Morgunblaðið - 13.02.2005, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 13.02.2005, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2005 51 MENNING Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Aldrei fleiri áfangastaðir! Netverðdæmi Verð frá 47.066 kr.* Costa del Sol 57.438 kr. ef 2 ferðast saman. á Santa Clara í 7 nætur. *á mann m.v. að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11 ára, ferðist saman. Innifalið: Flug, gisting, 10.000 kr. bókunarafsláttur og flugvallarskattar. á Skala í 7 nætur. á Elimar í 7 nætur. á Halley í 7 nætur. Verð frá 49.400 kr.* Krít 60.100 kr. ef 2 ferðast saman. Verð frá 39.500 kr.* Portúgal 54.200 kr. ef 2 ferðast saman. Verð frá 38.730 kr.* Mallorca 47.730 kr. ef 2 ferðast saman. Verð frá 34.230 kr.* Benidorm 46.300 kr. ef 2 ferðast saman. Sumar Plús 2005 M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN / L JÓ S M Y N D : G R ÍM U R B JA R N A S O N MIÐASALA LA ER OPIN FRÁ KL. 13-17 •MIÐASALA Í SÍMA 4 600 200 • MIÐASALA Á NETINU:WWW.LEIKFELAG.IS • NETFANG:MIDASALA@LEIKFELAG.IS eftir LionelBart Einstakt nýárstilboð til Visa-kreditkorthafa: Miðinn í janúar á aðeins 2.700 kr ! Sun. 9. jan. kl. 20.00 UPPSELT Fim. 13. jan. kl. 20.00 Örfá sæti laus Lau. 15. jan. kl. 14.00 UPPSELT Lau. 15. jan. kl. 20.00 UPPSELT Fös. 21. jan. kl. 20.00 Örfá sæti laus Lau. 22. jan. kl. 20.00 Örfá sæti laus Fös. 28. jan. kl. 20.00 Nokkur sæti laus Ath: Ósóttar pantanir seldar daglega! „Fjarskalega leiftrandi og skemmtileg sýning“ – HÖB RÚV „... hrein og klár snilld“ – HÖB RÚV „Áfram LA!“ – S.A. Viðskiptablaðið „... með vel fluttri tónlist, fallegum söng og dansi og stjörnuleik“ – H.Ó. Mbl „... sterka útgeislun, einlægni og leikgleði“ – AB Fréttablaðið Sun 30. jan kl. 14.00 aukasýn Fös 11.02 kl 20.00 Uppselt La 12.02 kl 20.00 Uppselt Sun 13.02 kl 14.00 Aukas. Örfá sæti Fös 18.02 kl 20.00 Örfá sæti Lau 19.02 kl 20.00 Örfá sæti S n 20.02 kl 14. 0 Aukas. Örfá sæti Fös 25.02 kl 20. 0 Örfá sæti Lau 26.02 kl 20.00 Örfá sætii Fös 04.03 kl 20.00 Nokkur sæti Lau 05.03 kl 20. Nokkur æti Sun 06.03 kl 14. Aukas. Nokkur sæti Fim 10.03 kl 20.00 Aukas. Laus sæti Ath! ósóttar pantanir seldar daglega! „glæsileg útkoma… frábær fjölskylduskemmtun“ – S.S. Rás 2 „OFT kemur Anton á óvart“ var fyrsta hugsunin sem laust niður í öndverðri messu Dvoráks sl. sunnu- dagskvöld, nánast eins og hjálpræð- isleiftur um nótt eftir framúr- stefnuofskammt Myrkra músík- daga. Hér blasti loksins við frjór, einlægur og áreynslulaus ferskleiki í sígildu jafnvægi hins þekkta og óþekkta, og þurfti hvergi að beita öfgafullum kenjum til að halda athygli hlustandans í langan tíma. Kirkjan var nánast fullsetin þrátt fyrir rokið, er truflaði flutninginn blessunarlega lítið hjá Seltjarnar- neskirkju þrem stundum fyrr. Sjálf- sagt fyrir hvað Hjallakirkja stendur meir í vari, en einnig uppstillingu söngvaranna í trektlaga afkima er magnaði upp sönginn líkt og gjall- arhorn. Ríflega 70 manna sameinaður kór, greinilega skipaður fjölda góðra raddmanna, gerði og sitt til að hafa í fullu tré við höfuðskepnurnar. Fyrst voru þrjú stutt lög úr Biblíu- ljóðum Dvoráks; fyrri tvö hæg, hið síðasta líflegra og pentatónískara, en öll innileg og lotningarfull. Sólveig Samúelsdóttir söng nr. 1 með þéttri mezzorödd við þjálan orgelleik Lenku Mátéovu, er einnig lék næsta ljóð, nr. 4, við prýðilegan einsöng Erlu Bjarg- ar Káradóttur sóprans ásamt fé- lögum úr Kór Hjallakirkju undir öruggri stjórn Jóns Ólafs Sigurðs- sonar. Kári Þormar tók við á orgelið er Kristín R. Sigurðardóttir söng nr. 10 í viðeigandi fagnandi anda, og sá hann síðan um allan orgelleik með miklum ágætum. Líkt og Biblíuljóðin var þriggja kortéra messan í D-dúr samin í Bandaríkjavöl Dvoráks 1892–95, þar sem einnig hin alkunna 9. sinfónía hans „frá Nýja heiminum“ varð til. Messan kvað hafa verið flutt a.m.k. tvisvar áður hér á landi, en varla telst það ofþvælt fyrir tónsmíð er sló mig við fyrstu heyrn sem rakið meist- araverk og engu lakara en Te Deum hans, sem ég heyrði að vísu síðast fyr- ir aldarþriðjungi. Ótalmargir voru þeir staðir sem vert væri að reifa sak- ir frumleika og einskærrar fegurðar, en nægja verður að segja, að þrátt fyrir akústískt óþarfan rembing karl- radda á sterkustu stöðum (einkum tenórinn gat verið hvellinn) skiluðu kirkjukórarnir þrír glæsilegu dags- verki undir stjórn Jóhanns Baldvins- sonar í Credo/Sanctus, og ekki sízt Lenku í Kyrie/Gloria/Agnus Dei er varnaði öllu tónsigi í fæðingu. Ein- söngvararnir hljómuðu allir mjög fal- lega, og sat þar kannski mest eftir málmklingjandi tenórrödd Sigmund- ar Jónssonar. Sem leiftur um nótt TÓNLIST Hjallakirkja Dvorák: Biblíuljóð Op. 99 nr. 1, 4 og 10; Messa í D Op. 86. Kristín R. Sigurðar- dóttir S, Erla Björg Káradóttir S, Sólveig Samúelsdóttir A, Sigmundur Jónsson T og Gunnar Jónsson B; Kórar Fella- og Hólakirkju, Hjallakirkju og Vídalínskirkju; Kári Þormar og Lenka Mátéová orgel. Stjórnendur: Lenka Mátéová, Jón Ólafur Sigurðsson og Jóhann Baldvinsson. Sunnudaginn 6. febrúar kl. 20. Kórtónleikar Jón Ólafur Sigurðsson Ríkarður Ö. Pálsson Á ANNAÐ hundrað viðburðir verða á Vetrarhátíð í Reykjavík sem haldin verður dagana 17. til 20. febrúar. Þar má finna dag- skrár fyrir börn, unglinga, tón- elska, rokkunnendur, bókmennta- fólk og flesta þá sem gaman hafa af fjölskrúðugu menningarlífi, að sögn Sifjar Gunnarsdóttur verk- efnisstjóra. Talsvert er um frumsköpun og frumflutning á Vetrarhátíð 2005. Dansverkið Mar sem flutt er af nemendum Listdansskóla Íslands í porti Hafnarhússins á Safnanótt er samið af nemendum og kennara þeirra sérstaklega fyrir Vetr- arhátíð. Karen Jónsdóttir dansari er yfirumsjónarmaður verkefn- isins. Á safnakvöldi í tengslum við Ljósahátíð í Reykjavík 2005 verð- ur frumfluttur í Listasafni ASÍ tónlistargjörningurinn Hanaegg, fyrir rafhljóð og mezzósópran, sem er samvinnuverkefni Þuríðar Jóns- dóttur tónskálds, Ásgerðar Júníus- dóttur mezzósóprans og Ólafar Nordal myndlistarmanns. Tónlistargjörningurinn verður fluttur 18. febrúar kl. 20:30 og 22:30. Pétur og úlfurinn í útsetningu fyrir orgel og leikara í flutningi þeirra Matthiasar Wager og Arnar Árnasonar leikara í Hallgríms- kirkju er flutt í fyrsta sinn á Ís- landi, en verkið var frumflutt í þessari útsetningu í Svíþjóð fyrir stuttu. Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur tónsmíð Barða Jóhanns- sonar við kvikmynd Benjamin Christensens frá árinu 1922. Tónlistargjörningur Sigtryggs Baldurssonar trommara og Ghostigital í Perlunni á sunnudag- inn er saminn og framinn sér- staklega fyrir Vetrarhátíð. Safnanótt í fyrsta sinn Safnanótt í Reykjavík verður haldin í fyrsta sinn á Vetrarhátíð. „Safnanætur hafa verið að vinna sér sess í Evrópu og eru nú afar vinsælar í t.d. Berlín, Amsterdam, Vínarborg og víðar,“ segir Sif. Nánast öll söfn í Reykjavík taka þátt í Safnanótt og hafa opið föstu- dagskvöldið 18. febrúar frá 18–24 og bjóða gestum upp á dagskrár af ýmsu tagi. Sérstakur safnanætur- strætó mun aka milli safnanna og er aðgangur ókeypis í hann eins og inn á öll söfnin. Vesturfarasetrið á Hofsósi er gestur Vetrarhátíðar að þessu sinni. Mikil dagskrá verður í Tjarn- arsal Ráðhússins í tilefni sýningar Vesturfarasetursins og margir góðir gestir sækja hátíðina heim. Meðal þeirra eru Davíð Gíslason sem flytur kveðju frá Svaðastöðum í Árborg í Manitoba og vest- uríslenski tenórinn Peter John Buchnan sem tekur lagið á fimmtudagskvöldi hátíðarinnar. Á föstudeginum kl. 18.00 flytur Loretta Bernhoft, konsúll í Mount- ain ND ávarp, en síðan frumsýnir Plúsfilm Vesturfaramynd Sveins M. Sveinssonar, Íslendingar í Norður Dakóta. Á laugardeginum kemur Böðvar Guðmundsson, rithöfundur, og segir frá vesturfarasögum sínum, Hýbýli vindanna og Lífsins tré. Einnig koma fram leikarar frá Leikfélagi Reykjavíkur sem nú sýnir Hýbýli vindanna. Bæði verða leikin brot úr sýningunni og lesið úr bréfum vesturfara. Kl. 17.00 á laugardeginum hefst söng- skemmtun í Tjarnarsalnunm þar sem fram koma meðal annarra Karlakórinn Heimir og Álftagerð- isbræður. Á lokadegi hátíðarinnar, sunnu- daginn 20. febrúar mun dagskrá Vesturfarasetursins fyrst og fremst höfða til yngstu kynslóð- arinnar. Hátíðir | Vetrarhátíð í Reykjavík haldin í næstu viku Yfir hundrað viðburðir Böðvar Guðmundsson Barði Jóhannsson flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.