Morgunblaðið - 13.02.2005, Side 32
32 SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
9. FEBRÚAR sl. var haldinn
stjórnarfundur í Lífeyrissjóði sjó-
manna. Farið var yfir
rekstur sl. árs. Enn
eitt árið reynist Lífeyr-
issjóður sjómanna vera
með einna hæstu raun-
ávöxtun íslenskra líf-
eyrissjóða. Hrein eign
sjóðsins jókst um 12,2
milljarða á árinu og var
í árslok 68,5 milljarðar.
Verðgildi hlutabréfa-
safns sjóðsins hækkaði
um 78% á árinu á með-
an úrvalsvísitalan
hækkaði um 59%.
Það er því engin
furða þótt hinn almenni sjóðfélagi
klóri sér í hausnum og furði sig á því
að þrátt fyrir þessa frábæru útkomu
sjóðsins samanborið við aðra lífeyr-
issjóði skuli menn þurfa að horfa
upp á að þessi best rekni lífeyr-
issjóður landsins eigi í vök að verjast
þegar horft er til langtímaskuld-
bindinga. Úttekt tryggingafræðinga
leiðir í ljós þá óásættanlegu stað-
reynd að ógnvænleg aukning út-
gjalda vegna ört vaxandi örorku,
ásamt því að meðalaldur Íslendinga
fer stöðugt hækkandi,
hafi það í för með sér
að erfitt verði að verja
þau réttindi sem menn
hafa í dag, hvað þá að
auka þau, þrátt fyrir
aukningu iðgjalda um
2%. Það er fullkomlega
fráleitt að í því velmeg-
unarþjóðfélagi sem við
lifum í skuli eiga sér
stað slík mismunun
þegnanna varðandi
möguleika á því að
tryggja sér og sínum
örugg lífeyrisréttindi.
Það getur ekki viðgengist til fram-
tíðar að sumar starfsstéttir greiði í
sjóði sem bera engar byrðar gagn-
vart öðru en ellilífeyri á meðan aðrar
starfsstéttir eru skyldaðar til að
greiða til sjóða þar sem upp undir
helmingur af iðgjöldum sjóðfélaga
fer í að greiða örorkubætur. Síðan
virðist mér engu líkara en að þegar
gerður er samanburður á lífeyr-
issjóðum landsmanna þá sé gengið
út frá því að þeir séu reknir á jafn-
ræðisgrunni. Ekkert er fjær sann-
leikanum og ef ekki hefði komið til
farsæl fjárfestingarstefna og stjórn-
un Lífeyrissjóðs sjómanna þá væri
staðan hrikaleg. Það er því ekki
spurning hvort heldur hvenær
stjórnvöld koma að þessu máli og
beiti sér fyrir því fortakslausa rétt-
lætismáli að íslenskir launþegar sitji
við sama eða í það minnsta svipað
borð hvað varðar þau grundvall-
armannréttindi að leggja tryggan
grunn að lífeyri til elliáranna.
Til íhugunar fyrir ráða-
menn þjóðarinnar
Árni Bjarnason fjallar
um lífeyrismál ’… ef ekki hefði komiðtil farsæl fjárfesting-
arstefna og stjórnun
Lífeyrissjóðs sjómanna
væri staðan hrikaleg.‘
Árni Bjarnason
Höfundur er forseti Farmanna- og
fiskimannasambands Íslands.
ÞEKKT bók Darrell Huff „How
to Lie with Statistics“ (Hvernig
ljúga skal með tölfræði) sýnir
hvernig má umsnúa tölulegum
upplýsingum til að fá út þá nið-
urstöðu sem henta þykir. Óneit-
anlega kom þessi bók upp í hugann
við lestur fréttar í Morgunblaðinu
hinn 27. janúar sem byggist á svari
Geirs H. Haarde fjármálaráðherra
við fyrirspurn Jóhanns Ársæls-
sonar þingmanns á Alþingi.
Í fréttinni kemur fram að hlut-
fall tekjuskatta og útsvars af
100.000 kr mánaðarlaunum hafi
lækkað úr 16,8% árið 1995 í 9,5%
2004. Af fréttinni mátti ráða að
þetta væri á föstu verðlagi eins og
tafla með greininni um skatt-
greiðslur einstaklinga til ríkis og
sveitarfélaga sýnir. Þetta er þó
ekki svo. Í raun hefur hlutfall
tekjuskatta og útsvars hækkað úr
8,1% í 9,5% af tekjum árin 1995–
2004 þar sem notað er fast verðlag
sem er eini raunhæfi samanburð-
urinn þ.e. sömu rauntekjur öll árin.
Hækkunin er í raun miklu meiri
frá upptöku staðgreiðslukerfisins
1988, því þá fer skattbyrði úr 0,3%
af tekjum í 9,5% af tekjum 2004.
Hækkun tekjuskatta fyrir þennan
með 100.000 kr. á mánuði í raun-
tekjur bæði árin er 9.200 kr. á
mánuði af þessum lágu tekjum.
Það er í raun fáránlegt að bera
saman skattbyrði af 100.000 kr.
tekjum 2004 við sömu krónutölu
tekna 1995 í stighækkandi tekju-
skattskerfi eins og okkar kerfi er.
Raungildi þeirra 100.000 kr. launa
1995 er orðið meira en þriðjungi
hærra eða yfir 135.000 kr. árið
2004 þannig að það er verið að
bera saman tekjur á mjög ólíkum
stað í tekjustiganum til að láta það
líta svo út að tekju-
skattar hafi lækkað.
Þannig aðferðir má
læra af áðurnefndri
bók Darrell Huff
„How to Lie with
Statistics“. Tölur sem
fengnar eru út með
þessum hætti hljóta
að vera vísvitandi
settar fram til að
villa um fyrir fólki.
Sjá má samanburð-
inn á svari fjár-
málaráðherra og
raunhæfum tölum í
töflunum sem fylgja.
Þó að hlutfallstölur
stemmi fyrir árið
2004 þar sem mælt
er á verðlagi þess árs
er fjarri lagi að nota
sömu krónutölu til
samanburðar milli ár-
anna eins og gert er í
fyrri töflunni. Þannig
hafa skattarnir
hækkað en ekki
lækkað fyrir þann
sem hefur 100.000 kr.
á mánuði í tekjur að raungildi
bæði árin.
Í raun er jafnframt fróðlegt að
sjá þróunina frá upptöku stað-
greiðslunnar árið 1988. Þannig hef-
ur verið sýnt fram á lækkun tekju-
skatta á lægri tekjur þegar stað-
reyndin er sú að því er þveröfugt
farið.
Lýgur tölfræðin?
Benedikt Davíðsson, Ólafur
Ólafsson, Pétur Guðmundsson
og Einar Árnason skrifa um
skattamál
’Tölur sem fengnar eru út með þessum
hætti hljóta að
vera vísvitandi
settar fram til að villa
um fyrir fólki.‘
Ólafur Ólafsson
Benedikt er formaður Lands-
sambands eldri borgara, Ólafur er
formaður Félags eldri borgara í
Reykjavík, Pétur er stjórnarmaður í
Félagi eldri borgara í Reykjavík og
Einar er hagfræðingur.
Pétur Guðmundsson
Benedikt Davíðsson
Einar Árnason
gróður, sem þarfnast aðhlynningar
til þess að geta vaxið og dafnað.
Þess háttar ræktunarstarf er vita-
skuld kerfisbundið. Það er háð
ýmsum leiðbeinandi reglum, en án
allra viðurlaga, ef út
af er brugðið. Engan
þarf að undra slíkar
málræktarleiðbein-
ingar, allra síst þá,
sem vita að ræktun
til hágæða og þroska
lifandi lífs (t.d. græn-
metis og sláturdýra)
byggist á nærfærni,
virkt og umönnun, að
ógleymdri hagnýtri
og bóklegri búfræði.
Ekki skal því neitað
að ræktunarstefna
(„kúltúr“) kann að vera íhlutun í
þróun villtrar náttúru, sem vissu-
lega er frumkrafturinn sjálfur. Og
síst má níðast á náttúrunni. Gagn-
vart henni er lágmarkið að gæta
meðalhófs.
Mál er hluti manneðlis
En í þeim töluðum orðum er
skylt að menn varist öfgar líkinga-
máls.
Þegar öllu er á botninn hvolft er
tungumál ósköp einfaldlega hluti
manneðlis, áskapað tegundinni
homo sapiens, hinum hugsandi
manni. Að þróa og þroska tungu-
mál hins hugsandi manns er því
tæplega íhlutun í gang náttúrunn-
ar. Slíkt er aftur á móti og aug-
ljóslega partur af því ómæli alda,
sem eytt hefur verið í að þroska
manninn, gera hann því mennsk-
ari (húman) sem hann hefur betra
vald á hugsun sinni og marg-
víslegri vitrænni tjáningu, ekki
síst tungumálinu, þótt maðurinn
tjái sig einnig í tónum og myndum
– því má ekki gleyma. Þroski
tungumáls svarar því til þroska
mannsins. Og úr því að málið er
hluti mannlegs þroska, sýnist ein-
MARGIR telja að íslensk tunga
sé á öru breytingaskeiði. Sú skoð-
un ræðst m.a. af því að svonefnd
„hreintungustefna“ er talin vera á
undanhaldi. Með hreintungustefnu
mun vera átt við þá málstefnu,
sem verið hefur við lýði kyn-
slóðum saman hér á landi, að
„rækta“ skuli málið eins og lifandi
boðið að maðurinn hafi áhrif á
þróun og þroska tungumáls síns
sem annarra hæfileika og gáfna,
sem guð hefur gefið honum.
Það, sem ég vildi sagt hafa, er
þetta: Íslendingar
eiga að fylgjast með
þróun og þroska móð-
urmáls síns. Þeir eiga
að marka sér mál-
stefnu, leitast við að
þróa og þroska tungu
sína eins og þeir hafa
löngum haft sinnu á
að gera. Fráhvarf frá
þeirri viðleitni er ekki
gæfuvænlegt.
Málþroski er
uppeldisatriði
Viðurkennt er að mat og skiln-
ingur á málþróun er háð rann-
sóknum málfræðinga. En þó svo
sé er fjarstæða að líta á þróun
tungunnar sem einbert viðfangs-
efni málvísindamanna. Þar verður
að kalla fleiri til verka. Hér er
m.a. um að ræða pólitískt málefni,
sem stjórnmálamenn hljóta að
fjalla um á menningarpólitískum
forsendum. (Í guðs bænum bendl-
ið þessa fullyrðingu ekki við fas-
isma eða þjóðernisrembing!)
Þróun tungunnar er ekkert hé-
gómamál. Íslenska er ekki eins og
útjöskuð húðarbikkja, sem strákar
stelast til að ríða berbakt. Hún er
taminn gæðingur, sem þarfnast
virktar og virðingar. Íslensk tunga
er ekki eins og óstætt kviksyndi.
Hún er traustur máttarstólpi ís-
lenskrar menningar. Ef Íslend-
ingar afrækja móðurmál sitt, glata
þeir smám saman, stig af stigi,
styrkri undirstöðu menningar
sinnar og hafa ekki grun um hvað
við tekur. Málþroski er uppeldis-
atriði.
En úr því að málrækt er póli-
tískt viðfangsefni, er að sjálfsögðu
skylt að virða mismunandi skoð-
Er hreintungustefnan
„det bedste man har“?
Ingvar Gíslason fjallar
um íslenskt mál
Ingvar Gíslason
Helgin
öll…
á morgun