Morgunblaðið - 13.02.2005, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2005 23
Skógarhlíð 18, sími 595 1000
www.heimsferdir.is
Verð kr. 69.990*
Flugsæti báðar leiðir með sköttum. Netverð.
Verð kr. 89.990*
Innifalið í verði: Flug, gisting á Hotel
Arenas Doradas, morgunverðarhlaðborð,
skattar, fararstjórn, ferðir til og frá flugvelli.
Netverð.
* Ekki innifalið í verði: Vegabréfsáritun og
brottfararskattur á Kúbu.
Úrval hótela í boði
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Kúbuveisla
6. - 13. mars
frá 69.990
Sérflug Heimsferða
7 nætur – Varadero - Havana
Ótrúlegt tækifæri til að kynnast þessari stórkostlegu eyju Karíbahafsins.
Þú velur hvort þú vilt dvelja viku í Havana, viku á Varadero ströndinni
eða skipta dvölinni á milli beggja staða. Þú velur milli góðra hótela hvort
sem er í Havana eða í Varadero. Ferð til Kúbu er ævintýri sem lætur
engan ósnortinn, því ekki aðeins kynnist maður stórkostlegri náttúrufeg-
urð eyjunnar, heldur einnig þjóð sem er einstök í mörgu tilliti. Gamla
Havana er ein fegursta borg nýlendutímans, lífsgleði eyjaskeggja er ein-
stök og viðmótið heillandi. Að upplifa Kúbu nú er einstakt tækifæri, því
það er ljóst að breytingar munu verða í náinni framtíð.
Gerð áhættumats
Námskeiðið er ætlað þeim sem eru að vinna að gerð áhættumats á vinnustað eða hafa áhuga
á að bæta við sig þekkingu á því sviði.
Tími: 23. febrúar og 2. mars (kl. 9 til 12 báða dagana). Verð 20.000 kr.
Tími: 3. og 10. maí (kl. 9 til 12 báða dagana). Verð 20.000 kr.
Kennari: Inghildur Einarsdóttir, vinnuvistfræðingur (Ergonomist M.Sc.)
Að fyrirbyggja einelti eða aðra ótilhlýðilega háttsemi á vinnustöðum
Námskeiðið er ætlað almenningi, öryggistrúnaðarmönnum og félagslegum trúnaðarmönnum.
Tími: 1. mars (kl. 9 til 12). Verð 10.000 kr.
Kennarar: Dr. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, félagsfræðingur og lektor við HÍ
og Svava Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur í vinnuvistfræði.
Að fyrirbyggja einelti eða aðra ótilhlýðilega háttsemi á vinnustöðum
Námskeiðið er ætlað stjórnendum á vinnustöðum.
Tími: 4. mars (kl. 9 til 12). Verð 10.000 kr.
Kennarar: Dr. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, félagsfræðingur og lektor við HÍ
og Svava Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur í vinnuvistfræði.
Betri heilsa - meiri vinnugleði
Áhættumat líkamlegs álags og forvarnir á vinnustað
Námskeiðið er ætlað almenningi, öryggistrúnaðarmönnum og félagslegum trúnaðarmönnum.
Tími: 11. apríl (kl. 9 til 12). Verð 10.000 kr.
Kennari: Berglind Helgadóttir, sjúkraþjálfari og sérfræðingur í vinnuvistfræði.
Betri heilsa - bættur rekstur
Áhættumat líkamlegs álags og forvarnir á vinnustað
Námskeiðið er ætlað stjórnendum á vinnustöðum.
Tími: 12. apríl (kl. 9 til 12). Verð 10.000 kr.
Kennari: Berglind Helgadóttir, sjúkraþjálfari og sérfræðingur í vinnuvistfræði.
Vellíðan á vinnustað
Námskeiðið er einkum ætlað stjórnendum, starfsmannastjórum og öðrum er hafa mannaforráð.
Tími: 15. apríl (kl. 9-12). Verð 10.000 kr.
Kennarar: Dr. Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, sérfræðingur í heilbrigðisvísindum,
og Þóra Magnea Magnúsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur (MA).
Námskeiðin fara fram í húsnæði Mímis símenntunar að Grensásvegi 16.
Skráning á námskeiðin er hjá skrifstofu Vinnueftirlitsins í síma 550 4600
en einnig má senda skráningar á netfangið vinnueftirlit@vinnueftirlit.is
Nánari upplýsingar um námskeiðin má finna á heimasíðu Vinnueftirlitsins
www.vinnueftirlit.is
Heilsuvernd á vinnustað
Námskeið
Thaksin Shinawatra erfyrsti lýðræðislegakjörni leiðtogi Taílandssem tekst að tryggja sérréttinn til að sitja annað
kjörtímabil sem forsætisráðherra.
Og Thaksin gerði það með glæsi-
brag í kosningunum um liðna helgi;
flokkur hans, Thai Rak Thai, fengi
377 þingsæti af 500, þ.e. mjög afger-
andi meirihluta.
Það eru aðeins sjö ár síðan Thaks-
in stofnaði flokk sinn. Strax í kosn-
ingunum 2001 komst hann til valda
en þá fékk Thai Rak Thai 248 þing-
menn kjörna en demókratar, sem
verið höfðu við völd, fengu aðeins
128 þingsæti. Myndaði Thaksin í
kjölfarið stjórn með litlum flokki,
Chart Thai.
Hann hefur nú tilkynnt að því
stjórnarsamstarfi sé lokið, eftir
kosningarnar á sunnudag þarf
Thaksin ekki á stuðningi Chart Thai
að halda. Ný ríkisstjórn hans verður
því eins flokks stjórn.
Lögreglumaður til langs tíma
Thaksin er 55 ára gamall. Hann
er margfaldur milljarðamæringur,
einn ríkasti maður Taílands.
Langalangafi Thaksins var kín-
verskur innflytjandi sem komst í
nokkrar álnir. Fæddist Thaksin því
til nokkurs ríkidæmis hinn 26. júlí
1949. Heldur hallaði hins vegar
undan fæti hjá föður Thaksins og
þurfti Thaksin að hjálpa föður sín-
um að reka lítið kaffi- og kvik-
myndahús á meðan hann gekk í
skóla. Thaksin gekk svo í lögregl-
una 1973.
Thaksin lét sér ekki nægja eitt
starf, samhliða lögreglustörfunum
tók hann að reyna fyrir sér í við-
skiptum. Heldur gekk það brösug-
lega framanaf. Hann færði sig hins
vegar yfir í tölvur og fjarskipti á ní-
unda áratugnum og með einkaleyf-
issamningum á fjarskiptamarkaðn-
um 1987 var lagður grunnur að
veldi hans. Hann hætti í lögreglunni
það ár og stofnaði nýtt tölvufyrir-
tæki sem bar nafn hans, Shinaw-
atra. Þróaðist ein deild þess út í
risavaxið farsímafyrirtæki.
Áhugi Thaksins á stjórnmálum
fór vaxandi á þessum árum, hann
gekk fyrst til liðs við umbótaflokk-
inn Palang Dharma og átti sæti í
ríkisstjórn um skeið fyrir hans hönd
án þess að sérstaklega væri tekið
eftir störfum hans þar. Hann stofn-
aði síðan Thai Rak Thai (Taílend-
ingar unna Taílandi) árið 1998.
Óttast um framtíð lýðræðisins
Thaksin hét því fyrir kosningarn-
ar 2001 að reisa efnahag Taílands
við eftir hrunið sem varð á mörk-
uðum í Asíu 1997. Hét hann því síð-
an sérstaklega að bæta hag fátækra
í landinu. „Ef fólkið er fátækt getur
efnahagur landsins ekki dafnað.
Stefna okkar hefur fangað hug
manna og hjarta,“ hefur hann sagt
og er ekkert að ýkja, Thaksin hefur
náð að heilla taílenskan almenning í
störfum sínum sem forsætisráð-
herra ef marka má niðurstöður
kosninganna á sunnudag. Fram-
ganga hans er hamfarirnar miklu
riðu yfir við Indlandshaf þótti einn-
ig einkennast af yfirvegun og
glöggum skilningi á þjóðarsálinni.
Þykir sýnt að hann hafi notið mjög
góðs af því í kosningunum.
En þó að Thaksin hafi notið mik-
illa vinsælda meðal Taílendinga hef-
ur hann líka sætt gagnrýni. Eftir
kosningasigurinn 2001 blés hann
t.a.m. til herferðar gegn eiturlyfja-
sölum; sú herferð var raunar vinsæl
meðal almennings en bent hefur
verið á að 2.500 manns dóu í aðgerð-
um lögreglunnar, sem
bendir til harkalegra
vinnubragða af hennar
hálfu.
Stjórnarandstæðing-
ar hafa ennfremur lýst
miklum áhyggjum sín-
um af framþróun lýð-
ræðisins á meðan
Thaksin er við völd.
Hann er sakaður um að
hygla ættmennum sín-
um og nánustu stuðn-
ingsmönnum. Bent er á
að auk þess að fara nú
fyrir eins flokks stjórn í
landinu ræður hann
beint eða óbeint ýmsum
helstu fjölmiðlum Taí-
lands – fimm sjón-
varpsstöðvar í landinu
eru í eigu ríkisins, sú sjötta í eigu
fyrirtækja Thaksins – og margir
hafa líka talið hættu á að Thaksin
lendi í daglegum hagsmunaárekstr-
um sem forsætisráðherra; enda er
viðskiptaveldi hans eitt það um-
fangsmesta á Taílandi. Um margt
þykir þessi staða hans minna á Silv-
io Berlusconi, forsætisráðherra
Ítalíu.
Því er haldið fram að áður fyrr
hafi valdamenn í Taílandi í raun
verið einráðir á bakvið tjöldin. Mun-
urinn sé sá að Thaksin hafi ákveðið
að taka völdin í landinu og fara ekki
leynt með það. Óttast sumir að með
jafnveika stjórnarandstöðu og raun
ber vitni verði enginn lengur eftir
til að hafa hemil á meintum einræð-
istilburðum Thaksins. BBC greinir
m.a. frá því að dagblaðið Þjóðin hafi
í leiðara á mánudag rætt um að á
þessum tímamótum í taílenskri
stjórnmálasögu standi Thaksin
frammi fyrir tveimur kostum.
„Hann getur valið að verða mikill
stjórnskörungur og koma taílensku
lýðræði til frekari þroska en hann
getur líka kosið að gangast alræð-
ishugsjóninni á vald og með þeim
hætti valda á endanum hruni lýð-
ræðisins sem þessi þjóð barðist svo
hart fyrir,“ sagði blaðið.
Thaksin hefur sjálfur gert lítið úr
þessum áhyggjum, lofar því að
standa ekki fyrir neinum byltingum
á nýju kjörtímabili heldur fyrst og
fremst vinna að efnahagslegum um-
bótum. „Eftir fjögur ár munu gagn-
rýnendur mínir í menntastétt og
stjórnarandstaðan þekkja mig bet-
ur. Þeir munu átta sig á því að ég vil
þessu landi aðeins gott,“ sagði hann.
Berlusconi Asíu
Reuters
Thaksin Shinawatra hefur gert lítið úr ásökunum þess efnis að hann hafi sýnt einræðistilburði.
Thaksin Shinawatra, einn
ríkasti maður Taílands, hef-
ur verið endurkjörinn for-
sætisráðherra. Hann er vin-
sæll meðal alþýðu manna
en margir væna hann um
einræðislega stjórnartil-
burði.