Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 20
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Krefjast vegabóta | Sveitarstjórn Aust- urbyggðar hefur krafist þess að stjórnvöld láti gera endurbætur á veginum milli Reyð- arfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Á síðasta fundi sveitarstjórnar var svohljóðandi ályktun samþykkt: „Þar sem stjórnvöld, þrátt fyrir eftirleitan, hafa ekki séð sér fært að setja flýtifé til flýtingar endanlegrar opnunar Fáskrúðsfjarðarganga, þá krefst sveitarstjórn Austurbyggðar þess að nú þegar verði gerðar þær nauðsynlegu end- urbætur á veginum milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar sem til þarf svo vegurinn geti talist fær öllum bílum og minnki slysa- hættu verulega.“ Frá þessu greinir á vefn- um austurbyggð.is. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Rokkhátíð alþýðunnar | Aldrei fór ég suður, rokkhátíð alþýðunnar, verður að þessu sinni haldin í Edinborgarhúsinu á Ísafirði 26. mars, laugardaginn fyrir páska, að því er fram kemur á vef hátíðarinnar. Unnið hefur verið að lagfæringum á húsinu. Mugison, Trabant, Lonesome traveller, Tristian, Nine elevens, Húsið á sléttunni, Einar Örn og Ghostdigital, Reykjavík og Gruff Reyrs, söngvari bresku sveitarinnar Super furry animals, eru meðal þeirra tón- listarmanna sem staðfest hafa komu sína á tónlistarhátíðina, að því er fram kemur á fréttavefnum bb.is. Hátíðin var haldin í fyrsta skipti á síðasta ári og þótti takast vel. Menning í íshús | Verkefnisstjórn um byggingu menningarhúss í Vestmanna- eyjum hefur ákveðið að skrifstofurnar í gamla Ísfélagshúsinu verði notaðar sem menningarhús. Tillögur þessa efnis koma fram í fundargerð sem lögð hefur verið fyrir bæjarráð Vestmannaeyja. Á vef Frétta í Vestmannaeyjum, eyja- frettir.is, kemur fram að byggingar- nefndin telur æskilegt að æskilegt sé að menningarhúsið verði sem næst miðbæn- um og er í því sambandi horft til Ís- félagshússins sem er um 7.000 fm. Það gæti m.a. hentað vel undir náttúrugripa- safn. Samþykkt var að ræða við forráða- menn Ísfélagsins um hugsanleg kaup á húsinu. Gamla Ísfélagshúsið hefur verið lítið notað eftir að félagið flutti starfsem- ina að Strandvegi 102 þar sem öll vinnsla fer fram. Skrifstofur Ísfélagsins eru enn í húsinu og Félag eldri borgara er með að- stöðu þar. MeistarakeppniHúnvetninga2005 hefst næst- komandi laugardag í Reið- höllinni Arnargerði við Blönduós og er þetta fjórða árið sem keppnin er haldin. Fjögur mót eru í keppninni sem haldin er í samstarfi hestamannafélaganna Þyts, Snarfara og Neista, öll í Arnargerði. Keppt verður í þremur flokkum, þ.e. opnum flokki, áhugamannaflokki og ung- lingaflokki 16 ára og yngri. Keppnisgreinar í öllum flokkum verða, tölt, fjór- gangur, slaktaumatölt og fimmgangur aðeins í opn- um- og áhugamannaflokki. Á laugardag verður keppt í tölti. Hin mótin verða 11. mars, 1. apríl og 15. apríl en Stórsýning húnvetnskra hestamanna verður í Reið- höllinni Arnargerði laug- ardaginn 19. mars. Meistarakeppni Hvolsskóli sigr-aði bæði íræðu- og söngkeppni grunnskól- anna í Rangárvallsýslu sem fram fór í félagsheimilinu Hvolnum á Hvolsvelli á dögunum. Nemendur 8. til 10 bekkjar grunnskólanna á Hellu, Hvolsvelli og Laugalandi halda árlega söng- og ræðu- keppni. Hver skóli mætti með eitt fimm manna lið í ræðukeppnina. Ræðuefni kvöldsins voru leiknir framhaldsþættir, raunveruleikaþættir og fræðsluþættir. Keppnin var hnífjöfn en niðurstaðan varð sú að Hvolsskóli hreppti farandbikarinn að þessu sinni. Ekki var fögnuður nemendanna þaðan minni þegar þær Herdís Rútsdóttir (til vinstri á myndinni) og Hlíf Hauksdóttir úr Hvolsskóla sigruðu í söngvakeppninni með laginu Yellow. Herdís söng og spilaði undir á pí- anó en Hlíf lék á þverflautu. Tvöfald- ur sigur Hvols- skóla Jón Ingvar Jónssonyrkir um árstíðinaog veðrið: Leiður Þorri þykir mér þung og ströng með veður sál mín þreytt og þjökuð er þar til Góa kveður. Gylfi Þorkelsson heyrði af barni sem kom úr leik- skólanum: „Mamma, mamma. Er ég búin til í glasi, ættleidd eða rídd?“: Einhver litlu greyin greru, grá úr frosti þýdd, í litlu glasi. Önnur eru ættleidd eða rídd! Eiginkona hans fékk hljómflutningstæki í jóla- gjöf og setti upp í svefn- herberginu. Gylfi orti: Bæði er gagnlegt og gilt að geta úr rúminu stillt á hugljúfan óm með steríóhljóm og stuð, ef að stemning er villt. Einar Kolbeinsson orti er hann heyrði þetta: Fjölmargt getur lagt þér lið, ef ljá skal nautnum völdin. Græjur nýjar gleðjast við, Gylfi og frú á kvöldin. Nýjar græjur pebl@mbl.is Ólafsfjörður | Sumir bændur hafa fé sitt úti allan veturinn, lætur það liggja við opið eins og sagt er. Geta skepnurnar þá kroppað eftir föngum en hafa jafnframt aðgang að góðu heyi. Hefur féð sjálfsagt leitað tölu- vert inn í vetur. Þessar skrautlegu kindur voru að viðra sig í blíðunni í Ólafsfirði þegar ljósmyndari var þar á ferð fyrr í vikunni. Morgunblaðið/Kristján Viðra sig í blíðunni Sauðfjárrækt Barðastrandarsýsla | Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur beint því til Vegagerðarinnar að hún geri tillögu um að valin verði leið sem felur í sér þverun þriggja fjarða við endurbætur á Vest- fjarðavegi í Reykhólahreppi. Er þetta þó háð því að framkvæmdin standist umhverf- ismat. Tilkynnti Sturla þetta á fjölmennum stjórnmálafundi Sjálfstæðisflokksins í Fé- lagsheimili Patreksfjarðar og að því er fram kemur á fréttavefnum Tíðis á Pat- reksfirði var tilkynningu ráðherrans fagn- að með lófataki. Umrædd leið liggur þvert yfir Þorska- fjörð við Kinnarstaði, út Hallsteinsnes og yfir mynni Djúpafjarðar um Grónes og yfir Gufufjörð í Melanes og þaðan fyrir Skála- nes og að Eyri í Kollafirði. Leiðin sneiðir hjá núverandi vegstæði yfir Hjallaháls og Ódrjúgsháls, sem hefur reynst mikill far- artálmi. Leiðin styttir núverandi veg um 22 km og færir hann niður á láglendi.. Fram kemur á vefnum að hér er um að ræða val- kost sem íbúar Barðastrandarsýslu og sveitarstjórnir Reykhólahrepps, Vestur- byggðar og Tálknafjarðarhrepps hafa bar- ist fyrir árum saman. 400–500 milljóna kr. munur Ráðherra gat þess að Vegagerðin myndi á næstu dögum leggja fram tillögu að matsskýrslu vegna umhverfismats fyrir framkvæmdina þar sem gert væri ráð fyrir þremur valkostum. Áætlað er að leiðin sem felur í sér þverun fjarðanna kosti 1.610 milljónir kr. en hinar 400 til 500 milljónum kr. minna. Ráðherra sagði að þrátt fyrir að þessi leið væri dýrust væri hún fyrsti val- kostur, þar sem kostir hennar væru ótví- ræðir. Ráðherra sagði að í þessu sambandi yrði að horfa fram í tímann og framávið, um væri að ræða framkvæmd þar sem við værum að byggja fyrir börnin okkar og af- komendur. Vestfjarðaleið styttist um 22 km við þverun fjarða        !"   # $   -,9D,  +( $& ,% -              
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.