Morgunblaðið - 13.02.2005, Side 53

Morgunblaðið - 13.02.2005, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2005 53 hvers konar söguþráð fannst mér yf- irþyrmandi. Ég er vön því að hugsa bara um eina senu í einu og hinar eru ekki til á meðan og þegar ég er búin með þessa einu senu tek ég þá næstu. Mér tókst ekki að einbeita mér að einum degi af þessum 22, eða hvað það nú voru margir dagar í Tour de France, og láta svo eins og hinir dag- arnir væru ekki til og ekki heldur allt hitt efnið sem var tekið upp fyrir ut- an keppnina. Svo það var ekki um annað að ræða en að játa sig sigraða og pakka niður.“ Hún segir umfjöllunarefnið þó áhugaverðara en margir halda. „Ég hef aldrei haft neinn áhuga á hjól- reiðum en þetta er miklu meira en það. Hvað gerist þegar þessir gæjar eru að hjóla 160 kílómetra? Það eru þrír í hópnum sem allt snýst um en hinir eru bara með til að hjálpa þeim að komast í mark. Mér fannst þetta heillandi heimur og gat gleymt mér alfarið yfir efninu. Hrökk svo upp eft- ir tvo tíma og hafði ekki framkvæmt eitt einasta klipp. Það sér hver heil- vita maður að það gengur ekki.“ Að leggja meiri alúð við klippinguna Valdís réðist til starfa hjá Kvik- myndamiðstöð Íslands sem kvik- myndaráðgjafi vorið 2003. Starf hennar hjá Kvikmyndamiðstöð felst í að lesa umsóknir og handrit að leikn- um kvikmyndum sem berast og mæla með eða mæla ekki með styrk- veitingu. „Ég hef líka komið við í klippi- herberginu á meðan á klippingu stendur en einhverra hluta vegna er það ekki gert í öllum tilvikum. Í Dan- mörku er það regla að þegar fyrsta gegnumklipp af mynd er sýnt þá er þeim ráðgjöfum dönsku Kvikmynda- stofnunarinnar sem styrktu myndina boðið.“ Valdís er þeirrar skoðunar að slíkt kerfi yrði til bóta í íslenskri kvik- myndagerð þar sem oft er ástæða til að leggja meiri alúð við klippinguna að hennar mati. „Klippingin mætir stundum af- gangi. Tíminn orðinn knappur og peningarnir að verða búnir. Sem er synd því klippingin er lokapunkt- urinn á útliti myndarinnar og út frá þeim punkti er myndin dæmd. Gott handrit er númer eitt, tvö og þrjú. En það verður líka að skila handritinu til áhorfandans. Honum er nokk sama þótt það hafi tekið fimm daga að ná einhverri töku eða allt hafi verið rosalega erfitt. Ef myndin virkar ekki uppi á tjaldi er hún ónýt,“ segir Valdís. Hún segir þó að þetta sé að breytast og kvikmyndagerðarfólk taki sér í auknum mæli þann tíma sem þarf til að klippa og sinna lokafrágangi. „Íslensk kvikmyndagerð þarf meiri peninga. Mér finnst ég fá mikið af góðum handritum inn, frá ungu fólki sem kemur með nýjar og fersk- ar, virkilega góðar hugmyndir. Það getur tekið ár, tvö eða þrjú ár eða meira að fjármagna þessar myndir. Einkafjármagn er mjög lítið heima og það held ég að sé meðal annars vegna þess að framlög til kvikmynda- gerðar eru ekki frádráttarbær frá skatti. Mér finnst eiginlega vera kominn tími til að athuga hvað er hægt að gera í þeim málum.“ Valdís er ósátt við hversu lítið Rík- issjónvarpið kaupir af kvikmyndum. „Og ég skil ekki heldur hvað varð um Menningarsjóð útvarpsstöðva, hann bara gufaði upp. Mér finnst alveg ótrúlegt að kvikmyndagerðarfólk haldi áfram að berjast heima. En það er bara þannig að maður fær kvik- myndabakteríuna. Og annaðhvort læknast maður eða verður alveg for- fallinn. Og þá er ekkert annað að gera en að halda áfram,“ segir Valdís sem sjálf verður að teljast til síð- arnefnda hópsins. Vantar breidd og meiri peninga Að hennar mati var síðasta ár ekk- ert sérstaklega gott í íslenskri kvik- myndagerð, þar vill hún sjá meiri breidd. „Ég vil sjá dýrar og vandaðar myndir og allt niður í litlar og ódýrar myndir unnar af orku en ekki endi- lega miklum undirbúningi. Ég vil sjá meiri breidd í handritum. Íslensk handritagerð hefur batnað mjög mik- ið á síðustu árum en nú er það pen- ingaleysið sem við glímum við,“ segir Valdís og bætir við að í Finnlandi fái Kvikmyndamiðstöðin hluta af lottó- peningum landsins. Hugmynd. Valdís bendir á að í íslenskum kvikmyndum felist ekki bara mikil landkynning heldur komi líka pen- ingar inn í landið og kvikmyndagerð- armenn fái vinnu við sitt hæfi. Og hún furðar sig á að ráðamenn ýti ekki meira undir kvikmyndagerð af þeim sökum. „Málið er að kvikmyndagerð er ekki sjávarútvegur eða líftækni. Ef við tökum Bjólfskviðu sem dæmi, þá fékk sú mynd styrk frá Kvikmynda- miðstöðinni og lán frá Nýsköp- unarsjóði. Samtals líklega eitthvað í kringum 8–10% af þeim 800 millj- ónum sem komu inn í landið vegna framleiðslu myndarinnar á Íslandi. Ef kvikmyndagerð væri þörunga- vinnsla eða hrossarækt sem vantaði 70 milljónir í startkapital og segði að þessar 70 milljónir myndu skila aftur inn í þjóðarbúið 800 milljónum, myndi maður ekki álykta sem svo að þessi þörungavinnsla eða hrossarækt væri ábatasamt fyrirtæki og þess virði að leggja fram 70 milljónir til?“ spyr Valdís. Erfitt að tjónka við Michel Gondry Tveir klipparar komu til greina til að klippa Eternal Sunshine of the Spotless Mind en Valdís hafði fengið handritið sent frá umboðsmanni sín- um. Michel Gondry valdi fyrst Susan E. Morse, klippara sem hefur klippt margar af kvikmyndum Woody All- en. Þremur vikum eftir að tökur hóf- ust, hringdi umboðsmaður Valdísar og sagði að samstarfið milli Michel og Susan hefði ekki gengið eins og best væri á kosið og hvort hún gæti komið eftir tvo daga og tekið við klipping- unni. Valdís gerði það og var staðráðin í að gefast ekki upp, með handrit eftir Charlie Kaufmann í höndunum. „Jú þetta var erfitt en rosalega gaman,“ viðurkennir Valdís. „Það gat stundum verið erfiðara að tjónka við Michel en að koma mynd- inni saman. Michel getur verið mjög ljúfur, örlátur, fyndinn, gert grín að sjálfum sér, glaður og brosandi, upp- fullur af nýjum hugmyndum og svo bara umhverfist hann. En… við eig- um öll okkar slæmu daga og ég held að ég sé svolítið lík Michel. Get verið erfið í skapinu. Get verið ljúf, örlát, fyndin, gert grín að sjálfri mér, glöð og brosandi, uppfull af nýjum hug- myndum og svo bara umhverfist ég. Ég var með svakalega gott lið með mér í klippideildinni sem stóð með mér gegnum þykkt og þunnt. En það tekur á að vinna tíu til tólf tíma á dag og stundum alla daga vikunnar. Ég var gjörsamlega búin eftir þessa tíu mánaða törn og það er líka þess vegna sem ég vil ekki fara af stað nema ég fái handrit þar sem ég hugsa: Þessa mynd langar mig að vinna við. Það verður að vera virki- lega, virkilega bitastætt, annars er það ekki þess virði.“ Valdís segir að leikstjórar séu eins misjafnir og þeir eru margir. Sumir gefi henni fullt sjálfstæði en aðrir vilji halda fast um taumana. „Það er samt aldrei þannig eins og sumir halda að leikstjórinn sitji við hliðina á manni og segi hvað maður á að nota, hvernig á að nota það og smelli fingrum þegar maður á að klippa,“ segir Valdís og brosir. Hún hefur farið sínar eigin leiðir og staðið á sínu í samskiptum við leikstjóra og það hefur reynst henni vel. Handritið skiptir miklu máli eins og Valdís leggur áherslu á. En klipp- ingin skiptir líka máli. „Maður getur eyðilagt mynd í klippingu og maður getur lagað mynd í klippingu. En maður getur aldrei gert mynd betri en það efni sem maður er með í höndunum til að vinna úr. Klippari gerir ekkert kraftaverk,“ segir Valdís Ósk- arsdóttir að lokum. DONNA Karan skapaði fágað and- rúmsloft í anda þriðja áratugs síð- ustu aldar á óhefð- bundinni sýningu á fatalínunni DKNY á tískuvikunni í New York. Sýn- ingin fór fram á The Algonquin Hotel, sem er sögu- legt hótel þar sem skáld vöndu komur sínar. Sýningin var óhefðbundin að því leyti að Karan notast við gínur en ekki fyrirsætur og stillir þeim upp á víð og dreif í hinum ýmsu stellingum. Sumar liggja makindalega á með- an aðrar tylla sér á stóla eða halla sér uppvið barborð. Karan hefur áður notað gínur og segir að hún hafi valið að gera þetta svona en ekki halda hefðbundna tískusýningu, því hún vilji að kaupendur og tískuritstjórar sjái skilaboð línunnar í heild sinni. „DKNY er um persónulegan stíl New York-búa,“ sagði hún. Karan út- skýrði að hún vildi ekki ákveða hvernig fólk klæðir sig heldur gefa því marga möguleika. Gínur á hóteli Tíska | Tískuvika í New York: Haust/vetur 2005–6

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.