Morgunblaðið - 13.02.2005, Qupperneq 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK.
Heilsukoddar
Heilsunnar vegna
VERULEGUR munur er á því
hvernig kynin nota kreditkort við
kaup á hinum ýmsu vörum og þjón-
ustu. Samkvæmt yfirliti Kreditkorta
hf. yfir veltu Mastercard einstaklings-
korta á síðasta ári, skipt á milli kynja,
kemur m.a. í ljós að karlar stóðu á bak
við 67,7% allra úttekta í vínbúðum
ÁTVR en konur 32,2%. Dæmið snýst
við ef litið er á innkaup í mat-
vöruverslunum en þar eru konurnar
með tæp 64% kortagreiðslna en karl-
ar 36%.
Munurinn á kortanotkun kynjanna
er óvíða meiri en þegar litið er á kaup
á fatnaði og skóm, líkamsrækt, hár og
fegurð og gler og kristal, þar sem út-
tektir kvenna eru miklum mun meiri
en úttektir karla og hins vegar á við-
skipti á börum og næturklúbbum,
dans- og veitingahúsum og verk-
stæðum, þar sem karlar eru í miklum
meirihluta ábyrgir fyrir kortagreiðsl-
unum.
Samkvæmt yfirlitinu eru kortaút-
tektir karla 69,9% af öllum úttektum á
börum og næturklúbbum á seinasta
ári. Um 71% kortagreiðslna fyrir
verkstæðisþjónustu var á ábyrgð
karla og einnig kemur á daginn að
karlar greiða fremur ferðakostnað en
konur, og skiptast hlutföllin í 60,7%
karlar og 39,2% konur.
Sé litið á kortaviðskipti ein-
staklinga í fataverslunum standa kon-
ur á bak við um 77% allra úttekta en
karlar 23%, og ef litið er á liðinn hár
og fegurð er skipting kortaviðskipt-
anna 78% konur og rúm 22% karlar.
Konur greiða í mun meira mæli fyr-
ir þjónustu dansskóla en karlar en þar
eru hlutföllin 75% úttektir kvenna og
25% karla. Karlar greiða stærri hlut
kostnaðar við leigubíla en þar eru
hlutföllin 64,7% úttektir karla og
35,2% úttektir kvenna. Konurnar eru
á hinn bóginn mun duglegri að versla í
skóbúðum þar er kynjamunur á út-
tektunum 77% konur og 23% karlar.
Ekki munur á heildarnotkun
Lítil sem engin breyting hefur
orðið á mismunandi kortanotkun
kynjanna á milli ára, ef borið er
saman við kortaveltuna árið 2003.
Alls voru einstaklingar með um 73
þúsund Mastercard kreditkort á sein-
asta ári. Álíka margar konur og karlar
voru með kreditkort í notkun á sein-
asta ári. Konur nota þó aukakort í
talsvert meira mæli en karlar.
Nánast enginn munur var á heild-
arkortaúttektum kynjanna í fjár-
hæðum. Karlar versluðu fyrir 15.832
milljónir á seinasta ári og konur
15.736 milljónir.
Sá áberandi munur sem í ljós kem-
ur á hvernig kynin nota kreditkort sín
kemur Ragnari Önundarsyni, for-
stjóra Kreditkorta hf., á óvart. Að
mati hans bendir mismunandi korta-
notkun kynjanna til umtalsverðrar
verkaskiptingar á milli karla og
kvenna þegar greitt er fyrir vörur og
þjónustu.
Konur sjá um mat og fatnað en
karlarnir verkstæði og áfengið ''
'(
'(
()
((
(*
+)
+,
*-
.)
.-
..
..
*,
*.
*/
/,
/)
('
',
0 " "
1
2
3
0
$ 4
1
567
ROBERT Plant, fyrr-
verandi söngvari Led
Zeppelin og núverandi
sólólistamaður, mun
halda tónleika ásamt
hljómsveit í Laugar-
dalshöll 24. apríl næst-
komandi. Plant mun
flytja efni frá tuttugu
ára sólóferli auk valdra
verka úr efnisskrá Led Zeppelin. Hann
verður einnig með nýja plötu, Mighty Re-
arranger, í farteskinu./49
Robert Plant
til Íslands
SJÓNVARPSRÁSIR í lofti verða í fyrsta
sinn á Íslandi boðnar út á næstunni. Í
fyrsta áfanga verða boðnar út allt að 10 rás-
ir fyrir stafrænt sjónvarp á UHF-tíðnisvið-
inu. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst-
og fjarskiptastofnunar, segir UHF-tíðni-
sviðið umsetið til sjónvarpsútsendinga auk
þess sem miklar kröfur séu gerðar af
stjórnvöldum um dreifingu á landsvísu. Því
sé valin sú leið að fara í svokallað sam-
anburðarútboð þar sem horft sé til nokk-
urra mikilvægra þátta eins og útbreiðslu-
svæðis, uppbyggingar, nýtingar tíðnisviðs
og þjónustustigs sem dæmi. Stafræn sjón-
varpsþjónusta eigi að ná til 98% heimila
innan tveggja ára samkvæmt útboðinu.
Hingað til hefur tíðnisviðum til útsend-
ingar dagskrár verið úthlutað af Póst- og
fjarskiptastofnun að uppfylltum tilteknum
skilyrðum samkvæmt lögum.
Hrafnkell segir að UHF-tíðnisviðið lúti
svolítið sérstökum lögmálum. Mikið sé til af
búnaði til sendingar og móttöku á þessu
tíðnisviði. Megnið af sjónvarpsútsendingum
á Íslandi í dag fari fram á VHF- og UHF-
tíðnisviðunum. „Við erum að taka fyrsta
skrefið núna yfir í stafræna þjónustu á því
tíðnisviði. Okkur þykir því eðlilegt, af því að
það hefur verið talsverður áhugi á að kom-
ast inn á þetta tíðnisvið af nokkrum aðilum,
að bjóða þetta út,“ segir hann. „UHF-tíðni-
sviðið er almennt séð heppilegt fyrir dreif-
ingu á sjónvarpi á stórum landsvæðum.“
Mikilvægt er að hafa í huga að fjölmarg-
ar leiðir eru færar við dreifingu stafræns
sjónvarps, segir Hrafnkell. Þar megi nefna
fjölvarp, UHF/VHF-tíðnir, KU-bandið,
MWS-bandið, gervihnetti, kapal og breið-
band.
Stafrænar
sjónvarps-
rásir
boðnar út
VÍSINDAMENN sem starfa hjá
Íslenskri erfðagreiningu hafa frá
því fyrirtækið hóf starfsemi fyrir
um átta og hálfu ári, gert grein
fyrir rannsóknum sínum í um 100
greinum, sem birtar hafa verið í
ritrýndum vísindatímaritum.
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE,
segir grunnrannsóknir fyrirtæk-
isins skipta miklu máli og ákveð-
ið hafi verið af stjórn fyrirtæk-
isins að leggja meira fé til
erfðafræðinnar. „Fjárfesting
okkar í lyfjaþróun þýðir ekki að
við ætlum að minnka fjárfest-
indatímaritinu Nature Genetics
sumarið 2002. Þar segir að erfða-
kortið sé viðurkennt grundvall-
artæki vísindamanna við kort-
lagningu á erfðabreytileika
mannsins og er það nefnt hið
gullna viðmið í erfðafræðirann-
sóknum í heiminum í dag. Fram
kemur í The Scientist að finna
megi yfir 200 tilvitnanir annarra
vísindamanna í grein vísinda-
manna ÍE um erfðakortið frá því
hún birtist.
gang að hugbúnaðarkerfi sem
fyrirtækið bjó til í þeim tilgangi
að safna saman læknisfræðileg-
um upplýsingum.
Erfðakort ÍE gullviðmið
Í ritstjórnargrein febrúarheftis
tímaritsins The Scientist er
fjallað um erfðakort ÍE yfir
erfðamengi mannsins, sem vís-
indamenn ÍE lýstu í grein í vís-
inguna í erfðafræðinni. Sú
ákvörðun var þvert á móti tekin
á síðasta stjórnarfundi að auka
fjárfestingu í erfðafræði vegna
þess að hún skiptir okkur svo
miklu máli,“ segir Kári í viðtali
sem birt er í Morgunblaðinu í
dag.
Fram kemur í viðtalinu að Ís-
lensk erfðagreining veitti á dög-
unum Sameinuðu þjóðunum að-
Hafa birt 100 greinar
í vísindatímaritum
Ævintýralega/6
ÍE veitir Sameinuðu þjóðunum
aðgang að hugbúnaðarkerfi
MYND Ragnars Axelssonar ljósmyndara á
Morgunblaðinu var valin mynd ársins á sýningu
Blaðaljósmyndarafélagsins sem var opnuð í
Gerðarsafni í gær. Myndin fylgdi greinaflokki
sem Morgunblaðið birti um atvinnumál og
íbúaþróun á Vestfjörðum og Norðurlandi
vestra. Á myndinni er Hjördís Jónsdóttir, beitn-
ingakona í Siggabúð í Bolungarvík, að hringja
heim og athuga um hagi fjölskyldunnar.
Morgunblaðið/RAX
Stund milli stríða í Bolungarvík
♦♦♦