Morgunblaðið - 13.02.2005, Síða 46

Morgunblaðið - 13.02.2005, Síða 46
Mímí og Máni Kalvin & Hobbes HVERNIG FINNST ÞÉR KLIPPINGIN? ÞETTA ER ALVEG FRÁBÆRT! ÉG HELD AÐ ÞAÐ SÉ EKKI VAFI Á ÞVÍ AÐ ÞETTA ER FLOTTASTA KLIPPING SEM ÉG HEF FENGIÐ Á ÆVINNI MAÐUR Á ALDREI AÐ GAGNRÝNA MANN MEÐ RAKHNÍF Risaeðlugrín © DARGAUD AAAAA!! ELDFJALLIÐ ER AÐ GJÓSA!! HLAUPUM!! ANNARS VERÐUM VIÐ AÐ STEINGERFINGUM! Dagbók Í dag er sunnudagur 13. febrúar, 44. dagur ársins 2005 Víkverji er alæta áfréttir, bæði í ljós- vakamiðlum og prent- miðlum – enda er fjöl- breytni mikil í frétta- flutningi hér á landi sem og í útlöndum. Það sem fer þó mest í taugarnar á Víkverja er þegar stöð- ugt er verið að velta sömu tuggunni upp, þrátt fyrir að ekkert nýtt hafi komið fram í þeim málum sem eru til umfjöllunar – oft dag eftir dag. Já, oft á dag. Það var orðið bros- legt að fylgjast með eltingaleik fjöl- miðla við forsætisráðherra Íslands vegna innrásarinnar í Írak. Ráð- herrann var vægast sagt lagður í ein- elti af fréttamönnum og sjálfskipuðum álitsgjöfum, sem hafa stöðugt verið kallaðir fram til að segja sitt álit á hin- um ýmsu málum. Víkverji, eins og stór hluti þjóðarinnar, var orðinn þreyttur á tuggunni um hvort rétt væri, eða ekki, að vera á lista hinna viljugu, þó að Ísland hafi ekki verið á þeim lista í langan tíma, eins og kom fram á eft- irminnilegan hátt á dögunum. Stöðugt var verið að hamra á að meirihluti Íslendinga hafi verið á móti innrásinni í Írak og vitnuðu alþing- ismenn og álistsgjafar í skoðana- könnun, sem Gallup tók á Íslandi. Aldrei var vitnað í skoðanakönnun sem sama fyrirtæki gerði í Írak, þar sem meginþorri landsmanna, þolendurnir sjálfir, voru ánægðir með innrásina og að einræð- isherranum Saddan Hussein hefði verið steypt af stóli. Víkverji hélt að elting- arleikurinn við forsætis- ráðherra væri búinn, þegar fjölmiðlar báðu ráðherra afsökunar á að hafa farið með rangt mál. Það væri búið að skera hann niður úr snörunni. Svo var alls ekki. Þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur. For- sætisráðherra kom í vikunni fram í sviðsljósið í fjölmiðli, sem bað hann af- sökunar á fréttaflutningi sínum, í við- tali sem varð til þess að menn vökn- uðu aftur upp á Alþingi Íslendinga – báðu um umræðu utan dagskrár, um ummæli ráðherra í sjónvarpsviðtal- inu. Sjónvarpað var beint um víðan völl frá umræðunni á Alþingi, og al- þjóð var enn og aftur boðið upp á gömlu tugguna. Víkverji hugsaði þá – hvað stendur þetta „stríð“ lengi yfir á Íslandi? Hve- nær fær íslenskur almenningur frið frá því? Varð ráðgjöfum ráðherra ekki á í messunni – þegar lagt var upp í sjónvarpsviðtalið, sem batt ráðherra aftur upp í snöruna? Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is      Austfirðir | Stoppleikhópurinn fer í leikferð um Austfirði með Hrafnkels- sögu Freysgoða dagana 13.–17. febrúar. Þar segir frá því þegar Hrafnkell Freysgoði drepur Einar Þorbjarnarson smalamann fyrir þá sök að ríða hest- inum Freyfaxa í leyfisleysi. Í kjölfarið stefnir Sámur Bjarnason Hrafnkeli fyrir vígið og dregur það mál mikinn dilk á eftir sér. Sögusvið Hrafnkelssögu er á Austurlandi. Í dag, sunnudag, er fyrirhuguð sérstök hátíðarsýning á Brúarási í Jökuldal kl.15. Sýningin er öllum opin meðan húsrúm leyfir. Þessi hátíðarsýning er í boði Landsvirkjunar sem gerði Stoppleikhópnum kleift að ferðast með leik- sýninguna austur og sýna í beinu framhaldi í flestum grunn- og framhalds- skólum á Austurlandi. Á mánudaginn verður sýnt á Seyðisfirði og Eskifirði, á þriðjudag verða 3 leiksýningar í Valaskjálf á Egilsstöðum. Sýnt er kl. 9.30, 11.15 og kl. 13.00. Á miðvikudaginn er sýnt á Vopnafirði, á fimmtudaginn sýnir leikhópurinn síð- an í Neskaupstað og á Fáskrúðsfirði. Höfundur leikgerðar og leikstjóri er Valgeir Skagfjörð. Leikarar eru Egg- ert Kaaber og Sigurþór Albert Heimisson og leikmynd og búninga vann Vignir Jóhannsson. Hrafnkatla austur MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Því að ekkert er hulið, sem eigi verður opinbert, né leynt, að eigi verði það kunnugt og komi í ljós. (Lúk. 8, 17.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.