Morgunblaðið - 13.02.2005, Side 20

Morgunblaðið - 13.02.2005, Side 20
20 SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Sjáðu, þarna er Wilhelm keis-ari,“ sögðum við systurnarhvor við aðra,“ segirMartha Kristjánsson viðblaðamann Morgunblaðs- ins sem heimsótti hana einn daginn til þess að ræða við hana um langt og viðburðaríkt lífshlaup hennar. Heimsborgarinn Martha Kristjáns- son er ein af glæsilegri „tengdadætr- um Íslands“, hún er ekkja eftir hinn þekkta óperusöngvara Einar Krist- jánsson og hefur búið hér á landi í nærri fjörutíu ár, lengst af hjá Brynju dóttur sinni og eiginmanni hennar Óskari Sigurðssyni flug- stjóra. Þau eiga dæturnar Mörtu og Ástu og soninn Einar Júlíus. Hin dóttir hennar er Vala Kristjánsson sem varð landsþekkt þegar hún söng og lék Elísu Doolittle í My Fair Lady. Synir Völu og Benedikts Árnasonar leikara eru Einar Örn, „Sykurmoli“ og Árni sem einnig er áberandi í íslenskum popptónlistar- heimi. Barnabarnabörnin eru orðin tólf. Fyrir flest okkar, sem göngum um grundu, er Vilhjálmur II Þýska- landskeisari persóna úr löngu liðinni sögu – en Martha sá þennan mann stundum á árum fyrri heimsstyrjald- arinnar – sem hann átti raunar þátt í að braust út. „Ég og Hedwig systir mín vorum sem börn sendar á kúrhótel í Bad Kreuznach, mamma var fædd og uppalin í þeirri borg, sem er fræg fyrir heilsulindir sínar. Vilhjálmur keisari dvaldi þar oft sér til heilsu- bótar. Við systurnar vorum mjög kátar þegar við sáum honum bregða fyrir og líka Hindenburg,“ segir Martha og brosir við endurminn- inguna. Vilhjálmur sagði sem kunn- ugt er af sér keisaradómi 1918. Martha var aðeins þriggja ára gömul þegar fyrri heimsstyrjöldin hófst, fædd 1911 í Köln. Páfagaukurinn söng „Deutschland, Deutschland über alles“ „Faðir minn Dimitri Papafoti var grískur, fæddur í nánd við Þessalon- íki. Hann var einn af mörgum systk- inum en bróðir hans fór til Ameríku og þangað fór pabbi líka strax þegar hann gat. Síðar fór hann til Köln og sett á fót tóbaksverksmiðju. Hann kynntist mömmu minni sem var þar að vinna í verksmiðjunni og þau gift- ust. Systir mín fæddist 1910 en ég ári síðar. Árið 1913 fæddist svo bróðir minn. Hann fékk lömunarveiki þegar hann var sjö ára og var eftir það með mikla hryggskekkju. Hann gat ekki sótt skóla, svo það kom kennari heim. Bróðir minn giftist ekki og eignaðist ekki börn, hann vann skrif- stofustörf og bjó alla tíð hjá foreldr- um okkar, meðan þau lifðu. Mamma dó níræð 1981 en pabbi varð 84 ára. Bróðir minn fékk páfagauk þegar hann veiktist en páfagaukurinn vildi ekki þýðast neinn nema mig, hann beit alla aðra. Hann sat hins vegar á öxlinni á mér og söng hinn kátasti Deutschland, Deutschland über all- es. Fuglinn lét líf sitt í loftárás í neð- anjarðarbyrgi í stríðinu. Fjölskyldan átti glæsilegt heimili í Köln, íbúðin var stór og húsgögnin vegleg, við höfðum allt til alls. Pabbi lét útbúa kirkju fyrir ofan verksmiðj- una sína. Hann var grísk-kaþólskur en lét það afskiptalaust þegar ég tók lútherska trú þegar ég giftist Einari. Pabbi var, eins og Grikkir eru gjarnan, gefinn fyrir fjárhættuspil, oft var spilað heima hjá okkur fram á rauða nótt, mamma sagði stundum við hann: „Ekki vaka of lengi, Dim- itri,“ en hann vakti nú samt með tyrknesku húfuna sína og spilaði og reykti með grískum gestum sínum. Oft sat hann líka og vafði sígarettur. Léku sér með milljón marka seðla Mamma hafði bæði barnfóstru og vinnukonu þegar ég var að alast upp. Á stríðsárunum varð reksturinn á verksmiðjunni erfiðari, ég man eftir að við systurnar lékum okkur að milljón marka peningaseðlum eftir stríðið, þá var verðbólgan svo mikil að þeir voru orðnir verðlaust bréf. Það endaði með því að við fluttum 1921 til Dresden, þar sem pabbi fékk góða og vel borgaða vinnu í tóbaks- verksmiðjunni Greiling. Hann var þeim hæfileika gæddur að geta þekkt á lyktinni hvaðan tóbak var. Í Dresden fengu foreldrar mínir glæsilega íbúð og við höfðum það mjög gott. Mikill gestagangur var jafnan heima hjá okkur. Þegar Grikkir komu í sendiráðið, nýkomnir frá Grikklandi, var þeim gjarnan sagt að gefa sig fram við Papafoti, hann myndi hjálpa þeim um vinnu. Var í einkaskóla í Grikklandi Við systurnar vorum sendar í heimavistarskóla til Grikklands þeg- ar ég var ellefu ára. Þetta var góður einkaskóli þar sem við lærðum grísku vel og einnig ensku og frönsku, besta fagið mitt var reyndar ritgerð, þar fékk ég „arista“, sem þýðir frábært. En okkur leiddist mjög og þjáðumst af heimþrá. Loks skrifaði ég mömmu: „Elsku mamma, komdu og sæktu okkur, við erum að visna eins og lítil blóm.“ Þá fengum við að fara heim til Dresden, þetta var árið 1925 og ég var 14 ára. Ég fór síðar í verslunarskóla þar sem ég lærði m.a. vélritun og hrað- skrift, ég fékk diplómu sem hengd var upp á vegg heima hjá foreldrum mínum, en hún fór eins og allt annað í stríðinu. Auk þess lærði ég á píanó og systir mín tók söngtíma. Ég á ekkert nema góðar endur- minningar frá þessum árum, nema að um tvítugt lenti ég í bílslysi og braut í mér viðbein og skarst í and- liti, ég var flutt á spítala og þar var gert að sárum mínum. Ég þurfti ekki að vinna, pabbi sá fyrir okkur öllum, þannig var það þar til ég hitti Einar. Ég og systir mín fórum mikið á tónleika og aðrar skemmtanir, við byrjuðum snemma að reykja, pabbi lét okkur prófa alls konar tegundir af tóbaki til þess að athuga hvernig okkur líkaði hinar mismunandi tegundir. Ég hætti að reykja þegar ég hitti Einar, hann reykti aldrei til þess að skemma ekki röddina. Hitti Einar í samkvæmi eftir óperusýningu Við Einar hittumst vorið 1934, ég fór í óperuna með vinkonu systur minnar, sem var í óperuskóla. Einar B. Pálsson var þarna líka, vinur Ein- ars míns. Eftir óperuna fórum við öll í samkvæmi. Við spjölluðum og drukkum dálítinn bjór. Ég man að ég var með stóran karneol-steinhring sem ég var að leika mér að, tók hann af mér og setti hann á mig og lagði hann loks frá mér. Einar tók hring- inn með sér heim og hringdi svo í mig daginn eftir og sagðist vera með hringinn minn og vildi hitta mig til þess að afhenda mér hann. Brynja dóttir okkar á nú þennan hring, ég bað hana að geyma hann vel, það er að vissu leyti honum að þakka að hún varð til. Áður en ég hitti Einar hafði ég átt aðdáendur sem skrifuðu mér bréf en ekki neinn kærasta. Faðir minn var ekki hrifinn þegar hann frétti að ég væri farin að hitta íslenskan söngvara. „Ég hafði nú ekki ætlað mér að gefa dóttur mína listamanni,“ sagði hann. En þegar foreldrar mínir höfðu hitt Einar, hann kom í mat til okkar, þá lét pabbi af allri mótstöðu, þeim líkaði vel við Einar frá fyrstu tíð. Einar átti víst ekki mikið af fal- legum fötum þegar hann kom út en hann fékk lán og fataði sig upp og var glæsilega klæddur þegar við fórum að vera saman. Við Einar giftum okkur 27. júní 1936 í lútherskri kirkju, pabbi var svaramaður minn en dr. Staege- mann, kennari Einars við óperu- deildina, var svaramaður hans. Kaþ- ólskur drengjakór hirðarinnar söng við vígsluna, sem var nokkuð sér- stakt í lútherskri kirkju. Að gömlum sið ókum við til kirkju og frá í skraut- legum brúðarvagni sem hvítum hest- um var beitt fyrir. Mamma hafði keypt á mig glæsilegan kjól og ég var með mikið slör samkvæmt tísku þess tíma. Okkur var haldin veisla á heim- ili foreldra minna eftir brúðkaupið og nokkru síðar fórum við Einar með skemmtiferðaskipinu Milwaukee til Íslands, þar sem ég hitti tengdafor- eldra mína í fyrsta og síðasta sinn. Söng O, sole mio á bjórkrá og framtíðin var ráðin Einar hafði tekið stúdentspróf úr Menntaskólanum í Reykjavík árið 1930 og fór svo til Dresden til þess að nema verslunarfræði ásamt vini sín- um Einari B. Pálssyni sem lærði verkfræði. Það var raunar ævintýri líkast hvernig Einar hóf söngferil sinn í Þýskalandi. Hann hafði snemma sýnt sönghæfileika á Íslandi og var í skóla kallaður Einar sóló. Eitt kvöld- ið fóru nokkrir Íslendingar saman á bjórkrá í Dresden, þar sem var mikið sungið. Þegar Íslendingarnir höfðu hlustað á Þjóðverjana syngja um stund skoruðu þeir fyrrnefndu á Ein- ar Kristjánsson að taka lagið. Hann söng „O sole mio“ og var í framhaldi af því boðaður á fund Fritz Busch, óperustjóra í Dresden, til að prufu- syngja, einn hinna þýsku gesta kom þessu í kring, svo hrifinn varð hann af sögn Einars. Eftir prufusönginn var honum boðin ókeypis skólavist og sagt að hann yrði ráðinn síðar við óperuna. Þetta var á tímum heimskrepp- unnar og Einar vildi ekki hafna þessu góða boði. Hann hóf námið haustið 1931 og var fastráðinn við óperuna vorið 1933. Hann sagði upp þeim samningi eftir að við giftum okkur og fékk samning við óperuna í Stuttgart, var fyrsti lýríski tenórinn og hafði góð laun. Foreldrarnir keyptu allt innbú og líka flygil Í Stuttgart hófum við okkar bú- skap. Þegar við komum heim til Þýskalands eftir að hafa heimsótt tengdafólkið á Íslandi beið okkar þar falleg íbúð sem foreldrar mínir höfðu fyllt af glæsilegum húsgögnum sem mamma og frænka mín komu fyrir. Þau keyptu allt í eldhús, svefnher- bergishúsgögn, setustofuhúsgögn, stóran flygil og borðstofuhúsgögn, stór og voldug,“ segir Martha. Það eru orð að sönnu, bak við hana á heimili hennar við Brúnastekk stendur mikill skenkur sem er eitt af þeim húsgögnum sem „lifðu af“ loft- árás eins og Martha orðar það kímin. „Við höfðum það mjög gott, Einar hafði ágætt kaup fyrir söng sinn. Þegar samningstíminn í Stuttgart var á enda bauðst Einari m.a. samn- ingur í Duisburg, 700 þúsund manna borg, þar voru í boði 34 þúsund marka árslaun. Í Duisburg fæddust dætur okkar báðar. Fyrst Valgerður (Vala), árið 1939 og svo Brynja 1941. Báðar stelpurnar voru skírðar í Dresden hjá foreldrum mínum. Báðar fæðingarnar gengu vel, en ég var þó óþolinmóðari þegar Vala fæddist, fannst þetta ganga seint. Vala fór snemma að tala, þegar hún var tveggja ára er hún heyrði eitt sinn sem oftar loftvarnamerki gefið sagði hún við pabba sinn: „Eig- um við ekki að fara í Luftschutzkell- Líf með listamanni „Ég ætlaði ekki að gefa dóttur mína listamanni,“ sagði tóbaksframleiðandinn Dimitri Papafoti við Mörthu dóttur sína, grísk- þýska heimasætu sem kynnst hafði söngvaranum Einari Kristjánssyni. Þau giftust og þessi tengdadóttir Íslands segir hér Guðrúnu Guðlaugsdóttur frá æskuár- unum í Þýskalandi – styrj- aldarárunum og öllum hin- um árunum með Einari Kristjánssyni – og án hans. Martha Kristjánsson ung og nýgift.Foreldrar Mörthu fyrir framan Akropolis. Morgunblaðið/Árni Sæberg Martha Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.