Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2005 19 ERLENT Í samvinnu við: Keppt verður í tveimur flokkum: -Nýr HENSON galli -Útfærsla HENSON nafnsins á t-boli Samkeppnin hefst formlega 11. febrúar og lýkur 11. mars Öllum er heimil þáttaka og ekki eru hömlur á fjölda hugmynda frá hverjum þáttakanda fyrir sig. Allar nánari upplýsingar á www.henson.is Úrslitin verða kunngerð með sýningu 20. mars HENSON er al-íslenskt framleiðslufyrirtæki sem hannar og framleiðir breiða línu sportfatnaðar hérlendis og bíður jafnframt allar mögulegar fatamerkingar. HÖNNUNARSAMKEPPNI HENSON Dómnefndina skipa: Linda Árnadóttir umsjónamaður fatahönnunardeildar Listaháskólans, Svava Johansen framkvstj. NTC, Erpur Eyvindarson fjöllistamaður, Birgitta Haukdal söngkona og Halldór Einarsson framkv.stj. HENSON STJÓRNVÖLD í Norður-Kóreu lýstu yfir því í gær að þau hefðu hætt þátttöku í viðræðum sex ríkja um kjarnorkuáætlun sína. Jafnframt var ítrekuð sú fullyrð- ing að Norður-Kóreumenn réðu yfir gereyðingarvopnum. Í yfirlýsingu stjórnvalda sagði að þýðingarlaust væri að halda þessum viðræðum áfram þar sem Bandaríkjamenn hefðu nú lýst yfir því að Norður-Kórea væri einn „útvarða einræðisins“. Var með þessu vísað til orða Condoleezza Rice er hún sór embættiseið utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna í jan- úarmánuði. Spennan í samskiptum Banda- ríkjamanna og Norður-Kóreu braust upp á yfirborðið í október- mánuði 2002. Þá sökuðu Banda- ríkjamenn stjórnvöld í Norður- Kóreu um að starfrækja leynilega áætlun sem miðaði að því að auðga úran þvert á samning sem gerður hafði verið árið 1994. Stjórnvöld í Pyongyang neituðu þessu en settu af stað á ný áætlun um auðgun plútóníums. Frá því 2003 hafa Bandaríkin, Kóreuríkin tvö, Kína, Japan og Rússland haldið þrjár viðræðulot- ur er miðað hafa að því að fá Norður-Kóreumenn til að hætta þróun kjarnorkuvopna og hljóta í staðinn efnahaglega og pólitíska umbun. Enginn árangur hefur náðst í þessum viðræðum, að heit- ið getur. Fjórðu lotuna átti að halda í september sl., en horfið var frá því þar sem Norður- Kóreumenn neituðu að mæta og sögðu ástæðuna vera „ógnandi“ stefnu Bandaríkjamanna. Jafnframt sögðu þeir að sú ákvörðun yrði ekki endurskoðuð fyrr en fyrir lægi hverjir fara myndu með utanríkismál á seinna kjörtímabili George W. Bush Bandaríkjaforseta. Bush Bandaríkjaforseti hóf annað kjörtímabil sitt í liðnum mánuði með því að gagnrýna N-Kóreumenn ekki beint og vakti það vonir um að þeir myndu mæta aft- ur til viðræðnanna. En þeir sögðust gera sér litlar vonir um batnandi samskipti á síð- ara kjörtímabili Bush. Í tilkynningu Norður- Kóreumanna í gær var vísað til þessa og orða Rice sér- staklega og frá því skýrt að stjórnvöld neyddust til að slíta viðræðum um kjarnorkumál um „ótiltekinn tíma“. Kjarnorkuvopn til að verja „frelsið og lýðræðið“ Í yfirlýsingunni var ennfremur ítrekuð sú staðhæfing að Norður- Kórea réði yfir kjarnorkuvopnum. Slíkar yfirlýsingar hafa verið birt- ar nokkrum sinnum frá því októ- bermánuði 2003 þegar frá því var skýrt að Norður-Kórea hefði nú tiltækan „kjarnorkuherafla sem ætlað [væri] fælingarhlutverk“. Háttsettir menn í stjórn Kim Jong-il, leiðtoga Norður-Kóreu, hafa og sagt að ríkið eigi þess konar vopnabúnað en yfirlýsingar stjórnvalda hafa aldrei verið svo afdráttarlausar sem í gær. Sagði þar að N-Kóreumenn hefðu smíð- að kjarnorkuvopn í fælingar- og varnarskyni. Stigin yrðu „frekari skref til að efla kjarnorkuvopna- búrið“ til þess að N-Kóreu auðn- aðist „að verja hugmyndafræði sína og kerfi, frelsi sitt og lýð- ræði“. Voru þessi orð túlkuð á þann veg að Norður-Kóreumenn hygðust efla kjarnorkuvopnabúr sitt. Bandarískar leyniþjón- ustustofnanir meta stöðuna á þann veg að Norður-Kóreumenn kunni að hafa smíðað nokkrar kjarnorkusprengjur. Hald manna er yfirleitt að þar ræði um fremur frumstæð vopn. Þá er viðtekin sú skoðun að þeir hafi trúlega náð að endurvinna nógu mikið plútóníum úr eldsneytisstöngum í Yongbyon- kjarnorkuverinu til að smíða sex sprengjur til viðbótar. Ýmsir sér- fræðingar hafa á hinn bóginn bent á að óyggjandi sönn- unargögn liggi ekki fyrir í þessu efni og til eru þeir sem efast um að Norður-Kórea hafi tiltæk ger- eyðingarvopn. Í september í fyrra lýstu Norð- ur-Kóreumenn yfir því að þeir myndu aldrei eyðileggja kjarn- orkuvopn sín á meðan Banda- ríkjamenn rækju svo „fjand- samlega stefnu“ gagnvart ríki þeirra. Condoleezza Rice, utanrík- isráðherra Bandaríkjana, sem stödd var í Lúxemborg í gær harmaði þá ákvörðun Norður- Kóreumanna að slíta viðræðum og kvað hana fallna til þess eins að auka enn á einangrun þeirra á alþjóðavettvangi. Sagði hún Bandaríkjamenn færa um að bregðast við hugsanlegri kjarn- orkuógn af hálfu Norður-Kóreu. Þýsk og rússnesk stjórnvöld brugðust og við tíðindum þessum með því að hvetja ráðamenn í Pyongyang til að endurskoða af- stöðu sína. Slíta kjarnorkuviðræðum Fréttaskýring | Norður-Kóreumenn neita að ræða frekar kjarnorkuáform sín og ítreka fyrri full- yrðingar um að þeir ráði yfir kjarnavopnum. Þeir segjast hafa smíðað þau í varnarskyni. Reuters Fréttaþulur les yfirlýsingu utanríkisráðu- neytisins í ríkissjónvarpi Norður-Kóreu í gær. Kjarnorkuáform sín réttlæta ráða- menn með vísan til „fjandamlegrar stefnu“ Bandaríkjastjórnar. PÓSTKORT sem Adolf Hitler var sent frá Bretlandi hefur verið borið út þótt 60 ár séu lið- in frá því að viðtakandinn kvaddi þennan heim. Nafn sendanda kom ekki fram en á póstkortinu stóð á ensku: „Führer Adolf Hitler, Reichstag, German Parlia- ment, Berlin, Germany“. Þýska póstþjónustan, Deutsche Post, meðhöndlaði póstkortið sem önnur og stimplaði á það að heimilisfang- ið væri rangt. Þar kemur fram að gera beri sendanda grein fyrir þessu. Stimpillinn upplýs- ir ennfremur að sú ályktun hafi verið dregin að bréfritari hafi ætlað að senda þýska þinginu bréfið. Það nefnist nú á þýsku „Bundestag“ en ekki „Reichs- tag“ líkt og forðum. Bréfið hafi því verið sent á eftirfarandi heimilisfang: Deutsche Bun- destag, 11011 Berlin. Talsmað- ur þingsins staðfesti síðan að póstkortið hefði borist. Talsmaður Deutsche Post sagði í viðtali við þýska tímarit- ið Der Spiegel að fyrirtækið hefði engan rétt á að taka bréf eða póstkort úr umferð þótt viðtakandinn væri sannarlega allur. Meðferð málsins væri til marks um metnað og vönduð vinnubrögð starfsmanna Deutsche Post. Pósturinn borinn út til Hitlers
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.