Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
Canada's fastest growing franchise
is now expanding into Iceland.
See us at www.fibrenew.com
Reykjavík 11. janúar 2005
Stjórn Össurar hf.
1. Venjuleg a›alfundarstörf samkvæmt grein 4.02 í samflykktum félagsins.
2. Tillaga um a› heimila stjórn a› kaupa eigin bréf félagsins.
3. Önnur mál.
Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins, ásamt sk‡rslu
endursko›enda, mun vera hluthöfum til s‡nis á skrifstofu félagsins a› Grjóthálsi 5,
Reykjavík, viku fyrir a›alfund. Reikningar og önnur gögn ver›a einnig birt á
heimasí›u félagsins sem er www.ossur.is og www.ossur.com.
A›göngumi›ar, atkvæ›ase›lar og önnur fundargögn ver›a afhent á fundarsta› frá
kl. 8:30. Hluthafar eru hvattir til a› mæta tímanlega til a› taka vi› fundargögnum.
Fundurinn hefst stundvíslega kl. 9:00.
A›alfundur Össurar hf. ver›ur haldinn í fundarsal á 1.hæ› á Grand Hótel, Sigtúni
38, Reykjavík, föstudaginn 25.febrúar 2005 og hefst hann kl.9 árdegis.
Vi› hjálpum fólki a› njóta sín til fulls
A›alfundur Össurar hf.
Á dagskrá fundarins ver›a:
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● BÍLALEIGAN Budget hefur samið
við Iceland Express um þjónustu við
farþega félagsins. Í fréttatilkynningu
segir að Budget muni bjóða við-
skiptavinum Iceland Express bestu
fáanlegu kjör á bílaleigubílum á öll-
um áfangastöðum félagsins, þ.e. í
Reykjavík, Kaupmannahöfn, London
Stansted og Frankfurt Hahn.
Budget semur við
Iceland Express
● VIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands í gær
námu 8,9 milljörðum króna. Við-
skipti með hlutabréf námu 3,6 millj-
örðum. Úrvalsvísitalan hækkaði um
0,4% og er 3.875 stig. Af félögum í
úrvalsvísitölunni hækkuðu bréf
Medcare Flögu mest, um 4,0%. Bréf
Samherja lækkuðu mest, um 1,7%.
Mest hækkun á bréf-
um Medcare Flögu
● ENGLANDSBANKI hefur tilkynnt að
stýrivextir verði óbreyttir, 4,75%, og
er þetta sjötti mánuðurinn í röð sem
slík tilkynning er gefin út. Væntingar
á markaði eru þó þær að vextir muni
taka að hækka síðar á árinu sam-
kvæmt frétt Financial Times.
Stýrivextir á
Bretlandi óbreyttir
VALGERÐUR Sverr-
isdóttir, iðnaðar- og við-
skiptaráðherra, hefur
sent stærstu fyrirtækj-
um landsins bréf þar
sem farið er fram á að
forsvarsmenn fyrir-
tækjanna beiti sér fyrir
því að konur fái aukið
tækifæri til setu í
stjórnum viðkomandi
fyrirtækja.
„Þátttaka íslenskra
kvenna í stjórn skráðra
fyrirtækja hérlendis er
minni en í nær öllum
þeim löndum sem við
berum okkur saman við.
Einungis tvær konur voru í stjórn
skráðra félaga hérlendis á árinu 2004.
Það er engin sérstök ástæða fyrir því
hvers vegna íslenskar konur hafa
ekki tekið sæti í stjórnum líkt og kon-
ur í nágrannalöndum okkar,“ segir í
bréfinu. Jafnframt segir að nú sé
tækifæri til að gera betur þar sem að-
alfundir séu í vændum.
„Ég vil beita mér fyrir því að ís-
lensk fyrirtæki skoði möguleg tæki-
færi fyrir konur í stjórn þeirra og taki
upp betri hætti. Þannig er hægt að
benda á að í stað lagasetningar um
þátttöku kvenna í
stjórnum geti fyrirtæk-
in sjálf tekið sig á í þess-
um efnum“ segir Val-
gerður í bréfi sínu.
Ekki hótun um
lagasetningu
Í samtali við Morg-
unblaðið í gær sagði
Valgerður að bréfið
hefði ekki einungis ver-
ið sent fyrirtækjum
skráðum á hlutabréfa-
markaði heldur hefði
bréfið verið sent u.þ.b.
80–90 af stærstu fé-
lögum landsins, þar
sem úrbóta þykir þörf. Um væri að
ræða vinsamleg tilmæli af sinni hálfu
en alls ekki hótun um lagasetningu.
„Ég vil með þessu hvetja til upp-
byggilegrar umræðu um málið því
eins og alkunna er stöndum viðokkur
ekki vel í þessum efnum,“ sagði hún
og tiltók þá skoðun sína að ekki væri
æskilegt að þurfa atbeina löggjafans
þegar hún var innt eftir hvort í bréfi
hennar fælist hótun um kynjakvóta.
Valgerður vildi ekki segja til um
hvort brugðist yrði við með aðgerðum
ef tilmælum hennar yrði ekki hlýtt.
Valgerður skor-
ar á fyrirtækin
Valgerður
Sverrisdóttir
Viðskiptaráðherra mælist til þess
að íslensk fyrirtæki skoði tækifæri
fyrir konur í stjórnum þeirra
Morgunblaðið/Jim Smart
KB banki fékk
Íslensku þekk-
ingarverðlaunin
Sigurður Einarsson, stjórnarformað-
ur KB banka, hagfræðingur ársins
KB BANKI hlaut í gær Íslensku
þekkingarverðlaunin sem Félag
viðskiptafræðinga og hagfræð-
inga, FVH, veitti í fimmta sinn.
Jafnframt hlaut Sigurður Ein-
arsson, starfandi stjórnarformað-
ur bankans, viðurkenningu félags-
ins sem hagfræðingur ársins
2004.
Á ráðstefnunni Íslenski þekk-
ingardagurinn sem FVH stóð fyr-
ir í gær undir yfirskriftinni „Leið-
toginn – býr leiðtogi í þér?“ kom
fram að við val á þekkingarfyr-
irtæki ársins væri tekið mið af
leiðtoganum. Að sögn Gylfa Dal-
manns Aðalsteinssonar, formanns
dómnefndar í vali á þekkingarfyr-
irtæki ársins, var valið fyrirtæki
þar sem leiðtoginn hefur sýnt af
sér ótvíræða forystuhæfileika í
markvissri virkjun mannauðs
samhliða afburða árangri í
rekstri. Sagði hann dómnefndina
hafa skoðað ýmsa þætti hjá til-
nefndum fyrirtækjum og nið-
urstaða nefndarinnar hefði verið
að KB banki skyldi hljóta verð-
launin. Önnur félög sem voru til-
nefnd voru Baugur Group og Öss-
ur.
Ragnar Þórir Guðgeirsson, for-
maður dómnefndar við val á við-
skiptafræðingi/hagfræðingi árs-
ins, sagði að það hefði verið mat
sinnar dómnefndar að Sigurður
Einarsson, starfandi stjórn-
arformaður KB banka, hefði skar-
að fram úr við val á viðskipta-
eða hagfræðingi ársins en Sig-
urður er fyrsti hagfræðingurinn
sem verður fyrir valinu. Hreiðar
Már Sigurðsson, forstjóri KB
banka, tók við viðurkenningunni
fyrir hönd Sigurðar. Hann tók
einnig við verðlaunagripnum
Þekkingarbrunni fyrir hönd KB
banka.
Forseti Íslands, herra Ólafur
Ragnar Grímsson, afhenti verð-
launin og sagði hann KB banka
og mörg önnur fyrirtæki sem
væru að ná árangri á heimsmark-
aði sýna það að hægt sé að hafa
rætur á Íslandi en vera samt í
hópi sigurvegara á heimsmarkaði.
Afhendingin Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, afhendir
Hreiðari Má Sigurðssyni Íslensku þekkingarverðlaunin.
!!"
# $% &$'"
● Í FRÉTT á viðskiptasíðu Morg-
unblaðsins á miðvikudag var
MP Fjárfestingarbanki ranglega
nefndur MP Verðbréf. Leiðrétt-
ist það hér með og biðst Morg-
unblaðið velvirðingar á mistök-
unum.
Leiðrétt