Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Það var löngunin til að skapanýja tegund af drama á óp-erusviðinu sem vakti áhugaGiacomo Puccinis á leikriti Victoriens Sardou um Toscu. Í því sá hann nýja möguleika sem gætu hent- að honum í óperu. „Þetta verk krefst hvorki yfirgengilegrar sviðsmyndar og ofvaxinna sjónrænna tilþrifa, og það er heldur ekki þess eðlis að það krefjist einhverrar ofgnóttar af tón- list,“ sagði tónskáldið frá Lucca í bréfi til til útgefanda síns, Ricordis, árið 1889, þegar hann bað um að Ricordi reyndi að útvega honum réttinn til að breyta leikritinu í óperu. Ástæða þess að Puccini var svo lítillátur í orðum sínum var sú að á Ítalíu hafði svoköll- uð grand opera notið gríðarlegra vin- sælda allt frá því um 1870, miklar skrautsýningar, þar sem ofuráhersla var á mikið sjónarspil, sviðsmyndir, búninga og íburðarmikla tónlist. Þannig vildi Puccini ekki hafa Toscu. Áhugi hans lá í hinu leikræna drama sem ákjósanlegu verkfæri fyrir bein- skeytta og áhrifamikla tónlist. Árin liðu, Puccini sinnti öðrum verkefnum, þar á meðal smíði La bo- hème, og rétturinn að því að yfirfæra leikritið í óperubúning lenti í höndum annars útgefanda, Albertos Franch- etti, og óperutextasmiðsins Luigis Il- lica, og til stóð að Verdi semdi óperu byggða á sögunni. Árið 1895 sá Puccini leikrit Sard- ous á sviði í Flórens og þar var engin önnur í aðalhlutverki en sú nafntog- aða stjarna Sarah Bernhardt, en Sardou samdi hlutverk Toscu fyrir hana. Puccini var gagntekinn og ítrekaði ósk sína við Ricordi um að fá tækifæri til að spreyta sig á Toscu. Það kom á daginn að áhugi Verdis á verkinu var ekki meiri en svo að auð- velt reyndist fyrir Ricordi að fá rétt- inn að sýningunni til sín. Librettistinn Illica lagði honum lið við það. Annar librettisti, Giuseppe Giacosa, var beð- inn um að vinna að endanlegri gerð óperutextans ásamt Illica, en þeir voru höfndar textans að La bohème. Giacosa leist ekkert á að Tosca gæti nokkurn tíma orðið sannfærandi sem ópera; plottið væri allt of flókið, og allt of lítið svigrúm fyrir þau ljóðrænu til- þrif sem hann taldi að ópera krefðist. Hann lagðist gegn hugmyndinni um að umbreyta Toscu í óperu, lét þó að endingu til leiðast, en hótaði stöðugt að draga sig út úr samvinnunni við Puccini og Illica vegna þess hve illa honum leist á verkefnið. Hvað ef …? Það má velta því fyrir sér hverjum tökum Verdi hefði tekið Toscu, og hvernig óperusagan hefði orðið, hefðu þessir tveir höfuðsnillingar ítölsku óperunnar báðir samið óperu eftir leikritinu. Það er ekki svo óalgengt að tvær óperur séu til um sömu sögu. Margar óperur hafa til dæmis verið samdar um söguna af Orfeifi og Evri- dísi, og bæði Puccini og Jules Mass- enet sömdu óperur um örlög Manon Lescaut, byggðar á sögu Prévost. Á þessum tíma kepptust óperutón- skáldin um að finna góðar sögur not- hæfar til óperusmíða, og sjaldgæfara var að óperutexti væri fru er eiginlega óskiljanlegt Verdi gaf hugmyndina um á bátinn; – í henni var saf ástir og grimm örlög, og færi til að skapa afar kvenhetju sem hlýtur tra Frumsýning í sku Í kvöld kl. 20 frumsýnir Íslenska óperan Toscu eftir Giacomo Puccini. Bergþóra Jónsdóttir komst að því að Verdi hafði líka áhuga á að semja óperu um söng- konuna sem fórnaði líf- inu fyrir elskhuga sinn. Maria Callas og Tito Gobbi í hlutverkum Toscu og Scarpia í söguleg Fyrsti þáttur Cesare Angelotti, pólitískur fangi á flótta, leitar skjóls í kirkju. Málarinn Mario Cavaradossi kemur þangað til að vinna við málverk sitt af Maríu Magdalenu en fyrirmyndin er markgreifynjan Attavanti, systir Angelottis. Þegar Angelotti kemur fram úr kapellunni ber Mario, vinur hans og samherji, kennsl á hann og gefur honum mat en segir honum að fela sig aftur þegar hann heyrir Toscu kalla fyr- ir utan. Hún hefur heyrt hann á tali við einhvern og er tor- tryggin og afbrýðisöm. Þegar hún þekkir markgreifynj- una Attavanti á málverkinu blossar afbrýðisemin upp að nýju en honum tekst að sefa hana. Þegar Tosca er farin nær Mario í Angelotti. Fallbyssuskot gefur til kynna að lögreglan hafi uppgötvað flóttann og mennirni sér heim til Cavaradossis. Kirkjuvörður segir unum þau gleðitíðindi að her Napoleons hafi v aður og syngja eigi lofsöng í kirkjunni og slá u Fernese-höll þar sem Tosca eigi að syngja. Þö hópinn þegar lögregluforinginn Scarpia kemu Angelottis. Þegar Tosca kemur aftur til að hitt sinn sýnir Scarpia henni blævæng með skjalda tavanti-ættarinnar sem hann hefur fundið í ka Tosca, sem telur að Mario sé sér ótrúr, heitir þ sín. Scarpia sendir menn sína til að elta Toscu is og leggur á ráðin um að ná Toscu á sitt vald. Annar þáttur Í herbergi sínu í Fernese-höll lýsir Scarpia un til að beygja Toscu undir vilja sinn. Njósna etta segist ekki hafa fundið Angelotti en kemu Söguþráður „TOSCA er hörkukona og engin lognmolla í kringum hana. Hún er stórkostleg manneskja, sem mér finnst hafa allt til brunns að bera,“ segir Elín Ósk Ósk- arsdóttir sópransöngkona sem fer með hlutverk Toscu í sýningu Íslensku óperunnar. „Ekki spillir að hún er óperusöngkona, mikils metin í sínu landi og víðar. Hún er ljúf persóna og ástrík og lifir fyrir listina og ástina á listmálaranum Mario Cavaradossi. Hún leiðist inn í þessa atburðarás þar sem hörmungar ganga yfir bæði hana og Cavaradossi – allt af völdum Scarpia lögreglustjóra. Það þarf sterkan karakter til að geta tekist á við óréttlætið, og þann karakter hef- ur Tosca. Scarpia er óþverri og svífst einskis. Hann er falskur, og sýnir það í gjörðum sínum þegar hann falsar lausnarbréf handa Cavaradossi. Tosca selur sig í rauninni til að bjarga Cavaradossi, en gengur þó ekki alla leið. Tosca er dagfarsprúð. Hún er mikið ljón í sér og við t þess um v Scar hníf Ég uppá aiva as e allta að g svo ekki var inni inlei eins sjá h Ég heiti Tosca, ég er l MEIRI TUNGUMÁLAKENNSLA Flest ríki Evrópu verja meiritíma til kennslu fyrsta er-lenda tungumáls í grunnskóla en Ísland, að því er fram kom í Morg- unblaðinu í gær. Á Íslandi eru kennd- ar 384 stundir í ensku á sex árum, en t.d. í Finnlandi 456 stundir á sjö eða níu árum og í Þýzkalandi 1.127 stund- ir á níu árum. Þá hefst kennsla fyrsta erlenda tungumálsins síðar hér á landi en víðast annars staðar í Evr- ópu, eða í fimmta (tíu ára) bekk. Ís- land hefur hins vegar þá sérstöðu að byrjað er strax á barnaskólastigi að kenna annað erlent tungumál, dönsku. Algengast er að aðeins annað erlenda tungumálið sé skyldunáms- grein, en kennsla í hinu hefjist ekki fyrr en á unglingastiginu. Í þessari stöðu eru augljóslega sóknarfæri. Menntamálaráðuneytið hefur gefið til kynna að þar sé verið að skoða möguleika á að hefja kennslu ensku fyrr en nú er gert. M.a er vísað til þess að breyta þurfi nám- skrám vegna styttingar náms til stúdentsprófs. Það er án vafa rétt að með þeirri uppstokkun á námi í grunnskólanum, sem óhjákvæmileg er vegna fyrir- hugaðrar styttingar framhaldsskól- ans, gefast ýmis tækifæri til að nýta tímann á því skólastigi miklu betur. Margir hafa bent á að full ástæða væri til að hefja kennslu erlendra tungumála mun fyrr en nú er gert, enda eru börn afar móttækileg fyrir tungumálum á fyrstu árum grunn- skólans. Morgunblaðið hefur reyndar alltaf verið andvígt þeirri ákvörðun að gera ensku að fyrsta erlenda tungumálinu í stað dönsku, og fært fyrir því sögu- leg og menningarleg rök. En vilji menn halda sig við ensku sem fyrsta erlenda málið er sjálfsagt að hefja kennslu hennar fyrr. Þá á hins vegar líka að hefja kennslu í dönsku fyrr en nú er gert. Sú staðreynd, að Ísland er eitt fárra ríkja, sem kenna tvö erlend tungumál á barnaskólastigi, markar okkur ákveðna sérstöðu, sem við eig- um að nýta til fullnustu. Ef kennsla bæði í ensku og dönsku hefst þannig talsvert fyrr en nú gerist, skapast svigrúm fyrir þriðja málið, t.d. þýzku, frönsku eða spænsku á unglinga- stiginu. Færa má rök að því að það sé mik- ilvægara fyrir smáþjóðir, sem tala eigið tungumál, að læra erlend mál en fyrir stórþjóðirnar, vegna þess hvað notagildi móðurmálsins er takmark- að utan landsteinanna. Ennfremur hefur verið sýnt fram á að tungu- málanám auki víðsýni fólks og eftir því sem fólk læri fleiri tungumál, þeim mun auðveldara verði að bæta enn einu við. Í ljósi alþjóðavæðingar íslenzks atvinnu- og menningarlífs og þess samkeppnisforskots, sem felst í góðri málakunnáttu, er líka full ástæða til að leggja verulega aukna áherzlu á tungumálakennslu í grunn- skóla. Það verður hins vegar ekki gert nema með því að efla mjög tungu- málakennslu í kennaranámi og bjóða kennurum, sem nú kenna tungumál í grunnskólum, upp á endurmenntun þannig að þeir séu í stakk búnir til að kenna yngri börnum. Jafnframt er ástæða til að minna á að ein forsend- an fyrir árangursríku tungumála- námi er öflug móðurmálskennsla. Þeir, sem kunna vel móðurmálið og málfræði þess eru betur í stakk búnir til að tileinka sér aðrar tungur. ÚR DIGRUM HÁSKÓLASJÓÐI Háskóli Íslands og Burðarás und-irrituðu á miðvikudag viljayfir- lýsingu um breytingar á starfsemi Há- skólasjóðs Eimskipafélags Íslands. Samninginn undirrituðu Páll Skúla- son rektor fyrir hönd Háskólans og Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórn- arformaður sjóðsins, fyrir hönd Burð- aráss. Þessar breytingar munu hafa mikið að segja og verða til þess að efla Háskólann. Háskólasjóður var stofnaður árið 1964. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær var stofnfé hans gjöf frá Maju Guðjohnsen Laxdal á hlutafé í Eimskip að nafnvirði 357 þúsund krónur og 75 þúsund krónur í reiðufé. Árið 2003 nam bókfært nafnverð hlutafjáreignar sjóðsins rúmum 168 milljónum eða um 2,2 milljörðum mið- að við núverandi gengi. Sagði Björg- ólfur Thor að vegna fyrirhugaðra breytinga á starfsemi sjóðsins yrði eignasamsetningu hans breytt. Út- greiðslur úr sjóðnum hafa hingað til verið litlar, en nú er ætlunin að gera grundvallarbreytingu þar á. Stefnt er að því að greiða út meginhluta tekna sjóðsins árlega. Verkefni sjóðsins verða tvíþætt. Annars vegar er ætl- unin að styrkja stúdenta til rannsókn- artengds framhaldsnáms við Háskóla Íslands. Gert er ráð fyrir að fyrstu styrkirnir verði veittir á næsta ári. Heildarfjárhæð þeirra muni síðan fara hækkandi og árið 2009 og eftirleiðis má ætla að veittar verði 100 milljónir króna árlega, einkum til doktorsnema. Hins vegar er ætlunin að veita fé til verðugs verkefnis innan Háskólans. Fyrsta verkefnið verður að reisa svo- kallað Háskólatorg, sem ætlað er að tengja flestallar byggingar Háskól- ans. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist í upphafi næsta árs og allt að 500 milljónum króna geti runnið til verkefnisins úr Háskólasjóði á næstu þremur árum. „Hér er stigið eitt stærsta skref í því að gera Háskóla Íslands að alvöru alþjóðlegum rannsóknarháskóla,“ sagði Páll Skúlason þegar viljayfirlýs- ingin var undirrituð. Það er mikið ánægjuefni að þessi öflugi sjóður verði nú nýttur til að hleypa auknum krafti í Háskóla Íslands. Það er löngu tíma- bært að gert verði kleift að styrkja efnilega doktorsnema með veglegum hætti. Þessar breytingar á starfsemi Háskólasjóðs mun hafa verulegt áhrif á íslenskt fræðasamfélag og verða Há- skóla Íslands lyftistöng. Samkomulagið ber ennfremur vott um víðsýni forsvarsmanna Burðaráss og er gott dæmi um það hvernig stjórnendur stórra fyrirtækja geta látið sig heill samfélagsins varða og komið auga á það hvernig hún fer sam- an við þeirra eigin framtíðarhags- muni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.