Morgunblaðið - 13.02.2005, Side 38

Morgunblaðið - 13.02.2005, Side 38
✝ Einar Sveinssonarkitekt fæddist í Reykjavík 24. ágúst árið 1950. Hann lést á heimili sínu laugar- daginn 29. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Sveinn Einarsson, veiðistjóri í Reykjavík og leir- kerasmiður, f. í Mið- dal í Mosfellssveit 14.1. 1917, d. 2.11. 1984, og Kamma (Norðland) Nielsen Thordarson húsmóð- ir, f. í Kaupmanna- höfn 4.4. 1923, d. 15.3. 1986. Föð- urforeldrar hans voru Einar Guðmundsson bóndi í Miðdal, f. í Miðdal 1870, d. 1940, og Valgerð- ur Jónsdóttir húsmóðir, f. í Mýr- arkoti á Álftanesi 1875, d. 1937. Móðurforeldrar hans voru Axel Nielsen, verslunarstjóri í Kaup- mannahöfn, f. í Danmörku, og Sigríður Guðmundsdóttir, hús- móðir og verkakona, f. í Hvítanesi í V-Landeyjahrepp 1896, d. 1982. Systkini Einars eru Örn, f. 1941, Sigríður, f. 1944, Valgerður, f. 1946, Örlygur, f. 1949 og Sigvaldi, f. 1964. Eiginkona Einars er Guðrún Eggerts- dóttir, bókasafns- fræðingur í Þjóðar- bókhlöðu, f. í Reykjavík 2.7. 1949. Foreldrar hennar eru Gerður Jónas- dóttir, f. 10.3. 1916, og Eggert Stein- þórsson, læknir, f. 3.5. 1911, d. 13.11. 1999. Börn Einars og Guðrúnar eru Eggert, flugmaður, f. í Árósum í Dan- mörku 23.1. 1977 og Auður Kamma stúdent, f. í Reykjavík 30.7. 1982. Einar tók kennarapróf frá Kennaraskóla Íslands 1973. Hann stundaði nám í arkitektúr við Arkitektskolen í Árósum í Dan- mörku og útskrifaðist þaðan 1980. Einar starfaði á arkitektastofu Einars V. Tryggvasonar í Mos- fellssveit árin 1980–1984, á Teiknistofu Húsameistara ríkisins árin 1984–1996 og hjá Fasteign- um ríkissjóðs frá árinu 1997. Útför Einars fór fram í kyrrþey frá Neskirkju þriðjudaginn 8. febrúar síðastliðinn. Nú leggur þú á hinn ljósa vog, sem liggur á milli stranda. Þér verður fagnað af vinum, þar sem verðir himnanna standa, sem alkomnum bróður, úr útlegð, heim af eyðimörk reginsanda. En þín við minnumst með þökk í hug sem þess sem við líkjast viljum. Og fetum veginn í fótspor þín, hve fátt og smátt, sem við skiljum. Það léttir þá raun að rata heim í reynslunnar hörkubyljum. (Kristján frá Djúpalæk.) Betri pabba en pabba okkar er ekki hægt að hugsa sér. Hann bjó einfald- lega yfir öllum þeim kostum sem prýtt geta einstakan pabba. Hann var vel gefinn og traustur og var alltaf gott að leita til hans enda mjög skiln- ingsríkur og góður ráðgjafi. Pabbi var frekar dulur og fámáll en jafn- framt glettinn og skemmtilegur og átti auðvelt með að fá mann til að hlæja. Hann var einstaklega umburð- arlyndur maður og heyrðum við hann aldrei hallmæla nokkrum manni. Pabbi var rólegur, hógvær og yfir- vegaður í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Hans sterki en ljúfi karakter hafði þau áhrif að fólki leið ævinlega vel í návist hans, enda afar hlýr maður með sterka og þægilega nærveru. Pabbi var hár og myndarlegur og þurftum við sem börn aldrei nema að líta upp til að finna hann enda stóð hann upp úr í fjölmenni. Betri kokkur en pabbi er vand- fundinn, í okkar tilviki ófundinn, enda hafði hann lag á að gera allan mat að veislumat. Pabbi hafði næmt auga fyrir fallegum hlutum og var einstak- lega athugull og opinn fyrir umhverfi sínu. Hann var flinkur í höndunum, hvort sem það var við veiðiskap, mat- argerð eða við vinnu sína sem arki- tekt. Pabbi var sérstaklega duglegur og æðrulaus í erfiðleikum. Hann hafði átt við veikindi að stríða frá barn- æsku en lét það aldrei aftra sér í neinu sem hann tók sér fyrir hendur og er hann sannkölluð hetja í okkar augum. Pabbi kunni líka listina að njóta lífsins og eigum við ótalmargar skemmtilegar minningar um frábær- an mann og pabba sem ekki er hægt annað en að vera stolt af. Við söknum þín sárt, elsku pabbi, en viljum ekki kveðja þig því við vit- um að við munum hittast á ný. Eggert Einarsson og Auður Kamma Einarsdóttir. Fallegur og feitur, fínn og undirleitur, heitir Smyrill höfðinginn með kopp í kinn. Augun eru blíð og blá, brosa eins og stjörnur smá. Mamma Kamma kútinn á, kvennagullið verður sá, engin skal þó í hann ná kolskörin úr koti, pilturinn fær prinsessu úr sloti. Veizlan trúi ég að verði fín að vorinu þegar sólin skín, karlar drekka kláravín en kerlingarnar frýsa, hætti ég nú lukkunni að lýsa. Vertu sæll og sofðu rótt í sænginni þinni í alla nótt, englar vaki yfir þér unz að degi bjarmar, í sólskininu sofa allir harmar. Karólína Einarsdóttir frá Miðdal, kölluð Líba, orti þessa fallegu þulu til Einars, bróðursonar síns þegar hann var fimm ára. Hún kallaði hann Smyril. Með henni viljum við kveðja Einar, en minningin um ástkæran bróður lifir í hjarta okkar. Systkinin. Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson.) „Mikið ertu fallegur maður, Einar minn. Ég er ekki hissa að Guðrún hafi orðið skotin í þér. Mér þykir óskap- lega vænt um þig og er viss um að þér líði betur þegar við hittumst næst.“ Þannig kvaddi mín aldurhnigna móðir tengdason sinn, Einar Sveins- son, þegar hún fór á Landakot í haust. Þá hafði vágesturinn mikli hert tök sín á Einari. Sólin skein glatt á Jónsmessunni fyrir aldarþriðjungi þegar tvíbura- systir mín Guðrún féll kylliflöt fyrir Einari sínum. Lukkuhjólið hefur svo sannarlega snúist hjá þeim síðan. Fríðleikann átti hann ekki langt að sækja því foreldrar hans voru Kamma N. Thordarson og Sveinn Einarsson, leirkerasmiður og veiði- stjóri, frá Miðdal í Mosfellssveit, ann- áluð fyrir glæsileik. Einar var gæddur miklum listræn- um hæfileikum sem birtust í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var mikill fagurkeri og nam húsa- gerðarlist í Árósum. Einar var svo mikill listakokkur að reyndar hús- mæður urðu óöruggar ef hann var ná- lægur og veislukostur var á borðum. Veiðimaður góður var hann, hvort sem bráðin var fiskur eða fugl. Var þá slegin upp mikil veisla er heim var komið enda var Einar höfðingi heim að sækja. Mikill náttúruunnandi var hann og frábær fuglaþekkjari, fróður um íslenska náttúru og því var mjög gaman að ferðast með honum. Ótal ógleymanlegar minningar koma upp í hugann um ferðalög beggja vegna Atlantsála með fjölskyldum okkar. Barngóður var hann og kenndi strák- unum mínum að veiða á stöng og njóta íslenskrar náttúru. Líf fjöl- skyldna okkar hefur verið mjög sam- ofið áratugum saman þótt vík hafi verið milli vina. Einar var hreinlyndur og trygg- lyndur, hógvær og hugrakkur og hafði góða kímnigáfu. Hann kunni að lifa lífinu lifandi og leyfði okkur að njóta lífsins með sér. Mesta gæfan í lífi Einars var fjöl- skylda hans. Ungur var hann gefinn Guðrúnu tvíburasystur minni, sem var hans heilladís, og samrýnd og samtaka fetuðu þau lífsins leið. Börn- in þeirra, Eggert og Auður Kamma, eru þeirra ríkidæmi, glæsileg og góð. Hafa þau ferðast með foreldrum sín- um vítt og breitt um Ísland og Evr- ópu enda fjölskyldan samhent og ferðalög ástríða þeirra. En lífið er hverfult og enginn má sköpum renna. Fyrir hálfu ári tók að draga ský fyrir sólu. Einar var orðinn veikur, banvænn sjúkdómur var sest- ur að í þessum lífsglaða manni. Í ein- víginu við þann vágest birtist okkur sálarþrek og kjarkur Einars. Aldrei kvartaði hann eða sýndi örvæntingu og uppgjöf þótt sjúkdómurinn tæki hann heljartökum. Guðrún og börnin véku ekki frá honum og þau og nán- asta fjölskylda og bestu vinir slógu skjaldborg um hann og gerðu allt til að létta honum lífið en að lokum bar sjúkdómurinn sigur úr býtum. Reisn sinni og æðruleysi hélt Einar til hinstu stundar. Myrkur grúfir nú yfir fjölskyldunni og það er þyngra en tárum taki að kveðja Einar. Nú er hann horfinn þangað sem ríkir … nóttlaus voraldar veröld þar sem víðsýnið skín. (Stephan G. Stephansson.) Megi góður Guð halda verndar- hendi sinni yfir tvíburasystur minni og börnum þeirra. Allir sem kynntust Einari trega hann, þeir mest sem þekktu hann best. Sigrún. Vinur okkar Einar er fallinn frá langt um aldur fram. Hann háði langt og erfitt stríð við illvígan sjúkdóm. Þar sýndi hann meiri kjark og æðru- leysi en við höfum áður kynnst. Við minnumst Einars fyrst á heim- ili okkar á Flókagötu á 7. áratugnum. Hann var hár og myndarlegur á velli, frjálslegur í fasi og með einstaklega hlýtt og notalegt viðmót, sem allir tóku eftir sem kynntumst honum. Einar átti fjölmörg áhugamál. Hann var náttúrubarn og naut þess að ferðast innanlands sem utan. Á sumrin stundaði hann silungsveiðar af miklum krafti. Þá var hann í essinu sínu og sýndi lagni og eljusemi. Oftast kom hann heim aflakóngur úr slíkum ferðum. Á haustin fór hann á rjúpna- og gæsaveiðar, oft með bræðrum sínum og syni. Hann var ákaflega áhuga- samur um matargerð og listakokkur. Hann varð sér úti um bækur, innlend- ar sem erlendar um matargerðarlist og naut þess að fást við ýmsa ný- breytni á því sviði. Eftir að Einar og Guðrún komu heim frá námi frá Árósum, þar sem hann nam arkitektúr, myndaðist sú skemmtilega hefð að halda sameig- inleg jól á Flókagötu en áramótum var fagnað á Seilugranda. Einar hafði alist upp við að hafa rjúpur á borðum á jólum og sú hefð var síðan í háveg- um höfð. Árum saman sá Einar um að veiða rjúpur til jólanna og tilreiða þær af miklu listfengi. Einar var greindur, félagslyndur og oft glettinn. Hann hafði gaman af að hitta fólk og rabba við það um heima og geima. Þau hjón voru sam- hent, gestrisin og rausnarleg og var oft mannmargt á heimili þeirra. Við systkini Guðrúnar og makar fórum saman nokkrar eftirminnileg- ar ferðir innanlands og utan. Þar ber hæst ferð um Ítalíu árið 2000. Í þeirri ferð var ekið vítt og breitt um Ítalíu. Þar naut þekking hans á arkitektúr og næmt auga fyrir fallegum hlutum sín vel. Sú ferð verður okkur öllum ógleymanleg. Við kveðjum góðan vin og mikinn EINAR SVEINSSON 38 SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Hinn 7. febrúar síðastliðinn gaf að líta eft-irfarandi á mbl.is:Örsmáir einfrumungar,margir hverjir hingað til óþekktir, hafa fundist á hafsbotni á mesta dýpi sem vitað er um á jörðinni, Challenger- gljúfrinu austur af Filippseyjum, sem er tæplega 11 km djúpt. Þessir einfrumungar, sem teljast til svifdýra, komu upp með fjar- stýrðum japönskum kafbáti. Frá þessu seg- ir á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. Japanskir vísindamenn greina frá þessari uppgötvun sinni í nýjasta hefti vísindarits- ins Science. Segja þeir að þessar lífverur hafi aðlagast hinum gífurlega þrýstingi sem er neðst í Challenger-gljúfrinu, sem er í Marianas-djúpsjávarrennunni. Algert myrkur er þarna niðri og þrýstingurinn rúmlega þúsundfalt meiri en hann er á yf- irborðinu. Challenger-gljúfrið er 10.896 metra djúpt, en til samanburðar má nefna að hæsti tindur jarðarinnar, Mount Everest, er 8.850 metrar. Þessi litla frétt rifjaði upp fyrir mér það, að á árunum 1991–2004 hefðu yfir 50 nýjar tegundir botn- dýra fundist í kringum Ísland. Það er ekki lítið. Um aldamótin 1900 þóttust náttúrufræðingar vissir um, að engin ný stór dýr ættu eftir að uppgötvast á þessari plánetu, þau væru nú öll fundin og skráð. En litlu síðar bar ókapann í Zaire í Mið-Afríku (áður Kongó) fyrir augu vestrænna manna í fyrsta sinn; hann er klaufdýr skyldur gíraffanum, þetta var árið 1901. Eftir það kom fjallagórillan, í Rúanda árið 1902, svo villisvíns- tegund nokkur í Kenýa, 1904, síð- an komodódrekinn, í Indónesíu 1912. Eftir það nautgripategund ein í Kambódíu, 1937, bláfiskurinn við Suður-Afríku, 1938, oft kall- aður „steingervingurinn lifandi“, og árið 1975 önnur villisvínsteg- und og nú í Paragvæ í Suður- Ameríku. Innfæddir íbúar þess- ara landa höfðu vitað um skepn- urnar í margar aldir, og sagt aðkomnum vísindamönnum frá, en að þeim var hlegið eða öllu vís- að á bug sem rugli og þvættingi. Listinn er töluvert lengri. Og sumar þeirra 78 hvalategunda, sem fræðimenn hafa lýst, sem kallað er, eru ekki þekktar nema af örfáum strandreknum eintök- um, og í einhverjum tilvika er ekki nema á lýsingum sjónarvotta einna að byggja; þær hafa m.ö.o. aldrei komið á land. Einkum á þetta við um Mesoplodon- ættkvíslina, eða snjáldrana. Flest- ir þeirra, eða alls níu tegundir af 14, uppgötvuðust t.d. ekki fyrr en á 20. öld, og einn fékk ekki op- inbert, latneskt heiti fyrr en árið 1991. Og annað dæmi um það hversu skammt hvalafræðin eru á veg komin, er að árið 1995 náðist á Kyrrahafi ljósmynd af ein- hverjum hval, sem menn hafa ekki nokkurn grun um hver er, annað en að honum svipar til andarnefju. Af þessu má ljóst vera, að Homo sapiens telur sig oft vita meira en hann í raun gerir, og því lítil ástæða fyrir hann að belgja sig, eins og því miður er samt allt of algengt. Þetta á ekki síður við í andlegum málum, þar sem van- trúarfólk telur sig miðdepil al- heimsins og ýtir Guði úr sessi. Það kallast víst hroki. Ég hef aldrei getað skilið af hverju trúin er fyrirlitin og lítils- virt á þann hátt, aðkoma hins yf- irskilvitlega inn í þennan heim okkar ekki tekið með í reikning- inn. Ég hef aldrei séð vindinn blása, en þekki merkin og snert- ingu hans. Og ekki heldur barið rafmagn augum, en veit hvað það gefur af sér. Einnig hef ég lesið um grátandi og blæðandi styttur af Kristi, Maríu guðsmóður og öðrum dýrlingum, og jafnvel á þessari öld um kristna ein- staklinga með óútskýranleg naglaför, sem allt í einu birtast á höndum þeirra og fótum, líkt og sár meistarans forðum. Hvað er þetta? Ég er nú ekki skarpari en það, að ég tel vera hér á ferðinni inn- grip guðlegs máttar, og um leið því staðfestingu á tilvist einhvers sem liggur utan við rúm og tíma, en er jafnframt á meðal okkar, allt um kring, og nær en margan grunar. Og eins og var með hina innfæddu, sem alltaf höfðu vitað um dýrategundirnar „óuppgötv- uðu“, en hlotið bágt fyrir í röðum hinna vitru, höfum við á sama eða líkan máta vitnisburð þeirra, sem daglega umgengust Jesú frá Naz- aret og komu orðum hans áleiðis til annarra. Þetta er Nýja testa- mentið og ýmis önnur rit af svip- uðum toga. Frekar en að afneita þessari sannfæringu, sem byggð er á eigin reynslu, liðu þeir flestir píslarvættisdauða. Það eitt og út af fyrir sig nægir mér, því svona gera menn ekki upp úr þurru, ef ekkert er á bak við nema lygin og tómið. Nei, aldeilis ekki. Þeir höfðu upplifað og fengið að reyna eitthvað stórt og mikið, þess virði að deyja fyrir. Við hin, sem uppi erum 2.000 árum síðar, verðum að láta okkur nægja að byggja trú okkar á frá- sögunum af þessum atburðum fortíðarinnar. Það gerðist eitt- hvað sem breytti hörðustu sjó- mönnum, tollheimtumanni, póli- tískum uppreisnarmanni og fleirum í boðendur kristinnar trú- ar í öllu sínu veldi. Fyrir atbeina þeirra nam hún land í sinni og hjörtum milljónanna, og þetta af- sprengi og verk heilags anda má aldrei deyja, hverfa úr þessum veruleika okkar. Megi hún kvikna og vaka þar sem ríkir myrkur og kuldi og stolt, og umskapa, hreinsa og fegra þá bústaði alla. Hið óþekkta Mannskepnan er gáfuð og flink að ýmsu leyti, sendir för til kannana út í bláinn og þar fram eftir götunum, en veit þó samt æði fátt. Sigurður Ægisson gerir að umtalsefni í dag nýlega frétt og annað sem henni tengist. sigurdur.aegisson@kirkjan.is Ljósmynd/Sigurður Ægisson HUGVEKJA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.