Morgunblaðið - 13.02.2005, Síða 21

Morgunblaðið - 13.02.2005, Síða 21
er?“ Honum fannst mikið til um að hún gæti sagt þetta. Við urðum í fyrstu ekki mikið vör við stríðið. Auðvitað fylgdist maður með uppgangi nasista, en enginn úr minni fjölskyldu studdi þá. Einar var mikið á móti Hitler, hann neitaði að heilsa með Hitlerskveðju og komst upp með það. Ég sá Hitler bara einu sinni, á útihátíð í Dresden þar sem hann flutti ræðu, þetta var fyrir stríð. Foreldrum mínum leist ekki á Hitler og mér og systkinum mínum ekki heldur. Við fluttum til Hamborgar árið 1942. Þá var sprengjuregnið að byrja í Ruhr-borgirnar. Einar hafði sungið af og til við Hamborgaróperuna, nú fékk hann samning þar – hann söng raunar við allar helstu óperur í Þýskalandi á ferli sínum. Þegar loftárásirnar hófust fyrir al- vöru á Hamborg árið 1943 fórum við Einar með telpurnar til Seefeld í Tyról og vorum þar á hóteli. Þar fengum við þær fréttir að íbúðin okk- ar hefði skemmst í loftárás. Einar fór til að athuga málið og lenti í miklum þrengingum, slasað fólk var um allt og mikil ringulreið ríkti. Honum tókst að komast burt frá Hamborg með lest til Dresden og nóttina eftir gerðu þúsund flugvélar árás á Ham- borg. En þrátt fyrir þetta ákváðum við að snúa öll aftur til Hamborgar – þar hafði Einar sitt starf. Hættulegt fréttastef Við hlustuðum frá upphafi stríðs- ins á BBC-fréttirnar, en það var stranglega bannað. Verst var að Vala var svo lagviss, hún lærði strax fréttastef ensku fréttanna (sem er eins og upphaf 5. sinfóníu Beethov- ens) þótt lítil væri og var stundum að söngla það, við sussuðum á hana, þetta hefði getað orðið okkur dýr- keypt. Það var ekki fyrr en haustið 1944, eftir landgöngu vesturveldanna í Frakklandi og framrás þeirra á þýska grund, að allt lista- og skemmtanalíf lagðist niður. Þá gáfu yfirvöld út tilskipun um að starfslið óperunnar ætti að vinna til mála- mynda við að rífa niður eyðilagðar símstöðvar. Einar neitaði og var áminntur en slapp við frekari að- gerðir. Við heyrðum ýmislegt en vildum ekki trúa sögusögnum um út- rýmingarbúðir. Fóru í loftvarnabyrgi einmitt þegar sprengja hitti húsið Í febrúar 1945, nokkrum vikum fyrir stríðslok, var gerð ægileg sprengjuárás á Dresden, þá misstu foreldrar mínir og systir aleiguna. Systir mín kom til okkar Einars með drengina sína, annan 10 ára hinn á fyrsta ári. Hún var sex daga á leið- inni með lest, ferð sem annars tók 6 tíma. Við vorum þá löngu hætt að hlaupa í loftvarnabyrgi þó að loftvarnamerki væru gefin. Einar sagði að það myndi verða óbærilegt að vera á sífelldum flótta í og úr loftvarnabyrgi. Við fór- um því yfirleitt með stelpurnar í eitt herbergi og biðum þar saman þess sem verða vildi. En systir mín var orðin mjög taugaveikluð og við létum það eftir henni að fara í kjallarann þegar loftvarnamerki var gefið, fljót- lega eftir að hún kom til okkar. Ég man að Einar var úti í garði og kom ekki strax en ég kallaði á hann og koma niður í kjallara, sem hann gerði. Ég var með Völu í fanginu í kjallaranum þegar mikill dynkur kom, allt í einu fann ég ekki fyrir höfðinu á Völu, ég hélt að hún hefði slasast en þá hafði hún bara runnið úr fanginu á mér við dynkinn. Þetta var í eina skiptið sem við fór- um í kjallarann. En þegar loftárás- inni var lokið og hættan liðin hjá kom í ljós að svefnherbegin og eldhúsið voru í rúst, við hefðum öll farist ef við hefðum verið þar. En það sem var í stofunum var óskemmt. Því var bjargað út með krana. Sprengja Martha prófaði gjarnan nýjar sígarettutegundir fyrir tóbaksframleiðandann föður sinn. Hér 16 ára heimasæta. Martha glæsileg í pels frá pabba. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2005 21 Allur hagna›ur af sölu plastpoka merktum Pokasjó›i rennur til uppbyggjandi málefna, en Pokasjó›ur, sem á›ur hét Umhverfissjó›ur verslunarinnar, veitir styrki til umhverfis- menningar-, íflrótta- og mannú›armála. Bæ›i einstaklingar og félagasamtök geta sótt um styrki úr sjó›num. A› Pokasjó›i standa allar helstu verslanir á Íslandi. Styrkir úr Pokasjó›i pokasjodur.is M E R K I U M U P P B Y G G I N G U Frestur til a› sækja um styrk úr Pokasjó›i rennur út 11. mars n.k. Umsóknum skal skila› á www.pokasjodur.is en flar eru allar uppl‡singar um sjó›inn, fyrirkomulag og styrki. fieim sem ekki geta n‡tt sér Neti› er bent á a› umsóknarey›ublö› liggja frammi á skrifstofu sjó›sins í Húsi verslunarinnar, 6. hæ›. UMSÓKNARFRESTUR RENNUR ÚT 11. MARS Tækniþróunarsjóður Umsóknarfrestur er til 15. febrúar Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, www.rannis.is Tækniþróunarsjóður heyrir undir iðnaðarráðherra, og starfar samkvæmt lögum nr. 4/2003 um opinberan stuðning við tækniþróun og nýsköpun í þágu atvinnulífsins Tækniþróunarsjóður fjármagnar nýsköpunarverkefni í samræmi við meginstefnu Vísinda- og tækniráðs Umsækjendur geta verið fyrirtæki, einstaklingar, rannsóknastofnanir og háskólar Sjóðurinn veitir framlög til nýsköpunarverkefna sem eru til þess fallin að auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Forsenda fyrir aðkomu sjóðsins er að fyrir liggi vel mótuð hugmynd um hagnýtt gildi og líklegan ávinning sem þróun viðkomandi verkefnis getur leitt til. Framlag til framúrskarandi verkefna getur numið allt að 30 milljónum króna samanlagt á þremur árum. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar næstkomandi. Eyðublöð og nánari upplýsingar um Tækniþróunarsjóð eru á heimasíðu Rannís, www.rannis.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.