Morgunblaðið - 13.02.2005, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 13.02.2005, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 42. TBL. 93. ÁRG. SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Mörg andlit Fishburnes Leikarinn Laurence Fishburne í viðtali við Morgunblaðið 16 Tímaritið | Sveitapiltsins draumur  Samhent feðgin  Voðaveröld Vachss Atvinna | Réttindi við eigendaskipti staðfest  Skortur á vinnuafli blasir við Matur og menning | Hátíðin Food and Fun stendur frá 16. til 20. febrúar 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350 Tímaritið, Atvinna og Matur og menning FRUMVARP til laga um Ríkisútvarpið verður lagt fram á vorþingi og verður þar að finna breytingar á núverandi afnotagjöldum í þá veru að fella þau niður, að því er fram kemur í viðtali við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur mennta- málaráðherra í Morgunblaðinu í dag. Þorgerður Katrín útskýrir ekki nánar í hverju þessar breytingar verða fólgnar en segir að verið sé að leggja lokahönd á frumvarps- drögin. „Þetta verður stórmál. Það hafa allir skoðanir á Ríkisútvarpinu. Það skipar sinn sess með þjóðinni, en má sízt við því að staðna. Það þarf að halda því lifandi og keiku,“ segir hún. Spurð hvort stjórnarflokkarnir séu samstiga í málinu segir Þorgerður Katrín að það sem gert sé núna sé gert í sátt og samlyndi. „Báðir flokk- arnir eru eindregið þeirrar skoðunar að það eigi að hlúa að Ríkisútvarpinu svo það geti svarað kröfum tímans. Það þarf að skerpa á hlutverki Ríkisútvarpsins og tryggja því áfram öruggan sess sem öflugt fyrirtæki.“ Í viðtalinu kemur einnig fram að háskólanem- um á Íslandi hefur fjölgað um helming frá árinu 2000. Þorgerður Katrín segist ekki telja rétt á þessu stigi að innheimta skólagjöld fyrir grunn- nám á háskólastigi, en geti vel séð þau fyrir sér í sambandi við framhaldsnám og að skólarnir geti fengið til sín gjöld eins og fyrir námskeiðshald sem ekki sé hægt eins og nú sé málum háttað. Þorgerður ræðir einnig einkaskóla á grunn- skólastigi og segir miður fái rótgrónir skólar eins og Landakotsskóli og Ísaksskóli ekki svig- rúm til rekstrar. Vill endurskoða nám kennara í heild „Það er greinilega verið að draga úr mögu- leikum þeirra til að starfa í grunnskólakerfinu í Reykjavík. Ég er hlessa á því, hvað lítillar fram- sýni gætir hjá þeim sem ráða ferðinni í borginni, að þvinga sjálfstæða skóla eins og Landakots- skóla úr einkarekstri af því hann hentar ekki pólitísku landslagi þeirra.“ Þorgerður segir mikilvægt að endurskoða nám kennara í heild í því skyni að styrkja það enn frekar vegna breyttra aðstæðna og krafna í samfélaginu: „Ég hef meðal annars rætt þetta við Kennarasambandið og er nú að skipa nefnd sem mun fara yfir þessi mál í heild sinni.“ Frumvarp til laga um Ríkisútvarpið verður lagt fram á vorþingi nú Afnotagjöldum breytt í þá veru að fella þau niður Morgunblaðið/Jim Smart  Stjórnmál snúast/10–11 KOMIÐ hefur upp ágreiningur innan ensku biskupakirkjunnar vegna þeirrar ákvörðunar Karls Bretaprins að kvænast Camillu Parker Bowles. Nokkrir áhrifa- miklir menn á „þingi“ kirkjunnar hafa hvatt prinsinn til að afsala sér ríkis- arfatign. Breska dagblaðið The Daily Telegraph skýrði frá þessu í gær og sagði að rúmur fjórðungur fulltrúanna á kirkjuþinginu væri talinn hafa miklar áhyggjur af því að Karl yrði næsti konungur – og þar með yf- irmaður kirkjunnar – vegna þess að hann er fráskilinn og hyggst kvænast aftur. Búist er við að deilan magnist þegar kirkjuþingið kemur saman síðar í vikunni. Þótt málið sé ekki á dagskrá þingsins hafa þrír af atkvæðamestu mönnum kirkj- unnar hvatt til þess að það verði rætt taf- arlaust. Rowan Williams, erkibiskup af Kantaraborg, sem er æðsti biskup kirkj- unnar, hefur hafnað því. Tilkynningin um brúðkaupið varð einn- ig til þess að Ekklesia, guðfræðileg hug- veita í Bretlandi, hvatti til aðskilnaðar ríkis og kirkju. Jonathan Bartley, fram- kvæmdastjóri Ekklesia, sagði að það myndi vera „afbrigðilegt“ ef næsti yfir- maður kirkjunnar og verndari trúarinnar yrði „maður sem jafnvel erkibiskupinn af Kantaraborg getur ekki leyft að kvænast aftur í eigin kirkju“. Reuters Karl Bretaprins og Camilla Parker Bowl- es eftir að skýrt var frá trúlofun þeirra. Velji á milli Camillu og krúnunnar Nærfötin mega sjást Washington. AFP. UNGMENNI í Virginíu-ríki í Banda- ríkjunum, sem vilja tolla í tískunni og hafa buxurnar svo lágt gyrtar að nærfötin sjáist, geta nú andað léttar. Ekkert verður af banni við þessari tísku þótt fulltrúadeild ríkisþings Virginíu hafi samþykkt það með miklum meirihluta atkvæða á þriðju- daginn var. Þingmennirnir voru dregnir sund- ur og saman í háði eftir samþykktina og fjaðrafokið var svo mikið að nefnd öldungadeildar ríkisþingsins hafnaði frumvarpinu einróma tveim- ur dögum síðar. Samkvæmt lagafrumvarpinu átti brot við banninu að varða sekt að andvirði 50 dollara, eða rúmra 3.000 króna. Andstæðingar bannsins sögðu það brot á mannréttindaákvæðum stjórnarskrár Bandaríkjanna. KÍNVERJAR gufubaka brauð í verslun í Zhejiang- héraði í austurhluta Kína. Venja er í héraðinu að borða gufubakað brauð á vikulangri vorhátíð, sem hófst á miðvikudag, fyrsta deginum á ári hanans. Eigandi verslunarinnar kveðst selja 10.000 gufubök- uð brauð á hverjum degi yfir hátíðina. Reuters Hátíðarbrauð bakað á ári hanans AÐ MINNSTA kosti sautján manns biðu bana í sprengjuárás í bæ sunnan við Bagdad í gær. Árásin var gerð í bænum Mus- ayyib, á jaðri svæðis sem kallað hefur verið „þríhyrningur dauð- ans“. „Sautján manns létu lífið, þeirra á meðal þrír lögreglumenn, og sex- tán særðust þegar bílsprengja sprakk,“ sagði yfirmaður sjúkra- húss í nálægri borg, Hilla. Íraskur lögregluforingi sagði að sprenging- in hefði orðið nálægt sjúkrahúsi og stjórnsýslubyggingu. Dómari myrtur Íraski dómarinn Taha al-Amir var einnig skotinn til bana í borg- inni Basra í sunnanverðu landinu í gærmorgun. Amir var rannsóknar- dómari á valdatíma Saddams Huss- eins áður en hann varð dómari í Basra, næststærstu borg Íraks. Þá var skýrt frá því á föstudags- kvöld að Eason Jordan, yfirmaður fréttadeildar bandarísku sjón- varpsstöðvarinnar CNN, hefði sagt af sér vegna deilna um ummæli sem hann viðhafði á ársfundi World Economic Forum í Davos í Sviss í janúar. Því var haldið fram að Jord- an hefði á fundinum sagt að banda- rískir hermenn í Írak hefðu vísvit- andi ráðist á blaðamenn. Jordan neitaði að hafa sagt þetta en kvaðst hafa ákveðið að láta af störfum til að tryggja að CNN biði ekki tjón af málinu. Á fréttavef CNN var birt bréf Jordans til starfsfólks sjónvarps- stöðvarinnar og hann segir þar að ummæli sín 27. janúar hafi ekki verið nógu skýr. Blóðbað í „þríhyrningi dauðans“ Hilla. AFP. Um 80.000 manns flýja í Kongó UM 80.000 manns hafa flúið heim- kynni sín vegna átaka í norðaust- anverðu Lýðveldinu Kongó í ár, að sögn embættismanna Sameinuðu þjóðanna, að því er fram kom á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC, í gær. Þeir sögðu að nær helmingurinn hefði flúið frá Ituri- héraði á síðustu þremur dögum. Til átaka hefur komið í héraðinu þótt SÞ hafi sent þangað friðar- gæslulið og undirritaður hafi verið samningur um að binda enda á borgarastríð sem staðið hefur í fimm ár. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við að þar sé hætta á miklum fólksflótta og hungursneyð. Að sögn embættismanna SÞ hafa yfir 50 óbreyttir borgarar dáið í átökum vígamanna tveggja ætt- flokka, Hema og Lindu, síðustu tvo mánuði. Þá hafi konum og stúlkum verið rænt og nauðgað. Óttast er að kosningar, sem ráð- gerðar eru í Kongó síðar á árinu, geti ekki farið fram vegna átak- anna í Ituri og fleiri héruðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.