Morgunblaðið - 13.02.2005, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 13.02.2005, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2005 25 sem eru ca 30.000 að tölu í öllu land- inu, eru kallaðir Zoroaster. Trú þeirra byggist meðal annars á virð- ingu fyrir náttúruöflunum fjórum; eldi, lofti, vatni og jörð og hreinleika þeirra. Við stefndum í átt að tveimur hæðum rétt fyrir utan borgina Yazd. Þær eru nánast hlið við hlið, önnur kvennahæð, hin karlahæð. Og efst á toppi sást kringlóttur múr eins og kóróna. „Turnar þagnarinnar“ eru þessar hæðir kallaðar, helgistaðir hinna fornu Zoroastertrúar og fylg- ismanna hennar enn þann dag í dag. Við klifruðum upp á konufjallið og gengum inn í turninn í gegnum mjó hlið. Þar var ekkert að sjá nema hringlaga gryfju á miðju svæðinu. Hér kvöddu syrgjendur látna ástvini sína, en líkin reistu þeir upp á prik- um, þannig, að þau stóðu upprétt með fram hringnum á brún gryfj- unnar. Eftir kveðjuathöfn með presti fengu gammar að hreinsa líkin þar til beinin ein voru eftir, en þau duttu síðan niður í gryfjuna. Því næst voru þau tekin upp, meðhöndluð með vaxi og stungið inn í klettaholur. Það var ekki fyrr en fyrir 30 árum að slíkar athafnir voru bannaðar. Í staðinn fékk Zoroaster-fylkingin kirkjugarð í nágrenninu, þar sem framliðnir eru „jarðsettir“ í sementsbala. Hreinlæt- isreglum er þar með fyllilega full- nægt. Síðan fengum við stuttan fyr- irlestur um þessi fornu og fram- andlegu trúarbrögð, um baráttu milli góðs og ills, ljóss og myrkurs, um Ahura Mazda, hinn alvitra skapara og drottin viskunnar. Andspænis honum stendur Ahriman, fulltrúi myrkurs og illsku. Við fengum líka að sjá hinn eilífa eld, sem varðveittur hefur verið sam- fleytt í 1500 ár sem tákn trúarinnar. Vörður víkur aldrei frá þessum eldi sem logar á altari í höfuðstöðvunum. Ferðinni var haldið áfram. Frá Yazd héldum við í norður, lengra inn í eyðimörkina. Sandur og grjót blasti við augum og af og til hvítir blettir, líkt og leifar af snjó að vorlagi. Þetta reyndist hins vegar vera salt og landslagið eftir því dautt. Gróð- urblettir birtust þó í þessari auðn svo og gömul þorp. Við nánari athug- un sáum við að flest hús voru yfirgef- in og mannlaus. Tónleikar í yfirgefnu eyðimerkurþorpi Um kvöldið komum við í lítið þorp, þar var gististaður okkar. Húsbónd- inn tók á móti okkur. Hann hafði endurbyggt hús föður síns af mikilli alúð og smekkvísi. Þannig skapaði hann gistiaðstöðu fyrir ferðamenn. Hér voru mörg herbergi og nóg af dýnum handa okkur. Hver og einn gat valið sinn svefnstað eftir vild. Fjölskylda gestgjafans dekraði við okkur, maturinn var frábær, en há- punktur kvöldsins voru tónleikar sem sonur gestgjafans hélt okkur. Hann lék á hljóðfæri, persneska handbumbu, sem kölluð er Daf og blés jafnframt í dideridoo, hljóðfæri frumbyggja Ástralíu. Merkilegastir voru þó hljómar sem hann galdraði úr háum leirvösum sem hann hafði búið til sjálfur. Þessi ungi maður hafði snúist til súfistatrúar eftir þátttöku í stríðinu milli Íraks og Írans, sér til andlegrar endurhæfingar og styrkingar. Það var yndislegt að vakna um morguninn eftir góðan nætursvefn áður en við lögðum af stað að nýju í gegnum eyðimörkina í átt til Isfah- an. Við nálguðumst borginni Nain, þarna fengum við tækifæri að stoppa, hreyfa okkur og drekka te. Hér er fræg föstudagsmoska, sú elsta í Íran. Hún er reist úr sól- brenndum leirsteinum, frábær bygg- ingalist frá árinu 960 og henni er ennþá vel við haldið. Nain er líka fræg fyrir vefnað úr kameldýraull. Við heimsóttum vefara á verk- stæði sitt, en þau eru oftast byggð neðanjarðar vegna mikilla hita á þessum slóðum. Það var mikill mun- aður að vera á rútubíl með kælikerfi. Þrátt fyrir „siðferðisreglur“, sem okkur konum er gert að fylgja í klæðaburði, varð hitinn þannig bæri- legur. Löng og glæsileg saga Isfahan Eftir langan akstur náðum við síð- asta áfangastaðnum, Isfahan með sínum fögru moskum, höllum og görðum. Isfahan á langa og glæsilega for- sögu. Aldrei áður hef ég gist á jafn íburðarmiklu hóteli og hér á Abbasi hótelinu. Safawida-tímabilið á 16. öld, undir stjórn Shah Abbas I, hefur verið eitt af glæsilegustu tímabilum í sögu Isfahans. Enn þann dag í dag mótar skipulag og byggingalist þessa tíma- bils ímynd borgarinnar. Risastórt torg, 500 m á lengd, er umkringt tveggja hæða bogagöngum. Þarna getur að líta Imam-moskuna frægu og hið konunglega markaðssvæði – þar á milli Konu-moskuna og loks Ali Qapu-höllina hinum megin við torg- ið. Þetta er stórglæsileg sjón. Á torginu sjálfu er lífið í fullum gangi. Skólakrakkar, hópar ungra manna eða stúlkna, einstök pör og fjölskyldur sem eru í lautarferð og láta sér líða vel á grasflötunum. Íbúarnir sem við hittum voru afar vingjarnlegir, hvert bros var end- urgoldið og unga fólkið hefði gjarnan gefið sig á tal við okkur en þær sam- ræður strönduðu oftast á tungu- málaerfiðleikum. Daginn fyrir brott- för glöddum við nokkra kaupmenn á markaðnum með stórinnkaupum á kryddi, saffran frá Kaspíahafi, tei og ýmsum smávarningi. Að lokum kvöddum við þessa fögru borg á uppáhalds-tehúsinu okkar. Flogið var til Teheran og þaðan heim til Evrópu. Nýtt námskeið hefst 21. febrúar nk. Skráning er hafin í síma 444 5090 eða nordicaspa@nordicaspa.is. Námskeið greiðist við skráningu. Athugið að síðast komust færri að en vildu! Þjálfari er Goran Micic íþróttafræðingur Súperform á fjórum vikum! Fimm tímar í viku kl. 7:30, 10:00, 13:00 eða 18:30 Brennsla og styrking Takmarkaður fjöldi Vikulegar mælingar Eigið prógramm í tækjasal Persónuleg næringarráðgjöf Matardagbók Ráðgjöf við matarinnkaup Fræðsla og eftirfylgni – þrír fyrirlestrar Strangt aðhald – mikill árangur Nýr lífsstíll Slökun og herðanudd í pottunum að æfingu lokinni Protein shake eftir hverja æfingu 1. vika – Orkuhleðsla Í fyrstu vikunni byggir þú upp orku og kemur líkamanum í jafnvægi. Í lok vikunnar ættir þú að finna fyrir aukinni orku og vellíðan sem er upphafið að breyttum lífstíl. 2. vika – Öflug melting Í viku tvö er verið að efla og bæta meltinguna til að þú fáir sem mest út úr holla matnum sem þú ert að borða. 3. vika – Hormóna jafnvægi – ónæmiskerfið eflt Hvort sem þú ert karl eða kona og óháð aldri þá mun þriðja vikan koma jafnvægi á hormónaflæði líkamans sem mun hafa áhrif á skap þitt, lífsorku og kraft. Einnig byggjum við upp ónæmiskerfið og hjálpum því að verja líkamannn á náttúrulegan hátt. 4. vika – Hreinsun Þegar líður að viku fjögur er líkaminn tilbúinn í úrgangs- og eiturefnahreinsun. Lifrin er byggð upp og á auðveldara með að hreinsa út skaðleg efni úr líkamanum. Til að komast að því hversu heilbrigð þú ert þarft þú að fylla út spurningalista og fara í heilsufarsmælingu. Nýtt námskeið fyrir konur Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Höfundur er listamaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.