Morgunblaðið - 11.02.2005, Page 25

Morgunblaðið - 11.02.2005, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2005 25 DAGLEGT LÍF Glæsileg húsgögn frá Brasilíu Kirkjulundi 17 (v/Vífilsstaðaveg) Garðabæ Sími: 565 3399 FYRIR HEIMILIÐ OG BÚSTAÐINN Starfsmenn Opinna kerfahafa svo sannarlega veriðá iði undanfarna daga þvíalla síðustu viku stóð yfir heilsuvika í fyrirtækinu með af- bragðsgóðum árangri. Stefnt er að því að gera könnun meðal starfs- manna á næstu dögum til að meta og mæla árangur heilsuvikunnar, ánægju eða óánægju svo að fyr- irtækið geti sem best komið til móts við óskir starfsmanna hvað varðar heilsueflinguna. Í kjölfar heilsuúttektar, sem Saga, Heilsa og Spa gerði á starfsfólki Opinna kerfa, um eitt hundrað manns, var ákveðið að gera tilraun með sérstaka heilsu- viku til að efla vitund starfsmanna um gildi hreyfingar og holls mat- aræðis. Skipuð var formlegur heilsueflingarhópur, sem í áttu sæti Agnar Már Jónsson forstjóri, Halldóra Matthíasdóttir markaðs- stjóri og Jón Óskar Þórhallsson skrifstofustjóri. Auk fróðlegra fyrirlestra og fjölbreyttrar hreyfingar, bæði í hádeginu og eftir vinnu, var ákvörðun tekin um að henda öllu súkkulaði, súkkulaðikexi og gosi úr nammiskáp fyrirtækisins sem starfsmenn hafa getað gengið í að vild fram til þessa. Þess í stað var samið við ávaxtabílinn um að koma á hverjum morgni með ferska ávexti og nýtt grænmeti sem deildir fyrirtækisins skiptust á að skera niður í huggulegar körfur, sem dreift var út um allt hús. Heildsalan reið á vaðið þegar kom að niðurskurði ávaxtanna. Þá tóku stoðdeildirnar við á þriðju- deginum. Þjónustudeildin færði samstarfsfólkinu hollustuna á mið- vikudeginum. Á fimmtudeginum var komið að lagernum og að sölu- sviðinu á föstudeginum. Í mötu- neytinu kappkostuðu matseljurnar þær Þórunn og Elín að bjóða ein- göngu upp á hollustufæði í heilsu- vikunni. Lýsi hf. bauð upp á lýsi og vítamín. Mjólkursamsalan út- vegaði skyr- og mjólkurvörur og frá Sól barst appelsínusafni fullur af vítamínum. Féll í frjóan jarðveg Reynt var að hafa heilsuefl- inguna sem fjölbreyttasta og voru nýjar greinar kynntar á degi hverjum. „Þórhalla Andrésdóttir sjúkraþjálfari fræddi okkur um mikilvægi léttra æfinga í hita og þunga dagsins sem eru sér- staklega mikilvægar fyrir þá sem stunda skjávinnu alla daga. Við hlustuðum líka á fyrirlestur frá nágrönnum okkar í Hreyfigrein- ingu undir yfirskriftinni „Hver ber ábyrgð á eigin heilsu.“ Við fórum í kraftfimi, liðfimi, stöðvapúl, stafa- göngu og síðast en ekki síst í Qi gong, sem er aldagömul kínversk orkuleikfimi fyrir líkamann, hug- ann og andann. Eftir vinnu á fimmtudeginum mættu starfsmenn svo með maka og börn í Egilshöll þar sem skautað var í tvo tíma, sagði Halldóra Matthíasdóttir í samtali við Daglegt líf eftir allt púlið. Að sögn Halldóru reyndust und- irtektir starfsmanna frábærar í einu og öllu og því má segja að uppátækið hafi fallið í afar frjóan jarðveg þó að einstaka starfsmenn hafi kallað á ný eftir súkkulaðinu, en þó meira í gamni en alvöru.  HEILSA | Starfsmenn Opinna kerfa hæstánægðir með heilsuviku Ávaxtakörfur í stað nammi- skápsins Nammiskápum var skipt út fyrir ávaxta- körfur og gosdrykkja- kælar fylltir hollustu. Frítt var í líkamsrækt og heilsutengdir fyr- irlestrar haldnir reglulega. Þetta var meðal þess sem starfsmenn Opinna kerfa ehf. nutu í heilsuvikunni, sem haldin var nýlega með pomp og prakt. join@mbl.is Morgunblaðið/ÞÖK Halldóra Matthíasdóttir, markaðsstjóri Opinna kerfa, með ávaxtakörfuna sem hefur notið mikilla vinsælda í heilsuvikunni. Ekki er lengur hægt að seilast eftir gosi í kæli því þar er bara skyr. Hrökkbrauð kom í stað súkku- laðikexins og sætindanna. ER NEFIÐ STÍFLAÐ? Fæst í apótekum og lyfjaverslunum STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára. Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.