Morgunblaðið - 13.02.2005, Side 4
4 SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
„HVÍLIR sönnunarbyrði á eignar-
rétti á öðrum þegnum í landinu?“
spurði Aðalsteinn Jónsson bóndi á
fundi sem haldinn var um þjóðlendu-
kröfur ríkisins á Fljótsdalshéraði.
Aðalsteinn sagði þá spurningu
áleitna af hverju landeigendur væru
ekki jafnir öðrum þegnum landsins
þegar kæmi að sönnunarbyrði á
eignarrétti. „Það er verið að ráðast
að mjög litlum hópi fólks og það
krafið um gríðarlega vinnu og kostn-
að við að sanna eignarrétt sinn, sem
enginn hefur dregið í efa í mörgum
tilfellum.“
Meðal fundarmanna komu fram
þungar áhyggjur af lögfræðikostn-
aði og rýrt skömmtuðum tíma til
gagnaöflunar. Jafnframt veltu menn
fyrir sér þeim rökum sem lægju að
baki þessum tilteknu þjóðlendukröf-
um. Mæltist mönnum svo að ekki
væru þeir jafnir ríkinu þegar kæmi
að tilvitnunum í Landnámu eða aðr-
ar fornar heimildir og illt væri ef
aldagömul landamerki væru höfð að
engu.
Þær kröfur sem kröfulýsinga-
nefnd gerir á Fljótsdalshéraði varða
á fjórða tug landareigna. Einkum er
um þrjú svæði fyrir utan kirkjujörð-
ina Valþjófsstað að ræða; Smjörfjöll
sem varða Jökulsárhlíð, Jökuldals-
heiði sem varðar jarðir á Jökuldal og
heiðarbýlin og síðast en ekki síst
land Brúar, sem er að verulegu leyti
skert.
Landeigendur afli gagna
„Sveitarfélagið mun styðja við
bakið á landeigendum gagnvart
kröfum ríkisins með þeim hætti sem
okkur er fært,“ sagði Eiríkur Bj.
Björgvinsson, bæjarstjóri Fljóts-
dalshéraðs á fundinum. Landeigend-
ur voru hvattir til að sækja rétt sinn
og hefjast handa um þá vinnu nú
þegar, þar sem skammur tími væri
til stefnu og ekki víst að frestur feng-
ist. Auglýst var 1. mars 2004 að norð-
austursvæðið yrði tekið til meðferð-
ar af óbyggðanefnd. Kröfulýsing
fjármálaráðherra kom fram 28. des-
ember og hófst þá þriggja mánaða
langur frestur landeigenda til að
gera kröfulýsingu til óbyggðanefnd-
ar.
Jón Jónsson hdl. hjá Regula lög-
mannsstofu kynnti á fundinum þjóð-
lendulögin og þær leiðir sem færar
eru til varna fyrir landeigendur.
„Óbyggðanefnd er skv. lögum
stjórnsýslunefnd og ber því rann-
sóknarskylda,“ sagði Jón. „Landeig-
endur þurfa, þrátt fyrir að á
óbyggðanefnd hvíli gagnaöflunar-
skylda, að leggja í einhverskonar
gagnaöflun. Hjá óbyggðanefnd
starfa einn eða tveir sagnfræðingar
og maður treystir því ekki, að á þess-
um nokkrum mánuðum sem norð-
austursvæðið er til skoðunar, finni
þeir öll þau gögn sem máli geta skipt
um landamerki.“ Hann segir þau
gögn sem líklegast sé að óbyggða-
nefnd muni ekki finna til dæmis geta
verið óþinglýst landamerkjabréf og
kaupbréf, gamlar fundargerðir
hreppsnefnda, sáttagerðir og önnur
gögn sem eru ekki í opinberri skrán-
ingu.
Í máli Jóns kom fram að nú er
unnið að því að þinglýsa sérstökum
yfirlýsingum á jarðir landeigenda,
um að kröfulýsing fjármálaráðherra
fari inn á landamerkjabréf viðkom-
andi jarða. Hann sagðist einnig
draga í efa að fyrirhugaðar vett-
vangsferðir óbyggðanefndar næsta
sumar, sem farnar verða til að kanna
landamörk geti verið nákvæmar á
norðaustusvæðinu, þar sem það tæki
fleiri mánuði að fara ítarlega yfir svo
víðáttumikið svæði.
Landeigendur á Fljótsdalshéraði búa sig undir að færa sönnur
á eignarrétt sinn gagnvart þjóðlendukröfum ríkisins
Sönnunarbyrðin leggst
þungt á landeigendur
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Þjóðlendukröfur krufnar til mergjar. Lögmennirnir Jón Jónsson og Bjarni
G. Björgvinsson ræða málin við einn fundarmanna, Orra Hrafnkelsson.
!"
!"
#
$%
!"
$&' ( & ! ) * *
!""
#
! $
%
&
#$
%
LÍFTÆKNIFYRIRTÆKIÐ Urð-
ur, Verðandi, Skuld (UVS) hefur
gert samstarfssamning við banda-
ríska líftæknifyrirtækið SEQ-
UENOM um samstarf við rann-
sóknir á krabbameini.
Samkvæmt upplýsingum UVS
hefur SEQUENOM skilgreint
ákveðna erfðabreytileika sem
tengjast aukinni áhættu á krabba-
meini í brjósti og blöðruhálskirtli
og staðfest þær niðurstöður í
nokkrum mismunandi þjóðfélags-
hópum.
Kanna hlutverk erfðaþátta
í íslenskum sjúklingum
Markmiðið með samstarfsverk-
efni UVS og SEQUENOM er að
kanna hlutverk þessara erfðaþátta í
íslenskum sjúklingum sem tekið
hafa þátt í Íslenska krabbameins-
verkefninu. Hafa Vísindasiðanefnd
og Persónuvernd veitt leyfi til
rannsóknanna.
SEQUENOM hefur þróað tækni
sem það hefur hagnýtt sér við leit
að meingenum krabbameins í
brjósti og blöðruhálskirtli, að sögn
Eiríks Steingrímssonar, fram-
kvæmdastjóra vísindasviðs UVS.
„Þeir hafa fundið gen sem eru
hugsanlega tengd þessum sjúkdóm-
um og nú vilja þeir staðfesta það
með stærra þýði. Hafa þeir valið
Ísland til þessa og þá kemur UVS
til skjalanna sem er með öflugan
gagnagrunn og sýnabanka um
krabbamein,“ segir Eiríkur.
Auk þess að staðfesta notagildi
erfðamarkanna við áhættumat á
krabbameini eru rannsóknirnar
taldar auka skilning á tilurð og
framvindu sjúkdómsins. Meðal
þeirra erfðabreytileika sem skoð-
aðir verða eru einbasabreytileikar í
erfðavísunum ICAM og NuMA.
Vísindamenn UVS og SEQUE-
NOM munu einnig kanna hvort
ákveðnir erfðabreytileikar hafi
áhrif á það hvernig sjúkdómurinn
þróast eftir greiningu.
UVS fær hlutdeild í tekjum
af sölu greiningarprófa
Samningur SEQUENOM og
UVS felur í sér að bandaríska fyr-
irtækið fær söluréttindi á greining-
arprófum eða meðferðarúrræðum
sem þróuð verða en UVS fær hlut-
deild í tekjum sem af slíkum að-
ferðum geta skapast.
Unnið hefur verið mikið kynning-
arstarf erlendis sl. ár á starfsemi
UVS og því gagnasafni sem hér er
til staðar og er hún farin að vekja
athygli, skv. upplýsingum Eiríks.
SEQUENOM hefur yfir að ráða
mjög öflugri arfgreiningartækni. Í
frétt frá fyrirtækinu í gær segir
Steve Zaniboni, forstjóri SEQ-
UENOM að samstarfið milli fyr-
irtækjanna geti leitt til þróunar
mikilvægra greiningaraðferða.
„Niðurstöður munu veita mikil-
væga innsýn í erfðaþætti sem geta
aukið líkur á sjúkdómi og haft áhrif
á gang hans. Þessi rannsókn er
nauðsynlegur þáttur í því að stað-
festa gildi greiningartækni SEQ-
UENOM.“ Haft er eftir Dana
Hosseini, framkvæmdastjóra UVS,
í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu
að samningurinn sé hluti af lang-
tímaáætlun UVS í rannsóknum á
krabbameini sem beinast að því að
bæta meðferðarúrræði fyrir
krabbameinssjúklinga.
Skv. samstarfssamningnum á
verklegu þáttunum að vera að
mestu lokið innan sex mánaða. Ei-
ríkur segir samstarfið þýðingar-
mikið fyrir UVS, það gefi færi á að
sanna notkunarmöguleika á þeim
efnivið sem fyrirtækið hefur byggt
upp auk þess að mikilvægt sé fyrir
SEQUENOM að fá staðfestingu á
því að það sé á réttri leið í sinni
greiningartækni.
Urður, Verðandi, Skuld gerir samstarfssamning
við bandaríska líftæknifyrirtækið SEQUENOM
Rannsaka gen sem
hafa áhrif á áhættu-
þætti krabbameins
MEGINREGLUR þjóðlendulaganna,
sem sett voru 1996, fela í sér að ríkið
verður eigandi að þeim svæðum sem
teljast eigendalaus. Fram að því að
byrjað var að fara yfir landið með
þjóðlendukröfur, var litið svo á af
Hæstarétti, að eðli eignarhalds á
landi gæti verið þrískipt, þ.e. full-
komið eignarland sem menn ættu án
skilyrða, almenningar, þ.e. svæði
sem enginn ætti og afréttir, sem
gætu haft eignarréttarmerkingu.
Þjóðlendulögin gera ráð fyrir tví-
skiptingu eignarhalds. Annars veg-
ar eru eignarlönd þar sem eigandi
lands fer með öll venjuleg eignarráð
þess innan þeirra marka sem lög á
hverjum tíma setja. Hins vegar eru
þjóðlendur, landsvæði utan eign-
arlanda, þó að einstaklingar eða lög-
aðilar kunni að eiga þar takmörkuð
eignarréttindi, s.s. beitar- eða veiði-
réttindi. Afréttur er skilgreint sem
svæði utan byggðar sem að staðaldri
er notað til sumarbeitar fyrir búfé
og getur hvoru tveggja verið innan
eignarlanda og þjóðlenda.
Þjóðlendumál heyra undir forsæt-
isráðuneyti. Óbyggðanefnd er und-
irnefnd þess. Kröfulýsingar þær sem
settar hafa verið fram koma frá sér-
stakri kröfulýsinganefnd á vegum
fjármálaráðuneytisins.
Óbyggðanefnd hefur þríþætt hlut-
verk. Hún á að kanna og skera úr
um hvaða land telst til þjóðlendna og
hver séu mörk þeirra eignarlanda.
Hún á að skera úr um mörk þess
hluta þjóðlendna sem nýttur er sem
afréttur, þ.e. að innan þjóðlendu á
hún að draga línu um svæði sem telj-
ast afréttir og er þá heimilt að nýta
til beitar. Í þriðja lagi á óbyggða-
nefnd að úrskurða um eignarrétt-
indi innan þjóðlendna.
Þegar kröfur kröfulýsinga-
nefndar eru komnar fram geta land-
eigendur tekið til varna með eigin
kröfulýsingum.
Ríkið á það
sem enginn á
MARGAR fágætar bækur eru til
sölu á útsölu Fornbókamarkaðar-
ins á Fiskislóð 18 á Grandanum í
Reykjavík, en henni lýkur á
sunnudagskvöld. Þar eru til sölu
allt að 350 ára gamlar bækur. All-
ar bækur á Fornbókamarkaðnum
eru erlendar, á ensku, grísku,
frönsku, ítölsku og fleiri málum en
nokkrir titlar eru þó með íslensku
efni. Meðal sjaldgæfra bóka er
frönsk útgáfa af tveimur galdra-
bókum í einu bindi, útgefið í París
1648. Á myndinni heldur Guðrún
Guðmundsdóttir á bókinni. Lík-
lega er um að ræða mesta úrval
erlendra fornbóka á Íslandi á
bókaútsölu. Morgunblaðið/Golli
Selur galdra-
bækur
frá 17. öld