Morgunblaðið - 13.02.2005, Síða 8

Morgunblaðið - 13.02.2005, Síða 8
8 SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nei, nei, þú ert ekki næstur, Árni minn, það er Reykjanesbrautin, góði. Viðræður standa núyfir milli forsvars-manna Spalar sem á og rekur Hvalfjarðar- göngin og Íslandsbanka um endurfjármögnun lána Spalar, en stjórnin hefur um nokkurt skeið haft slík áform á prjónunum. Fé- laginu bárust fimm tilboð, frá Landsbanka Íslands, Íslandsbanka, KB banka, MP fjárfestingarbanka og Verðbréfastofunni. Fékk stjórnin þrjá aðila auk framkvæmdastjóra til að leggja mat á tilboðin og að sögn Gísla Gíslasonar, for- manns stjórnar Spalar, voru allir sammála um að tilboð Íslandsbanka væri hagstæð- ast, „og því höfum við tekið upp viðræður við þá,“ sagði Gísli. Vilja borga upp lán við John Hancock Gísli sagði einhvern tíma taka að ganga frá öllum endum málsins, en mest kapp væri nú lagt á að afla fjár til að greiða upp lán við John Hancock þar sem tilkynna þyrfti um uppgreiðsluna fyrir næstu mánaðamót, gjalddagi lánsins er 1. apríl næstkomandi. Lán Spalar við líftryggingafyrirtækið John Han- cock er um 2,7 milljarðar króna. Áætlað er að sögn Gísla að upp- greiðsla lána við Hancock kosti lið- lega 500 milljónir króna, en hann sagði það mat fróðra manna á fjár- málamarkaði að þrátt fyrir það væri skynsamlegt að endurfjár- magna lánið með láni með hag- stæðari vöxtum. Gísli bendir einn- ig á að samningar við John Hancock setji Speli ýmis skilyrði í starfseminni, sem ekki verði þá fyrir hendi við uppgreiðslu þess. Að sögn Gísla er á þessari stundu ekki hægt að segja fyrir um hver áhrif endurfjármögnun og lægri vextir hafi á gangagjaldið, „það verður að bíða þess að við ljúkum þessari vinnu, enn eru margir end- ar lausir,“ sagði Gísli. Spölur er einnig með um 2 millj- arða króna lán við íslenska ríkið og hafa forráðamenn félagsins átt fundi með fjármálaráðherra og fulltrúum ráðuneytisins varðandi þau mál auk þess að vera í sam- bandi við samgönguráðuneytið um ýmsa þætti þess, en m.a. hefur ver- ið fjallað um stimpilgjöldin í því sambandi. Í athugun sem Ríkisendurskoð- un vann fyrir samgönguráðuneytið í lok síðasta árs kemur fram að með skuldbreytingu innlendra lána gætu sparast um 50 milljónir króna í raunvaxtakostnað á ár og að endurfjámögnun erlendra lána gæti einnig skilað verulega lægri vaxtakostnaði til lengri tíma litið, þrátt fyrir háan uppgreiðslukostn- að. Borgarstjórn Reykjavíkur, bæj- arstjórnir Akraness og Borgar- byggðar auk ýmissa fleiri aðila hafa skorað á stjórn Spalar að leita leiða til að mögulegt verði að lækka veggjald í Hvalfjarðargöng verulega. Gísli sagði að áfram yrði unnið að endurfjármögnunni innan stjórnar félagsins og að allt útlit væri fyrir að unnt yrði að lækka veggjaldið þegar þeirri vinnu væri lokið. Ótímabært væri þó að nefna tölur í því sambandi nú. Í grein sem Guðjón Guðmunds- son alþingismaður skrifaði í Morg- unblaðið í janúar síðastliðnum nefnir hann að óánægja sé með veggjaldið bæði norðan og sunnan Hvalfjarðar. Nefnir hann að unnt sé að ná gjaldinu niður með því að fella niður virðisaukaskatt af gjaldinu. Samkomulag hafi verið gert við ríkið á sínum tíma um að fella niður virðisaukaskattinn af framkvæmdinni, um 938 milljónir króna, á móti því að innheimtur yrði skattur af veggjaldinu. Nú segir Guðjón þá stund nálgast að notendur ganganna hafi greitt þá upphæð sem felld var niður. „Þá finnst mér sjálfgefið að þar með verði þessari skattheimtu hætt,“ segir Guðjón í grein sinni. „Það er ekki sanngjarnt að halda áfram innheimtu þessa skatts þegar það liggur fyrir að öll önnur sam- göngumannvirki landsins eru gjaldfrí og þar með skattfrí og að virðisaukaskattur leggst ekki á fólksflutninga.“ Endurfjármögnun eina raunhæfa leiðin Fjármálaráðherra, Geir H. Haarde, telur ekki grundvöll fyrir niðurfellingu virðisaukaskatts á veggjald í Hvalfjarðargöngum. Hann kveðst hafa beitt sér fyrir því að lækka skattinn úr 24,5% í 14% árið 1998 og telur ekki unnt að breyta þeim forsendum sem verk- ið hafi frá upphafi verið byggt varðandi virðisaukaskattinn. Sama eigi við um niðurfellingu láns rík- isins til Spalar, ekki sé unnt að fella það niður eins og hugmyndir hafi komið fram um. Slíkar breyt- ingar munu grafa undan möguleik- um á því að beita veggjaldi sem fjármögnunarleið við önnur sam- göngumannvirki. Það er því skoð- un fjármálaráðherra að eina raun- hæfa leiðin til að lækka veggjaldið sé endurfjármögnun lána fyrir- tækisins, en með því móti megi einnig losa fyrirtækið við þá geng- isáhættu sem fylgir því að skulda í erlendri mynt en vera með tekjur í íslenskum krónum. Fréttaskýring | Unnið að endurfjármögnun lána vegna Hvalfjarðarganga Fimm lána- tilboð bárust Fjármálaráðherra telur ekki grundvöll fyrir niðurfellingu virðisaukaskatts Veggjaldið gæti lækkað en óvíst hvenær. Tilboð frá Íslandsbanka er talið hagstæðast  Við viljum helst að gjöldin verði afnumin, en veruleg lækk- un yrði góður áfangi, segir Sveinn Kristinsson, formaður bæjarráðs Akraness. Hvalfjarð- argöng hafi komið í veg fyrir slys á veginum um Hvalfjörð, sparað Vegagerðinni viðhald á þeim vegi sem og endurbætur. Hann segir blóðugt að notendur þurfi að greiða virðisaukaskatt af veggjaldinu, „að ríkið taki ágóða af mannvirki sem það hef- ur ekki lagt neina fjármuni til“. maggath@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.