „henni Önnu
minni“ eins og hann stundum
sagði. Eignuðust þau tvo syni,
Baldur sem fæddur er 1952 og
kvæntur Evu Benediksdóttur og
Gísla sem fæddur er 1959 og
kvæntur Guðrúnu Hólmgeirsdótt-
ur. Barnabörnin eru fimm. Lengst
af bjuggu Anna og Sigurður í
Karfavogi 36, en leiðir þeirra
skildi árið 1981 og kvæntist Sig-
urður öðru sinni árið 1982, Lilju
Bernhöft.
Við Baldur erum jafnaldrar og
áttum strax í frumbernsku margar
glaðar stundir með bræðrunum
feðrum okkar. Í barnsminni eru
ýmsar myndir af Sigga sem alltaf
hafði drjúgan tíma til skrafs og
kúnsta. Hann tók af sér þumalinn
við mikla undrun viðstaddra og
sneri upp á úlnliðinn að því er virt-
ist í heilhring án þess losnaði af
höndin; svo dró hann upp úr vasa
sínum tanngarð einn mikinn sem
hann trekkti upp og hló þá garð-
urinn samtímis því að hann skellti
í góm og þeyttist fram og aftur um
borðið. Mörg fleiri brögð hafði
hann í frammi sem vöktu kátínu
okkar. Og uppátækin voru ekki
bundin við ungviðið, þau voru lög-
uð að aldri og þroska er hvoru
tveggja vatt fram. Maður vissi
aldrei hvaðan á sig stóð veðrið
þegar hann var annars vegar. Það
var alltaf gaman að koma til Önnu
og Sigga í Karfavoginn.
Sigurður var í meðallagi á hæð,
svipfríður og kímileitur, skolhærð-
ur og varð aldrei grátt hárið nema
einn lokkur á miðju höfðinu. Hann
var mikið snyrtimenni, gekk jafn-
an í vesti við jakkafötin og hafði
vasaúr í gullkeðju í vestisvasanum.
Ásgeir tengdafaðir minn segir að
þann veg hafi Siggi verið búinn
fyrsta daginn í menntaskóla. Hann
mun hafa skorið sig úr fjöldanum
strax sem barn og unglingur fyrir
sakir uppátækja sinna og sérvisku.
Þannig lét hann til dæmis snoð-
klippa sig á unglingsárum og
stofnaði af því tilefni félagsskapinn
Snoðklipptravinafélagið og tók að
sér að snoðklippa þá sem vildu
ganga í félagið.
Þeir bræður Sigurður og Krist-
inn fylgdust að alla sína skóla-
göngu og luku báðir laganámi vor-
ið 1948 – og hóf þá Sigurður strax
störf hjá Ragnari Ólafssyni hrl.,
frænda sínum. Sigurður öðlaðist
héraðsdómslögmannsréttindi 6.
desember 1949 og hæstaréttarlög-
mannsréttindi sömuleiðis 6. des-
ember árið 1960. Hann starfaði hjá
Ragnari til ársins 1967 er hann
stofnaði sína eigin skrifstofu á
Laugavegi 18, eða í Rúbblunni
eins og sumir kölluðu það hús.
Auk lögmannsstarfa sinnti Sig-
urður ýmsum félagsmálum, sat
m.a. í stjórn Íslensk-þýska menn-
ingarfélagsins og var formaður
þess um árabil. Hann fór þá oft til
Austur-Þýskalands í ráðstefnu- og
friðarferðir. Þá lágu tungumál ein-
staklega vel fyrir honum, talaði
ágæta ensku og þýsku og á
miðjum aldri hóf hann að læra
rússnesku af kappi og náði góðum
tökum á henni. Einhverju sinni
kom ég á skrifstofuna til hans að
sumarlagi með belgískan frönsku-
mælandi blaðamann sem var held-
ur slakur í ensku. Það var eins og
við manninn mælt, Sigurður ræddi
við hann á frönsku eins og ekkert
hefði í skorist, átti við hann langt
samtal og gaf honum að lokum í
staupinu.
Á skrifstofu Sigurðar var starf-
rækt matarfélagið Gnægtir. Fólk
kom í hádeginu með eitthvað mat-
arkyns sem lagt var á borð og af
varð fjölbreytt veisluborð næstum
eins og í Heljarslóðarorustu og
ákaflega glatt á hjalla. Siggi var
veislustjórinn, sagði sögur og fór
með kvæði og rímur. Rætt var um
skáldskap fornan og nýjan og um
málefni líðandi stundar. Á föstu-
dögum – og stundum endranær –
var hellt í staup, stundum fleiri en
eitt og fleiri en tvö og skrifstof-
unni lokað eftir hádegi ef svo bar
við og hægðist þá tímans þungi
niður. Ef síminn hringdi er leikar
stóðu sem hæst þá svaraði Siggi
stundum „Teppagerð Alfreðs og
Gottfreðs, góðan dag“ – og bað þá
sá er hringdi afsökunar á því að
hafa hringt í skakkt númer.
Blómaskeið Gnægta stóð áratugina
1967–87 eða þar um bil.
Sigurður var einlægur maður,
hjálpsamur og góðviljaður. Þessir
eiginleikar einkenndu hann í lífi,
leik og starfi. Í lögmannsstörfum
sínum var hann maður sátta og
reyndi ætíð eftir mætti að forða
fólki frá því að fara í mál, þar sem
það gerði oft illt verra. Í dómsmáli
bæri annar aðilinn ávallt lægri
hlut, tapaði málinu.
Dæmi um þetta eðlislæga við-
horf Sigurðar er að finna í lítilli
frásögn sem fram kemur í ræðu
sem hann flutti á samkomu
Orators, félags laganema árið
1963. Þar víkur hann að því í lok
ræðunnar, eftir að hafa gantast
um hríð, að ekki geti hann ávarpað
hina ungu laganema nema að gefa
þeim eitthvert heilræði í væntan-
legum praxís. Segir að vísu að
nauðsynlegt sé að kunna bókstaf-
inn vel og gera viðskiptavinina
ánægða, en við úrlausn mála, jafn-
vel hinna smæstu, megi bókstaf-
urinn aldrei verða til að torvelda
lausn málsins. Því til sanninda-
merkis segir hann eftirfarandi
dæmisögu:
„Á fyrstu árum mínum í praxís
var ég einu sinni sem oftar stadd-
ur uppi í bæjarþingsstofu í Hegn-
ingarhúsinu, þegar verið var að
taka fyrir ný mál. Eitthvað af fólki
beið þarna frammi á gangi eftir
því að nöfn þess yrðu kölluð upp.
Gömul kona, sem beið þarna, vék
sér að mér og sýndi mér afrit af
stefnu, þar sem iðnaðarmaður, mig
minnir rafvirki, stefndi henni til að
greiða viðgerðarreikning upp á
rúmlega 200 krónur auk vaxta og
málskostnaðar. Konan fór hörðum
orðum um viðgerðarmanninn og
framkomu hans alla og sagðist
ekki skilja í þeirri ósvífni að fara
að stefna sér ofan á það sem á
undan var gengið.
Ég fór að athuga, hver væri lög-
maður stefnanda og fann hann
fljótlega. Við fórum afsíðis og
ræddum málið, og þar kom, að lög-
maðurinn sagði, að ef konan borg-
aði hundrað krónur, áður en málið
yrði tekið fyrir, skyldi hann sleppa
henni við öll frekari útgjöld. Mér
fannst þetta kostaboð og fór til
konunnar og sagði henni hreykinn
frá þessu afreki mínu, þar sem
hún yrði ella að borga a.m.k. 5–600
krónur samtals með málskostnaði
og málsvarnarlaunum, eins og
verðlag var þá, en gamla konan
var nú ekki alveg á að fara að
borga þessum ósvífna manni pen-
inga. Af sér skyldi hann ekki hafa
einn einasta eyri. Ég sá, að rök-
ræður við konuna voru gersamlega
út í loftið og sagðist skyldi reyna
betur. Síðan fór ég inn í réttarsal
og beið þar góða stund, fór svo
fram aftur og sagði konunni, að
háttvirtur andstæðingur hefði látið
sér segjast og málið væri fallið
niður.
Það þykir mér ekki mikið, sagði
konan, en hvað á ég að borga yður
fyrir hjálpina? Ja, þetta var nú svo
sem ekki neitt og allra sízt til að
taka fyrir það, segi ég.
Jú, ég vil borga fyrir svona góða
hjálp, segir hún. Ja, ef við tökum
eitthvað, er það nú yfirleitt ekki
undir 100 krónum, segi ég. Já, og
þó það væri meira, skyldi ég borga
það með ánægju, sagði sú gamla.
Síðan kvöddumst við með mestu
virktum og ég fór með hundrað-
kallinn og greiddi kröfuna.“
Nú er Sigurður allur. Hann átti
um margt góða ævi og þó nokkuð
langa – og var oftast „vel lukk-
aður“ eins og hann stundum sagði;
skemmti sér konunglega – þótt
nokkuð væri af honum dregið hin
síðari árin.
Minningin um Sigga lifir með
okkur um ókomna tíð og með þeim
sem þekktu hann. Það var okkur
systkinunum og Systu konu minni
mikil gæfa að fá að njóta vináttu
hans og samveru.
Við hjónin, systkini mín og móð-
ir, vottum fjölskyldu Sigurðar,
Lilju eiginkonu hans, Baldri og
Gísla og fjölskyldum þeirra okkar
dýpstu samúð við fráfall Sigurðar.
Þórður Kristinsson.
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
STEINÞÓRS BENEDIKTSSONAR
bónda,
Kálfafelli,
Suðursveit.
Benedikt Þór Steinþórsson, Ragnheiður Magnúsdóttir,
Bjarni Steinþórsson, Hrefna Guðmundardóttir,
Unnsteinn Ingi Steinþórsson, Svava Magnúsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum samúð og hlýhug vegna andláts og
útfarar sonar míns, bróður okkar og mágs,
GUÐJÓNS SKARPHÉÐINSSONAR,
Eiríksbakka.
Vinum hans þökkum við ómetanlega tryggð og
stuðning. Starfsfólki þeirra heilbrigðisstofnana
sem hann dvaldi á eru færðar kærar þakkir fyrir
góða umönnun á liðnum árum.
Einnig er félögum úr Karlakórnum Fóstbræðrum færðar sérstakar þakkir.
Ágústa Guðjónsdóttir og fjölskylda.