Morgunblaðið - 13.02.2005, Side 6

Morgunblaðið - 13.02.2005, Side 6
6 SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÚTSALA 50% afsláttur af ullarkápum og síðum pelskápum. Mörg góð tilboð Mörkinni 6, sími 588 5518. Opið í dag sunnudaga frá kl. 12-16 Vísindamenn Íslenskrarerfðagreiningar (ÍE) hafasinnt margvíslegumgrunnrannsóknum á sviði erfðafræði og verið afkastamiklir í greinaskrifum um rannsóknarnið- urstöður sínar ef marka má þann fjölda greina, sem birtur hefur verið í vísindatímaritum. Frá upphafi starfsemi ÍE fyrir átta og hálfu ári hafa nú birst um það bil 100 vísindagreinar eftir vís- indamenn og sérfræðinga ÍE í al- þjóðlegum ritrýndum vísinda- tímaritum. Fræðigreinar fást því aðeins birtar í ritrýndum tímaritum að handritin hafi fyrst verið metin og samþykkt af tveimur eða þremur sérfræðingum á viðkomandi fræða- sviði. Skyldur gagnvart fólki „Mér finnst að við höfum skyldur gagnvart því fólki sem tekur þátt í rannsóknunum,“ segir Kári Stef- ánsson, forstjóri ÍE, um ástæður þess að fyrirtækið birtir opinberlega uppgötvanir sínar í vísindagreinum. „Fólk kemur til okkar og gerir okkur kleift að gera uppgötvanir um þá sjúkdóma sem það hefur og þá sjúk- dóma sem það hefur ekki. Mér finnst að okkur beri skylda til að sjá til þess að okkar niðurstöður séu öðrum að- gengilegar, vegna þess að þær eru ekki nema að hluta til okkar. Það ber að líta svo á að þetta fólk sem tekur þátt, hafi lagt mikið af mörkum og eigi það skilið að þessar niðurstöður séu aðgengilegar,“ segir hann. Að sögn Kára er önnur ástæða þessa sú að hjá ÍE starfa kraftmiklir og hugmyndaríkir vísindamenn, sem vilja gjarnan sjá afrakstur sinnar vinnu í vísindatímaritum og það efli þá til áframhaldandi dáða. „Áður en við tökum þessar niðurstöður og fjárfestum miklu í að taka eggja- hvítuefnin sem meingenin búa til og nota sem lyfjamörk, þá þurfum við að fá einhverskonar staðfestingu á því að okkur hafi ekki orðið á í mess- unni. Með því að birta greinar um þessar uppgötvanir fáum við áreið- anleikakönnun á því sem við segj- umst hafa gert. Það er mjög eðlilegt og gott að gera þetta á þennan hátt.“ Umfjöllun orðin jákvæðari Sú spurning hlýtur þó að vakna hvort fyrirtæki á borð við ÍE sem er í harðri samkeppni við önnur fyrir- tæki úti um allan heim á sviði erfða- fræði og lyfjaþróunar sé ekki að skaða sjálft sig með því að birta op- inberlega uppgötvanir úr eigin rann- sóknum. „Ég held að við séum ekki að tapa neinu úr okkar aski með þessu,“ seg- ir Kári. Að sögn hans tekur það tölu- verðan tíma að skrifa vísindagrein eftir að niðurstöður rannsókna liggja fyrir. „Venjulega tekur það margar vikur að skrifa svona greinar og á meðan fyllum við líka út okkar einka- leyfisumsóknir og reynum að verja þann rétt sem er eðlilegt að fáist við það að gera svona uppgötvanir. Ég vil líka benda á að á sama tíma og við höfum verið að gera þessar uppgötv- anir, hafa aðilar í íslensku samfélagi haldið því fram að hér væri ekkert að gerast sem máli skipti, við kynnum ekkert og gætum ekkert og værum bara að hreykja okkur yfir bulli og vitleysu. Menn hafa haldið því fram að það væri ekki nokkur möguleiki á að gera neitt að gagni t.d. í erfða- fræði kvíða, hjartaáfalla og geðklofa. Okkur hefur tekist að einangra erfðavísa sem tengjast öllum þessum sjúkdómum. Mér fannst hljóma kunnugur tónn um daginn þegar við fengum styrk frá Evrópusambandinu til þess að vinna við erfðafræði alkóhólisma. Þá skrifaði fyrrverandi prófessor í geð- læknisfræði grein í Morgunblaðið þar sem hann hélt því fram að það væri ekkert unnið við það að vinna að erfðafræði alkóhólisma. Þetta er tónn sem ég hef heyrt áður en þó í miklu minna mæli í dag því umfjöll- un um það sem við erum að gera er orðin mun jákvæðari en áður var.“ Erfðakortið hið gullna viðmið Fjölmargar greinar sem birst hafa um rannsóknir vísindamanna ÍE á umliðnum árum hafa vakið mikla at- hygli. Í febrúarhefti tímaritsins The Scientist er að finna ítarlega umfjöll- un um erfðakort ÍE yfir erfðamengi mannsins, sem vísindamenn ÍE lýstu í grein í vísindatímaritinu Nature Genetics sumarið 2002. Er sú grein sett í sérstakan flokk greina (e. hot papers) sem aðrir vísindamenn hafa vitnað í 50 til 100 sinnum oftar en gert er að meðaltali í greinar á við- komandi fræðasviði. Þar kemur fram að finna megi 262 tilvitnanir í grein- ina um erfðakort ÍE í öðrum vís- indagreinum frá því að hún birtist sumarið 2002. Segir höfundur greinarinnar Josh P. Roberts að erfðakort ÍE sé við- urkennt í dag sem grundvallartæki vísindamanna við kortlagningu á erfðabreytileika mannsins og nefnir hann það hið gullna viðmið í erfða- fræðirannsóknum í heiminum í dag. Kári segir að starfsmenn ÍE hafi ekki eingöngu einbeitt sér að því að einangra erfðavísa til nota við lyfjaþróun frá stofnun fyrirtækisins heldur hafi þeir á þessum tíma unnið að því að búa til tæki sem geti nýst öðrum við rannsóknir. Erfðakortið sé dæmi um það. Veittu Sameinuðu þjóðunum aðgang að hugbúnaðarkerfi „Þetta erfðakort sem við birtum fyrir tæpum tveimur árum og menn segja núna að sé gullviðmið í heim- inum, er í raun og veru tæki sem við urðum að setja saman vegna þess að engir aðrir höfðu gert það. Við sáum að skortur á góðu erfða- korti var flöskuháls hjá okkur. Við settum því saman þetta kort og birt- um það. Það hefði mátt leiða að því rök að við hefðum ekki átt að birta það, vegna þess að með birtingu þess gerðum við öðrum vinnuna auðveld- ari í samkeppninni við okkur. Ástæð- ur þess að birtum erfðakortið voru tvær. Annars vegar sú að við erum alveg handviss um að við séum best og það sé því ekkert athugavert við veita öðrum aðgang að því. En aðal- ástæðan er auðvitað sú að við erum að nota mikið af upplýsingum, sem eru öllum aðgengilegar, m.a. upplýs- ingar sem koma úr raðgreiningu á erfðamengi mannsins og allskonar aðrar upplýsingar frá öðrum. Við teljum því að okkur beri skylda til þess að leggja líka af mörkum til þessa samfélags vísindamanna. Okk- ur finnst það ekki sæmandi hegðun að leggja ekkert af mörkum í þennan sameiginlega brunn sem allir sækja í,“ segir Kári. „Við höfum líka lagt fram fjölda annarra uppgötvana. Þannig höfum við t.d. gefið aðgang að marg- víslegum hugbúnaðarkerfum sem við höfum sett saman vegna tölfræði- vinnu við erfðafræðirannsóknir. Ég get einnig sagt frá því að við veittum Sameinuðu þjóðunum um daginn að- gang að hugbúnaðarkerfi, sem við settum saman til þess að safna lækn- isfræðilegum upplýsingum,“ segir Kári. Kapphlaup vísindamanna Ný grein vísindamanna ÍE í tíma- ritinu Nature genetics, um uppgötv- un þeirra á þriggja milljóna ára gam- alli umhverfu í erfðamengi mannsins, sem greint hefur verið frá í Morgunblaðinu, hefur einnig vakið umræðu og athygli. Umhverfan fannst á litningi 17 og leiddu rann- sóknirnar á eiginleikum hennar á Ís- landi í ljós að einstaklingar sem hana bera í erfðamenginu eignast að með- altali fleiri börn en aðrir. Ítarlega er fjallað um þessa upp- götvun í ritstjórnargrein febr- úarheftis Nature genetics og hún borin saman við klassískar vís- indagreinar um uppgötvanir á sviði erfðafræði. Í sérstökum dálki í tíma- ritinu þar sem fjallað er um fréttir og skoðanir á nýjustu uppgötvunum í erfðafræðirannsóknum, ræða tveir sérfræðingar við háskóla á Spáni um þýðingu þessarar uppgötvunar ÍE. Segja þeir engan vafa leika á að hún muni leiða til kapphlaups meðal vís- indamanna um frekari rannsóknir á erfðabreytileika á umræddu svæði á litningi 17. „Allir sem vinna í þessu vísinda- samfélagi þiggja aðferðir og hug- myndir úr samfélagi vísindamanna,“ segir Kári. „Þú getur aldrei hagað þér eins og fullgildur meðlimur nema þú leggir eitthvað af mörkum líka. Þar sem við erum án nokkurs vafa ríkjandi aðili í mannerfðafræði flók- inna sjúkdóma þá verðum við að leggja meira af mörkum en flestir aðrir,“ bætir hann við. Væntanlegar niðurstöður úr spennandi verkefnum „Þær niðurstöður sem við höfum verið að birta á undanförnum árum lúta að því að skapa skilning á því hvernig maðurinn erfir tilhneigingu til þess að fá sjúkdóm og hæfileikann til þess að forðast sjúkdóma. Líka hvernig maður erfir tilhneiginguna til þess að svara ákveðnum lyfjum vel og öðrum ekki. Út úr þessu hafa verið að koma ævintýralega spenn- andi niðurstöður. Svo hafa niður- stöður okkar líka varpað ljósi á sögu Íslendinga, hvaðan við komum og hvaða kokkteill af fólki kom til Ís- lands upphaflega,“ segir Kári og bendir á að uppgötvun umhverf- unnar varpi ljósi á sögu mannsins sem tegundar. Að sögn hans eru mörg spennandi verkefni í gangi innan ÍE og greinar í smíðum sem eigi eftir að vekja at- hygli. „Við komum til með að segja frá vinnu við erfðafræði sykursýki á næstunni, við munum segja sögu af erfðafræði lungnaþembu og astma og við komum til með að leggja fram tvo eða þrjá nýja kafla í sögunni af erfðafræði hjartaáfalla og segja frá spennandi niðurstöðum um erfða- fræði langlífis. Mér finnst ég hafa verið æv- intýralega heppinn að fá að vinna á þessum stað. Ég hlakka til að fara í vinnuna á hverjum morgni og vildi hvergi annars staðar starfa. Hér fer að ég held fram meira spennandi vinna í læknisfræðirannsóknum en nokkurs staðar annars staðar í heim- inum,“ segir hann. Ákveðið af stjórn að auka fjárfestingu í erfðafræði Áfram verður lögð mikil áhersla á grunnrannsóknir hjá ÍE. „Þó svo að við séum farnir að fjárfesta í lyfjaþróun, sem byggist á því að við höfum einangrað meingen sem búa til ákveðin eggjahvítuefni og notuð eru sem lyfjamörk, er staðreyndin sú að þau verkefni sem við vinnum að við lyfjaþróun eiga öll rætur sínar að rekja til þeirrar vinnu sem hér fer fram við erfðafræði. Fjárfesting okk- ar í lyfjaþróun þýðir ekki að við ætl- um að minnka fjárfestinguna í erfða- fræðinni. Sú ákvörðun var þvert á móti tekin á síðasta stjórnarfundi að auka fjárfestingu í erfðafræði vegna þess að hún skiptir okkur svo miklu máli. Hún nýtist okkur ekki bara við að finna lyfjamörk heldur hjálpar okkur líka við klínískar prófanir á lyfjum. Hún hjálpar okkur við að skipta sjúklingahópum niður í smærri hópa, þar sem við getum með nokkurri vissu skilið þá sem svara ákveðnu lyfi frá þeim sem svara því ekki. Á þann hátt getum við gert lyfjaþróunina virkari.“ Nokkrir heimsmeistarar Kári er ekki í vafa um að innan fyrirtækisins sem hann stýrir starfi margir sérfræðingar sem eru í fremstu röð á sínu sviði í heiminum. „Ég held að það hafi að nokkru dulist þessu samfélagi að hér innan fyr- irtækisins erum við með ótrúlega hæfileikaríkt fólk, bæði Íslendinga og útlendinga. Ég er alveg viss um að hér innan fyrirtækisins starfa nokkrir heimsmeistarar á sínu sviði,“ segir hann og velkist heldur ekki í vafa um forskot Íslenskrar erfðagreiningar á heimsvísu í mann- erfðafræðirannsóknum. „Ég hvet þig til að finna betri stað,“ segir Kári. Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa birt 100 greinar í alþjóðlegum tímaritum „Ævintýralega spennandi niðurstöður“ Morgunblaðið/Sverrir „Ég held að það hafi að nokkru dulist þessu samfélagi að hér innan fyrirtækisins erum við með ótrúlega hæfi- leikaríkt fólk …“ Auk fjölmargra lyfjaþróunarverkefna vinna vísindamenn ÍE að viðamiklum erfðarannsóknum. „Hér fer að ég held fram meira spennandi vinna í læknisfræðirann- sóknum en nokkurs staðar annars staðar í heiminum,“ segir Kári Stef- ánsson, forstjóri ÍE. Sérfræðingar hjá Íslenskri erfðagreiningu hafa frá því fyrirtækið hóf starfsemi gert grein fyrir rannsóknum sínum í um 100 greinum, sem birst hafa í alþjóðlegum vísindatímaritum. Ómar Friðriksson kynnti sér þessi afköst og ræddi við Kára Stefánsson, forstjóra ÍE. omfr@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.