Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 700 MILLJÓNA króna útflutnings- verðmæti gætu tapast vegna brun- ans í Fiskimjöli og lýsi í fyrradag og er því unnið að því að finna leiðir til að landa hluta loðnunni sem átti að fara í bræðslu í Grindavík annars staðar. Verksmiðjan hefði getað unnið úr 60 þúsund tonnum af loðnu á vertíðinni og vegna mikils loðnu- kvóta gætu Íslendingar orðið af allt að 700 milljónum króna tekjum að sögn Árna M. Matthiesen sjávarút- vegsráðherra. Hann skoðaði bruna- rústirnar í verksmiðjunni í gær með Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, sem átt hefur Fiskimjöl og lýsi síðan 1997. „Það er slæmt ef vinnslugetan í landinu minnkar en hins vegar er ekki allt ónýtt hér,“ sagði Árni og minnti á að aðgerðir þyrftu að miða að því að fá sem mest af verðmætum út úr yfirstandandi loðnuvertíð. Á fundi ráðherra með Þorsteini Má Baldvinssyni og Guðjóni Hörleifs- syni, formanni sjávarútvegsnefndar Alþingis, var síðan ákveðið að reyna að setja hrognavinnslu í verksmiðj- unni í gang aftur. Þorsteinn Már Baldvinsson sagði að nú myndu menn kanna hvort unnt væri að leigja skip undir skornu loðnuna að lokinni hrognatöku og senda hana norður fyrir land í verk- smiðjur þar sem ekki er hrogna- vinnsla. „Búnaður til hrognavinnslu er heill en það þarf að koma mjög miklu af skorinni loðnu frá okkur. Við fórum yfir það með ráðherra hvort það væri eitthvað í reglugerð- um sem hindraði það.“ Ráðherra lýsti því yfir eftir fund- inn að það væri í lagi af hálfu ráðu- neytisins að haga málum þannig. Mikilvæg fyrir bæjarfélagið Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri í Grindavík, sem einnig sat fundinn ásamt Sigmari Eðvarðssyni, for- manni bæjarráðs, sagði brunann hafa komið sem reiðarslag. Verk- smiðjan hafi farið í gegnum gagn- gerar breytingar með það fyrir aug- um að auka afkastagetu hennar. „Hún var því tilbúin til að taka á móti miklu hráefni á þessari vertíð þannig að þetta er mikið áfall,“ segir hann. Á hinn bóginn skuli ekki gleyma björtu hliðunum sem eru þær að verksmiðjan virðist ekki eins illa far- in og talið var í fyrstu. Löndunarhús- ið, skrifstofuhúsnæði, hluti verk- smiðjuhúsanna auk hrognabúnaðar hafi sloppið. „Mér heyrist því að menn séu mjög vongóðir um að hefja uppbyggingu á ný. Bærinn hefur boðið þá aðstoð sem honum er unnt að veita og við viljum hvetja til áframhaldandi uppbyggingar því starfsemi verksmiðjunnar er geysi- lega mikilvæg fyrir okkar litla bæj- arfélag.“ 700 milljóna króna útflutningsverðmæti eru í húfi vegna brunans í Grindavík Morgunblaðið/Þorkell Á vettvangi í gær. F.v.: Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri, Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, Ármann Ólafsson, aðstoðarmaður ráðherra, Guðjón Hjörleifsson, formaður sjávarútvegsnefndar, Sigmar Eðvarðsson, formaður bæjarráðs, og Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Reynt að vinna hrogn BÚIST er við skýrslu Bruna- málastofnunar vegna brunans í Grindavík innan nokkurra vikna. Starfsmenn stofnunarinnar fóru á vettvang í gær til að meta vinnu slökkviliða, eldvarnir og fleira. Skýrslan verður síðan kynnt slökkviliðsstjórum um land allt eins og vaninn er með skýrslur bruna- málastjóra. Þær eru einkum unnar í fræðsluskyni fyrir slökkvilið lands- ins þegar stórbrunar verða. Björn Karlsson brunamálastjóri segir að þótt ekki sé búið að meta tjónið í fiskimjölsverksmiðjunni, sé samt ljóst að bruninn sé með þeim stærri sem orðið hafa hérlendis undanfarna áratugi. „Þetta verður mjög stór hluti af samanlögðu eignatjóni í brunum á þessu ári,“ segir hann. Árlegt brunatjón á landsvísu hefur að meðaltali verið rúmur milljarður frá árinu 1981. Eldvarnareftirlitið á Grindavík hafði gert athugasemdir við eld- varnir í verksmiðjunni en ekki fengust nánari upplýsingar um eðli þeirra hjá Ásmundi Jónssyni, slökkviliðsstjóra í Grindavík, í gær. Með stærri brunum í áratugi TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN sendi í gær frá sér afkomuviðvörun vegna brunans í fiskimjölsverksmiðju Samherja í Grindavík. Segir þar að miklar skemmdir hafi orðið á hús- um og lausafé en of snemmt sé segja til um fjárhæð tjónsins. Eign- irnar séu tryggðar hjá Trygginga- miðstöðinni. Fram kemur, að talið sé að áhrif tjónsins á afkomu TM á árinu 2005 verði um 200 milljónir en það sé hlutur TM í tjóninu að viðbættum viðbótariðgjöldum sem TM þurfi að greiða til endurtryggjenda þegar um svo stórt tjón sé að ræða. 200 milljóna króna áhrif á afkomu TM VERKTAKAFYRIRTÆKIÐ Imp- regilo greiddi íslenskum fyrirtækj- um rúmlega 8,3 milljarða fyrir vörur og þjónustu frá upphafi fram- kvæmdanna við Kárahnjúkavirkjun og til ársloka 2004, skv. upplýsingum fyrirtækisins. Af einstökum fyrirtækjum hefur Impregilo greitt mest til verktaka- fyrirtækisins Arnarfells eða 1.681 milljónir og kemur BM Vallá þar á eftir með tæplega 760 milljónir. Impregilo stofnaði útibú í Reykja- vík 13. febrúar 2003 og fimm dögum síðar var gengið frá samningum við Landsvirkjun. Þann 23. mars 2003 opnaði félagið annað útibú á Egils- stöðum og þann 24. apríl sama ár var opnað útibú á Kárahnjúkum. „Frá upphafi hefur félagið reitt sig á þjón- ustu íslenskra fyrirtækja vegna margra þeirra starfa sem fallið hafa til við framkvæmdirnar. Það er ekki hvað síst hin ágæta þjónusta ís- lenskra fyrirtækja, sem hafa gert Impregilo kleift að vinna sig út úr þeim erfiðu aðstæðum sem sköpuð- ust síðasta vetur, vegna hins skamma undirbúningstíma fyrir framkvæmdirnar. Þessa þjónustu mun Impregilo halda áfram að kaupa þar til framkvæmdunum lýk- ur,“ segir í fréttatilkynningu frá fyr- irtækinu. Hafa greitt rúma átta milljarða ALLS eru 9.845 á kjörskrá vegna kjörs rektors Háskóla Íslands, sem fram fer 10. mars næstkomandi. Kjörskráin hefur nú verið lögð fram og eru á henni 1.013 starfsmenn og 8.832 stúdentar. Við kjörið gilda atkvæði háskóla- kennara, sérfræðinga og annarra starfsmanna sem hafa háskólapróf sem 60% greiddra atkvæða. Atkvæði stúdenta gilda sem 30% atkvæða og atkvæði annarra atkvæðisbærra gilda sem 10% greiddra atkvæða, skv. upplýsingum HÍ. Fjórir hafa sótt um embætti rekt- ors og eru í framboði en þeir eru pró- fessorarnir Ágúst Einarsson, Einar Stefánsson, Jón Torfi Jónasson og Kristín Ingólfsdóttir. Kjörstjórn vegna rektorskjörsins hefur opnað nýja vefsíðu á slóðinni www.hi.is/page/rektorskjor2005. Kjör rektors Háskóla Íslands Rúmlega 9.800 á kjörskrá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.